12.2.2009 | 10:29
Þuríður Arna
Hún Þuríður mín Arna er alveg frábær karakter, hún er opin, skemmtileg, fynndin, þrasari(þá aðallega við afa Hinrik hehe), mikill húmoristi og að sjálfsögðu með þeim fallegustu börnum sem ég hef kynnst. Hún er að sýna mikinn þroska þessar vikurnar bæði andlega og líkamlega sem er best í heimi, hún er samt ekki ennþá farin að átta sig á því ef krakkar eru leiðinlegir við hana. Einsog áðan þá sárnaði mig ofsalega mikið en hún áttaði sig ö-a ekkert á því, ég var að fara með hana inní skólastofu einsog alla morgna þegar hún hittir eina stelpuna sem hún þekkir og fer að sýna henni hvað hún sé fín og þess háttar. En þessi ákveðna stelpa hundsar hana bara og vill ekkert með hana hafa, jú Þuríður mín gefst ekki svo auðveldlega upp og heldur áfram að sýna sig en varð að gefast upp að lokum því hún var algjörlega hundsuð en þá snéri hún sér bara að einhverju öðru. Æjhi ég hefði geta farið að gráta þarna því ég fann til með Þuríði minni en sem betur fer segi ég bara að hún áttaði sig ekki á þessu eða kanski gerir hún það en nennir ekki að velta sér uppúr svona "vitlausu" liði sem vill ekki reyna kynnast henni?
Það var byrjað að minnka lyfjaskammtinn hennar Þuríðar minnar enn meira í gær, jiiiiih það er svo gaman þegar þetta tekst svona líka vel. Núna er verið að taka eina gerðina af töflum af henni og þá verða tvær gerðir farnar og tvær eftir, maður er alveg farin að dreyma kanski einn daginn þarf hún ekki að taka neitt inn. Ég veit að sá dagur kemur upp og engin flog munu koma, hlakka mikið til þess dags. Núna eru líka sirka tvö ár síðan hún fékk síðast krampa, hvursu mikið kraftaverk er það? Best í heimi!! Líka síðan lyfjaskammturinn hennar var minnkaður hefur hún sýnt endalausar framfarir þannig maður sér hvað þessi blessuðu lyf geta "skemmt" mikið og hægt rosalega á þroska. En kraftaverkin gerast og munu halda áfram að gerast.
Helgin hjá okkur hjónum mun vera róleg, þrjú elstu börnin ætla til ömmu og afa uppá Skaga og dvelja þar alla helgina á meðan ætlum við bara að vera í rólegheitunum með Hinrik Erni. Reyndar búið að bjóða okkur í mat föstudags- og laugardagskvöldið þannig við þurfum ekki einu sinni að elda handa okkur. Hlakka mikið til, ætla að reyna gera allt annað en að læra þessa helgi þó svo ég þurfi þess, er svo hrikalega löt í lærdómnum en samt gengur mér endalaust vel. Skil þetta ekki?
Ætla núna ath hvort ég geti kanski lært eitthvað áður en Hinrik vaknar og heimtar rjómann sinn.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá verður nú rómó hjá hjúunum ein með litla manninn.
Óskaplega gaman að heyra hvað allt gengur vel.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:47
En hvað er gaman að lesa svona fréttir, allt hreinlega að ganga svo vel. Það verður notalegt hjá ykkur hjónum um helgina og njótið þess í botn.
Ljós og kærleiks kveðjur í kotið ykkar.
Aprílrós, 12.2.2009 kl. 15:11
Já manni finnst sárt þegar maður sér að börnin manns reyna og svo er þeim hafnað. Ég þekki þetta eftir einelti á barninu mínu og þetta er sárara en allt sem sárt er. En þetta kemur allt saman og áður en þú veist af þá fatta allir hinir að Þuríður er magnað barn sem á eftir að halda áfram um ókomna tíð að kenna okkur hinum um lífsins gildi og kærleika. Sé hana fyrir mér stóra og sterka taka virkan þátt í þjóðmálunum og hún á eftir að hjálpa og styrkja fólk í erfiðri stöðu. Veit ekki af hverju en ég sé hana fyrir mér nákvæmlega svona, falleg með augun sín svo björt og hrein, stolt af sjálfri sér og sínum. Kannski er það draumurinn sem mig dreymdi fyrir löngu síðan um hana, hann var sterkur og hann hefur ræst af einhverju leiti og einn daginn fatta ég að hann hefur ræst alla leið. Er alveg viss um það
Yndislegt að lesa að hún er frísk og hvað allt gengur vel hjá ykkur fallega fjölskylda. Þið eruð hetjur dagsins í dag og að koma hér við yljar manni um hjartarætur, líka þær dýpstu. Það er gott að lesa um kærleika og skilyrðislausa ást þegar kuldaboli bítur í kinnar og þjóðin okkar er á reki eins og allt er í dag.
Takk fyrir að deila með okkur hinum, tendra ljós og fer með bænir fyrir ykkur og alla hina. Kærleikskveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:27
Þuríður góð að hunsa bara stelpuna á móti. Hefur greinilega ekkert tekið þetta nærri sér og hinni stelpunni er bara vorkunn að vera orðin strax svona mikill dóni. Sú á einhvern tíma eftir að fá á lúðurinn frá einhverjum sem er ekki jafnljúfur og Þuríður.
Helga Magnúsdóttir, 12.2.2009 kl. 15:30
njótid nú rólegheitanna og hafid súpergóda helgi med litla kút
María Guðmundsdóttir, 12.2.2009 kl. 15:32
Þuríður Arna hefur greinilega mikla aðlöðunarhæfileika gagnvart umhverfi sínu og aðstæðum og það er bara frábært. Frábært að lyfin eru að minnka og hún tekur því vel. Njótið helgarinnar með hvert öðru. Þú ert aldeilis heppin að hafa unnið tvo Óskara og vera með þeim alla daga. Marga dreymir en hljóta ekki.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 21:56
Gott hjá Þuríði að hundsa þessi ómerkilegheit í stelpunniNjótið helgarinnar elsku hjón. Kærleikskveðjur í bæinn.
Kristín (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:57
Elsku dúllustelpan mín...þú ert svo skynsöm og kjörkuð og það fáum við í gegnum æðri máttarvöldin og í vöggugjöf.Ég hugsa svo mikið til þín og í hvert skipti sem ég díla við erfiðar hugsanir þá snerti ég vonina um hálsinn minn og hún gerir kraftaverk...vona að þið eigið yndislega helgi í dekri hjá ömmu og afa og skilaðu kveðju frá mér á skagann...love you
Ps...Áslaug og Óskar njótið helgarinnar elskurnar
Björk töffari (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:51
Gaman að heyra hvað gengur vel hjá ykkur, frábærar fréttir.
Kveðja Benný
Benný (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.