Leita í fréttum mbl.is

Mikil þreyta og áhyggjur

Oh mæ god, held að þessi þreyta sé núna til staðar vegna þess ég hef dálitlar áhyggjur af hetjunni minni þessa dagana.  Málið er í síðustu sá ég að hún var farin að haltra og notar ekki hægri hluta líkamans einsog hún er vön að gera og er að sjálfsögðu að vona að þetta sé bara tilfallandi en hef miklar áhyggjur af henni því ég veit ef þetta væri ekki tilfallandi þá gæti það bent til þess að það væri mjöööög vont.  Hún er reyndar mjög þreytt þessa dagana og ég held að það sé eða vona það allavega en það taki svona ofsalega mikið á fyrir 6 ára skólastelpu að breyta svona snöggt um umhverfi.  Hún er miklu þreyttari eftir skóladaginn en leikskólann, að sjálfsögðu er leikskólaumhverfið miklu verndaðra en hún reyndar fær að hvíla sig þegar hún vill í skólanum, er með sitt hvíldarherbergi og er með sinn ipod sem hjálpar henni að hvíla sig.  (enda mjög söngelsk)  Þannig ég veit ekki alveg hvað skal halda? 

Hún hefur verið að kvarta undan fætinum og þegar hún er að reyna hlaupa þá hefur maður séð hún haltrar en það er reyndar oft mjög erfitt að sjá hvort það sé eitthvað að vegna þess að hún ræður ekki alveg við allar hreyfingarnar sínar og stundum flækjast fæturnir fyrir henni.  Já ég hef áhyggjur af henni en við Skari ákváðum í sameiningu að ekki fara alveg strax með hana til læknis og ath hvort þetta haldi áfram eða gangi tilbaka sem ég vona svo heitt og innilega.

Hún fór í sinn fyrsta sundtíma í skólanum í dag og skemmti sér konunglega en var gjörsamlega búin á því eftir daginn þannig hún var ekki pínd í sjúkraþjálfun sem ég hefði viljað að hún færi í dag vegna þess þá hefði þjálfarinn geta ath allar þessar hreyfingar sérstaklega á hægri hliðinni.  Hún lá bara í móki og heimtaði snúð og kókómjólk ehe, yndislegust!  En við pínum hana aldrei í neitt ef engin orka er tilstaðar, hún á t.d. líka að vera á sundnámskeiði á mánudögum seinni partinn en fór að sjálfsögðu ekki þangað heldur bara perlan mín hún Oddný.  Theodór var mest ósáttur við það því þá fékk hann ekki að fara í pottinn með mömmu sinni og pabba ehe.

Við Skari ætlum einmitt að fara á námskeið í "tákn með tali" eða hún í greiningarstöðinni ætlar að ath það fyrir okkur, finnst það mjög sniðugt eftir að stuðningsaðilinn hennar Þuríðar minnar byrjaði að nota það í skólanum því það er einsog hún skilji mann oft betur ef maður notar það við hana.  Sjúkraþjálfinn hennar er einmitt að byrja nota þetta við hana, ótrúlega gaman að fylgjast með henni þegar þetta er notað því hún kann orðið dáltið mikið.

Skólinn minn að hefjast á föstudag og ég orðin nett spennt.  Fagstjórinn í mínu námi bauð mér að taka tvær brautir þessa önnina, annað hvort er ég svona hrikalega vitur því hún treystir mér til þess eða þetta nám sé bara svona létt?  Að sjálfsögðu held ég mig það fyrra en ég ætla að afþakka pent og frekar útskrifast með stæl um jólin, sérstaklega þegar það er svona lítil orka er til staðar þá mun ég ekki orka tvær brautir (því ég ætla að halda áfram eftir áramót eða haustið eftir)hvað þá ef hetjan mín þarf meiri ummönnun en venjulega tjah svo þegar maður lítur út einsog "fíll" og getur lítið hreyft sig þá er það ekki mikið vit í því.

P7140113
Hetjan mín að knúsa Skjóna sinn í sumar eða þegar hún var að reiðnámskeiðinu sem henni fannst endalaust gaman í og gaf henni ennþá meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

búin að gera nokkrar tilraunir að setja inn komment. vona að þetta komi ekki inn þrisvar.

en hefur þú séð þessa tákn með tali síðu?

http://tmt.is/

kristin (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 19:04

2 identicon

Ertu í skóla á laugardögum??Er ??Knús kærleik og kveðju sendi ég.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:01

3 identicon

Frábært að heyra af tákn með talinu :) , ég notaði það heilmikið í leikskólanum sem ég var að vinna og það svínvirkar á svo mörg börn. Fyrir sumum er bara auðveldara að taka við skilaboðum á sjónrænan hátt heldur en að heyra þau bara. Bara frábært að þetta hjálpi skvísunni ykkar. Það er líka svo auðvelt að læra þetta því flestar hreyfingar meika svo mikið sens þá meina ég að t.d. táknið yfir morgunkorn er í líkingu við þegar maður er að hella úr morkunkornspakka :)  og margt þannig....allavega mjög mjög sniðugt :)

Helga Jóhanna (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:50

4 identicon

Frábært að heyra að tákn með tali skuli nýtast hetjunni svona vel. Vissuð þið að það er til tölvuleikur með tákn með tali ? Ég held að hann sé mjög sniðugur, set hér link af síðu með leiknum http://www.tumifun.com/

Gangi ykkur vel :)

Matta (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Aprílrós

já tákn með tali virkar og er mjög gott,ég er að vinna í skóla og það er notað soldið í yngstu bekkjunum og það virkar frábærlega vel. Gangi ykkur vel með skísuna ;)

Aprílrós, 8.9.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þar sem ég er stuðningsmamma fatlaðs drengs sem er með Down´s, þá höfum við fjölskyldan notað tmt dálítið. Það er mjög skemmtilegt og alls ekki erfitt að læra. Tala nú ekki um fyrir svona námshesta eins og þú ert Slauga mín. Vona að hetjan sé bara þreytt eftir skóladagana. Kærleiksknús.

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.9.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

tákn med tali er frábært, vann med thad sem studningsfulltrúi á leikskóla,ótrúlegt hvad børn eru fljót ad tileinka sér thad.

Ædisleg mynd af knapanum  vonandi er hún bara threytt blessunin en ekkert annad i gangi.

knus og krammar frá dk.

María Guðmundsdóttir, 9.9.2008 kl. 05:03

8 identicon

Æ hvað þetta er sæt mynd af henni Þuríði, segir allt sem hægt er að segja um  þessa litlu hetju.  Fer með bænir og sendi ykkur knús!

kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamma (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:55

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sæt myndin af henni á hestinum. Ég man að þegar minn stubbur var að byrja í skóla fyrir 9 árum þá var hann oft ansi þreyttur eftir daginn. Þetta eru svo mikil viðbrigði. Þannig að vonandi er Þuríður litla bara þreytt.

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 11:12

10 identicon

Það tekur ansi mikla orku að byrja í 6 ára bekk, vona innilega að svo sé með hetjuna ykkar.  Frábært hvað það er gaman í sundinu.  Gangi ykkur hjónum vel í ykkar námi.  Og að sjálfsögðu leikskólabörnunum í sínum skólum.  Kveðja til allr fjölskyldunnar.  Þorgerður.

Þorgerður H. Halldórsdótti (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:38

11 Smámynd: Þórunn Eva

LOVE á ykkur sætulingana sem eruð aldrei heima ahahahahhhah knús knús og ég hugsa til ykkar......... ;)

Þórunn Eva , 9.9.2008 kl. 21:32

12 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Er þetta ekki bara þreyta vegna nýrra aðstæðna?  Var svoleiðis hjá unglingnum mínum.  Tákn með tali er frábært.  Notum nokkur tákn með unglingnum og hann notar nokkur sjálfur.  Farið vel með ykkur

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 9.9.2008 kl. 22:00

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:27

14 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Farið vel með ykkur... öll...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 10.9.2008 kl. 01:07

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum vona að það sé skólinn og þessu miklu viðbrigði sem gera hana svona þreytta. Við verðum öll að vera bjartsýn með hana þessa elsku. Guð veri með ykkur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.9.2008 kl. 00:47

16 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

hún er svo yndisleg þessi litla skvísa hef fylst með henni lengi og líka í gegnum láru elínu hún er bara flottust þessi stóra og duglega perla

kær kv 

Anita Björk Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband