Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti í aðventu..

...og við höfum það öll súper gott, allir hressir kátir og krakkarnir glaðir með litla bróðir sem þau skiptast á að halda á.

Þuríður mín er hress, sýnir framfarir á hverjum degi og uppáhalds setningin hennar þessa dagana er "já sæll, farðu úr bænum" sem er bara fyndið að hlusta á.  Mánuður í næstu myndatökur sem ég ætla ekkert að hugsa um fyrr en eftir áramót, ætlum að njóta desembermánaðar enda öll fjölskyldan mikil jólafjölskylda og svo eru krakkarnir farnir að sýna spenning að fá að opna fyrsta daginn á dagatalinu á morgun og telja niður dagana þanga til fyrsti jólasveinninn kemur.  Bara skemmtilegur mánuður framundan sem við bíðum spennt eftir.

Ég er samt frekar tóm þessa dagana, er bara njóta þess að dúllast á daginn með lillanum sem er í einu orði sagt æði einsog hin öll og svo tek ég síðasta prófið mitt á þriðjudaginn og nota bene búin að fá að vita að ég náði prófinu mínu á föstudaginn með drenginn á brjósti í miðju prófi hehe.  Þannig það verður væntanlega útskrift 19.des, hmmm spennandi!!

Ætla að leyfa ykkur að sjá flottasta og yngsta KR-inginn sem ég þekki og er ö-a að klæðast minnsta KR-búning sem fyrir finnst.Wink
PB285583
...og svo af hinu liðinu mínu sem eru að sjálfsögðu klædd í KR og ÍA, bara flottust.
PB285601
Drengurinn farinn að kalla á mjólkurbúið sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:09

2 identicon

Fallegar myndir af börnunum ykkar, nema hvað? Ég samgleðst ykkur innilega að geta notið aðventunar, sannarlega komin tími til. Kærleikskveðjur frá Sólveigu.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:34

3 identicon

Flott hjá þér Áslaug að ná prófinu   Falleg börnin ykkar, gaman að sjá þau í KR og ÍA búningum    Njótið aðventunnar.  Kær kveðja,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:00

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sætir KR -ingar og Co. Bestu kveðjur, HHS

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 01:11

5 identicon

Falleg börnin ykkar.  Er ekki einmitt ríkidæmið í börnunum okkar?, hvað sem allri kreppu líður?  Kv. Huldís

Huldís Þorfinnsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 01:31

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið verður yndislegt að laggjast á koddann með myndina af litla KRingnum í huganum. Svo eru hin náttúrlega æði. Mikið er frábært að heyra svona gott af ykkur. Þú brillerar á prófinu á þriðjudaginn og "já sæll, farðu úr bænum" gellan fær frábæra batakveðju

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2008 kl. 02:43

7 identicon

Hehem, kannski full mikið af svart hvítu,en engu að síður yndislega falleg börn, hlakka til að knúsa ykkur og kremja við fyrsta tækifæri lovjú

næturvaktin (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 06:11

8 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 Morphyndisleg børnin ykkar. Og verd ad vidurkenna ad KR ingurinn er bara flottur thótt ég kjósi nú frekar gula litinn 

hafid thad gott kæra fjølskylda 





María Guðmundsdóttir, 1.12.2008 kl. 06:25

9 identicon

Hæ elskurnar og yndislegt að lesa svona góðar fréttir af ykkur.Litli maðurinn er dásamlegur og ég er svo glöð að vita að Þuríður mín hefur það gott.Takk fyrir fallega kveðju og ég ætla að láta verða að því að fara að kíkja á ykkur...guð og gæfan verði með ykkur í dag

Björk töffari (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 07:44

10 identicon

Frábærar myndir af börnunum ykkar.  Þetta er mikið ríkidæmi hjá ykkur :-)  Vonandi gengur þér vel í prófinu á þriðjudaginn þannig að það verði útskrift fyrir jól.  Hafið það sem allra best.

Kv. úr Hafnarfirðinum

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:13

11 Smámynd: Elsa Nielsen

Þau eru ótrúlega falleg Áslaug mín ;)

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 1.12.2008 kl. 09:47

12 identicon

Yndislegt þið eruð alveg flottust og það var yndislegt að kíkja á ykkur í gær þig og litlu strákana.

Lúv.

Brynja (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:26

13 identicon

Þessi fjölskylda er örugglega í hópi flottustu í landinu.

Sendi ykkur kærar kveðjur

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:05

14 identicon

Yndislegar myndir af flottu fólki. Gangi þér vel í prófinu á morgun duglega kona.

Kristín (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:41

15 identicon

Innilega til hamingju með litla fallega drenginn þinn. Jafn sætur og hin börnin þín!!

Þú ert alveg svakalega dugleg.

Ásdís (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:06

16 identicon

Kæra fjölskylda.

Innilegar hamingjuóskir með þennan fallega litla mann. Ég sé að heimilið er fullt af góðum barnapíum svo það ætti ekki að vera vandamál hjá þér Áslaug að rúlla upp þessum prófum,

Gangi ykkur allt í haginn, kv Sóley Örvar og börnin

Sóley (skb) (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:16

17 identicon

Innilegar hamingjuóskir með litla KRinginn. Gangi ykkur öllum vel og njótið aðventunnar.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:02

18 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Það er svo dásamlegt að lesa svona hressilegt bjartsýnisblogg!!!

Ég segi enn og aftur: mikið svakalega ertu dugleg kona!!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 2.12.2008 kl. 15:26

19 Smámynd: Aprílrós

Flottur er litli prinsinn og tala nú ekki um stóru kiðlingana þína , ofboðslega eru þetta falleg börn.

Eigið góða daga um aðventuna elskurnar ;)

Aprílrós, 2.12.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband