16.10.2006 | 23:22
16. október 2006
Óskar skrifar
Það eru margir búnir að kíkja á síðuna okkar í dag, væntanlega til að fá fréttir úr myndatökunni í síðustu viku. Höfðum ekki orku í að setjast við tölvuna fyrr en núna - fréttirnar gátu ekki verið verri.
Nú er ljóst að æxlið í höfði Þuríðar er byrjað að stækka og stækkunin frá því í júní er töluverð. Það þurfti engan sérfræðing til að sjá það þegar myndirnar voru skoðaðar að nú í fyrsta skipti er æxlið byrjað að þrýsta á aðra hluta heilans. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig ég á að útskýra hvernig mér líður, eða hversu mikið ég á að vera að lýsa þessu hér á netinu. Við sögðum við læknana í dag að við vildum ekki að það væri verið að fara neitt í kringum hlutina, við vildum að þeir segðu okkur nákvæmlega hvernig staðan væri. Ég held að það sé best fyrir okkur öll að ég segi ykkur líka nákvæmlega hvernig staðan er.
Nú er í fyrsta skipti farið að tala um að æxlið í höfði Þuríðar minnar sé illkynja. Læknarnir á barnaspítalanum gefa okkur í raun tvo möguleika, þó það sé reyndar ekki alveg öruggt að annar þeirra sé í raun til staðar. Sá möguleiki er að Þuríður fari aftur til Boston og í aðgerð, þar sem sá hluti heilans þar sem æxlið er, verði fjarlægður og í slíkri aðgerð yrðu öll tengsl milli heilahvela rofin. Slík aðgerð væri gríðarlega áhættusöm og líkurnar á að Þuríður kæmi heil úr slíkri aðgerð eru engar. Líkurnar á að barnið okkar yrði varanlega lamað og ófært um að taka þátt í venjulegu lífi væru yfirgnæfandi - líklega munum við hafa það val að hún fari í svona aðgerð.
Hinn "valkosturinn" er að allri læknandi meðferð væri hætt. Ef það verður gert mun æxlið halda áfram að stækka og........... ég hef aldrei heyrt um að fólk hafi lifað það af að vera með illkynja æxli í höfði.
Kæri lesandi!
Ef þér fannst að við hefðum átt að hringja í þig og segja þér frá þessu þá bið ég þig afsökunar - við treystum okkur ekki til að hringja mikið í dag.
Hún Þuríður okkar var ekkert óhressari í dag heldur en aðra síðustu daga, kannski frekar hressari ef eitthvað er.
.............
Ég veit eiginlega ekki hvað ég get skrifað meira..................... Maður er soldið tómur þessa stundina, en ég vildi bara láta ykkur vita hvernig staðan er af því að ég veit að þið eruð mörg sem eruð að fylgjast með okkur.
Kveðja
Óskar Örn
ps. Við hjónin áttum yndislegann tíma í London. Frásögnin frá því verður hinsvegar að bíða betri tíma.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra fjölskylda.
Veit að orð eru frekar fátækleg á svona stundu og langar mig helst að fara í gegnum tölvuna og gefa ykkur öllum stórt knús og sleppa aldrei.
Ég sit hérna í vinnunni með tárin í augunum og er gjörsamlega orðlaus. Viildi samt senda ykkur smá línu og vonandi styrk til að halda áfram sama hvert framhaldið verður.
Þið verðið í bænum mínum.
Kv, Hrafnhildur Ýr
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 08:24
Kæra fjölskylda
Guð blessi ykkur og styrki á þessum ´timum. Þið verðið í bænum mínum. Kv.
Hjördís ókunnug (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 08:31
Kæra fjölskylda!
Það er fátt sem ég get sagt í dag. Vildi bara láta ykkur vita að ég hugsa til ykkar.
Knús frá Akureyri, Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 08:42
Kæra fjölskylda
Þó ég þekki ykkur ekkert þá hef ég fylgst með síðunni ykkar og þá sérstaklega Þurðíði frá því að ég hitti ykkur uppi á barnaspítala í fyrrasumar. Mér er orða vant. Vonandi finnið þið styrk frá öllu því fólki sem hugsar til ykkar og biður fyrir ykkur. Gott að þið hjónin áttuð góða helgi saman í London en það er nauðsynlegt fyrir ykkur að hlúa hvort að öðru og að hjónabandinu til að geta tekist á við allt það sem á ykkur er lagt. Guð veri með ykkur.
Álfheiður ( (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 08:45
Kæra fjölskylda !
Megi allar góðar vættir og máttavöld styrkja ykkur í þeirri baráttu sem er framundan. Sendi ykkur alla mína strauma og vona að tími kraftaverka sé ekki liðinn *knús*
Svava, ókunnug (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 08:49
Elsku fjölskylda..ég veit varla hvað ég á að segja. Eftir að hafa lesið um litla engilinn ykkar líður mér eins og ég hafi verið kýld í magann. Það er líklega lítið sem ég get sagt sem getur bætt líðan ykkar...því miður. Haldið áfram að sama frábæra fólkið og reynið að taka einn dag í einu...
Þið eruð í bænum mínum..
STÓRT knús Ólöf.
Olof Olafsdottir (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 08:55
Elsku fjölskylda
Sendu ykkur alla mína strauma og bænir á þessum erfuðu tímum. Maður hefur verið að fylgjast hér með ykkur á hverjum degi og fannst allt ganga svo vel og svo kemur höggið. Nú er bara um að gera að biðja og vona að allt fari á sem besta veg.
Kveðja Álfhildur Erla dagmóðir
Álfhildur Erla Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 09:23
Elsku fjölskylda
Nú renna tárin! Guð verið með ykkur á þessum erfiðu stundum. Þið eruð í bænum mínum og ég vona að kraftaverkin gerast enn! KNÚS
Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 09:34
Elsku Áslaug, Óskar og börn
Guð styrki ykkur og gefi ykkur kraft til að takast á við það sem framundan er.
Elsku dúllan, Þuríður Arna, verður áfram hetjan okkar í baráttunni og í bænum mínum.
Ég trúi því að tími kraftaverkanna sé kominn.
Stórt knús til ykkar frá öllum á Sunnuveginum.
kveðja Ebba.
Ebba og Co (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 09:34
Elsku fjölskylda.
Þetta eru hræðilegar fréttir og ömurlegir valkostir. Þið eruð engan vegin í öfundsverðri stöðu. Ég vona að það sé haldið utan um ykkur öll.
Stórt knús.
Svandís Rós Þuríðardóttir (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:10
Æ elsku Áslaug og Óskar
Mikið skelfing finn ég mikið til með ykkur. Þið verðið í bænum okkar hinum megin við ganginn.
Berglind og synir
Berglind nágranni (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:27
Snökt snökt þetta eru hræðilegar fréttir. Þið eigið alla mína samúð. Langar helst að stökkva í gegnum tölvuna og faðma ykkur og segja ykkur hvað þið eruð frábær og sterk og hvað Þuríður er nú lang MESTA hetjan í öllum heiminum. Sendi alla mína góðu strauma til ykkar og hugsa mikið til ykkar.
Luv Magga
Magga K (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:30
Elsku fjölskylda
Sendi ykkur mínar bestu kveðjur og góða strauma. Er, eins og gefur að skilja, hálf dofin yfir þessum fréttum og get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig ykkur líður. Vil þó að þið vitið af því að ég hugsa til ykkar á þessum erfiðu tímum.
Elísabet (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:39
Elsku fjölskylda.
Langar að senda ykkur stórt KNÚS á þessum erfiðum tímum. Vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir hana Þuríði mína annað en að gráta. Mikið er lífið ósanngjarnt. Hugsa til ykkar á hverjum degi.
Guð veri með ykkur.
Kv. Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:48
Elsku Óskar og Áslaug mín.
Maður hefur frá upphafi reynt að hugsa bara um farsælan endi á veikindum Þuríðar, vera bjartsýnn og vongóður. Þessar nýjustu fréttir eru svo sannarlega blaut tuska í andlitið! Ég segi eins og svo margir aðrir; vonandi gerast kraftaverkin enn. Við Stebbi og strákarnir hugsum mikið til ykkar og sendum okkar bestu strauma upp í Vesturbergið. Ég vil ekki hringja í ykkur núna en heyrumst fljótlega. Verið dugleg að knúsast og kela-svo er líka gott að fá sér bíltúr upp í Heiðmörk og garga hástöfum! Fín útrás.
Knús og kram. ABB
Anna Björk (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:54
Kæra fjölskylda!
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa, ég fékk stóran hnút í magann við lesturinn.
Ég vildi láta ykkur vita að þið verðið í bænum mínum í kvöld.
Kveðja Thelma
Thelma (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:54
Elsku Áslaug, Óskar og börn.
Það var eins við hefðum fengið ískalda vatnsguu yfir okkur í gær þegar við fengum þessar hræðilegu fréttir. Við getum ekki einu sinni ímyndað okkur hvernig er að standa í ykkar sporum. Þuríður Arna hefur staðið sig eins og hetja í gegnum allt saman og mun halda því áfram.
Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum og megi allir guðs englar vaka yfir ykkur og vernda.
Kveðja
Ívar, Anna og börn
Ívar, Anna og fj. (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:59
Elsku Áslaug Óskar og börn
Nú get ég ekkert gert annað en að biðja fyrir ykkur og vona að bænin gefi ykkur styrk
en þið eruð svo sterkt og eigið svo góða að sem umvefja ykkur að ást
her kemur kveðja frá Karmel systrum í klaustri í hafnarfirðir
Við munum biðja heitt fyrir þeim. Við biðjum að skila þeim hjartans
kveðjur.
Guð blessi ykkur, sr.Agnes
Og ég kveiki á kertum fyrir hana Þuríði mína
kveðja Ása
P.s Ef ég get gert einhvað fyrir ykkur endilega látið mig vita
Asa (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:59
Or ð mega sín víst lítils á svona erfiðum timum, en hugur minn er hjá ykkur.
inga (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 11:31
Or ð mega sín víst lítils á svona erfiðum timum, en hugur minn er hjá ykkur.
inga (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 11:32
Or ð mega sín víst lítils á svona erfiðum timum, en hugur minn er hjá ykkur.
inga (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 11:32
úff veit ekki hvað ég get sagt. Hugsum til ykkar og sendum strauma og fjarfaðm
Hrund og Tolli
Hrundski (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 11:51
Kæra fjölskylda. Sendi ykkur baráttukveðjur og allar mínar bestu óskir.
Sigga mamma Oddnýjar og Ara (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 11:58
Elsku fjölskylda
Það er ekki mikið sem hægt er að segja við þessar aðstæður , Maður er gjörsamlega lamaður að lesa þetta og hugsa um það hvað þið eruð að ganga í gegn um . Bið til guðs að kraftaverk gerist .
Kossar og knús
Silja Rún
Silja Rún (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 12:41
Elsku fjölskylda guð gefi ykkur styrk til að standa saman. Þið eruð í okkar bænum í kvöld og öll kvöld.
Siguurður Garðar og Unnur (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 12:43
Elsku vínkona hvað getur maður sagt? ekki neitt nema bara að ég elska ykkur og þykir ofsalega vænt um ykkur og þið eruð baráttufólk. Vildi óska þess að ég væri á landinu og knúsað ykkur en hugur minn er hjá ykkur ekki spurning.
kv. Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 13:00
Þetta er svo ósanngjarnt. Er orðlaus.
Ef það væri eitthvað, bara eitthvað efnilegra en bæn sem maður mætti hjálpa með... ?
Hugur minn er hjá ykkur og vonandi er ekki tímabært að hætta trúa á kraftaverk.
marianna (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 13:27
Kæra fjölskylda
Þið verðið í mínum bænum
Sigga Lára
Sigga Lára (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 13:54
Í bænum okkar strákana munu þið áfram vera með von um kraftaverl.
Kveðja Kristín Amelía.
Kristín Amelía frá Hofi (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:21
ég hugsa til ykkar elskurnar mínar
katrín (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:23
Elsku fjölskylda.
Það er lítið sem ég get sagt á svona stundu. En ég sit hérna með gæsahúð og tár í augunum, þetta er rosalega erfitt og leiðinlegt að heyra með hana litlu sætu Þuríði.
En ég vildi láta ykkur vita að ég hugsa vel til ykkar og sendi baráttukveðjur og stórt KNÚS.
Kveðja,
Sara
Sara (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:34
æi dúllurnar mínar þið verðið áfram í bænum mínum...
Birna Hrönn (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:40
Veit ekki hvað ég á að skrifa þegar maður heirir svona fréttir. Hræðilegt hjá svona litlu barni vona að þú haldir áfram í sem formaður SKB en skil það vel ef þú villt fá tíma einn en alldrei missa alla von.
Jóhann Bjarni Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:45
Kæra fjölskylda,
mig langar að láta ykkur vita að við hugsum til ykkar og sendum ykkur styrk.
Kveðja,
Unnur Ylfa og fjölskylda
Unnur Ylfa Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:48
Elsku fjölskylda
Við hugsum til ykkar og sendum ykkur styrk.
Kær kveðja
Martha, Aníta Björg og Andri Örn
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 16:00
Kæra fjölskylda!
Orð verða eitthvað svo fátækleg á svona stundum, guð veri með ykkur og litlu Þuríði í baráttunni sem er framundan. Þið verðið í okkar bænum.
Kveðja Anna Elín og Steini
Anna Elín (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 16:06
Elsku fjölskylda,
ég hugsa til ykkar og bið eins og allir hinir um kraftaverk,
kveðjur,
Kristrún
Kristrún (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 16:13
hæhæ öllsömul.
Vonandi verður þetta ekki slæmt heldur finna þeir leið til að hjálpa Þuríði.... Það er ótúlegt hvað þeir geta gert þegar þeir leggja hausana saman .... reyniði að halda í vonina og trúa því að þeir finni leið til að hjálpa henni.
Kveðja Hildur og stelpurnar
Hildur systir hans Jóns Odds (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 16:57
Elsku fjölskylda.
Hugsa til ykkar á erfiðri stund þið eruð í bænum mínum.
Guð veri með ykkur og fjölskyldum ykkar.
Kær kveðja.Rut
Rut dagforeldri (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 17:39
Elsku Áslaug, Óskar, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theódór Ingi
Sendum okkar bestu strauma og krafta. Guð veri með ykkur.
Ditta og fjölskylda
Ditta (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 18:15
Kæra fjölskylda,
Ég hef fylgst með þessari síðu úr fjarska, og mikið var erfitt að lesa þessar fréttir. Það er ekkert sem manni finnst maður geta sagt eða gert, og öll hjálparorð virðast klisjukennd. Ég finn bara hvað maður er varnarlaus gagnvart almættinu, og skil ekki af hverju börn þurfa að ganga í gegnum svona veikindi. Ég vona svo innilega að litla stúlkan ykkar sigrist á þessum veikindum sínum. Megi Guð gefa ykkur öllum styrk til að berjast áfram, og megi englar guðs vaka yfir fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.
kær kveðja
Odda, (gamla bekkjarsystir)
Odda (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 18:17
Elsku fjölskylda
Erfiðir tímar eru nú framundan þar sem reynir á ykkur og okkur að standa öll saman og biðja þess heitt og innilega að Þuríður Arna fái allan þann styrk og stuðning sem hún þarfnast til að líða betur. Við hugsum til ykkar og þið verðið ávallt í okkar bænum. Stórt knús til ykkar allra þið eruð sannkallaðar hetjur.
Baráttukveðjur Hnulli, Áslaug og co.
Hnulli og fjölsk (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 22:34
Kæra fjölskylda:-)
Megi góður guð styrkja ykkur á erfiðum tímum.
Þið eruð í bænum okkar, sannkallaðar hetjur öllsömul:-)
Kærar kveðjur úr Hafnafirðinum.
Sólveig & fjölsk
Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 23:21
Sitji guðs engalar saman í hring og biðji fyir þér elsku litla barn og fjöslkyldu þinni.
kær kveðja ein ókunnug sem fylgist alltaf með
konan með pakkan í Boston fluginu skrifar (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 23:23
Kæra fjölskylda.
Megi guð vera með ykkur kæru vinir. Þið eruð ávalt í bænum okkar.
kærar kveðjur,
Fanney Ófeigs og fjölsk.
Fanney Ófeigs og fjölsk. (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 09:39
Elsku fjölskylda!
Ég kíkji hérna á hverjum degi til að fylgjast með hvernig gengur með hana Þuríðu Örnu.
Megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum, hugsa til ykkar á hverjum degi.
Kær kveðja, Jane Petra, Elli, Lárus Logi og Júlían Breki
Jane og strákarnir (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 12:50
Elsku Áslaug og fjölskylda.
Guð veri með ykkur og styrki í þessum erfiðleikum. Ég vona og bið um að sá sem allt getur geri kraftaverk fyrir ykkur. Bestu kveðjur Stella Aðalsteinsd.
Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 19:43
Elsku fjölskylda.
Mikið er erfitt að lesa um gullmolann ykkar þessa stundina. Skil vel að erfitt sé að finna orð yfir líðan ykkar þessa daganna, við erum allaveganna orðlaus og skiljum ekki óréttlæti lífsins stundum. Við sendum ykkur baráttustrauma og orku.
Knus og kram frá fjölskyldunni í Árósum
p.s. Sá ykkur álengdar um daginn, en Aðalheiður og Björk eru á landinu þessa daganna.
Aðalheiður, Davíð og Björk (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 21:39
Guð verði með ykkur.Gangi ykkur sem allra best.
Þuríður Anna er hetja.
Ég fæ bara tár í augun við að lesa þetta.
Góður guð varðveiti ykkur.
Ebba Særún (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 21:40
Elsku Óskar og fjölskylda við eigum varla orð til eftir að hafa lesið þetta, Þið hafið gefið allt ykkar í erfiða baráttu og munið halda því áfram eins og sönnum keppnismönnum sæmir. Trú, von og kærleikur eru orðin sem skipta öllu máli núna. VIð biðjum fyrir ykkur og trúum að guð muni gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið. Hjartans kveðjur Beta og Gylfi
Beta (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 22:09
Elsku fjölskylda
Mér er orða vant. Megi góður Guð syrkja ykkur á þessum erfiðu tímum.
Þið eruð í bænum okkar.
Baráttukveðjur, Sonja Sif og fjölskylda Akureyri
Sonja Sif (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 08:56
Elsku fjölskylda
Megi Guð fylgja ykkur og hjálpa á þessum efiðu tímium.
Sandra Ósk (ókunnug) (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 08:58
Máttlaus og orðlaus.
Þetta er náttúrulega bara ósanngjarnt.
Sendum okkar bestu strauma til ykkar.
Þið standið ykkur ótrúlega vel.
Knús
Anna Lilja og co.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 10:15
Hef fylgst með bloggsíðunni ykkar í nokkurn tíma en ekki kvittað fyrir mig áður. Mikið getur þetta líf verið ósanngjarnt en þið megið vita að dóttir ykkar er heppin að eiga ykkur að til að ganga með sér þessa erfiðu braut. Sendi ykkur mína hlýjustu strauma á þessum erfiðu tímum.
Lesandi (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 11:09
Hef fylgst með ykkur aðeins hérna og henni Þuríði.
Þetta eru bara skelfilegar fréttir, og ekkert annað, hvernig getur maður valið ? ég get ekki ímyndað mér þá skelfilegu aðstöðu sem þið eruð í.
Megi góður Guð styrkja ykkur öll á alla lund.
Bið fyrir ykkar og sérstaklega dísinni ykkar
Kveðja af Skaganum
Gunna (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 19:28
Kæra fjölskylda,
þið eruð í bænum mínum - guð geymi ykkur og börnin ykkar
Sigrún (lesandi) (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning