22.11.2008 | 17:24
Er að komast í jólafílingin...
Ég ákvað að skella mér á nýjasta jóladiskinn hans Stebba Hilmars sem ég held að hafi komið út í dag og mæli 150% með honum, ótrúlega fallegur og góður. Er einmitt að hlusta á hann núna og búin að vera lesa nýjasta Gestgjafan og læt mig dreyma um allar þær kræsingar í blaðinu, væri alveg til í að geta skellt í eitt stk köku úr því blaði en þar sem ég mun ekki geta staðið við bakstur lengur en 5 mín þá ætla ég að bíða með það þanga til litli bumbubúinn kemur í heiminn en það eru nota bene ekki svo margir dagar í hann. Leindarmál sem má ekki segja frá.... tralalala!!
Ég er búin að vera með endalausa verki síðustu daga í ca hálfan sólarhring í einu en svo dettur allt niður, þessi litli púki finnst ótrúlega gaman að stríða mér sem er ég ekki alveg jafn mikið að fíla því alltaf held ég að sé komin afstað því þetta eru harðir og vondir verkir. Grrrr!! Lítill stríðnispúki á leiðinni. Einsog t.d. núna eru þessir verkir byrjaðir en auddah er þetta væntanlega bara stríðni í litla púkanum mínum en þetta er að klárast, jíííhhaaaa!! Hlakka svo til einsog hinir í fjölskyldunni. Held að Þuríður mín vonist til að bumbubúinn komi á virkum degi því þá veit hún að hún fær að fara í gamla leikskólann sinn í heimsókn á gömlu deildina sína og hitta allar vinkonur sínar (konurnar á deildinni) sem hún dýrkar, bara frábær leikskóli.
Fyrsta bekkjarpartý Þuríðar minnar var í gær og hún skemmti sér ofsalega vel þó svo hún hafi verið orðni frekar þreytt í lokin og bað okkur að fara heim. Hún er ótrúlega kát þessa dagana, yndislega gaman að ná í hana í skólann því henni finnst svo gaman. Hún sýnir alltaf meiri og meiri framfarir í öllu sem hún tekur að sér, var að fá nýja skólabók sem hún er mjög áhugasöm um að læra í. GÆS!!
Þær systur voru einmitt að fá nokkrar skólabækur gefins og Oddný mín var ekki lengi að hertaka reikningsbókina og hefur verið á fullu að reikna, oh mæ god maður á ekki að kunna svona þegar maður er fjagra ára. Hún fór einmitt í afmæli um daginn til vinkonu sinnar og þar mátti ég sko ekki skrifa á kortið því hún ætlaði að gera það sjálf sem hún að sjálfsögðu gat. Hún er svo mikill "nörd". Hún er ótrúlega fyndin týpa, hún nennir sko ekkert að hlusta á Söngvaborg og þess háttar inní herbergi það er bara Stebbi Hilmars og Laddi hehe. Hún nánast roðnar þegar Stebbi Hilmars birtist á skjánum og svo heyrist í Theodóri "Oddný Erla Stebbi Hilmars þinn" hahaha!! Nota bene þá hef ég ekki alið þetta upp í henni að hlusta á Stebba Hilmars þó svo að fólk haldi það, hún hefur alfarið tekið uppá þessu sjálf og ég er ekkert ósátt við það.
Allir sem sagt hressir og kátir hérna í sveitinni, teljum niður dagana eftir bumbubúanum og svo verða það jólin. Endlaust gaman!!
Langar að birta smá seríu með hetjunni minni og sýna ykkur breytingar á henni síðan fyrir tveimur árum:
Þessi var tekin fyrir tveimur árum af hetjunni minni, þarna var hún var algjörlega lömuð á hægri hendi, farin að lamast í munni og hægri fæti, krampaði endalaust mikið og ný hætt í meðferðinni sinni vegna þess hún var ekkert að gera fyrir hana og ný búið að segja við okkur að hún ætti bara nokkra mánuði ólifaða.
Ári síðar var þessi tekin, oh mæ god þvílíkar breytingar. Var aftur byrjuð í meðferð, ekki búin að krampa í hálft ár, lömunin gengin að hluta til baka, búin í tveimur geislameðferðum en var reyndar mikið veik á þessum tíma, hætt að nærast og var farin að líta út einsog versti anorexíusjúklingur og læknarnir skyldu ekki neitt.
Litli lubbi minn sem lítur út svona í dag, ótrúlega sjúskuð um hárið en fannst tilvalið að sýna ykkur hvað það er mikið orðið hárið hennar. Þið sjáið ekki mikla lömun hjá henni í dag nema kanski smá í sundi, hefur sýnt miklar framfarir í þroska, fínhreyfingarnar eru allar að koma til, engir krampar í eitt og hálft ár sem er KRAFTAVERK, verið að minnka krampalyfin hennar sem við hefðum aldrei geta trúað að það myndi gerast, farin að fá fitu á sig. Hún er bara gangandi kraftaverk þessi stúlka og það er oft sem vantar í þessu "krabbaheimi" að heyra um öll kraftaverkin, við heyrum oftast bara það slæma. Fólk sem er að berjast við þennan fjanda þarf að heyra um kraftaverkin, fannst einmitt alltaf svo skrýtið þegar fólk var að spurja mig hvernig Þuríður hefði það og hvað væri eiginlega að þá fékk ég oftast þau svör frá fólki "já ok, frænkafrændi mín/minn dó úr því". Það var ekkert að reyna hughreysta mann með góðu sögunum sem við þurfum virkilega á því að halda.
Einn daginn mun Þuríður mín ferðast um heiminn og segja frá sínum veikindum, hvernig hún barðist og hvað það er mikilvægt að ALDREI að gefast upp. Jú hún á langt í land en þetta er allt í áttina.
Ætla halda áfram að njóta þess að hlusta á jóladiskinn með Stebba....
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
30 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Áslaug (og Óskar), mikið er yndislegt að heyra að það hafa orðað svona flottar framfarir hjá Þuríði Örnu - alveg dásamlegt að heyra um framfarirnar í hreyfiþroska, félagsþroska, og skólagangan - bjútifúl! Aldrei, aldrei að gefa upp vonina um kraftaverk - þau gerast, það vitum við.
Kærleikskveðjur til ykkar allra,
Eygló og fjölskylda
Eygló (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:36
Ótrúleg lesning. Til lukku með allt.
Auðvitað á maður að koma sér í jólagírinn núna, ekkert huggulegra en það
Valgerður Sigurðardóttir, 22.11.2008 kl. 17:37
Þetta er einmitt eitt af mikilvægustu hlutverkum sem félag eins og SKB hefur, það að skapa aðstæður til að fólk geti hitt aðra sem hafa gengið í gegnum svipaða hluti og hafa líka jákvæðar sögur að segja. Ég hef aldrei verið feimin að ræða veikindi mín og bata, ég hef séð hvað fólki finnst gott að heyra hið jákvæða líka og hitta einhvern sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. Við vitum yfirleitt af þessu neikvæða, það þarf ekki alltaf að minna á það.
Júlíana , 22.11.2008 kl. 17:48
hún er bara gangandi kraftaverk thessi fallega stúlka, og já,um ad gera ad segja frá gódu tháttunum , fer ekki nógu mikid fyrir theim yfir høfud.
kærleikskvedja til ykkar kæra fjølskylda
María Guðmundsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:36
Þetta er bara yndislegt Áslaug Hún er kraftaverk hún dóttir þín og þið eruð einstök. Gangi þér vel með fjórða barnið, það verður fallegt eins og hin þrjú, (góð uppskrift hjá ykkur ! ) Kærar kveðjur, Stella
Stella A. (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:20
Yndisleg færsla. Gaman að sjá hversu miklar framfarir hafa orðið á síðustu 2 árum.
Bergdís Rósantsdóttir, 22.11.2008 kl. 19:23
Guð ég táraðist af gleði við lesninguna. Svo yndislegt að lesa um framfarirnar og sjá myndirnar.
Ég segi eins og hinir : Aldrei nokkurntímann gefast upp.
Gangi ykkur rosalega vel og hlakka til að fá fréttir þegar nýjasti meðlimur fjölskyldunnar lítur dagsins ljós ;)
Ljúfar stundir elskurnar, knús og klemm til ykkar . ;)
Aprílrós, 22.11.2008 kl. 20:22
Þetta er svooo ótrúleg hetja Áslaug mín að ég tárast bara við að lesa hjá þér.
Eins man ég svooo vel hvað ég dáðist að þér með hana úti þegar þú varst ólétt af Tedda pungsa.
Gangi ykkur allt í haginn og haltu áfram að njóta jólaandans.
Súsanna (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:49
Takk fyrir að deila lífi ykkar fjölskyldunnar með okkur. Ég hef fylgst með blogginu í sennilega eitt og hálft ár. Það að fylgjast með framförum Þuríðar er alveg ómetanlegt. Sjálf er ég líka með æxli í heilanum sem hefur valdið mér veikindum í nokkur ár, og það að sjá Þuríði Örnu berjast eins og hetja og ná svo miklum bata hjálpar manni í að halda í vonina um bata. Ég efast um að þú áttir þig á því hvað þú hefur gefið öðru fólki mikið með því að deila þessu með okkur:) Þú ert mögnuð kona!
Ég óska ykkur öllum alls hins besta:)Lena bláókunnuga (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:00
Elskulega fjölskylda - þetta er bara KRAFTAVERK - hún Þuríður er bara KRAFTAVERK - mínar bestu óskir til ykkar allra - þið eruð FLOTTUST - ég dáist að ykkur - gangi ykkur ALLT í haginn.
Ása (ókunnug (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:02
Þið hafið svo sannarlega þurft að þola óendanlega margt. En ég er svo þakklát fyrir ykkar hönd, að litla hetjan er á svona góðri uppleið. Ég veit að kraftaverk gerast og ég veit að litla hetjan ykkar er gangandi kraftaverk.
Auk þess er svo ótrúlegt hve hratt tækninni hefur fleygt fram að þessu leiti og heila og taugaslæknarnir hérlendis eru með þeim bestu í heiminum og um talað í hinum stóra heimi. Það er bara jákvætt og yndislegt að heyra hve vel gengur hjá ykkur núna.
Ég óska ykkur góðs gengis og hlakka til að heyra fréttir af því þegar litli bumbubúinn birtist í heiminn, þó ég þekki ykkur ekkert nema bara í gegnum netið. Finnst svo yndislegt að fylgjast með ykkur og sjá að þetta er allt hægt, bara ef baráttuviljinn er nógu sterkur. Ég þekki það úr minni fjölskyldu, að það er hægt að sigrast mun lengur á svona sjúkdómum en læknavísindin telja. Faðir minn átti að vera dauðvona eftir að æxli greindist í höfði hans, alltof seint. Sem betur fer fengum við að hafa hann áfram hjá okkur, og hugsun hans skertist aldrei. Þetta er allt hægt... og litla hetjan ykkar er bara kraftaverk.
Ég var einmitt að hugsa um það í dag, eftir að ég las síðustu færsluna þína, hvernig fólk getur verið svo illkvittið að skrifa ljótar athugasemdir til ykkar. Ég held að það sem við sendum frá okkur, kemur alltaf til okkar aftur í svipaðri mynd. Ef við sendum jákvæða orku frá okkur endurgjöldum við slíkt hið sama, í einhverri mynd. Mér finnst svo ljótt að heyra fólk hugsa illa til náungans eða tala illa um eða til þeirra sem eru að takast á við mikil veikindi eða erfiðleika. Eins fannst mér hræðilega asnalegt þegar fólk var með skítkast útí ykkur þegar þú varðst ólétt af litla bumbukrílinu. Börn eru guðsgjöf og hvert mannslíf sem við bætist er hvert um sig ljósgeisli alheimsins. Við eigum að fagna og samgleðjast þegar vel gengur hjá öðrum, en sýna samkennd og samhug, þegar illa gengur.
Hugsa áfram til ykkar og man eftir ykkur í mínum bænum. Máttur bænarinnar er sterkur.
Upp fyrir ykkur og ykkar velferð.
Emma Vilhjálmsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:28
Svo bumbubúinn er að undirbúa komu sína. Gangi ykkur vel þegarþar að kemur, þér og honum/henni ?????????
Mikið er frábært að heyra um þessar stöðugu framfarir hjá Þuríði. Mér líst vel á að hún ferðist um og segi sögu sína sem fullorðin manneskja. Það mun hvetja marga. Oddný er að læra að reikna, auðvitað og hver segir að maður megi ekki kunna að reikna þegar maður er 4 ára.
Bið að heilsa í bæinn og bumbuna og skilaðu til bumbubúans að það sé ekkert sniðugt að pína mömmu svona.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.11.2008 kl. 03:04
Yndislegt að heyra hvað það gengur vel. 'eg fylgis mikið með ykkur, en skrifa litið.
'eg vildi bara segja gangi ykkur allt i haginn og vonandi fer bumbubúinn að hætta að stríða þér og gera alvöru úr þessu.
Gangi þér líka vel í skólanum og ekki minnst, Gleðileg jól!
Inga Steina Joh, 23.11.2008 kl. 07:03
Yndislegt að lesa. Kveðjur til fjölskyldunnar-Þorgerður.
Þorgerður (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:50
Held að ég segi bara takk eins og einhver annar hér að ofan. Já takk Áslaug fyrir að deila lífi ykkar með okkur hinum og gefa okkur tækifæri til að þroska sjáft okkar og meta hvern dag enn betur. Hef áður sagt það við þig að líf þitt auðgar mitt og kennir mér alltaf eitthvað í hverri viku. Kærleikur ykkar er einstakur og vissulega er Þuríður eitt stórt kraftaverk....jeminn einasti ég fékk nú bara tár við þessa fallegu skrif þín og það er svo yndislegt að lesa um allar smáu framfarirnar. Bumbubúinn á leiðinni og hann er einn hluti af kærleik ykkar og ást. Þetta fer nú að vera spennandi og mundu að jólin koma þó við bökum ekki allt of mikið.
Ég tendra ljós og bið guð um góða daga, styrk og krafta fyrir ykkur öll
með knúsi og kærleikskveðju 4 barna mamman.
4 barna mamman (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:42
Eins og við ræddum einu sinni, þá hitti ég hana í unglingastarfi SKB eftir nokkur ár :) Þuríður er snillingur!
Fyndið að þú skildir minnast á Stebba Hilmars, syt einmitt inn í eldhúsi að ljúka við ritgerð og hlusta á jóladiskinn hans nýja. Ótrúlega þægilegur :)
Gangi þér vel með síðustu metrana af meðgöngunni!
Eitt enn, þú nefndir um daginn að fólk væri að hneikslast á að þú værir að setja framfarasögur af börnum þínum á bloggið. Mér finnst yndislegt að lesa þær...... ég vona og trúi að erfiðu tíðindin heyri sögu ykkar til núna og ég lesi bara tóma jákvæðni héðan í frá .. Þið eigið það skilið.
Kveðja,
Freyja
Freyja Haralds (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:52
Frábært að lesa um þessar framfarir og sjá á myndunum hvað henni hefur fleygt fram.
Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:55
Er bumbubúinn enn á sama stað ?
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 00:08
Takk takk fyrir mig elsku Áslaug mín og góða nóttina mín kæra
Börnin ykkar eru dásamleg og svo undur falleg
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:33
Þetta er ótrúleg hetja sem þið eigið! Fjölskylda hennar er líka mikil hetja!
Ótrúlegt hvað þið getið haldið öllu gangandi á sem eðlilegastan hátt og megið vera stollt af því:)
Ásdís (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 01:49
Sæl þið öll! Hún er ótrúleg hetjan Þuríður Arna. Hún tekur þvílíkum framförum að maður tryði því ekki ef maður fengi ekki að fylgjast með ykkur hér á vefnum. En að baki svona kraftaverki er bara gott bakland og það hefur hún sannarlega. Þið eruð miklar hetjur öll og systkinin litlu búa vel að því. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með, það stappar stálinu í okkur hin að sjá hve Þuríður er farin að geta mikið þrátt fyrir veikindin sem eru nú vonandi að baki. Gangi þér vel í gegnum næsta verkefni-jólabörnin eru alveg langbest. Börnin okkar eru guðsgjöf og hver dagur með þeim er gulli sleginn. Óskir um góða daga ykkur til handa. Stína
Stína (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:11
Bíð spennt eftir fréttum af nýjasta fjölskyldumeðliminum. Frábært að heyra hvað Þuríði gengur vel og gaman að sjá myndirnar af henni og hvað þetta hafa verið góðar breytingar hjá henni.
Kv. úr Hafnarfirðinum.
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:36
Ylfa Mist Helgadóttir, 24.11.2008 kl. 12:19
Kristín (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:02
Vildi bara segja að ég verð alltaf svo ótrúlega glöð þegar ég les um framfarirnar og sé svona krúttu skólastelpu lubbamynd af Þuríði Örnu :) Stórfjölskyldan ykkar er ansi hreint rík af gullmolum, og örstutt í fleiri :) Yndislegt!
Laufey Brodda Oddnýjar (Jónínu) vinkona (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:20
Góðar kveðjur
Dagrún (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.