Leita í fréttum mbl.is

Mottó

Í veikinda"súpu" Þuríðar minnar höfum við Skari alltaf haft það mottó að hafa eitthvað til að hlakka til og sjálfsögðu erum við ekkert hætt því þó svo það gangi vel.  Það er nauðsynlegt að mér finnst að hafa eitthvað til að hlakka til, það er ótrúlega margt núna sem mig hlakkar til en ég hlakka alltaf mest til að halda uppá afmæli barnanna minna.  Elska það!!  Reyndar er nú dáltið í afmæli stelpnanna eða Oddný er 30.apríl og Þuríður 20.maí en þetta er svo fljótt að líða.

Við Skari vorum líka að plana smá ferð fyrir okkur og jú litlu rjómabolluna mína hann Hinrik og svo ætla reyndar mamma og pabbi að koma með okkur en það er nú ekki svo langt í það.  Oh mæ god er hrikalega spennt.  Ætlum að skreppa á uppáhalds staðinn minn og pabba hehe, megið giska?  Kanski ekkert svo erfitt að giska fyrir fólkið mittWink.  Sumarið verður líka æði fyrir okkur þar sem Skari verður í sumarfríi og fæðingarorlofi og þá verður það bara "einhvernveginn", Þuríður mín verður jú að sjálfsögðu í fríi í allt sumar.  Ætla nú samt ekki að taka hin tvö alveg úr leikskólanum þar sem þau þurfa að hafa smá reglu og verða fljótt leið ef þau eru í fríi þaðan of lengi.  Það verður líka bara gaman að njóta þess að vera í fríi með Þuríði mína án þess að hún sé of veik til að njóta þess, vonandi verður þetta hennar fyrsta sumar án allra veikinda, ég trúi ekki öðru er búin að eiga svo góðan vetur.

Oh mæ god, það er svo margt að hlakka til.  Ferðin með mömmu og pabba, afmæli stelpnanna og svo kemur sumarið sem Skari ætlar að vera í "fríi" eða réttara sagt fæðingarorlofi og og og og og gæti talið endalaust.  Mælið með því að þið hafið eitthvað svona til að hlakka til, það er endalaust gaman.

Er á leiðinni í sjúkraþjálfun með hetjuna mína á hestana, úúúfffhh þið ættuð að sjá hana eintóm hamingja hjá henni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert með gott og vel virkt "bjartsýnisgen". Það sem er okkur öllum svo mikilvægt og sérstaklega núna. Þessi bjartsýni er svo dýrmæt og það verður með einhverjum hætti að virkja hana í okkur öllum.

Þegar þú hefur "ekkert" að gera, þá væri heillaráð að þú settir saman svona "uppskriftapakka" fyrir okkur hin sem viljum auka bjartsýni okkur.

Njótið lífsins og haldið áfram að hlakka til

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2009 kl. 12:40

2 identicon

Bara nauðslynlegt að gera eitthvað fyrir sig og sinn :-) Gott að allt er í rétta gírnum og þá er bara um að gera að njóta þess.

Kveðja af Skaganum, Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thad er nákvæmlega thetta sem vid øll thurfum ad tileinka okkur, ad vera bjartsýn,jákvæd og hlakka til alls sem vid tøkum okkur fyrir hendur. Thú ert frábær fyrirmynd Áslaug, haltu bara áfram ad hlakka til  

kær kvedja hédan frá danmørkinni

María Guðmundsdóttir, 18.2.2009 kl. 18:38

4 identicon

Takk Áslaug:)

Helena (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:48

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.2.2009 kl. 22:39

6 identicon

Higbury! Bara að kvitta fyrir innlitið. Æðislegt að sjá og heyra af Þuríði þessa dagana.

Kærar kveðjur af Furugrundinni, þar sem þið eruð alltaf velkominn.

Viktor Elvar (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 23:04

7 identicon

Elsku dúllan min....þú ert alltaf jafn dugleg og þið öll.Ég hlakka til að hitta ykkur aftur,langaði bara að senda ykkur knús...er viðloðin spítalann þessa dagana...love you töffarinn

Björk töffari (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:00

8 identicon

Knús í hús ;)

Brynja (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:36

9 Smámynd: TARA

Vil óska fjölskyldunni alls hins besta og þó sérstaklega henni Þuríði. Meigi allar góðar vættir vaka yfir henni og einskins óska ég heitar en að hún nái heilsu og verði fjörgömul kona. Ég segi alltaf að maður eigi að þakka fyrir hvert grátt hár og hverja hrukku, því maður er þá á lífi og lifa hvern dag eins og hann sé manns síðasti. Það vita víst fáir hvernær kallið kemur. Það er gott að vera jákvæður og bjartsýnn og eg vona sannarlega að óskir ykkur rætist.

TARA, 20.2.2009 kl. 00:37

10 identicon

Bara að láta ykkur vita hvað það er frábært að heyra í þér.

Þú ert eins og lítil stelpa og hvað er betra EKKERT eða örugglega fátt, tilhlökkun, gleði endalaust gaman.

Þú og þið eruð frábær. 

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband