Leita í fréttum mbl.is

Jólaball

Vorum að koma af jólaballinu hjá mömmu og nokkrum dagmömmum, ohh mæ hvað var yndislega gaman að sjá hvað Þuríður mín var hress á ballinu.  Það sást sko "ekkert" á henni að hún væri eitthvað veik, það var alveg yndislegt.  Henni fannst æðislegt að dansa í kringum jólatréð hvað þá þegar jólasveinninn mætti á svæðið þá var kallað "jólasveinn ég er hérna komdu og taktu mig" eheh, yndislegust!!  Oddnýu mín Erla var ekki alveg eins kát með þetta allt saman en hresstist nú aðeins við þegar uppáhalds frændurnir mættu á svæðið og Theodór minn Ingi var hinn rólegasti, endalaust stuð!!

Ég er að setja inn myndir af atburðinum þannig í lok kvölds getiði skoðað skemmtilegar myndir af fallegum börnumWink

 Um leið og við mættum heim af ballinu skelltum við nokkrum súkkulaðikökum í ofninn sem sumum leiddist sko ekki og á morgun ætlum við mæðgur að baka piparkökur sem þær fá að skera út.  Það verður ö-a fögur sjón að sjá eheh!!

 Þuríður mín sem sagt hress í dag fyrirutan einn krampa, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað manni líður vel að sjá hana svona "hressa", hvað verður það lengi er erfitt að segja en að sjálfsögðu nýtur mar þess í botn á meðan er. 

Í lokin læt ég fylgja mynd af töffaranum mínum honum Theodór Inga af jólaballinu
PC092314


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir innkomu og lestur

Ólafur fannberg, 9.12.2006 kl. 20:24

2 identicon

Mikið er nú ánægjulegt að dagarnir séu góðir hjá ykkur. Gott að heyra hvað Þuriður Arna er hress þessa dagana. Síðan þín er geggjuð. Guð veri með ykkur.
P.S. Innilega til hamingju með nýju íbúðina.
Kveðja Linda Birna.

Linda Birna (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 21:26

3 Smámynd: Elsa Nielsen

Dúllurúsínur ;) Fínar jólaballamyndir. Man vel eftir þessu árlega jólaballi hjá BESTU DAGMÖMMUNNI þegar Anna Linda var lítil :) Knús knús

Elsa Nielsen, 10.12.2006 kl. 00:07

4 Smámynd: Sigurjón

Mér finnst að þú mættir vanda þig betur við stafsetninguna.

Sigurjón, 10.12.2006 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband