17.2.2009 | 10:55
Áttu tvær Þuríðar?
Fékk þessa spurningu þegar ég fór með Þuríði mína í skólann í gærmorgun frá einum stráknum en þá var Oddný Erla og Theodór Ingi með mér. Það finnst nefnilega öllum þær systur nákvæmlega eins og ruglast mikið á þeim sérstaklega þegar Oddný röltir með mér í skólann og þá eru allir að heilsa henni og halda að hún sé Þuríður eheh. Þær eru náttúrlega alltaf eins klæddar kanski vegna þess mig hefur alltaf dreymt að eignast tvíbura hehe og mér finnst það líka flott en það kemur bráðum að þeim degi að ég fæ ekkert um það ráðið. En þær eru alltaf að líkjast meira og meira sérstaklega núna þegar Þuríður mín er komin með þetta fallega hár, úúffh þær eiga einhverntíman eftir að vera pirraðar á þessu.
Ég fæ oft margar skrýtnar (að mér finnst) spurningar í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar sem ég hef e-ð talað um hérna áður. Einsog þegar ein manneskja spurði mig hvernig ég þorði að eignast fleiri börn eftir að Þuríður mín veiktist því þá hélt hún að krabbamein væri smitandi, frekar mikil fáfræði. Margir hafa líka hneykslast að við skulum á annað borð eignast fleiri börn eftir að hún veiktist, er ekki nóg að vera með veikt barn finnst fólki. Við höfum aldrei hætt að lifa þó svo það á móti blæs, afhverju eigum við að gera það? Auðvidað er erfitt að horfa á barnið sitt þjást en við hættum samt ekkert að gera hluti sem við elskum að gera sem er náttúrlega ekki bara að eignast börn hehe enda þarf Skari bara að blása á mig og þá bara búúúúmmm ólétt. Við höldum áfram að plana hluti langt frammí tímann annað en margur sem eru veikir eða eiga veikt barn, ég meina það er ekki svo erfitt að hætta við þá. Þó svo við fengum þær fréttir okt'06 að Þuríður okkar ætti ekki langt eftir þá ákváðum við samt að plana sumarið okkar þar á eftir. Við fórum bara ekkert að bíða að henni færi að hraka meira eða þess háttar, héldum bara áfram okkar strikið einsog MÉR finnst eigi að gera. Það hefur bara hjálpað okkur, við höfum líka fengið mikið hrós frá læknateyminu hennar Þuríðar með það.
Það frétti einmitt ein kona sem ég þekki til að Theodór minn svaf ekkert fyrsta árið sitt sem var jú tók smá á en það er nú ekki það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, bara minnsta kökusneið ef eitthvað er en þegar hún frétti það þá sagði hún við mig "samt haldiði áfram að eignast börn". Hmmm ef það væri "erfiðasta" raunin sem við værum búin að lifa þá væri ég glöð, missa svefn er bara eitthvað prump ég get bara sofið þegar ég verð gömul þó svo ég verð smá ergileg þegar ég sef bara nokkra tíma á nóttinni en það er eitthvað sem líður hjá.
Ég er t.d. núna búin að vera deyja í grindinni síðustu vikur og það fer bara versnandi ef eitthvað er en mér er samt engin vorkunn, þetta var mitt val!! Væru margar konur sem myndi vilja "þjást" svona á hverjum degi bara til að geta orðið óléttar en því miður eru ekki allar svo heppnar.
Þuríður mín er þreytt þessa dagana, ö-a því það er svo mikið að gera hjá henni og sofnar kl sjö alveg búin á því. Hún er reyndar eitthvað að slappast þar að segja ö-a að fá flensuna eða eitthvað, hóstaði stanslaust í eyrað á mér í nótt. En hún kom uppí, alltaf þegar börnin mín koma uppí þurfa þau að sofa "inní" mér þannig ég fái ca 2cm af rúminu því ég er alltaf að reyna flýja þau útá brún þannig ég enda nánast útaf. Jújú það er ofsalega notalegt að fá þau stundum uppí en samt ekki alveg á hverjum degi, Skari var nýbúinn að flytja Theodór yfir í sitt rúm þegar Þuríður mín mætti á svæðið hehe.
Töffarinn minn Theódor, nýkominn úr klippingu og að sjálfsögðu fékk hann krem í hárið og settur umm kambur en ekki hvað? Gvuuuuð hvað hann er fallegur enda alveg einsog mamma sín hehe.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
plís ekki skrifa að þér sé illt í grindinni eftir fæðingu ... ég á rúmar 3 vikur eftir og lifi í þeim draumaheimi að grindin verði eins og ný um leið og barnið kemur í heiminn ... ekki eyðileggja afneitunina fyrir mér
annars er ég alveg sammála þér hvað fólk getur verið fáfrótt og andstyggilegt, hvað með konurnar í gamla daga sem voru kannski að eiga tíu börn og missa átta af þeim, ef þær hefðu hugsað að þetta væri nú ómögulegt að standa í ... þá væri sennilega frekar fámennt á okkar litla landi ...
ég er búin að fylgjast lengi með blogginu þínu, þekki þig ekkert, en þú og þín fjölskylda eruð frábær fyrirmynd ... takk
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 17.2.2009 kl. 11:23
Sæl Áslaug... ég hef fylgst aðeins með þér og þínum, kem ekki daglega hingað inn og les því ekki allt sem þú skrifar. Þið eruð ótrúlega dugleg fjölskylda og samheldin, þetta er mikið hlutverk sem ykkur er gefið að fara í gegnum með barnið ykkar og þið eruð að gera þetta af miklum dugnaði. Það er þó eitt, mér finnst að þú verðir að sýna smá meiri skilning. Þú ert oft að pirra þig á fáfræði annarra, hvað fólk veit lítið og spyr skrýtna spurninga, um daginn varstu að pirra þig á einhverri manneskju sem sá ekki að þú ert með fatlaðamerkið í bílnum þínum þegar þú lagðir í stæði fyrir fatlaða. Flest fólk er ekki að fara í gegnum sömu hluti og þú og veit því hreynlega ekki betur, og af hverju ætti fólk að vita betur sem ekki hefur reynt. Ekki veit ég hvernig er að vera með veikt barn, ég hefði örugglega pirrað mig á því að þú legðir bílnum þínum í stæði fyrir fatlaða, því það sést örugglega ekki utaná ykkur að þið eruð með veikt barn. Þú verðu kannski líka að setja þig í spor þeirra sem ekki vita og ekki skilja hvað þú ert að ganga í gegnum. Mér finnst nefnilega stundum eins og þú haldir að allir vita nákvæmlega allt um hvernig þér líður. Kær kveðja og gangi ykkur vel. Anna María
Anna María (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:37
Sæl Áslaug
Takk kærlega fyrir þessa heimasíðu, það er svo gaman að fylgjast með ykkur og hvað það gengur vel hjá ykkur. Mér finnst líka gott að kíkja hingað inn því þú ert svo góð í að minna mann á hvað það er sem skiptir máli.
Mikið skil ég þig vel hvað varðar rúmplássið, undarlegt hvað litlir kroppar geta tekið mikið pláss. Heima hjá mér virkar ofta að leyfa að sofa "í holu". Þá er dregin fram dýna undan hjónarúmi til að sofa á.
Bestu kveðjur
Edda
Edda Sigurdís Oddsdóttir, 17.2.2009 kl. 11:52
Hæ Áslaug!
Takk fyrir frábært blogg, ég les það oft og dáist að ykkur. Ég skil samt pínu hvað Anna María er að fara, þú mátt ekki pirra þig þó svo að fólk skiliji ekki alveg alltaf. Ég er viss um að konan sem spurði hvort þið þyrðuð að eignast fleiri börn hefur verið að meina hvort það væru einhverjar líkur á því að krabbameinið væri genatengt því að það er það jú stundum;) En gangi ykkur allt í haginn, þið eruð frábær!
Ragnhildur (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:45
Þið eruð og hafið verið svo mikil hvatning fyrir marga. Haldið því endilega áfram og barneignum líka svo lengi sem ykkur listir. Það er örugglega frábært hlutskipti að vera barnið ykkar. Theodór er svooo flottur þessi elska og hefur alltaf verið.
En það er eitt sem ég sakna og það er hnoðrinn, ó ó ég meina Hinrik Örn, bara ekki nefndur á nafn svo ég tali nú ekki um eina mynd eða svo.
Njótið lífsins, til þess er það
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2009 kl. 17:10
Mikið sammála þér hvað töffarinn nýklippti er fallegur. Haldið ykkar striki duglega fjölskylda og Guð geymi ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:48
sæl kíki stundum á bloggið þitt og og bara varð að kommenta en ég á 4 stelpur og 2 af þeim þurftu að fara í hjartaaðgerð en eru heilbrigðar í dag,en fólk hefur í gegnum tíðina verið að hneikslast á mér og mínum barnaskara en ég held að þetta fólk sé afbrýðisamt yfir orkunni og yfirvegunni sem þú sýnir í öllum þessum veikindum ,en mér finnst rosalega gaman að lesa bloggið þitt og óska ykkur alshins besta og hlusta ekki á fólk sem er í rauninni heimskt
kær kv Linda
Linda ókunnug (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:57
Mjög svo góð færsla hjá þér og töffarinn svo flottur ;)
Aprílrós, 17.2.2009 kl. 23:10
yndisleg börn góðir straumar sendi ég eins og alltaf
Dagrún (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 01:01
Fylgist alltaf reglulega með ykkur og óska alls góðs.
Ekki samt senda eiturpillur til kvenna "sem geta ekki orðið óléttar", eins og þú orðar það í pistlinum hér að ofan. Er svo sannarlega ekki ein af þeim, en finnst þetta ekki falleg sending.
Hugsa líka til annarra, þó að erfitt sé hjá manni sjálfum...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 06:55
Ég held að þú hafir misskilið eitthvað færsluna mína, því ég er ekki að senda einhverjar "eiturpillur" til kvenna sem eiga erfitt með að eignast börn. Ég finn til með þessum konum, ég þekki til margra kvenna sem geta ekki eða eiga erfitt með að eignast börn og það finnst mér ofsalega sárt þeirra vegna því sjálf veit ég hvað þetta er það yndislegasta í heimi og ALLIR ættu að fá að upplifa.
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 18.2.2009 kl. 07:41
Tek undir orð Aprílrósar, þetta er góð færsla hjá þér Áslaug, en það má túlka allt sem þú skrifar á annan hátt en þú meinar það og það má rangtúlka endalaust. Ef einhver á skilið hrós fyrir að hugsa til annara þá ert það þú, það veit ég! Þrátt fyrir erfiðleika og alla þær hindranir sem þið hafið þurft að klífa þá er svo mikill kærleikur sem þið berið að þið gefið ykkur tíma og krafta til að gera gott fyrir aðra. Það er einstakur hæfileiki, fáir sem hafa hann.
Vertu stolt af því sem þú skirfar, hugsar og framkvæmir.
Með kærleikskveðju 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:15
Sæl.......sko ég er ekki sjúkraþjálfari þannig ég hef nú ekki beint vit á neinu varðandi líkamann en mundi það hjálpa grindinni ef þú værir "reyrð" þú veist í svona þröngum buxum eða einhver mundi vefja þig? Bara að pæla......... get ekki sagt að ég hafi lesið eiturpillu úr færslunni! Í guðanna bænum ekki láta fólk úti í bæ stjórna því hvernig þið Óskar eruð í svefnherberginu :) Megirðu eiga þrusugóðan dag
hm (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 14:06
Ekki á ég nein börn, það var mér ekki ætlað og það hefur stundum valdið mikilli depurð. En ekki tók ég þessi orð sem neina eiturpillu. Þvert á móti get ég alveg tekið undir þessi orð þín, ég væri alveg til í að leggja á mig dálitlar þjáningar til að eignast barn, það er bara ekki í boði fyrir mig.
Það sem mér finnst svo skemmtilegt við að lesa á þessari síðu er þetta jákvæða hugarfar og það er svo sannarlega mikilvægt að hafa alltaf eitthvað til að stefna að, það verður alltaf að vera eitthvert áframhald. Ekki síst þegar lífið er erfitt. Og sérlega flott hjá ykkur að plana næsta sumarfrí eftir að þið fenguð þessar vondu fréttir af Þuríði. Í versta falli hefðuð þið átt dýrmætt sumarfrí með henni sem hefði verið ómetanlegt í minningabankanum. En svo fór bara allt á besta veg og vonandi eigið þið mæðgur mörg sumarfrí saman í framtíðinni
Margrét Birna Auðunsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:15
Takk fyrir jákvæð skrif og bestu óskir til þín og þinna, og til hamingju með barnalánið allt. Langaði aðallega að benda þér á gott ráð við grindarverkjunum, sem þrælvirkaði fyrir mig: Farðu í nálastungur við þessu. Man ekki hvað sú sem bjargaði mér heitir, en hún er ljósmóðir líka og sérhæfð í nálastungumeðferð fyrir konur. Ætti að finnast á Netinu undir "nálastungur og 9 mánuðir" eða eitthvað í þá veruna.
Vilborg D. (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.