Leita í fréttum mbl.is

Við mæðgur erum heima á tjillinu....

Jebbs við Þuríður Arna mín erum heima í dag.  Vorum nefnilega að koma frá húðsjúkadómalækninum þar sem hún er mjööööög slæm af flökkuvörtum sem hún er búin að vera með í meira en ár og fær endalaust mikið exem í þær og þá klægjar henni mikið svo þetta er ekkert að lagast hjá henni.  Mikið ofsalega væri ég orðin pirruð ef mig klægjaði svona mikið en hún sýnir engan pirring.  Meira að segja búin að fá smá sýkingu í þetta og ekki segir hún neitt.  Lækninum brá dáltið þegar hann sá hvursu slæm hún væri þannig hann bar eitthvað á þetta og nú kl tólf þarf ég víst að þrífa það af og svo kemur í ljós eftir tværi vikur hvernig það heppnaðist.  Þess vegna er hetjan mín heima, ekkert alvarlegt bara ofsalega þreytandi fyrir hana greyjið.  En hún er annars á leiðinni í svæfingu útaf þessu og þetta verður "pússað" af og sem betur fer er hún vön svæfingum og þess háttar þannig það eru engar áhyggjur. Svo þarf líka að taka einn blett af henni í leiðinni, heldur engar áhyggjur af því.  Hún fær ekki bara eitt hún fær ALLT.

Þuríður mín er annars ágætlega hress, sofnaði kl sjö í gærkveldi alveg gjörsamlega búin á því og þurfti að vekja hana tólf tímum síðar í morgun.  Er núna bara að horfa á Alvin og íkornana sem er mikið uppáhald þessa dagana svo ætlum við að fara yfir stafina og hún búin að heimta að æfa sig að skrifa eitthvað á blað.  Langar svoooo mikið að geta skrifað stafina sem er ekki alveg að takast þessa dagana en það TEKST.

Helgin var ótrúlega róleg og góð hjá okkur Skara, bara afslöppun útí gegn þó svo ég hafi sofið og varla gert handtak alla helgina þá er ég gjörsamlega búin á því.  Hvað er málið?

Í lokin langar mig að benda ykkur á auglýsinguna "mína" hérna til hægri, endilega kíkið á sýninguna hjá Elsunni minni.  Bara flott málverk sem svíkur ENGAN.  Ég hef verið svo heppin að fá eitt málverk eftir hana að gjöf sem er endalaust flott getið kíkt á síðuna hennar á www.elsanielsen.com og skoðað verkin eftir hana.

Ætla að leggjast uppí sófa og lesa smávegis fyrir skólann, verð víst að klára heimavinnuna mína fyrir fimmtudag (á vanalega að skila á mánud.) þar sem ég verð ein heima með börnin nk helgi eða frá fimmtud. til sunnudags þá er best að klára það fyrir þann tíma.  Er ekki mikið að læra með börnin mín þrjú eheh vill frekar njóta þess að gera eitthvað með þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:28

2 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Hafið það gott i dag skvísur :)

Erna Sif Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:32

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gudrún Hauksdótttir, 29.9.2008 kl. 09:50

4 identicon

Prófaðu Fóta-Galdur frá Villimey á flökkuvörturnar, ef þú ert ekki þegar búin að því. Kraftaverkakrem :-)

Herborg (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:06

5 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Dóttir mín var þakin flökkuvörtum á hálsi, maga og fótum, svo var mér sagt að prufa fóta gel frá volare ( http://www.volare.is/Template1.asp?Sid_NR=659&E_NR=627&VS=1VS1.asp&VT=649&VT2=659 ) og ég bar þetta á hana í 2 vikur á hverjum degi og þetta hvarf. Mæli með þessu, tek það fram að ég hef engra hagsmuna að gæta í sambandi við Volare

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.9.2008 kl. 10:16

6 Smámynd: Elsa Nielsen

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 29.9.2008 kl. 10:39

7 identicon

Hæ hæ ég mæli líka með fótagelinu frá Volare, það einfaldlega virkar á flökkuvörtur!  Svo er rakakremið í stóra hvíta dúnknum gott á exem tengt vörtunum virkaði vel á strupana mína.

Bið guð að gæta ykkar með kærleik 4 barna mamman

p.s gott að heyra að þið Skari hafið haft það gott um helgina

4 barna mamman (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:57

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hef sömu sögu að segja með þetta volare gel. Var með tvo flökkuvörtugrísi og annar þeirra var alltaf að fá sýkingu og eitthvað ógeð. Þetta bara hvarf! Einnig notaði ég þetta á fótavörtur á elsta drenginn og með góðum árangri! (tek það fram að ég sel ekki volare ;o) )

Elsku Slauga mín! Þú undrast það að orkan þín sé búin? Ég sjálf á stórt heimili eins og þú með þeirri undantekningu að enginn hér er langveikur. Ég er ekki ófrísk og ekki plöguð af helmingi þeirra áhyggja sem naga þig alla daga. SAMT er ég orkulaus. Jafnvel eftir rólegar helgar! Mér finnst því ekki hið minnsta einkennilegt að þú sért þreytt og orkulítil. Mér finndist annað í hæsta máta einkennilegt :)

Engin er ofurkona. Ekki einu sinni þú. En þú kemst samt ansi nærri því !!!!!

Guð geymi ykkur og vonandi verður helgin (grasekkjuhelgin) góð og skemmtileg.

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.9.2008 kl. 15:03

9 identicon

Gott að heyra ráð með flökkuvörturnar :) yngsta mín er með þetta og exemið ofaní.  Vitið þið hvar ég get fengið Volare kremið - fóta gelið??

 Vonandi eigið þið góðan dag í dag mæðgur! :) !

alva (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:47

10 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

ÆÆii þið ertuð endalaust miklar hetjur... og maður vidi svo gjarnar geta lyft litla fingri til að hjálpa... Farið vel með ykkur öll..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 29.9.2008 kl. 17:16

11 identicon

Sonur minn átti í erfiðleikum með að halda nógu miklum þrýsingi á litum eða blýöntum og þess vegna gat hann ekki dregið til stafs. Svo fékk hrikalega asnalegan gigtarpenna sem er eins og y í laginu og hann skrifar eins og brjálæðingur með honum. Ekki vel, en mikill munur.

Svo er til frá Crayola litir í plasti sem eru ætlaðir fyrir ung börn, en strákurinn minn fékk styrk með því að nota svoleiðis ...

kv, ókunnug Kristín

Kristin (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:35

12 Smámynd: Aprílrós

865-0932 . þessi er að selja Volare, heitir Lóa.

Aprílrós, 29.9.2008 kl. 18:53

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þið mæðgur eruð hreinustu hetjur.

Helga Magnúsdóttir, 29.9.2008 kl. 18:56

14 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Heimsins mestu hetjur eruð þið.

Halldór Jóhannsson, 29.9.2008 kl. 19:57

15 identicon

kvitt kvitt

knús

Dagrún (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:52

16 identicon

Hæ langar að leggja í púkk reynslusögu, mín stelpa var með flökkuvörtur og notaði ég volare græna gelið sem mér fannst seinvirkt, en svo var mér gefin aloe vera jurtin til að bera á bólurnar og hún hreinlega át upp þessar ógeðsbólur , undra planta sú :)

Baráttukveðjur Ella

Ella ókunnug (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband