Leita í fréttum mbl.is

Um lífið heldur áfram í næstu viku

Þar sem ég er búin að vera ótrúlega bissí í dag hef ég ekki haft neinn tíma til að skrifa um lífið okkar í dag, fékk líka skemmtilega vinkonu í heimsókn í morgun og svo var mömmudagur hjá okkur Theodóri í dag.  Theodór minn er nefnilega farinn að sýna mjög mikla afbrýðissemi útí Hinrik litla og þá verður maður líka hlúa vel að honum og sýna honum meiri athygli en hinar tvær eru bara kátar og sýna enga afbrýðissemi.  Ég spurði Theodór hvað hann vildi gera með mömmu sinni í dag og það var eina sem hann vildi gera var að leggjast uppí mömmu rúm (sko ég og hann) og horfa á Dóru, hann vildi sem sagt bara kúra og það gerðum við á meðan litli svaf.  Þarf ekki mikið til, til að gleðja þessi kríli.   jú auðvidað fórum við í búðina til að undirbúa föstudagsfjölskyldupartýið okkar sem við erum alltaf með, þá er keypt smá nammi og í vikulega kjúklingaréttinn okkar en við reynum alltaf að prufa nýjan og nýjan rétt á hverjum föstudegi.  Hlakka mikið til að smakka réttinn okkar í kvöld.Sideways

Erum annars öll kát þó svo Þuríður mín sé búin að vera eitthvað slöpp og alltaf erum við að bíða eftir hitanum en aldrei kemur hann.  Hún er með þvílíka viskí rödd sem er bara fyndið að hlusta á.

Notanleg helgi framundan sem ætti að fara í lærdóm hjá minni sem ég er enganveginn að nenna og jú eitt stk fermingarveisla.

Góða helgi kæru lesendur.
Knús til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já svo Theodór er farinn að vilja "mömmudag" gott hjá honum. Kjúklingaréttir - tilraunir á föstudögum. Þá eru 2 bækur á teikniborðinu - Bók um lífið og Kjúklingaréttir Slaugu. (vinnuheiti bókanna) Mikið hlakka ég til að eignast þessar bækur - ekki spurning. Og Þuríður Arna komin með viskírödd, þessi elska. Góða helgi.  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.3.2009 kl. 19:05

2 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi í kotið til þín flotta fjölskylda ;)

Aprílrós, 20.3.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Elsa Nielsen

KNÚS

Elsa Nielsen, 20.3.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband