18.11.2008 | 15:01
Stollt af sjálfri sér
Þuríður mín er hrikalega stollt af sjálfri sér, hún var að fá nýja bók í skólanum sínum sem pabbi hennar var að hlýða henni yfir og er núna að skrifa orðið "Atli" oh mæ god hvað hún er stollt því. Hingað til höfum við ekkert verið að pína hana til að reyna eitt né neitt nema með okkar hjálp þar að segja við höfum hjálpað henni að stjórna hreyfingunum en núna langaði henni svo mikið að gera ein og auðvidað fékk hún að gera það. Þetta er allt að koma hjá henni. Ég er líka hrikalega stollt af henni. Hún gat allavega skrifað orðið, úúfffh hún skrifar svo fallega.
Það er eitt sem mig langar að nefna hérna ef þú lesandi góður getur ekki sætt þig við það að ég skrifa um eitthvað annað en veikindi Þuríðar minnar þá geturu bara leitað eitthvað annað. Lífið hjá okkur snýst ekki bara um veikindin hennar sem er reyndar frekar stór hluti, við reynum eftir okkar bestu getu að lifa sem eðlilegast sem getur verið oft á tíðum mjög erfitt en við reynum að gera sem flest með börnum okkar því þau eru náttúrlega þrjú (ekki langt í að þau verða fjögur). Hef nefnilega fengið kvörtun um það að sumir eru ekki að koma hingað til að lesa um mig og mínar montsögur, vill bara lesa um hana. Haaaaaalllóóó er ekki lagi með fólk. Er fólk að vonast til að geta lesið eitthvað slæmt? Sumir lifa og hrærast bara við að lesa eitthvað slæmt um aðra en nota bene ég er ekki að segja þið séuð svoleiðis en það eru sumir þarna úti sem eru svoleiðis sem ramba hingað inn.
Takk fyrir!!
Mig langar annars að minna ykkur á að það eru jólakort til sölu til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en þið getið nálgast þau á www.skb.is eða þar að segja pantað þau þar og svo verður yndislegur strákur (ásamt öðru held ég) að selja þau í kringlunni síðustu helgina í nóv. Endilega kaupið og styrkið gott málefni.
Hérna er hetjan mín stollt á honum Skjóna sínum í sumar á hestanámskeiði en við bíðum núna spennt eftir því að fá að vita hvort hún komist að í sjúkraþjálfun á hestum eftir áramót. Úúúffhh sú yrði glöð!!
....og ef hún fengi að ráða þá væri hún í þessum prinsessukjól alla daga, hún hreinlega elskar svona kjóla en þetta úr Disney Fríðu og Dýrinu kjóll. Ef það er ekki þessi þá er það Hello kitty hehe.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt og ljúfar góðar kveðjur til ykkar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:21
innlitskvitt og knús á línuna
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:37
Mikið á sumt fólk erfitt. Kem hingað oft og mikið er ég ánægð þegar allt gengur vel hjá ykkur sjá gullin ykkar í leikjum og njóta sín í botn, hlakka mikið til að sjá svipin á þeim þegar krílið birtist, er viss um að hann verður óborganlegur. Ljúfar og góðar kveðjur gangi ykkur vel í framtíðinni það verður sennilega nóg að gera en þið rúllið þessu upp eins og unglingarnir segja. Þú mátt samt ekki hætta að blogga.
Ókunnug (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 17:33
Elskuleg, ég nýt þess að lesa færslurnar þínar og góðu fréttirnar eru klárlega uppáhalds. Sem betur fer fjölgar þeim stöðugt. Haltu áfram þínu striki....þið eigið greinilega yndisleg börn
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:11
Það er alveg yndislegt að lesa "mont" færslunar þínar. Það er svo ljúft að vera stoltur af sér og sínum. Kveðja Þorgerður.
Þorgerður (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:41
Æ elsku Áslaug mín...mikið skil ég hvað þú ert að tala um,hef sjálf lent í þessu og það er eins og þú segir til fólk sem nærist á því að fá slæmar og erfiðar fréttir af öðrum,en haltu ótrauð þínu striki,þú ert massagóð og yndislegast af fá fallegar og góðar fréttir af flottustu hetjunni...knús til ykkar'
ps...Þuríður mín þú hefur ekki langt að sækja gáfurnar þínar...hehehehBjörk töffari (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:06
Er alveg sammála öðrum að það er alveg yndislegt að lesa bloggin þín, fylgjast með hetjunni í gegnum veikyndin og batann, og sýnist á skrifum þínum að það sé dagamunur á hetjunni og hún svo ákveðin að halda áfram í gegnum þetta.
Hetjan hún Þuríður á heiður skilið og orðu fyrir hvað hún er dugleg, ekki síður foreldrarnir.
Ljúfar stundir elskurnar ;)
Aprílrós, 18.11.2008 kl. 20:34
Ég hef gaman af því að lesa montsögurnar þínar - þær lýsa glæstum árangri hetjunnar þinnar. Endilega haltu áfram að færa okkur fréttir af henni :)
Kv.
Ein ókunnug
Ókunnug (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:05
Bergljót Hreinsdóttir, 18.11.2008 kl. 21:05
Hvað er eiginlega að fólki? Mér finnst það einmitt sýna styrk ykkar að þið skulið lifa lífinu án þess að láta allt stjórnast af veikindum Þuríðar litlu. Það væri ekki hollt fyrir hana og ekki fyrir ykkur.
Annars finnst mér þetta svolítið fyndin færsla. Systir mín heitir Þuríður og bróðir minn Atli.
Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:01
Ég á ekki til orð!! Hlægilegt að fólk láti svona út úr sér. Hvað er eiginlega að hjá svona fólki... Mér finnst alltaf jafngaman að lesa jákvæðar fréttir af ykkur fjölskyldunni, auðvitað miklu skemmtilegra en veikindasögur!!! Arrrrg hvað ég verð pirruð að heyra að þú skulir virkilega þurfa að hugsa út í svona leiðindarkomment. Getur fólk ekki skilið að þetta er þitt blogg og algjörlega þitt að ákveða hvað þú skrifar. Að fólk skuli dirfast að reyna að hafa áhrif á hvað þú skrifar um er gjörsamlega út í hött!!! Vona að þú látir þetta ekki hafa nein áhrif á þig!!!
Yndislegar myndir af Þuríði og góðar fréttir að hún sé farin að skrifa sjálf ;)
kv
Gígja (ók) (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:26
Bara fallegust og duglegust hún Þuríður hetjan þín. Hún skal og hún ætlar og hún sýnir ykkur það svo sannarlega...bara frábært Mundu að þú ert langflottust eins og þú ert og haltu því áfram og haltu áfram að skrifa eins fallega og þú gerir hér á þessu bloggi, þú átt þessa fallegu fjölskyldu og þetta er þitt blogg.
Bið guð að gæta ykkar knús 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 00:02
Já sumir nærast á harmsögum annarra og vilja helst ekki heyra um bata eða neytt svoleiðis. Ég hef upplifað að fólk verður beinlínis reitt ef ég hef vogað mér að tala um bata, gott útlit eða annað í þeim dúr. Eftir að ég fékk heilablæðinguna 1997, setti ég marga út af laginu með því að segja allt gott og að mér liði vel.
Þetta er bara svona og það verður bara að leyfa fólki að rækta sín veikindi ef það endilega vill.
Mér finnst frábært hvað þið eruð dugleg að gera allt mögulegt og ég tala nú ekki um skólagöngu og bumbubúann.
Það er ekki mont heldur sjálfstraust þegar þú ert að segja okkur hvað þér gengur vel í náminu. Svo er auðvitað best að heyra hvað hetjunni gengur vel og hvað litlu skottin eru að bjástra.
Þið eruð svo dugleg að hvetja hana og gefa henni gott og eðlilegt líf sem hefur skipt sköpum með bata hennar, það er ég viss um. Ef þeim veika er haldið niðri og hann ofverndaður, þá tefur það fyrir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.11.2008 kl. 00:12
Sumt fólk er bara svona. Ég aftur á móti kíki hér inn af því að mér finnst ég geta lært af því hvernig þú og þín fjölskylda takist á við vandamálin með reisn. Kannski gera sumir ekki greinarmun á lifandi alvöru fólki og persónum í sjónvarpsþáttum. Ef líf þitt væri efniviður í amerískum sjónvarpsþætti væri hann sennilega alveg skelfilega melódramatískur en sem betur fer ertu bara eðlileg manneskja og það veldur kannski einhverjum vonbrigðum sem sækist eftir dramatíkinni. Jamm og jæja.
Og gangi þér bara sem allra best í því sem þú ert að gera.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.11.2008 kl. 10:01
Gaman, gaman, það er alveg yndislegt að heyra hvað er að gerast hjá Þuríði litlu, hún bara hlýtur að vera að læknast til framtíðar.
Ég er alveg dolfallin yfir því hvað þið eruð dugleg að lifa lífinu eins eðlilega og mögulegt er, enda ekkert venjulegt fólk hér á ferð. Það er ég löngu búin að sjá.
Kærleikskveðja í húsið
frá S'olveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:30
Haltu áfram þínu striki. Þetta er þín heimasíða og þú ræður hvað þú setur þar inn. Ef einhver er ekki sáttur þá á hann bara að hætta að lesa síðuna svo einfalt er það. Mér finnst gott að lesa skrifin þín og frábært að þú skrifir ekki eingöngu um Þuríði og hennar veikindi. Gangi ykkur áfram vel og er stollt af ykkur. Kveðja Mæja
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:40
Það er bara gott að eiga góða daga, þeirra á maður að minnast og njóta og hreykja sér af. Eyddu bara snarlega öllu röfli sem kemur inná vefsíðuna sem á ekki heima þar og njóttu þess bara að geta skrifað svona góðar fréttir!
Þið eruð öll hetjur,
baráttu kveðja af Skagatánni, Helga
Helga Arnar (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:54
Haltu áfram að skrifa af þér og þínum,það er svo gaman að lesa það. Búin að kaupa jólakort og styrkja þar með gott málefni.Kærleikskveðjur til ykkar allra.
Kristín (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:06
Ég hef nú alldrey kviitað hjá þér en kíki hér reglulega, ég get nú ekki annað núna, fólk sem dettur í hug að kvarta við þig getur bara lesið þá eitthvað annað ef það er bara að leita eftir öðru en gleði, til hamingju með lífð og allt, er það ekki bara jákvætt að lífið ykkar sé eitthvað meira en veikindi Þuríðar, mér finnst yndislegt að líta hér inn, brosi oft við það og það er bara gott finnst mér kv Gunna
Gunna Akureyri. ókunnug (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:18
Hæ!
Ég er ein af þeim sem álpast hingað inn (og kvitta aldrei) og finnst svo gaman að lesa "montsögurnar" þínar. Allar gleði og ánægju sem þú finnur í daglega lífinu. Go for it! Ég á nú varla orð yfir frekjunni í fólki að fara að ákveða hvað þú átt að skrifa á þinni síðu! Einstakleg gróf ókurteisi sem ég vona að þú látir fara inn um eitt augað/eyrað og út um hitt :)
Glæsileg teikning hjá Þuríði :) Ertu búin að ramma hana inn?
Jólakveðjur í Nóvember
Eva
Eva (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:51
kvitta fyrir mig. Þið eruð svo miklar hetjur.
Hulda Klara (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:20
Haltu áfram með sögurnar þínar, við gleðjumst yfir stórum og litlum sigrum hjá ykkur. Nóg er nú af leiðindafréttum í þjóðfélaginu, þannig að að sjá flotta mynd hjá Þuríði er bara ljós í skammdeginu....gangi þér vel á meðgöngunni...... hlakka svo til að heyra af litla jólabarninu! kv. Ásdís.
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:54
Voðalega hlýtur fólk að vera illa gefið ef það lætur svona. Mér finnst einmitt svo gaman að lesa um það sem þið gerið saman, þá verður maður svo mikið var við það hversu dugleg þið eruð að lifa lífinu, þrátt fyrir öll veikindi. Og já, ég er er stolt af ykkur fyrir ykkar hönd fyrir það hversu innihaldsríku lífi þið lifið. Ég ætla að halda áfram að lesa bloggið þitt daglega og vonast alltaf eftir því að lesa eitthvað skemmtilegt! Gangi ykkur vel með allt, Ásdís (ókunnug).
Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:42
Neikvæð komment eins og þú lýsir hér, segja meira um þann sem þau skrifa en þann sem þau eiga við og dæma sig sjálf. Ugglausthræðir styrkleiki þinn einhverja sem á minna af slíkum eiginleikum.
Halt þú áfram að vera þú, fyrir þig og þína. Þú mátt sannarlega vera hreykin af árangri ykkar allra. Margur hefur getað sótt í styrkleika ykkar og reynslubrunn.
Sendi þér hlýja strauma og baráttukveðjur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.