Leita í fréttum mbl.is

Útskrift 19.des :)

Jíbbíjeij þá er mín búin með skólann nema eftir að henda einu verkefni í einn kennarann minn á morgun, búin að fá að vita að ég hef náð prófununum mínum þannig það er þá bara útskrift 19.des.  Er ekki alveg að átta mig á því en satt er það.  Oh mæ god hvað ég er glöð að vera laus við skólann núna þennan mánuðinn en er samt strax komin með hausverk yfir því hvort ég eigi að halda áfram strax eftir áramót eða bíða frammá næsta haust?  Hmmm samt besta í stöðunni einsog þjóðfélagið er í dag er að halda áfram en það kemur allt í ljós, veit ekki hvenær ég þarf að ákveða það sem er seinni tíma vandamál.

Ég er öll að "skreppa saman" þó svo ég er mjög slæm í grindinni en þá kvarta ég ekki og hlakka mikið til næstu helgi því þá ætlum við krakkarnir að baka piparkökur og kanski ég hendi í eitthvað meira?  Þau eru líka svakalega spennt að fá að baka og bíða spennt líka eftir því að Skari hengi upp jólaljósin en hann kláraði líka skólann í dag og þá er sko ekki eftir neinu að bíða en að henda upp restinni af ljósunum.  Vííííí!!

Þuríður mín er bara að meika það, það er svo gaman að sjá hana þroskast frá degi til dags.  Hún t.d sat með pabba sínum í gær og hann var að læra með henni þegar hún hendir bókinni frá sér og segir að þetta sé "ógeð"  og þá áttum við virkilega erfitt með okkur en hún er bara að þroskast og ég elska þegar hún lætur svona.  Einsog ég hef oft sagt áður þá er ekki vaninn að foreldrar elski að börnin sín láti svona og blóti kanski eitthvað en þá geri ég það því hún er bara að þroskast og sýna eitthvað sem hún er ekki vön að sýna.

Enda færsluna á fjórða kraftaverkinu okkar í sinni fyrstu baðferð og svo er það bara útskrift frá spítalanum á morgun:
PB305649
Bara flottastur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til lukku með 4ja kraftaverkið hann er bara fallegur

likur þuríði ornu svaka fallegur

kærleiksknus tóta

tota (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

jedúddamíiiaa.... hvað maður er mikill snúður... ekkert smá fríður... alger rúsína.... til hamingju...enn og aftur..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 2.12.2008 kl. 18:44

3 identicon

Hann er algjör sætilíus þessi drengur.  Þau eru öll mjög myndarleg börnin ykkar.     Til hamingju með að vera búin að ná prófunum og fyrirfram til hamingju með útskriftina 19.des.   Æðislegt.

Kær kveðja,

Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:46

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Til hamingju með að hafa náð prófunum. Forkur sem þú ert. Mikið óskaplega er þetta fallegt barn, eins og öll þín börn vitanlega.

Helga Magnúsdóttir, 2.12.2008 kl. 18:59

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég sýndi syni mínum síðuna þína, hann hefur ekki séð hana áður. Hann er fullur aðdáunar á dugnaði þínum og þarf töluvert til að heilla hann blessaðan.

Þú er snillingur Áslaug, engri manneskju lík.

Litli kallinn er ofsalega fallegur !

Til hamingju með prófin

Ragnheiður , 2.12.2008 kl. 19:10

6 identicon

jiii mikið hrikalega er litli kúturinn sætur. Algjört bjútí eins og hin. Hef bara skrifað hér einu sinni áður ;) en fylgist alltaf með ykkur. Innilega til hamingju með barnahópinn. Þetta er alveg stór hópur í mínum augum því ég á bara 1 barn ;). Kv Helga

Helga ókunn. (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 19:47

7 identicon

Hann er yndislegur ;*! Til hamingju með þetta allt saman :D

Ókunnug (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:47

8 identicon

Innilega til hamingju með allt, þú ert ótruelga dugleg kona og kraftur þinn er ótrúlegur.

kveðja ein sem hefur aldrei kvittað áður en fylgst með síðunni.

Helena (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Til hamingju með þetta, hann er yndislegur strákurinn ykkar  Hafiði það sem allra best & njótið þess að baka smákökur um helgina

Dagbjört Pálsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:26

10 identicon

Til hamingju með þetta allt!!

alva (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:55

11 identicon

Þið eigið svo yndislega falleg börn. Krafturinn á einu heimili, þið eruð okkur hinum fyrirmynd. Bestu kveðjur, Ragnheiður (ókunnug)

Ragnheiður (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:51

12 identicon

Halló elsku Áslaug og fjölskylda.

Innilega til hamingju með gullfallega drenginn ykkar. Hlakka til að komast í hann og knúsa hann og kyssa. Til hamingju með öll prófin Áslaug, þú ert ótrúleg. Njótið ykkar vel. Með bestu kveðju og knús og kossar á alla, Kristín Amelía og fjölskylda.

Kristín Amelía og fjölskylda (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:02

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hamingjuóskir til námshestanna á heimilinu. Þetta er hreint út sagt frábært. Þú útskrifast 19. des. til hamingju með það en er ekki útskrift hjá Skara ?? og gengur honum ekki vel líka ??

Hann er svipsterkur og fallegur sá stutti. Mikill karakter í litlum líkama og svo er hann svo hárprúður. Og Þuríði fleygir fram, mikið er þetta yndislegt allt saman. Og þú að skreppa saman, þetta er svo skemmtilega sagt. Ég skynja hamingjuna afskaplega vel í þessari færslu.

Guðs blessun í bæinn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 01:16

14 Smámynd: María Guðmundsdóttir

krúttkast hérna megin  

María Guðmundsdóttir, 3.12.2008 kl. 05:11

15 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með prófið.

Kærleiks kveðja til þín og kraftaverka þinna ;)

Aprílrós, 3.12.2008 kl. 07:53

16 identicon

Gaman að lesa, til hamingju með prófin þú ert hetja dagsins í dag og alla dag duglega mamma!  Gott að heyra að Þuríður er spræk og kraftmikil og jedúdda mía mikið er hann fallegur litli kúturinn.  Þökkum fyrir kraftaverkin og bænir mínar verða áfram fyrir ykkur elskulega fjölskylda.

Knús í bæinn 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:34

17 identicon

Til hamingju með drenginn, mikið er hann fallegur! og til hamingju með prófin. Þið eruð frábær og standið ykkur frábærlega vel.

iris (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:39

18 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Til hamingju með fallega drenginn ykkar.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:35

19 identicon

Ég verð nú bara að segja það að mér finnst þú ótrúleg. Ég fylgist með síðunni þinni en skrifa nú sjaldnast en verð bara að segja þér núna að ég dáist að þér. Alveg ótrúlega dugleg og falleg kona. Innilega til hamingju með 4 engilinn. Svakalega falleg börnin þín og ótrúlega flott fjölskylda. Til hamingju með útrskiftina þína. Þú ert hetja

Sigrún (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:19

20 identicon

Kæra fjölskylda.  Til hamingju með allt.  kveðja Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:31

21 Smámynd: Agný

Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn...en vá...hann er sko gömul sál..eins og stundum er sagt  er með "gömul augu"..sem hafa séð allt   saman áður.. Til hamingju með árangurinn í skólanum..þú hlýtur að vera ovirk eða eitthvað eða bara velvirk..Gangi ykkur svo bara allt vel og eigið góð og gleðileg jól .Kær kveðja Agný. P.S. Mátt alveg kíkja á kettlinga myndir á blogginu mínu...

Agný, 4.12.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband