Leita í fréttum mbl.is

Óhamingjusöm þessa dagana

Jamm þetta eru þessir dagar sem Þuríður mín er eitthvað svo óhamingjusöm, henni líður greinilega ekki vel greyjinu.  Mar er að reyna knúsa hana og leyfa henni að kúra hjá manni en það er ekki alveg að ganga.  Það er ekki oft sem stúlkan grætur þegar móðir hennar fer útur húsi og kveður hana á leikskólanum en það er að ske þessa dagana og mér finnst það ótrúlega erfitt.  Að sjálfsögðu veit ég alveg að hún er fljót að jafna sig en það er samt erfitt að kveðja hana hvort sem það er að heiman eða á leikskólanumGráta

Veitiggi alveg afhverju hún lætur svona, jújú ég veit alveg að það hlítur að vera erfitt að vera uppdópuð alla daga ég sjálf lægi ég í þunglyndi, held ég allavega.  Það er bara ótrúlega sárt að fylgjast með henni og horfa uppá hana svona óánægja, aaaarghh!!  Stend alveg á gati hvað ég get gert fyrir hana sem myndi gleðja hana.??

Hún var reyndar glöð um helgina þegar við vorum í búðstaðnum enda áttum við æðislegan tíma þar, potturinn notaður óspart af systrunum sem þeim finnst æði en ég get víst ekki verið alla daga í búðstað, þótt glöð ég vildi.

Hún þarf að sofa mjög mikið, sofnuð klukkan sex á kvöldin og svo þurfum við að vekja hana til að fara í leikskólann klukkan sjö á morgnana.  Eðlilegt?  uuuuuuuuu not!!  Þýðir ekkert að spurja doktorana afhverju hún sé svona þeir vita hvorteðer ekkert í sinni haus (sorrý doktorar), kinka bara kolli og segja ekki orð.  Ég verð bara svo leið, reið, pirruð, ennþá leiðari og reiðari að geta ekki fengið nein svör og horfa uppá hana svona.

Ætli ég bæti ekki við örlagadögunum mínum tveimur hérna við í restina jú sá fyrri er 13.júlí 2001 þegar við Skari byrjuðum samanHlæjandi, besti dagurinn í lífi mínu enda hefur hann breytt lífi mínum þvílíkt.

Sá seinni er 25.október 2004 þegar Þuríður mín veiktist, sá versti sem ég hef upplifað og hefur breytt lífi okkar Skara svona líka.  Að uppgvöta að barnið manns sé alvarlega veikt er það með því versta sem mar getur upplifað og hvað þá þegar læknarnir standa á gati og vita ekkert í sinn haus.  Ömurlegast!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj það er svo leiðinlegt þegar hún verður svona slæm hún Þuríður. Maður fær illt í hjartað og tár í augun. En þið vitið að þið getið alltaf leitað til vina ykkar ef það er eitthvað sem við getum hjálpað með!! Hvort sem það er bara að fá mann í heimsókn, fara með ykkur út úr húsi, eða bara hvað sem er.

Já þetta eru miklir örlagadagar hjá þér Áslaug mín, man alveg eftir fyrri örlagadeginum þínum:) Það var mikið gaman hjá okkur þá á Sálarballi á Gauknum. Aldrei hefði manni dottið í hug að 5 árum seinna værum við þar sem við erum í dag!! Seinni dagurinn því miður ekki svo gleðilegur en þetta er það sem þessi þarna uppi hefur ákveðið að leggja á ykkur og þið standið þessa þolraun eins og hetjur!!!!

Vitið bara að mínar hugsanir eru hjá ykkur.
Vigga

Vigga (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 14:44

2 identicon

Æi enn leiðinlegt að heyra að henni Þuríði Örnu líði ekki vel :O( Ég er alltaf að vona að læknarnir viti hvað hægt sé að gera fyrir hana svo henni fari að líða betur.
Annars vildi ég bara segja að ég er ofsalega glöð með að þið séuð bráðum að fara til London, tvö ein. Njótið vel. Mér og fleiri ÍKÍ-félögum líður ofsalega vel í hjarta okkar að geta glatt ykkur.
Knús og kram, Jane Petra ÍKÍ-vinkona

Jane og co (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 16:14

3 identicon

Æii alltaf fæ ég sting í hjartað þegar ég les slæmar fréttir af henni Þuríði Örnu ykkar :( Knús til ykkar! Þú ert svo hrikalega dugleg að blogga Áslaug - gott að geta fylgst með ykkur í gegnum súrt og sætt! ....hmmm...þessi könnun er tricky...

Elsa NIelsen (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 19:09

4 identicon

stóóóórt knússsssssssssss.

konan með pakkan í Boston fluginu skrifar (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sex?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband