Leita í fréttum mbl.is

Sýking á heimilinu

Svona vaknaði Theodór minn í morgunn:
PB035192
Skari sagði honum að leika sig leiðann og að sjálfsögðu gerði drengurinn það hehe.  Hann er kominn á sýklalyf og fékk ekki að fara í leikskólann í morgun og ekki heldur á morgun því þetta er smitandi bara vonandi fær Þuríður mín þetta ekki.

Theodór er annars farinn að koma til mín þegar ég er að læra og spurja hvort hann megi læra með mér hehe einsog í gærdag og þá var hann ekki lengi að hlaupa ná í stafakarlabókina sína.  Verst þegar hann vill "læra" með mér þá get ég ekkert lært því hann er að segja mér alla stafina sem hann kann og ég verð svo að segja honum hvað allir hinir heita.

Hetjan mín er hress, settist niður með mér á föstudaginn rétt fyrir aðgerð og sagði "jæja mamma, var gaman í skólanum þínum í dag?, hvað ertu að læra?"  ...og þuldi svo allt stafróið fyrir mig hehe og svo hélt hún áfram að spurja mig og var þvílíkt áhugasöm um þetta.

Einsog þið sjáið á þessari mynd eru þau öll hress og kát, þeim leiðist aldrei hérna heima ehe, þau geta allavega ekki kvartað yfir því að hafa ekki leikfélaga.
PB025163


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg neðri myndin- hann er samt sætur þó hann sé svona bólginn

Ragnheiður , 3.11.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Blessaður kallinn....þið stórfjölskyldan eruð framtíðar stjórnendur þessa lands......þvílíkt námsfólk eruð þið öll....Lærdómskveðja

Halldór Jóhannsson, 3.11.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Aprílrós

tek undir með hinum, þið eruð dugleg að læra og alles ;)

Aprílrós, 3.11.2008 kl. 20:31

4 Smámynd: Elsa Nielsen

Já - þau eru heppin að eiga svona duglega mömmu (og pabba) - gott að vera með stutt á milli barna ;) Ég tapaði aðeins þar...fæ ekki að sofa út í 15 ár!!! :) KNÚÚS

PS - yndisleg neðri myndin :)

Elsa Nielsen, 3.11.2008 kl. 22:56

5 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Æ þið eruð svo dugleg :)

Erna Sif Gunnarsdóttir, 3.11.2008 kl. 23:41

6 identicon

 bara dásamlega falleg mynd!

kv hm

hulda magg (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:18

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er bara kominn verðandi Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson á barnsaldri. Vonandi batnar þetta fljótt og smitar ekki frá sér. Þau eru fjörug og kát litlu skottin. Hefur ekki verið tekin nein bumbumynd af elsti skólastúlkunni á  heimilinu.  Og vel á minnst, hvernig gengur Skara í skólanum.

Guðsblessun í bæinn og bumbuna

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.11.2008 kl. 02:51

8 identicon

Yndisleg fjölskylda..Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:12

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knúsilíus knús frá okkur Lindu,Gunnari og dætrum

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.11.2008 kl. 10:06

10 identicon

Æðisleg mynd af krúttunum ykkarVonandi lagast Theodór fljótt. Baráttukveðjur.

Kristín (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:27

11 identicon

Bestu batakveðjur með augað hans Theodórs.  Þetta eru allt góðir námsmenn heyrir maður   Kærar kveðjur,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:09

12 Smámynd: Þórunn Eva

Knús í klessu á þig sæta mín...verð svo að fara að koma ;) LOVE

Þórunn Eva , 5.11.2008 kl. 01:33

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

ææ snúllinn ...Knús kvedjur til ykkar allra frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 5.11.2008 kl. 11:03

14 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Æi en hvað þetta er dásamlegar myndir. Og yndislegt að ykkur líði vel. Vona að bumbubúinn sé þér ekki erfiður, Slauga mín.

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.11.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband