25.9.2008 | 21:00
Þreytt hetja
Þuríður mín er endalaust þreytt, tekur á fyrir svona lítinn "veikan" kropp að vera í skóla. Kanski er maður að pína hana of mikið? Veit ekki? Hún er samt alltaf ótrúlega glöð og ánægð með lífið það vantar ekki, þurfti reyndar að gefa henni verkjalyf í gærkveldi því hún kvartaði svo mikið í höfðinu og hætti ekki fyrr en ég gaf henni verkjastillandi.
Það er ótrúlega gaman að sjá hvað fínhreyfingar hennar hafa tekið miklu kipp, sjúkraþjálfarinn hennar er mjög dugleg að æfa hana í því og maður sér mikin mun. Farin að kubba en ræður ekki ennþá við að skrifa, þær hreyfingar eru frekar erfiðar fyrir hana en hún er endalaust að æfa sig því henni langar svo að skrifa stafina einsog Oddný systir hennar. Ég man svo vel eftir því fyrir tæpum fjórum árum (vávh hvað þetta er orðið langur tími) rétt áður en hún veiktist þá tveggja og hálfs árs gömul þá púslaði hún 25-50 púslum nánast blindandi en það gæti hún ekki í dag þó svo hún sé farin að geta púslað en þetta kemur allt saman, ég veit það. Hún var ótrúlega "heppin" hvað hún var undan í þroska í felstu en jafnaldrar hennar þegar hún veikist því það hefur hjálpað henni mikið í veikindum sínum.
Mín hlakkar mikið til helgarinnar því við Skari ætlum að njóta hennar tvö, börnin fara uppá Skaga í pössun og við ætlum bara að njóta þess að vera saman og Zzzzzzzz. Reyndar er ég búin að geyma gullið mitt (humar) inní frysti síðan í byrjun sumars sem við fengum gefins og bíða eftir rétta tækifærinu til að borða hann og að sjálfsögðu ætla ég að taka hann úr frystinum og láta Skara minn grilla hann handa mér. Oh mæ god hvað ég er spennt að slurpa honum í mig. Gæti líka hugsað mér að fara í bíó, hmmmm!! Hvenær var það síðast? Jú ö-a einhver barnamynd með börnunum mínum svo ætlum við reyndar ÖLL fjölskyldan að fara í leikhús á sunnudaginn á hann Gosa vin okkar. Við fórum reyndar á hann fyrir ári síðan með styrktarfélaginu en samt ekki Theodór minn sem fær að sjálfsögðu að fljóta með núna og bíður spenntur eftir því. Svei mér þá, þá gæti ég ö-a verið varaleikari í sýningunni því ég kann ÖLL lögin og ö-a alla textana eheh, búin að hlusta á diskinn 9999x.
Skari minn fer svo til Berlínar eftir viku og ég hefði sko ekkert á móti því að fara með honum, ráðstefna um börn með krabbamein. Ætlaði reyndar kanski að gera það en áform breyttust og svo er orðið djöh dýrt að fljúga þangað. Aaaaargghh!!
Brjálað að gera í lærdómnum, er byrjuð að hugsa um lokaritgerðina mína sem ég mun skila í byrjun nóv. Að sjálfsögðu vel ég eitthvað sem ég veit mikið um sem ég er búin að gera og hlakka bara til að gera hana og fara létt með.
Set svo eina inn af hetjunni minni sem var tekin sumarið '06 rétt áður en æxlið hennar greindist illkynja, þarna var hún farin að krampa 10-50 krampa á dag og farin að lamast hægra megin. Hún er þarna annars í útsýnisflug í fjölsk. útilegu hjá styrktarfélaginu, oh mæ god hvað henni finnst gaman að fljúga og tekur sig vel út.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góða Humar og Skara helgi.Og blessuð börnin Skagahelgi...
Halldór Jóhannsson, 25.9.2008 kl. 22:16
Eigið góða helgi saman þið tvö og börnin sömuleiðis
Dagrún (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:58
knús á ykkur hetjurnar ;)
Aprílrós, 25.9.2008 kl. 23:05
ahhhh,,, humar er bestur ásamt hreindýri, bon appetit . Gaman að hitta ykkur hetjurnar í vikunni og gangi ykkur vel.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:32
Dásamlegt fyirr ykkur..Bara tvö
Gott líka fyrir snúllurnar ykkar ad fara adeins ad heiman.
Góda helgi og ´njóttu med Skara tínum.
Gudrún Hauksdótttir, 26.9.2008 kl. 09:26
Hæ hæ
Ég skal koma með þér í bíó fljótlega:) Það er ef það er eitthvað í bíó til að sjá....
Knús til ykkar
Vigga
Vigga (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:30
Hetjur, hetjur, hetjur.
Allir í ykkar húsi eru það og trúlega með smá af kjarnorku í sér. Þó hún sé ekki góð orka en það er eitthvað EXTRA sem knýr þessa fjölskyldu.
Sendi ykkur kærar kveðjur og ósk um góða helgi, hvíld, og allt það besta
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:07
Njóttu helgarinnar, ykkur Skara veitir ekki af smáhvíld.
Helga Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 14:39
Njótid nú helgarinnar kæru hjón, já,veitir sko ekki af. Erud svo ótrúlega dugleg alltaf hreint
María Guðmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 17:28
Góða helgi.
Eyrún Gísladóttir, 27.9.2008 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.