Leita í fréttum mbl.is

Dagssetningin komin

Þá er dagssetningin komin á aðgerð hetjunnar minnar sem verður mánudaginn 11.maí og ég væri að ljúga að ykkur ef ég væri ekki kvíðin fyrir þessum degi eða dögunum á eftir að bíða eftir niðurstöðunum úr ræktuninni.  Dáltið mikill kvíði og líka vegna þess okkur finnst vera e-h meiri bólga að koma við gagnaugað og þar niður á kinn, æjhi erfitt að útskýra en já kvíði og enn meiri kvíði.

Þuríður mín er hress og er að njóta lífsins þessa dagana einsog börn á hennar aldri eiga að gera en eina sem ég held að henni finnst leiðinlegt að hún hefur ekki ennþá krafta í að halda á litlu rjómabollunni okkar.  Oddný Erla getur hnoðast með hann og fær að gera það en elsku besta Þuríður mín hefur ekki kraftana í það en ég veit að það mun koma að því.

Ég og Skari erum annars að koma í "Íslandi í dag" held ég á miðvikudagskvöldið ef ykkur langar að horfa samt ekki vissum þann dag, þið verðið bara að fylgjast með þeim þætti þar að segja ef ykkur langar að fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð blessi ykkur og litlu fallegu hetjuna

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hann styðji ykkur í einu og öllu.

 Reynum að skilja, að bati og líkn er hjá Honum --en Hann ræður og viska Hans er óendanleg.

Bið þér og þínum styrks og getu til að segja  ,,verði þinn vilji".

Hjartheilar og einlægar bataóskir

mibbó

Bjarni Kjartansson, 27.4.2009 kl. 12:24

3 identicon

Bið guð að gæta ykkar og gefa ykkur styrk.  Þetta er auðvitað erfitt kæra Áslaug en þetta verður allt í fína, ekkert annað í boði.  Skil að hræðslan laumi sér inn og ég vildi að ég gæti knúsað þig...sendi þér eitt stórt í gegnum netið.

Tendra ljós og bænir mínar verða fyrir ykkur

með kærleik 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 12:36

4 identicon

Elsku fallega fjölskylda

Sendi ykkur kærleikskveðjur.  Úfff hvað ég skil að það sé smá kvíði í gangi, þó honum verði ekki boðið að búa með ykkur.  Enda ekkert pláss í íbúðinni eins og þú segir sjálf.

Það er svo gaman að fylgjast með hvað þið eruð að brasa saman, ég er alveg viss um að það er MJÖG gott að vera barnið ykkar.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:22

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sendi ykkur góðar óskir og hlýjar kveðjur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.4.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Guð umvefji ykkur.

Bjarni Kjartansson, 29.4.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband