Leita í fréttum mbl.is

Kartöflukeppnin fræga

P9214791
Þá er sú keppni yfirstaðin í brjáluðu roki og rigningu á Stokkseyri en ég held að börnunum hafi ekkert funndist það leiðinlegt eheh.  Voru bara vel dúðuð og gátu drullumallað.... hérna eru krakkarnir mínir ásamt Evu systurdóttir minni lengst til hægri.

Nei við unnuð ekkert en skemmtum okkur svakalega vel og fengum líka nýjar fínar kartöflur til að sjóða í kvöldmatinn, slurp slurp!!  Jú öll börn yngri en ferming fengu að sjálfsögðu verðlaunapening fyrir þátttökuna en ég fékk ekki einu sinni svoleiðis eheh.
P9214862
Ég er samt fegin að ég fékk ekki þessi verðlaun eheh, skammarverðlaunin í ár.

Annars hefur gengið vel með lyfjaminnkunina hjá hetjunni minni en við munum minnka lyfjaskammtinn hennar enn meira um mánaðarmótin og svo verða þessi ákveðnu lyf tekin algjörlega af henni 1.nóv og þá eru "bara" þrjár tegundir eftir af fjórum en stefnan er reynt að láta hana "bara" vera á tveimur tegundum en það verður tekið hlé frá 1.nóv frammað myndatökum í byrjun janúar.  Þá verður séð hvernig þær myndatökur koma út og framhaldið ákveðið, þetta er ótrúlega stressandi en vonandi þess virði. 

Ég var hjá ljósuninni í morgun og að sjálfsögðu gekk það súper vel, er víst með mikið legvatn enda kúlan í stærri kantinum ehhe.  Fékk það staðfest í morgun að það má byrja ýta við bumbubúanum þegar ég er komin 38 vikur og þá kanski tekst mér að eiga á réttum tíma hemmhemm!!  Það er sem sagt kringum 20.nóv og það eru nú BARA átta vikur þanga til.  Jeijjíbbíjeij!!  Verður ö-a fljótt að líða sérstaklega ef það heldur áfram að ganga vel með hetjuna mína sem er jú reyndar alveg búin á því eftir daginn þrátt fyrir lyfjaminnkun. Hmmm!!

Ætla koma börnunum í rúmið og svo aðeins að kíkja í skólabækurnar, það er nefnilega svo gaman að læra þegar það er auðvelt og gengur vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehehe.. ég verð nú að segja að þetta eru flottustu skammarverlaun sem ég hef séð... Frábært að heyra að bumbubúinn sé í góðum gír ... Hetjan þín er líka yndisleg og gott að heyra að þetta gangi vel, en ég skil líka þína hræðslu við lyfjaminkunina... þannig að það er óskandi að þetta fari allt á besta veg...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 22.9.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að það gengur vel að minnka lyfin hjá Þuríði. Nýjar kartöflur svíkja engan og svo er gott að það gengur vel með bumbubúann og skólann. Semsagt allt í góðum gír.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.9.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Allir sigurvegarar.......og haldið svona áfram.Skussinn flottur.Gleðikveðja

Halldór Jóhannsson, 22.9.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 krúttulingarnir tharna...

Ennn bara GEGGJUD skammarverdlaun flottasti bikar..EVER..

Vonandi gengur thetta vel med lyfjaminnkunina og bara allt annad lika,thid erud svo dugleg øll sømul

María Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 06:41

5 Smámynd: Elsa Nielsen

Ohhh - mig vantar svona "moon"verðlaun í safnið mitt ;)

Gangi þér vel með allt....

Nú kíki ég hér inn á 2 mín fresti... orðin svo spennt að sjá - hehe ;)

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 23.9.2008 kl. 13:00

6 identicon

Þú kannski gefur mér barn í afmælisgjöf  en svo þú vitir þá mátt þú ekki vera búin að eiga fyrir 8. nóv en þá verður haldið upp á herlegheitin. Svo ungar þú bara út 21. nóv

Luv Magga

Magga K (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:41

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Smart skammarverðlaun. Skil þetta með legvatnið því ég var ófrísk frá höku og niður á tær á mínum meðgöngum. Eignaðist mjög temmileg börn en legvatn í lítratali. koss og knús á börnin þín frábæru.

Helga Magnúsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband