Leita í fréttum mbl.is

Krabbaverkur

Þuríður kemur að sjálfsögðu alla daga með mér í sinn fyrrverandi leikskóla að ná í hin tvö og oft hittum við hennar fyrrverandi leikskólafélaga sem henni finnst ótrúlega gaman þó hún þykist stundum vera ofsalega feimin en hún Þuríður mín er sko ekki feimin.  Held að hún fái þann "hæfileika" að vera svona opin frá pabba sínum en aftur á móti Oddný Erla mín er dáltið feimin og lokuð og erfir það frá móðirinni ehe.  Allavega við hittum einn gamlan félaga hennar í gær og labbar til mín og segir svo alvarlega "er Þuríður með krabbaverk, hann Jakob (annar gamall félagi hennar) sagði mér þar".  Ég reyndi nú ekkert að brosa og svaraðir honum jafn alvarlega og hann spurði mig og reyndi að útskýra fyrir honum að þetta héti krabbamein en ekki krabbaverk en þá svarar hann bara á móti "já en Jakob sagði mér að þetta væri krabbaverkur" og labbar svo í burtu.  Þau eru alveg ótrúlega yndisleg þessir krakkar þegar þau byrja að spurja og mér finnst sjálfsagt mál að útskýra fyrir þeim veikindin hennar Þuríðar minnar eins vel og ég get enda ekkert feimnismál og hefur aldrei verið á þessu heimili.

Þuríður hefur ekki fengið núna svona góðan tíma ég veit ekki hvað lengi og maður er alltaf með hnútinn í maganum að núna hljóti henni að fara "hraka" eða eitthvað bakslag fari að koma.  Að sjálfsögðu njótum við þess á meðan það er og vonum svo heitt og innilega að þetta er allt saman á uppleið og flestir hennar draumar munu rætast.  Það er allavega einn draumur búinn að rætast og það er að fá að fara í skóla þannig þetta er allt í áttina því þessi draumur hefði ekki átt að rætast.  (læknalega séð) 

Ég hef heldur aldrei fengið svona langan rólegan tíma síðan hún veiktist og veit varla hvað ég á að gera af mér nema ég reyni að njóta hverra mínútu á morgnanna til að hvíla líkama minn sem er að klofna í sundur enda líka bara vika þanga til skólinn minn byrjar og þá verður sko engin slökun ef ég ætla að útskrifast með stæl fyrir jólin í sex greinum.  Úúúúfffhh!!  Var líka að koma úr nuddi, djöh var það vont en þess virði og svo fer meðgöngusundið alveg að byrja en mín er á biðlista og kemst síðastalagi að 1.okt. (ekki seinna vænna)

Stelpurnar mínar byrjuðu á sundnámskeiði í gær (3x í viku) og eru að sjálfsögðu alveg eldklárar.  Sundkennarinn sá þvílíkan mun á hetjunni minni síðan (bara) síðastaliðið vor, hún er ekki jafn ofvirk, hlýðir betur skipunum og er einsog selur í lauginni.  Ég held að hún geti kafað lengur en ég ehe og svo Oddný mín er verðandi Olympíufari, hún biður um að fá að æfa sund og það verður ekki langt í það að hún verði syndari en ég.  Meistarar á ferð.  Theodór minn er nú bara glaður að fá að fara í pottinn með foreldrunum á meðan þær æfa sig en getur byrjað að "æfa" í janúar og að sjálfsögðu fer hann þá í strangar æfingabúðir eheh.

Þuríður mín er að sýna eitt þroskastig sem mér finnst mjög fyndið að sjá en hún hefur aldrei vitað hvað hún ætti að gera við nefið á sér en eftir að hún byrjaði í skólanum er hún stanslaust borandi í nefið og svo "slurp slurp"Whistling.  Mörgum finndist ekkert gaman að sjá börnin sín gera þetta en þetta sýnir bara fyrir mér að hún er að taka smá þroskastig og ég ELSKA að sjá hana taka þessi skref frammá við.  Bara flottust.

Gengur vel með minnkunina á flogalyfjunum, reyndar ætti ekkert að koma alveg strax í ljós ef hún færi að krampa við þessa minnkun það er oftast svona sirka 10 dagar.  Krossa bara alla putta og tær að þetta muni heppnast og hún fái að njóta sín án allra krampa.
kr-ingur
Þessi mynd var tekin af hetjunni minni sumarið áður en hún veiktist (hún veiktist 25.okt'04), laaaaang flottasti KR-ingurinn japplandi á ís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er svo dásamlegt, að geta býsnast yfir ,,ósiðum" barna sinna.

Njóttu vel, vonandi færð þú að býsnast yfir fleirum ,,ósiðum" tengdum enn öðrum stigum framþróunar manneskjunnar, sem við í daglegu tali nefnum börnin okkar.

kærar kveðjur

Bjarni

Bjarni Kjartansson, 4.9.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Krabbaverkur! Æ, þau geta verið svo krúttleg þessar elskur.

Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 4.9.2008 kl. 15:20

4 identicon

Æi krúttuleg færsla og þessi börn eru bara yndisleg.  Mín börn lentu í því um daginn að afi þeirra veiktis..og það var yndislega einlært að heyra bænirnar sem bárust út úr herbergunum þeirra.  Já þau koma manni oft á óvart þessar elskur og Þuríður á eftir að blómstra í gegnum lífið falleg og frísk...er sannfærð um það.

Farðu vel með þig! með kærleik og bæn til ykkar

4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:27

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

bara yndisleg thessi børn og ekki er myndin sídri

María Guðmundsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:44

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já þau eru yndisleg þegar þau eru að spyrja og spekúlera. Yngri strákurinn minn (32 ára núna) var líklega 4 til 5 ára og við vorum að koma úr leikskólanum. Pabbi minn var dáinn þegar sá stutti fæddist og hinn afinn líka þegar þarna var komið sögu. Allt í einu segir minn upp úr eins manns hljóði. " Hann er heppinn hann Daniél" Nú segi ég.  "Já hann á afa sem er lifandi sem meira að segja sótti  Daniél í leikskólann".

Þau hugsa margt þessar elskur. Gott að heyra að Þuríði gengur vel.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.9.2008 kl. 17:09

7 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

yndislegt að fylgjast með þroska þessa engla... megi ljós og hlíja umvefja ykkur ... svo að lífið haldi áfram að verða smáar uppgötvanir og þroski...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 5.9.2008 kl. 02:58

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Kæra vina, ég skil vel tilfinníngar þínar, mig langar að biðja þig að prufa að hugsa að hun fái ekki krampa og alt þetta neikvæða, heldur að hugsa  hun verður frísk. Hefur þú lesið bókina Secret, það er frábær bók sem að allir ættu að lesa oftar en einu sinni , ég var svo neikvæð en er  búin að snúa dæminu við og alt geingur betur í mínu lífi. Ég hef ekki verið með krabba veikt barn, en ég sendi þér þetta bara í góðri meiningu. Hafið það sem best elsku fjöldskylda

Kristín Gunnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 11:31

9 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:32

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:09

11 identicon

Þau eru alveg yndisleg blessuð börnin.  Kveðja til fjölskyldunnar Þorgerður.

Þorgerður Helga (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:16

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 5.9.2008 kl. 23:53

13 identicon

Sendi þér  og fjölskyldunni allri hlýjar hugsanir og kveðjur. 

Stella A. (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 09:44

14 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Hvert einasta smá spor er svo merkilegt.  Þó svo að það sé ósiður.  Gangi ykkur vel með minnkunina á flogaveikilyfjunum (erum í aukningu hér).

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 6.9.2008 kl. 19:49

15 identicon

Áslaug mín, ef þú ert að drepast í grindinni eins og ég las í fyrri færslu hjá þér, þá skaltu fara í nálarstungu. Ég gerði það sjálf á sínum tíma þegar ég gekk með Kristjönu mína en þá var ég hreinlega að kálast í verkjum . Nálastungurnar gersamlega drápu verkinn niður. Endilega prófaðu þetta, ef þú vilt get ég gefið þér símanúmer hjá þeim sem ég var hjá? Þú hringir bara ef þú vilt. Gangi þér vel

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband