26.10.2006 | 07:37
Bréf frá Hönnu Þóru
Komiði sæl og blessuð
Hanna Þóra heiti ég og fyrir þá sem ekki vita þá er ég systir Óskars.
Fréttirnar sem ég fékk mánudaginn 16 október síðastliðin um hana Þuríði mína voru þær verstu sem maður gat hugsað sér. Maður varð gjörsamlega lamaður bæði andlega og líkamlega og en í dag er maður ekki alveg að átta sig á staðreyndum. Hún Þuríður Arna mín hefur alltaf verið krafmikil dama og lífsgleðin skinið úr augum hennar frá fyrsta degi. Ég gleymi aldrei deginum þegar ég sá hana fyrst ,svo smá og með dökkann lubba á höfðinu mér fannst hún fallegust. Þessi litli gullmoli hefur kennt mér svo margt sem ég mun alltaf hafa að leiðarljósi. Sakleysi hennar gagnvart veikinum sínum hjálpar manni að trúa,trúa á kraftaverk. En eitt er það sem maður á aldrei eftir að skilja sama hvað maður leitar en það er hvernig vinur okkar þarna uppi getur lagt þetta á svona lítið saklaust barn og fjölskyldu þess.
Það sem Óskar og Áslaug eru að ganga í gegnum er það erfiðasta verkefni sem foreldri fær í hendurnar. Það að horfa upp á barnið sitt í þessum aðstæðum er sorglegt og hrein martröð en það er einstakt að sjá hvernig þau taka á því.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa hér á síðuna þeirra er sú að þegar ég var í leikfimmi laugardaginn eftir fréttirnar þá fékk ég þá hugmynd að halda tónleika til heiðurs Þuríðar Örnu. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég söngkona. Það sem ég gerði fyrst var að fá góða manneskju með mér í lið en Það er hún Anna Björk og höfum við verið að skipuleggja tónleikana síðustu daga. Við ætlum að fá til liðs við okkur listamenn úr öllum áttum. Tónleikarnir verða haldnir 7. eða 8. nóvember í Bústaðakirkju. Ég mun auglýsa betur hér á síðunni þegar nær dregur um þá listamenn sem koma til með að leggja okkur lið. Það sem ég vil aftur á móti biðja ykkur um að gera er að taka þetta kvöld frá og eiga með okkur notalega kvöldstund. Allur aðgangseyrir mun renna óskertur til Þuríðar Örnu og fjölskyldu. Með þessu er ég að vona að Þuríður Arna getir gert eitthvað spennandi með fjölskyldu sinni. Þar sem við getum ekki læknað hana þá reynum við að gleðja hana svo hún eigi góðar stundir.
Með bestu kveðju Hanna Þóra
Megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur öllum.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært framtak Hanna Þóra.
Vona að tónleikarnir verði 8.nóv svo ég komist :)
Anna Lilja (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 09:14
Er búinn að taka báða dagana frá knús og kærleikskveðjur. ókunnug
konan með pakkan í Boston fluginu skrifar (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 09:58
Tek hann/þá pottþétt frá :-) og hlakka mikið til.
Þetta er frábært framtak
Guðrún Bergmann og co. (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 10:10
Ekki spurning - við mætum og njótum kvöldins með okkur og teljum okkur heppin að geta hjálpað til við að litla hetjan geti gert sér glaðan dag með fjölskyldunni sinni, sem eru ekki minni hetjur en hún.
Harpa
Ein ókunnug út í bæ (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 10:15
Þetta er alveg briljant. Það er svo mikið af fólki þarna úti sem vill eitthvað gera fyrir ykkur og veit samt ekki hvað og nú er sko tækifæri fyrir það að koma á góða tónleika og láta gott af sér leiða. Ég hlakka mikið til að koma og njóta góðra tónleika. Frábært framtak hjá systur þinni óskar.
Luv Magga K
Magga (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 10:20
Þetta er frábært framtak, ég hef svo sannarlega áhuga á að koma og styrkja ykkur þannig. Ég hugsa mikið til ykkar. kveðja, Ellen (mamma Hjalta Más og Arnar Más)
Ellen Halla Brandsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 11:13
Var að fá staðfestingu frá Bústaðakirkju. Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 8.nóvember kl. 20. Vonast til að sjá sem flesta þar:-)
Anna Björk (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 11:25
Þetta er frábært framtak og þetta kvöld er tekið frá fyrir þessa tónleika hjá mér.
Það er mjög ánægjulegt að geta lagt eitthvað að mörkum til ykkar kæra fjölskylda.
Kkv.
Martha
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 12:14
Stórglæsilegt framtak Hanna Þóra og Anna Björk. Vildi bara óska þess að ég gæti komið en ég kem daginn eftir til landsins oh svo það verður einhver að taka þetta upp svo hægt sé að kaupa eintak..... ÆJ ég vona bara að sem flestir koma og gleðji ykkur Þuríði Örnu og alla fjölskylduna Allavega verður hugurinn hjá okkur öllum hjá ykkur það er alveg á hreinu. Kem með spægipylsu og ost Áslaug.
Kær kveðja frá Danaveldi.
Brynja (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 12:39
Hef fylgst með úr fjarska. Finnst þetta frábært framtak og hlakka til að koma á tónleika. Gangi ykkur sem allra best í þessu erfiða verkfni kæra fjölskylda. Kv.Bryndís ( gamall nágranni úr sundunum)
Bryndís Baldvinsd. (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 15:36
Þú ert svo góðhjörtuð hanna mín!;*
Ég geri allt sem i mínu valdi stendur til að koma!;*
Bára frænka (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 18:11
Glæsilegt framtak! VIð hjónin mætum að sjálfsögðu ;)
Elsa NIelsen (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 19:27
Við komum ásamt eitthverjum fleirum úr minni fjölskyldu. Frábært framtak hjá ykkur elskurnar mínar :)
Kæra fjölskylda þið eruð ofarlega í huga mínum alla daga og ávallt í mínum bænum.. Þuríður Arna á fallegt kerti heima hjá okkur sem kveikt er á á hverju kvöldi
Kveðja Unnur
Unnur Johnsen (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 20:48
Frábært framtak, búin að taka daginn frá fyrir og hlakka mikið til. Ég veit að þarna verð ég umkringd ættmennum sem ég þekki lítið sem ekki neitt, mikið verður það notalegt.
Tek ofan fyrir þér Hanna Þóra (svo undrast fólk dugnað Þuríðar Örnu en hún hefur þetta greinilega í blóðinu barnið :)
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 21:56
Frábært framtak - hlakka til að eiga góða kvöldstund með góðu fólki, vitandi að ég er að styrkja litlu hetjuna og fjölskyldu hennar í leiðinni er bara bónus.
Baráttukveðjur Sigrún
Sigrún (lesandi) (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning