Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegur kraftur í hetjunni minni

Á hverjum þriðjudegi förum við mæðgur alltaf í sjúkraþjálfun sem henni finnst oftast ekki leiðinlegt en nennir ekki þegar þreytan er of mikil sem er skiljanlegt því ég myndi ekki nenna í ræktina ef ég væri algjörlega orkulaus og myndi ekki láta neinn segja mér samt að fara og gera einhverjar æfingar.  En við "pínum" hana samt oftast en svo kemur bara alltaf í ljós í tímunum hvort hún orki þá hluti eðurei eða þá fær hún líka bara að æfa sig að blása sápukúlur eða fínhreyfingar sem er frekar afslappandi.  

Í dag var hún sko í stuði, hlakkaði til að hitta Marit sína og sagðist sko ætla að vera dugleg.  Hún byrjaði að gera sínar vikulegu æfingar og alltaf er verið að bæta við og láta þær vera erfiðari enda er komin dáltill kraftur í hetjuna mína sem eykst með hverjum deginum sem líður.  Fyrir sirka ári síðan þá gat hún nánast ekkert látið taka sig í "hjólbörur" þið vitið þá er haldið í lappirnar og hún labbar með höndunum enda þá var mikil lömun í hægri hendi.  Gat þá kanski tekið 1-2 skref með höndunum en hrundi þá bara niður, fyrir sumarið eða sirka hálft ár síðan var hún farin að geta "labbað" fjögur/fimm skref en svo áðan hélt kraftaverkið áfram að gerast því stúlkan "labbaði" heil 50 skref en þá hætti sjúkraþjálfinn eheh.  Þvílíkur kraftur í þessari stelpu sem er alltaf að sýna það og sanna að kraftaverkin gerast og maður á ALDREI að gefast upp.  Ég hef aldrei nokkurn tíma kynnst öðrum eins karakter sem ætla sér allt ef viljinn er fyrir hendi því svo eftir þessa hjólböruferð tók hún sig til og klifraði upp svona kaðalstiga sem væri erfitt fyrir heilbrigað manneskju að gera og það ALLA leið upp sem hefur ALDREI gerst áður enda vorum við sjúkraþjálfarinn hissa á þessari hetju, viljinn er hrikalega sterkur.  Ótrúlega gaman að sjá þennan rosalega mun á þessu eina ári og það er alltaf eitthvað að bætast við.  Hún var líka ótrúlega stollt af sjálfri sér og kom sérstaklega til mín til að gefa mér einn fimmara ehehe.  Yndislegust!!

Annars fór mín í blóðprufu í morgun og þá kom líka í ljós hvers vegna ég er þreytt ALLAN sólarhringinn, með endalausan svima, sjá þessar stjörnur og svo lengi mætti telja.  Jú ég er alltof blóðlítil einsog ég verð alltaf á meðgöngum mínum þannig ég verð að auka skammtinn af járninu og reyna gera eitthvað í þessu svo ég get kanski haldið mér vakandi í tvo/fjóra tíma í einu.  Dóóhh!!

Allir annars ágætlega hressir á heimilinu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.9.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Ragnheiður

Vá hvað þetta er flott um hana Þuríði, vá ! Duglega skvísan litla..

Ragnheiður , 23.9.2008 kl. 20:44

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Hún mun keppa í skólahreysti fyrir skólann sinn.Kveðja

Halldór Jóhannsson, 23.9.2008 kl. 21:46

4 identicon

Frábært að heyra svona góðar fréttir af hetjunni.  High Five.... 

Bestu kveðjur frá ókunnri fjölskyldu sem fylgist alltaf með.

Ásdís (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:04

5 identicon

kraftaverkaprinsessa

Dagrún (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hún er bara svo mikil hetja tessi prinsessa tín.

fardu vel med tig líka mín kæra og taktu járnid..

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 24.9.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Barn sem stendur sig eins og hetja við þessar aðstæður á sko örugglega eftir að framkvæma mörg stórvirkin í framtíðinni.

Helga Magnúsdóttir, 24.9.2008 kl. 15:36

8 identicon

Yndislegt að lesa um kraftinn í Þuríði, elsku litla hetjan...hún kemur á óvart en samt ekki, hún hefur viljann og er búin að margsanna það  Er svo viss í hjarta mínu að hún verður sterkari og sterkari með tímanum, með fallega síða hárið sitt og augun sem segja svo margt, já svo ótal margt  Áslaug mín farðu vel með þig, þú ert kletturinn, bjargið og stóra mamman.  Þetta fer að verða spennandi þar sem styttist í bumbubúann:=)

með kærleikskveðju og knús í gegnum netið 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:40

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Gaman að heyra að allt er á góðri leið!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:24

10 identicon

Það er svo gaman að lesa þegar svona vel gengur hjá ykkur. Yndislegt alveg hvað hetjan ykkar er dugleg

Oddný Sigurbergsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband