Leita í fréttum mbl.is

Slæmar minningar

Jú við Hinrik erum á spítalanum og verðum hérna í nótt svo veit ég ekki meir.  Hann var reyndar að fá smá súrefni því hann er að metta svo illa en svo fer það vel upp þegar hann vaknar, engar áhyggjur samt sko.  Hann er ofsalega góður greyjið og kvartar aðeins inná milli, hann er frekar duglegur að blaðra og lætur okkur alveg vita ef hann er ekki sáttur.  Bara yndislegastur!!

Krakkarnir allir komu hérna áðan til að knúsa hann aðeins og það tók dáltið á hana Oddnýju Erlu mína að sjá litla bróðir svona, hún greinilega man vel eftir spítalaferðunum hennar Þuríðar minnar.  Því hún vildi vera alveg vissum að hann kæmi heill heim og hætti að vera lasinn, æjhi maður fattar ekki hvað þau muna og hvað þetta hefur tekið á.  Hún átti frekar erfitt þegar hún kom sem ég skil mjög vel því spítalaminningar hennar eru ekki góðar, Þuríður mín uppdópuð og sí krampandi.

Hérna eru nokkrar af heimsókninni þeirra:
P3258296
Oddný Erla ásamt Hinrik sínum, nýbúin að jafna sig eftir grátinn. 
P3258276
Þuríður mín hefur aldrei verið mikið fyrir myndatökur en er alveg að slá í gegn þessa dagana hehe, pósar þvílíkt!!  Hún var líka mjög mikil hjúkka þegar hún kom og kíkti á Hinrik sinn í dag, þroskaðist um nokkur ár og var þvílíkt að hjálpa til og þóttist kunna þetta allt saman.  Ótrúlega fyndið!!  Gleymir seint!!
P3258272
Theodór minn var ekkert sérlega glaður að mamman kæmi ekki með heim en var samt fljótur að jafna sig.  Fannst mjög skrýtið að sjá slönguna í höfðinu á Hinrik sínum.
P3258290
Svo er það litli/stóri fjagra mánaða veiki strákurinn minn, hann fékk sér nú smá sjúss áðan sem var frábært og hann verður bara að vera duglegur að drekka svo við þurfum ekki að vera hérna lengi.  Núna erum við nánast búin að prufa allar deildir á barnapspítalanum nema vöku og þangað munum við víst ekki fara því Skari er hættur barneignum hehe.  Annars er ég með mjaltarvélina á fullu svo ég missi ekki mjólkina.

Ætla núna að knúsa veika strákinn minn sem bíður eftir knúsi og kúri, horfir svona líka á mig og bíður.  ....svo hóstar hann svona ljótum hósta og slímið flæðir uppúr honum.

Góðan nótt....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Ég er viss um að hann nær sér vel, ekki á svo löngum tíma ;)

Knús og kærleikur ;)

Aprílrós, 25.3.2009 kl. 19:44

2 identicon

Gangi ykkur vel Áslaug mín. vona að Hinriki batni nú sem allra fyrst. þótt allir séu rosa góðir þarna uppfrá þa er ekkert gaman að vera þarna. Baráttu knús til ykkar allra.

Helga

Helga Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:39

3 identicon

Baráttukveðjur

Kristín (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:03

4 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Vona að hann batni sem fyrst..og sofðþú vel það væri gott....Kærleikskveðja

Halldór Jóhannsson, 25.3.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hinrik fer að ná sér á strik.    Skil Oddnýju mjög vel, það er ekkert gaman að koma á spítala  þar sem einhver manni nákominn hefur verið mjög veikur. Heyrðu, er Skari hættur að eiga börn,   veit hann ekki hver er konan hans ho ho.  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.3.2009 kl. 22:12

6 identicon

hæhæ. Það er virkilega langt síðan ég hef kvittað fyrir komuna, langar bara að senda ykkur kveðju og vona að hann hressist sem allra fyrst!! Nóg er komið af sjúkrahúsdvölum hjá ykkur...

Bestu kveðjur

Katrín og Ólöf Alda

Katrín Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:18

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sendi batakveðjur til Hinriks litla og kæra kveðju til ykkar hinna. Frábært að fylgjast með ykkur, sérstaklega yndislegt að lesa um snillinginn hana Þuríði, gaman að vita hvað hún hefur tekið miklum framförum, elskan litla. Úps, stóra!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2009 kl. 22:35

8 identicon

Batnaðarkveðjur!

Oddný (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:39

9 identicon

Bataknús á litlu rjómabolluna og afgangin á línuna......

Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 22:45

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég sendi batakveðjur og árnaðaróskir til barna þinna Áslaug mín. Svo sannarlega eru þau yndisleg.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 23:13

11 identicon

Guð veri með ykkur - þið eruð flottust og munuð ná ykkur að fullu ;)

Ása Ólafs.(ókunnug) (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:29

12 identicon

Hugsa til ykkar og vona að allt gangi vel.

Kveðja af Skagatá, Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:42

13 identicon

Bataknús á ykkur.  Tendra ljós

kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 10:03

14 Smámynd: Elsa Nielsen

Batakveðjur... Hinrik Örn er hetja eins og öll hin og hristir þetta af sér fljótt ;)

KNÚS

Elsa Nielsen, 26.3.2009 kl. 12:28

15 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Það er mikið á ykkur fjölskylduna lagt.  Sá hér færslu ofar að þið eruð sem betur fer komin heim aftur og litli kútur að jafna sig.  Gangi ykkur sem allra best ... ég bið Góðan Guð að styrkja ykkur og vernda. 

Emma Vilhjálmsdóttir, 29.3.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband