11.12.2006 | 14:59
Gekk vel
Þuríði minni gekk svakalega vel í morgun í sinni fyrstu geislun enda ekki að spurja að því, verst hvað stelpan þarf alltaf að sofa mikið eftir svona svæfingu. Hún svaf í sirka fjóra tíma en á að sofa í hálftíma eða svo og hún er svæfð á hverjum degi fram að jólum, hún er komin með verstu unglingaveiki ever ehehe!! Hún var reyndar ekki á sitt besta þegar hún var vakin í morgun, frekar óhamingjusöm og var sko ekki að meika það að vakna. Núna er hún "hress" og horfir á Grettir sinn.
Aukaverkanirnar geta komið í ljós í lok vikunar og það er ógleði og uppköst en þá verður stúlkan sett á stera og ekki eru aukaverkanirnar af því skemmtilegir. Hmmm!!
Það er annars eitt sem hefur hvílt doltið á mér síðustu daga eða síðan ég/Skari var spurð að þessari spurningu sem mér finnst sú heimskulegasta ever sorrý þú sem spurðir. Um daginn þegar ég fór á tónleikana með Stebba og Eyfa sagði ég ykkur frá einum texta sem Stebbi samdi um litla stelpu sem dó ung sem er ótrúlega fallegur en samt erfiður að hlusta á. Ef þið eigið diskinn þá er lagið nr að mig minnir nr.4 allavega á eftir "góða ferð" laginu og þessi texti er augljóslega um barn sem er dáið og foreldrarnir að þakka fyrir þær stundir sem þau fengu með barninu sínu. Fólk sem hlustar á þennan texta ætti augljóslega að heyra það en samt vorum "við" spurð að því hvort þessi texti væri samin um hana Þuríði mína. Ég bara "ha" ertu að grínast í mér, er hetjan ekki hjá okkur? Þótt það hefur verið sagt við okkur að hún eigi bara nokkra mánuði ólifað væri það fáránlegasta í heimi að halda það að þessi texti væri samin um hana og hvað þá að spurja okkur. Það var eitthvað svo særandi að vera spurð að þessu og fannst það líka virkilega heimskulegt.
Sorrý en ég varð bara að koma þessu frá mér......
Það hefur annars borist ábending frá lesanda að ég skrifi mjög vitlaust og ætti nú kanski ekki að birta færslurnar frá mér, ég ætla mér ekki að fá íslenskufræðing til að yfirfara allar færslur mínar þið verðið bara að sætta ykkur við það að ég skrifi vitlaust enda alltaf verið léleg í stafsetningu. En það góða við þessa ábendingu að manneskjan kom undir nafni með mynd af sér og það virði ég virkilega annað en leiðinda kommentið sem ég hef fengið frá óhamingjusamri manneskju.
Takk fyrir mig í dag
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta lag er mjög fallegt, og ég spila það oft, eftir að mamma mín dó, ég fékk það sent á emaili, en ég vissi ekki eftir hvern það var, nú get ég reddað disknum. en ég veit að allt á eftir að ganga vel hjá dóttur ykkar. Ég er allavegana búin að kveikja á kerti.
Og varðandi stafsetninguna, þá er hún alls ekki slæm, og ekki láta hana aftra þér við að skrifa. Haltu því áfram.
Jóhanna (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 15:25
Ég segi nú bara :hvurslagserþetta;þarf fólka alltaf að vera að agnúast út í þig?Ég er ekki sammála,stafsetning hvað?þú skrifar mjög skemmtilegan og auðskilin texta og þar fara ekki allir í sporin þín skal ég segja þér.Haltu þínu striki og endilega ekki fara að breyta ,þetta er fínt svona.Gleðilegt að heyra hvað littla frænka er dugleg,bið fyrir ykkur,
Guðlaug frænka
Guðlaug H.Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 16:04
ég hef lesið bloggið þitt mjög lengi og ég hef ekki tekið eftir neinum villum vegna þess að mér finnst innihaldið svo rosaleg merkilegt að hitt skiptir engu máli.. ég dáist af ykkur þið eruð svo dugleg. ótúleg ég bið fyrir ykkur á hverjum degi og legg oft inn fyrir bænir í kirkjunni minni... haldið áfram að berjast og ekki taka mark á svona skítakommentum það er frábært að sjá að þú getur tjáð þig um þessi mál og að leyfa öðrum að fylgjast með...þið eruð yndislegust og það fyrsta sem ég geri á hverjum degi áður en ég vek börnin mín það er að tékka hvort henni Þuríði ótrúlega duglegu hetjunni líði sæmilega.
með góðir kv Birna
Birna Hrönn (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.