Leita í fréttum mbl.is

Orkuþjófur

Ég er þessi týpa sem vill hafa allt á hreinu og vill helst vita þá hluti í gær en ekki þurfa bíða í einhverja daga eða vikur eftir svörum.  Pabbi líkir mér oft við ömmu mína sem mér finnst alls ekki slæmt því við erum báðar þannig að við viljum að hlutirnir gerðust í gær og ef okkur dettur eitthvað í hug verður það að gerast NÚNA en ekki eftir þrjár vikur.  Ég er ofsalega óþolinmóð manneskja sérstaklega þegar hlutirnar tengjast veikindum Þuríðar minnar og þá vill ég hafa allt á hreinu, reyndar númer eitt, tvö og þrjú vill ég að henni líði sem best einsog hinum börnunum mínum.  Ef það væru einu áhyggjurnar sem foreldri langveiks barns væri með þá væri þetta allt saman aðeins betra þó mest ég vildi að mínar helstu áhyggjur væri tengt einhverju öðru, "afhverju gæti ég ekki keypt þennan stóra sjö manna bíl sem hefur dreymt um svo lengi?", "kemst ég bráðlega til NY?" eða þess háttar áhyggjur sem eru reyndar ENGAR áhyggjur að sjálfsögðu. 

En við sem foreldrar langveikra barna eigum ekki að þurfa hafa áhyggjur af neinu öðru en barninu sjálfu, við eigum ekki að þurfa berjast svona endalaust við kerfið og hafa áhyggjur af hinu og þessu sem tengist því þá er ég að meina fjárhaginum.  Einsog þið vitið þá hafði ég samband við Jóhönnu Sigurðardóttir í vor vegna míns verðandi fæðingarorlofs eða réttara sagt ég hélt að ég ætti rétt á því orlofi og var farin að anda léttar í vor þegar ég fékk svar frá henni að þetta væri tóm vitleysa hjá mér að ég ætti engan rétt gagnkvart því.  Nota bene hún svaraði mér STRAX annað en aðrir myndu gera í þessu "bransa" sem mér fannst frábært af henni en því verr og miður þá misskildi ég svarið frá henni. 

Ég hef nefnilega verið að vinna dáltið í mínum rétti síðustu viku sem er mikill orkuþjófur og ég er gjörsamlega búin á því andlega séð, þetta tekur hrikalega á.  Ég er búin að vera í sambandi við trilljón manneskjur í þessu kerfi sem eru ekki tilbúnir að svara manni öllu sem maður spyr þá.  Sem betur fer þá eru líka til félagsráðgjafar sem eru tilbúnir að starfa fyrir mann en einsog ég sagði þá vill ég fá svörin í gær en ekki eftir þrjár vikur sem oft gerist þegar maður biður aðra að vinna fyrir sig og það finnst mér óþolandi en að sjálfsögðu eru þessir starfsmenn að starfa fyrir trilljón manns og ég er kanski ekki efst á listanum hjá þeim.

Ég hafði t.d. samband við einn hjá TR og hann sagðist hringja í mig sama dag eða daginn eftir til að ræða smá mál tengt Þuríði minni en að sjálfsögðu hringdi hann aldrei þannig minn félagsráðgjafi hérna í styrktarfélaginu hafði samband við hann og þá fengum við loksins svör sem við vorum að bíða eftir sem voru kanski ekki þau sem ég vildi heyra.  Hinn félagsráðgjafinn minn uppá spítala var farin líka að "vinna" fyrir mig vegna míns verðandi fæðingarorlofs þar að segja ef ég fæ ekki áframhaldandi foreldrargreiðslur sem er víst ekki sjálfgefið í þessum bransa þó þú eigir barn með illkynja sjúkdóm, skil ekki þetta kerfi?  Í hvað er verið að spara?  Ég bað hana nefnilega um aðstoð núna því ég bara GET EKKI MEIR, ég þarf aðstoð og stundum þarf maður bara að viðurkenna það sem er oft á tíðum erfitt. 

Ég er nefnilega sú fyrsta eftir að þessar nýju greiðslur komu sem spyr um fæðingarorlof og hvort ég eigi einhvern rétt sem ég hélt en misskildi víst allt sem Jóhanna sagði við mig (var að fara yfir mailið frá henni til mín).  Það er búið að ræða við lögfræðing í þessum svokallaða fæðingarorlofsjóð og málið er að ég á ENGAN rétt á fæðingarorlofi þar sem þetta eru ekki laun sem ég er að fá, ég hef hvorki verið að fá laun né á atvinnuleysisbótum þá á ég ENGAN rétt.  Hvað er málið?  Jú ef ég fæ ekki áframhaldandi greiðslur þá verða "launin" mín 40.000kr á mánuði, hver lifir á því?  ENGIN.  Ég get það allavega ekki, þarf að sjá fyrir fjórum börnum og borga alla mína reikninga.  Jú við erum tvö en að er samt ekki nóg enda segir 40.000kr ekki neitt.  Þannig núna verður maður með magapínu þanga til sirka í nóv/des þanga til þeir í TR ákveði hvort ég eigi rétt á meiri greiðslum frá þeim vegna Þuríðar minnar sem væri náttúrlega bara fáránlegt ef svo væri ekki.

Ég er ekki að vekja athygli á þessu bara mín vegna heldur allra hinna foreldrana sem munu ö-a lenda í þessu sama þannig ég segi bara SKÍTT MEÐ KERFIÐ!  Þessar foreldrargreiðslur eiga að heita "laun" eða koma í staðin fyrir laun samt ekki hægt að nota það sem launatengt til að komast í fæðingarorlof.  DÍÍÍÍSSSÚÚSSS!!

Ég er líka farin að finna það að ég er undir dálitlu álagi þessa dagana, farin að sjá stjörnur, svimar(ó ég sitji bara algjörlega kjur), verki í brjóstið og svo lengi mætti telja.  Ógeðslega óþægilegt!

Annars er Þuríður mín ágætlega hress, fékk það komment um helgina hvað hún líti vel út sem mér finnst alltaf gaman að heyra þó hún sé oft á tíðum orkulítil en þá er hún endalaust glöð og hamingjusöm.  Fórum einmitt í tvö afmæli um helgina og henni fannst endalaust gaman að hitta alla sem hún þekkti og gargaði af gleði þegar hún hitti hina og þessa sem hún hefur ekki hitt lengi.  Endalaust gaman!  Hún er mikil félagsvera og finnst gaman að vera innan um annað fólk og á líka mjög auðvelt með að bræða alla í kringum sig.  T.d. í afmæli í gær (afi minn 80 ára) fóru allir stóru strákarnir út í fótbolta og hún varð alveg snar því hún fékk það ekki og reyndi að lauma sér hvað eftir annað í skónna sína og svo að lokum tókst henni það þannig hún reykspólaði út til allra strákana með fótbolta í annarri því hún ÆTLAÐI sér að vera með.  Hún ætlar sér alla hluti enda mikið kraftaverk og mikill kraftur í henni, alveg sama hvursu kvalin eða uppdópuð hún hefur verið í veikindum sínum þá lætur hún ekkert stoppa sig.  Einsog oft áður hef ég sagt, hún getur, hún ætlar og hún skal.

Skólinn minn er byrjaður en hann byrjaði á föstudag og ég er bara spennt að geta gleymt áhyggjunum í smá lærdómi, hvernig sem að fer?  Stefnan að sjálfsögðu tekin á útskrift um jólin og svo kemur það bara í ljós hvort að tekst eðurei.  GETA ÆTLA SKAL. 

Ætla að fara ná í hetjuna mína enda líka farin að sjá stjörnur hérna í tölvunni og svimar svona líka mikið, úúffhh!  Kanski ég fari líka að taka þátt í lottóinu þá þarf ég ekki endalaust að berjast við þetta kerfi eða heimti kanski 1% af þessu sem Björgólfsfeðgar ætla að eyða í Eimskip, úúffh hvað lífið væri ljúft þá nei kanski ekki ljúft þá væru allavega einar áhyggjur farnar.  Þá gæti ég sinnt hetjunni minni 199% án þess að þurfa hafa áhyggjur af einhverju öðru.

Líka orðið alltof lööööööng færsla.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru mér og auðvitað þér MIKIL vonbrigði að þú skulir ekki eiga rétt á fæðingarorlofi. Þetta með svör frá kerfinu er líka STÓRT VANDAMÁL og eflaust afar dýrt fyrir okkur öll (samfélagið í heild) Ef verið er að búa til svo flókið kerfi að það er ekki hægt að lesa úr því réttindi fólks, þá er mikið að.

Góðu fréttirnar eru þær að Þuríður er hress og þetta með fótboltann og strákana er alveg frábært. Dugnaðarkona þar á ferð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.9.2008 kl. 14:02

2 identicon

Sæl vertu

Þetta er algerlega óásættanlegt með fæðingarorlofið. Nú þarftu að koma í sjónvarpið og vekja athygli á  þessum galla í kerfinu.  Enda alvön baráttkona hér á ferð.

Skrítið,  þessi 40þús. eru laun fyrir að geta ekki unnið, en samt eru þetta ekki laun svo þú getir fengið fæðingarorlof, þetta er ósanngjarnt, ósanngjarnt og ósanngjart.

Sendi kærar baráttkveðjur í húsið.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:08

3 identicon

Hæ elsku Áslaug mín.

Þetta er nú ljóta ömurlega kerfið sem við búum við. Ég er sammála hér á undan að þú ert baráttukona sem getur látið í þér heyra. En ég hef nú samt áhyggjur af þessum svima og stjörnum hjá þér. Viltu fara vel með  þig því þú átt svo dýrmætt í kringum þig og í bumbunni.  Hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur. Knús og kossar, Kristín Amelía

Kristín Amelía Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 17:56

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er hreinlega fáránlegt kerfi. Fólk sem þarf að vera heima hjá langveikum börnum á ekki að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur og á að fá greitt ekki minna en sem nemur lágmarkslaunum samkvæmt samningum. Það er hræðilegt að fólk sem svona stendur á hjá skuli þurfa að lifa langt undir fátæktarmörkum.

Farðu svo vel með þig því stress er alveg hræðilega slítandi og þú mátt ekki við því eins og nú stendur á. Samt skil ég vel að þú getir ekki annað en verið stressuð eins og komið er fram við ykkur.

Helga Magnúsdóttir, 15.9.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

 knús til ykkar allra.

Bergdís Rósantsdóttir, 15.9.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Mikið er ervitt að lesa þessa færslu... Það viriðst vera endalausir vitnisburðir sem sanna að kerfið okkar er eingöngu að íþyngja fjölskildum sem virkilega þurfa á aðstoð þerra að halda... Eins og ég hef áður sagt þá ýta þeir hreinlega á bakið á manni útí persónulegt gjaldþrot... Það er ekkert nema hneiksli að ríkisstjórnin sé að státa sér að því að kerfið sé svo gott... þetta er hreinn og beinn aumingjaskapur og vanvirðing við þá sem eru að berjsat við það eitt að sinna börnunum sínum sem eru veik og þurfa á allri okkar orku og styrk að halda... Batir barnannan væri mun betri og fljótari í mörgum tilfellum ef kerfið myndi standa sig almennilega því að streyta og vanlíðan foreldra hefur auðvitað áhrif á börnin... Það eru margir sem ættu virkilega að skammast sín núna... HANA NÚ...

Kæra Áslaug ég vildi á ég gæti hjálpa þér eitthvað en það eina sem ég vil segja er að það er ekki þess virði að missa heilsuna útaf þessu og þú ert komin með einkenni sem eru alls ekki góð þannig að allir sem geta hjálpa henni ættu að standa upp núna og gera það því núna er virkileg þörf...  Þú ert hetja!! og hef ég í gegnum erviðleika míns með soninn hef ég leita í bloggið þitt til að fá styrk og betri sýn á hvernig lífið er... takk fyrir það...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 15.9.2008 kl. 21:01

7 identicon

Kæra Áslaug. Ég tek heilshugar undir það sem Margrét segir hér á undan, það er afar rétt og satt sem hún segir.

Gangi þér vel í baráttunni og hugsaðu vel um þig. Yndislegt að heyra að litla sólin þín er að blómstra. Knús á línuna

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 21:59

8 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þetta var mjög mikill óþarfi... þú ókunni aðili sem þorir ekki að skrifa undir nafni, aumingjaskapur og Ljótt

Margrét Ingibjörg Lindquist, 15.9.2008 kl. 23:35

9 identicon

Sæl. Ég hef kommentað hérna áður hjá þér í sambandi við fæðingarorlofið. Ég skil ekki af hverju þú átt ekki rétt á fæðingarstyrk sem námsmaður sem er e-ð um 90 þús á mán. Þú varst í námi á vorönn 2008 ekki satt og haustönn 2008 og þá er bara spurningin hvað þú ert í miklu námi. Er alveg útilokað með þann fæðingarstyrk? Því 90 þús er jú skömminni skárri en 40 þús þótt það sé ekki há tala.

Lóa (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 00:03

10 identicon

Íslendingar búa við eitt besta velferðarkerfi sem þekkist í heiminum í dag þó hugsanlega megi finna á því galla. Það er einungis í örfáum löndum Vestur- og Norður Evrópu, tiltölulega fámennum löndum þar sem býr örlítið brot mannkyns, sem íbúar geta gengið að því sem vísu að fá þá þjónustu sem hér er veitt.

Hér finnst dagvistun handa ungum börnum - niðurgreidd af skattfé. Öllum börnum er boðin endurgjaldslaus menntun, sú besta sem völ er á hverju sinni. Greidd af skattfé. Allir borgarar þessa lands eiga kost á nánast endurgjaldslausri læknisþjónustu - bestu sérfræðiþjónustu sem landið hefur yfir að ráða hverju sinni. Greitt af skattfé. Lyfjakostnaður, sem og dýrustu læknismeðferðir, eru niðurgreitt af skattfé. Almannatryggingar greiða örorkubætur, sjúkrabætur, fæðingarorlof og ýmsislegt annað m.a. þáttöku í lækniskostnaði erlendis - af skattfé. Ríkið greiðir foreldrum barnabætur. Reykjavíkurborg innir af hendi greiðslu vegna tómstundaiðkunar barna - menntunnar sem ekki er á námskrá og er enganveginn hægt að líta á sem sjálfsagðan hlut að geta veitt börnum. Og ríkið veitir foreldrum langveikra barna stuðning til þess að þeir geti varið tíma sínum í að sinna þeim börnum.

Það er góður hópur borgara sem þiggur lítið sem ekkert af þeim stuðningi sem í boði er og nefndur er hér að ofan. Þeir hinir sömu greiða skatta sína, fúsir, vitandi það að skattfénu er ætlað að renna til þeirra sem á því þurfa að halda. Að veita þurfandi einstaklingum bjargráð.

Almannatryggingum er ekki ætlað að tryggja áhyggjulaust eða áhyggjulítið líf. Þeim er ætlað að sjá fyrir nauðþurftum. Borgurunum sjálfum er ætlað að laga lífsstíl sinn og neysluvenjur að þeim efnahagslegu aðstæðum sem þeir búa við - að taka ábyrgð á þeim þáttum í eigin lífi sem þeir ráða sjálfir. Það er sjálfsögð krafa - og í raun sjálfsögð mannréttindi - að einstaklingurinn fái að bera slíka ábyrgð sjálfur.

Fæstar fjölskyldur þessa lands geta veitt sér það sem hugurinn girnist og fæstar eru án áhyggja. Og til er það fólk sem, vegna aðstæðna og efnahags, telur sig ekki geta veitt sér það að eignast öll þau börn sem það annars hefði viljað. Það á t.d. við um þá sem þetta skrifar og hefur bæði fætt og grafið börn.

Við, sem njótum þeirra forréttinda að lifa í skjóli og vernd okkar þróaða velferðakerfis, erum flest í þeirri stöðu að eiga val í mörgum af mikilvægustu þáttum okkar daglega lífs t.d. hvað varðar nám og barneignir. Það að hafa slíkt val eru raunveruleg forréttindi, einstök í sögu mannkynsins. En á vali sínu ber hver og einn ábyrgð - í því felst sæmd einstaklingsins.

Með kveðju og óskum um velfarnað allri fjölskyldunni til handa.

Þakklát (og nafnlaus) kona í Vesturbænum (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 00:34

11 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Kæra kona úr Vesturbænum... mér þykir leitt að heyra að þú skulir hafa misst barn/börn það er alltaf hræðilegt að þurfa að ganga í gegnum það. Öll mín samúð með það.

En....  og nú vitna ég í þín orð...

"Og ríkið veitir foreldrum langveikra barna stuðning til þess að þeir geti varið tíma sínum í að sinna þeim börnum."  Þvímiður er þetta ekki fyllilega satt... því þeir peningar sem ríkið greyðir mér t.d. fyrir að vera með langveikt barnið mitt á spítlala duga fyrir hálfri húsaleigunni... þá er ALLT annað eftir... þá get ég ekki varið tíma mínum áhyggjulaus til að sinna veikum syninum... "Þeim er ætlað að sjá fyrir nauðþurftum."  ef ég á að vera hæst ánægð með að háls húsaleiga sé bara þær nauðþurftir sem við mæðginin þurfum þá hlít ég að vera geðspítalamatur... því að trúðu mér eftir 3 mánuð yrðum við bæði dáin úr svelti, ísköld undir pappakassa á ruslahaugunum... meira að segja bankastjórinn minn sagði að ég heði ekki efni á því að vera í húsnæði... hvar eigum við að vera...er það ekki lámarks mannréttindi að hafa húsaskjól.??  NUAÐÞURFTIR eru meira en húsaskjól.. það er matur og fatnaður utaná líkaman... og trúðu mér við eru ekki að biðja um 20.000 gallabuxur heldur líklegast föt í poka frá rauðakrossinum eða hjálpræðishernum... þannig að þú verður að fyrir gefa ég er ekki sammála þessari lofræðu þinni um velferðaríkið Ísland...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.9.2008 kl. 10:07

12 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Fyrirgefðu mér Áslaug mín ... að ég skuli tjá mig svona opinskátt á blogginu þínu ég reikna með því að þú fjarðlægir komment mín ef þér mislíkar þetta ... ég bara get ekki hlustað á svona rök...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.9.2008 kl. 10:11

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.9.2008 kl. 11:32

14 identicon

Kæra Áslaug!  Hef oft kíkt á bloggið þitt og finnst mér mjög gaman að lesa pistlana þína ( ekki kannski alltaf gaman en áhugavert).  Ég er einmitt mamma lítillar hetju og er að fá þessar foreldragreiðslur.  Ég er greinilega eitthvað að misskilja þessar greiðslur líka, hélt að þetta væru launin mín   En það er alltaf eitthvað í smáa letrinu til þess að flækja hlutina aðeins meira, lífið hjá okkur sem eigum litlar hetjur er nefnilega ekki nógu flókið

Vona að þú fáir áframhaldandi greiðslur og gangi ykkur vel með allt saman.

Kær kveðja, Aldís.

Aldís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:57

15 identicon

Ég er sammála konu úr vesturbænum hér að ofan.  Það verður hver og einn að sníða sér stakk eftir vexti.  Alveg sama í hvaða aðstæðum fólk lendir.  

Að fá foreldragreiðslur er alveg nýtt fyrir foreldra langveikra barna og frábært skref sem var stigið til að hjálpa foreldrum í þessari aðstöðu.   Það er samt enn fjöldi foreldra langveikra barna sem ekki nýtur þessara greiðslna en getur samt ekki unnið utan heimilis vegna veikinda barna sinna.  Það er fjöldi foreldra langveikra barna sem fá ekki einu sinni viðeigandi læknisþjónustu fyrir börnin sín fyrr en eftir margra mánaða bið, jafnvel þó að um mjög erfið veikindi sé að ræða.

Ég er að tala  um foreldra barna með geðraskanir, ef það er einhver hópur foreldra langveikra barna sem hefur verið skilinn eftir í kerfinu þá eru það þessir foreldrar.

önnur kona í vesturbænum (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:23

16 identicon

Kvitt kvitt

kv úr sveitinni

Dagrún (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:46

17 identicon

"Við, sem njótum þeirra forréttinda að lifa í skjóli og vernd okkar þróaða velferðakerfis, erum flest í þeirri stöðu að eiga val í mörgum af mikilvægustu þáttum okkar daglega lífs t.d. hvað varðar nám og barneignir. Það að hafa slíkt val eru raunveruleg forréttindi, einstök í sögu mannkynsins. En á vali sínu ber hver og einn ábyrgð - í því felst sæmd einstaklingsins" Segir nafnlaus og þakklát kona úr Vesturbænum. Skilgreinum "mikilvægustu þætti okkar daglega lífs" Ég tel mikilvægustu þætti okkar daglega lífs vera að hafa : Þak yfir höfuðið, mat til neyslu, föt til að skýla okkur, auk annara nauðþurfta. Þessir nauðsynlegu þættir okkar daglega lífs eru bókstaflega að sliga margt fólk og fólk nær hreinlega ekki endum saman sem rýrir sæmd okkar sem einstaklinga. Málið er það að það er ekki sama á hvaða aldri manneskjan er sem tjáir sig um þessi atriði. Er hún af kynslóðinni sem fékk sitt húsnæði nánast gefins? Sem við erum að borga fyrir í dag með verðtryggðum lánum ( sem eru einstök í sögu mannkynsins) og hárri leigu. Er hún af þeirri kynslóð þar sem nóg var að annar aðili heimilisins ynni úti þ.e.a.s ef honum var til að dreifa. Það var verið að samþykkja laun til eftirlaunþega í dag kr. 150.000 á mánuði fyrir einstakling. Ég er ekki að segja að það séu há laun. En fólkið vildi fá rúm 220.000 fyrir einstakling, það þyrfti þá upphæð til að geta lifað. Þar erum við að tala um fólk sem trúlega er ekki með börn á framfæri og trúlega  flestir í skuldlausu húsnæði. Ja kona spyr sig. Kæra Áslaug og fjölskylda ég skil vel í hvaða sporum þið eruð og vona svo sannarlega að úr rætist hjá ykkur. Það ætti að vera nóg fyrir ykkur að hafa áhyggjur af veika barninu ykkar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að eiga fyrir fjárhagslegum skuldbindingum.

Kær Kveðja

Kona úr Austurbænum (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:24

18 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Gangi þér vel með allt saman Áslaug mín.

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.9.2008 kl. 22:28

19 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Heyr heyr !! kona úr Austurbænum... Hefði ekki geta sagt þetta betu...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.9.2008 kl. 22:54

20 identicon

Hvaða rugl er í ykkur konum í vesturbæ? Rétt er það, ekki fá allir foreldrar langveikra barna greiðslur úr þessum sjóði en hvað kemur það þessu máli við? Það er nú bara þannig að allir foreldrar virðast þurfa að berjast hver í sínu horni og Áslaug er að gera það. Hún sem borgari þessa lands á jafn mikinn rétt á aðstoð og útigangsmenn þessa lands. Veikindi dóttur hennar hefur neytt hana til að vera heima við. Hún skilaði inn fullum skatt-tekjum á sínum tíma, svo hættið þessu bauli hér og sýnið henni frekar stuðning í verki heldur en að tuða þetta hér á síðunni hjá henni.

Hneykslist frekar á eftirlaunafrumvarpi alþingismanna og bruðlinu hjá þeim frekar en skitnum tíu þúsund köllum sem hún fer fram á. Það er hneykslanlegt að lesa commentin frá ykkur í einu orði sagt.

Knús og klemm á þig Áslaug mín

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:54

21 identicon

Bið áfram fyrir ykkur elsku fjölskylda og gangi ykkur vel..

Kristín (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:56

22 identicon

ps.

Kæra nafnlausa þakkláta kona úr Vesturbænum

Með því að fjölga mannkyninu er Áslaug líka að búa til nýjan framtíðar skattgreiðanda  til að standa undir "Þínu svokallaða besta velferðarkerfi í heiminum í dag þ.e. á Íslandi" Þín orð ekki mín.

Og ef ég má, baráttukveðjur mínar ná til þín líka Margrét Lindquist

Megi ykku ganga sem best

Kona úr Austurbænum (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:38

23 identicon

Elsku Áslaug og litla fallega hetjan mín...vona svo sannarlega að þið náið árángri í ykkar hetjulegri baráttu,Þuríður í þínum veikindum og Áslalug mín þú í þinni baráttu við kerfið.Ég er sammála Margrétunum 2 hér að ofan og hreinlega skil ekki hvað fólk er að tjá sig hér með skítlegri framkomu....ég get alls ekki sett mig í ykkar spor þar sem ég hef aldrei staðið í þeim,en eitt veit ég að barátta mín við mitt krabbamein hefur opnað augu mín gagnavart þessu svokallaða "velferðarkerfi" okkar...það er sko alls ekki til fyrirmyndar á öllum vígstöðvum...sendi ykkur öllum knús og koss....

Björk töffari (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:40

24 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Ég verð nú bara að seigja hvað þið fjölskyldan eruð dugleg og ég er ekkert smá stolt af ykkur.Ég sjálf móðir langveiksbarns vona svo ynilega að þetta fari að lagast og að kerfið geti tekið vel á móti öllum einstaklingum,sama hvað hrjáir bara að allir fái raunhæfa hjalp.Það er auðvitað erfitt að byðja um aðstoð veit það vel sjálf en við verðum bara að gera það svo við lendum ekki á götuni með börnin.En sama hvar maður leitar TR eða féló allstaðar lokaða dyr þvi maki manns er svo launa hár,greinilega ekki til að halda öllu gangandi ein.Eða allavega held ég að fólk væri ekki að biðja um hjálp ef hinn aðlin væri að ná þessu ein á meðan við getum ekki unnið.Hvað er málið eru þau að biða eftir þvi að við verðum gjaltþrota og á götuni til að hjálpa okkur?Af hverju ekki að koma til móts við mann áður en verra fer?

Svo hugsa ég að það sé voða auðvelt fyrir fólk sem hefur ekki kynnst kerfinu eins og við að segja hversu gott kerfið er á Islandi.Á undanförnum mánuðum hef ég þvi miður fengið að kynnast þvi og sorry þetta er SKÍTA KERFI

Áslaug min gangi ykkur endarlaust vel,þið eruð i hjörtum okkar

Erna Sif Gunnarsdóttir, 17.9.2008 kl. 09:56

25 identicon

Jesús minn að lesa þessi komment hér að ofan frá Vesturbæjarkonum.  Ég verð hreinlega sorgmædd þegar ég verð vitni af svona hugsunum og rökfærslum, velferðarþjóðfélag takk góða Ísland og val hvers og eins hvernig hann snýr lífi sínu....nei og aftur nei þetta er ekki rétt. Og ljótt finnst mér þegar verið er að hnoðast í barneigna fjölda hjá Áslaugu og fjölskyldu.  Hugsið ykkar gang kæru konur og hafið ykkar hugsanir hjá ykkur því þær bara meiða hér úti á þessari fallegu síðu.

Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda, ég tendra ljós og fer með bænir til handa ykkur og gangi ykkur vel.  Kæra Áslaug haltu áfram að hlusta á hjartað þitt því það er einstaklega fallegt og kærleiksríkt, vertu þú sjálf því þannig ertu flottustu, haltu áfram að vekja athygli á staðreyndum lífsins og stattu fast á þínu.

Knús í gegnum netið 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:42

26 identicon

Það er nefnilega vandamálið með þetta "fína" heilbrigðiskerfi okkar - það er fínt og gott .... þangað til maður þarf á því að halda.  Láttu mig þekkja það, ekki lítið sem við höfum þurft að berjast fyrir rétti okkar og syni okkar.  Hann er langveikur en þó alls ekki eins og Þurðíður.

Og að hugsa til þess að við fengjum margfalt betri þjónustu í þeim löndum sem er sífellt verið að bera Ísland saman við - maður verður reið, svekkt, pirruð, leið, örg og allt hvað eina.

Í þessum geira á ekki sífellt að vera að hugsa um sparnað og koma út í plús ... það er ekki hægt að reka heilbirgðiskerfi með hagnaði!

.... Gangi þér sem best með baráttuna við kerfið og með börnin þín :)

Ásta (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:52

27 identicon

Þó að velferðarkerfið á Íslandi sé betra heldur en í sumum (eða mörgum) öðrum löndum þýðir það ekki að það megi ekki bæta það!!

T.d. er algjörlega óskiljanlegt að Áslaug eigi ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslu. Hefur fólk sem getur ekki unnið (eða lítið unnið) ekki rétt á því að lifa?

Mér finnst líka mjög undarlegt af konu í vesturbænum að agnúast út í hana fyrir að eignast fleiri börn. Hm. Við erum orðin alvarlega firrt ef okkur hættir að þykja annað en sjálfsagt að fólk eignist börn, EINS mörg og því sýnist. Eins og einhver benti á hérna í athugasemd þá er það HAGUR þjóðfélagsins (a.m.k. í litlu samfélagi eins og á Íslandi) að við eignumst (sem flest) börn. Fleiri skattgreiðendur auk þess sem það er hagræði í því að hafa stærri einingar. Mörg vesturlönd standa frammi fyrir miklum vanda sem felst í því að það er of mikið af gömlu fólki hlutfallslega, því að það fæðast of fá börn. Þá vantar fólk inn á vinnumarkaðinn, of fáir borga skatta miðað við þá sem fá eftirlaunagreiðslur, of margir sem þurfa meira á heilbrigðiskerfinu að halda o.s.frv.

Ef fólk á í erfiðleikum vegna aðstæðna, t.d. vegna þess að það á langveikt barn, á að veit því þá aðstoð sem það þarf til þess að geta séð fyrir börnum sínum. Sama hversu mörg þau eru. Við eigum að vera ánægð með þetta duglega fólk.

Ég er pirruð á því að vera farin að nálgast þrítugt en þurfa að fresta því að eignast börn, vegna þess að ég hef EKKI efni á því. Ég fengi, held ég, ekki fæðingarorlof vegna þess að ég hef hagað námi mínu þannig að ég hef ekki tekið nógu mikið af einingum upp á síðkastið, og ekki unnið nógu mikið til þess að eiga rétt á fæðingarorlofi. Það er pirrandi að fólk þurfi að hugsa svona eins og ég geri. Ég hef ekki efni á því að eignast börn. Það er hættulegt ef fólk fer almennt að hugsa svona. Þá lendum við fljótt í vandræðum. 

Æ. afsakið, get ekki komið þessu skýrt frá mér. Og afsakið að ég skuli vera nafnlaus. Ég er bara feimin..

nemi (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:31

28 identicon

ÓMÆG. rosalega hlakkar ömmu til að knúsa litla gullið

langar aðeins að benda á grein í mogganum í morgun (bls 8 ) hún fjallar um HÆLISLEITENDUR á Íslandi , er ekki búin að lesa orð fyrir orð en las þó ÞETTA.Neyðaraðstoð við þá nemur 7 þús.krónum á dag í uppihaldi auk 3000 kr í vasapening á viku. sem sagt 210 þúsund á mánuði.Sumir hælisl. dvelja hér mánuðum og jafnvel árum saman á meðan verið er að skoða mál þeirra,eitthvað kostar það

Þetta borgum við skattgreiðendur,svona er íslenska velferðakerfið ((fyrir útlendinga )eða hvað. Það er þyngra en tárum taki að eiga langveikt barn og það ætti enginn segi og skrifa ENGINN að þurfa að berjast við kerfið til að kría út jafn sjálfsagða hluti og foreldragreiðslur. Það er að flestu leiti gott að búa á Íslandi alltaf er verið að bæta og laga þjónustuna,en betur má ef duga skal og ég hef trú á að JS eigi enn eftir að gera góða hluti.(hlakka til elliáranna gamla fólkið fær svo háar greiðslur, voru að hækka hehe )knús á ykkur elskurnar mínar

amma Þura (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband