Leita í fréttum mbl.is

Mánuður til jóla

Þetta er allt svo fljótt að líða, tíminn flýgur frá manni alltof fljótt.

Tvö síðustu jól hafa verið mjög erfið hjá okkur, fyrir tveimur árum veiktist Þuríður mín og var mjög slopp.  Var búin að vera uppdópuð og hálfmeðvitundarlaus í tvo mánuði því hún krampaði svo mikið og svo þegar leið að jólum var hún orðin fárveik ofan í allt saman.  Á Þorláksmessu var stúlkan komin með 41 stig hita og að sjálfsögðu brunuðum við með hana uppá barnadeild í tjékk og þar fengum við þau svör að hún væri "bara" með flensuna og vildu ekkert ath hana betur.  Dööö stelpan vissi varla í sinn haus og þeir vildu ekkert ath hana betur, þvílík vinnubrögð. En nokkrum dögum eftir jól hittum við okkar lækni og Þuríður mín að sjálfsögðu ennþá slöpp og hann sendi hana strax í myndatökur og stúlkan var með mjög mjög slæma lungabólgu.  Hlaut að vera eitthvað....  Þannig hún naut sín EKKERt þessi jól.

Í fyrra voru jólin hjá henni mjög slæm, við vorum nýkomin frá Boston úr aðgerðinni og hún hafði aldrei verið jafn slæm fyrirutan þegar hún var að veikjast.  Hún var að krampa meira en 50krampa yfir daginn þá meina ég BARA yfir daginn en við vissum ekki alveg hvernig nóttin var hjá henni sem var væntanlega svipuð.  Aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum voru verstir hjá henni og það var ótrúlega erfitt að horfa uppá barnið sitt þjáðst svona og ekkert hægt að gera nema dópa hana upp.  Milli jól og nýárs var hún lögð inn og var þar uppdópuð til að halda krömpunum niðri sem gekk lala en fékk að koma heim á gamlárskvöld sem hún naut aðeins.

Mér var farið að kvíða næst komandi jólum, ég var nebbla búin að reikna það út að hún ætti væntanlega að liggja inni yfir jólin.  Hún hefði átt að fá krabbameinssprautuna sína 10dögum fyrir jól og vanalega eftir þann tíma yrði hún veik og sett í einangranum.  Þannig ég var vissum það að næstu jól yrðu einsog síðustu tvö og ég vildi óska þess að þau yrði svoleiðis, arrrgghh!! Nú eru þið nottla "ha afhverju hefðu hún viljað það?", jú því þá vissi ég fyrir víst að meðferðin hennar væri að gera eitthvað gagn fyrir hana og æxlið að minnka en því miður er það ekki svo gott. 

Núna vona ég samt að Þuríður mín njóti jólana og verði ekki mjög slöpp að hún geti það ekki, hún hefur ekki orku í að gera mikið og er fljót að þreytast greyjið.  T.d. þessa dagana þarf hún að sofa 2-3x yfir daginn og ekki er það útaf því hún er svona lyfjadrukkin nibs ekki svo "gott", litla hetjan mín er bara farin að slappast og hefur lítið úthald.  Ótrúlega ósanngjarnt!!

Oddný mín Erla hlakkar rosalega til jólana og talar ekki um neitt annað, við mæðgur erum farnar að hlusta á jólalögin á fullu jú og Theodór líka.  Við keyptum okkur dvd jóladisk sem við getum hlustað, horft og tjúttað við sem okkur finnst ekki leiðinlegt.  Við vorum t.d. í gærdag að dansa á fullu við disksin, ég var alveg í svitabaði því ég mátti sko ekki setjast niður til að hvíla mig ehehe. Theodór skella hló af mér og Oddnýju en við sungum og dönsuðum einsog við fengjum borgða fyrir það en Þuríður mín sat bara og horfði á því orkuna hafði hún ekki en það kom samt smá bros hjá minni því henni fannst við svo snyðugar eða kanski bara skrýtnar eheh!!

Brjálað að gera um helgina, Skari verður að vinna alla helgina, okkur er boðíð í jólahlaðborð með TBR-liðinu sem mér þykir ótrúlega vænt um svo gaman að hitta liðið "mitt" svo verður það brunch hjá Oddnýju systir á sunnudagsmorgun og svo nottla verður reynt að gera eitthvað ennþá skemtilegra fyrir stelpurnar mínar.  Well þeim nægjir nú að fá Lindu og strákana til að passa sig á laugardagskvöldið.  Víííí!!

Best að fara reyna klára húsfélagið svo ég geti skilað því af mér áður en við flytjum sem verður í síðasta lagi 10.des.  Jíbbíjeij!!

Haldið áfram að knúsast og ég sendi ykkur stórt knús og endalaust marga kossa og óska ykkur góðra helgar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knúsí knúsí knúsí vínkona. Oh ég sé ykkur alveg í anda syngja og dansa við þennan disk hann er algjör snilld. Keypti hann einmitt líka til að hafa íslensk jól hérna líka. Þú ert nú alltaf sama skvetta svo þetta er líkt þér að vera með tónlistina hátt og syngja og dansa með. Það er ekki skrítið að börnin þín verði eins.
Glæsilegt með íbúðina farðu að ganga frá öllu hlakka til að sjá slottið í jan.
kveðja frá Danaveldi.

Brynja (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:34

2 identicon

Víí Það er búið að bjarga helginni hjá okkur, því við hlökkum ekkert smá til að passa á laugardaginn.
Feluleikur og alles á laugardagskvöldið.
knús knús

Linda og strákarnir

Linda og strákarnir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:40

3 identicon

VÁ hvað þú ert dugleg að skrifa ... og dugleg að vera hressa mamman með dúllunum þínum ;)
Æii ég vona svo innilega að Þuríður hetjan litla verði hress yfir hátíðirnar!
Enn og aftur til hamingju með íbúðina...muna að taka einn vegg frá ;)

KNÚS Elsa

Elsa Nielsen (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:46

4 identicon

góða helgi og njótið hennar í botn... :)

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:47

5 identicon

Er einmitt búin að fjárfesta í þessum disk fyrir minn gaur... það verður án efa teknin nokkur tjútt á mínu heimili líka :)

Góða helgi!

Betan (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 12:32

6 identicon

Nú er ekki spurning allir að leggja á eitt og biðjum þess að Þuríður Arna hetja eigi góð jól og fái að njóta þess með sýnum nánustu yfir hátíðarnar.
Báráttukveðjur Guðrún og co.

Guðrún Bergmann og co. (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 12:33

7 identicon

Takk fyrir síðast það var rosalega gaman að kíkja á ykkur í gær og Theodór Ingi algjör sjarmör. Hlakka til að koma aftur og sjá nýju íbúðina. Hvaða jóladiskur er þetta sem þið gærurnar eruð að tala um? Einhver nýr? Það er einmitt það sem mig vantar einhver jólatónlist.

Kveðja,
Unnur Ylfa

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 12:38

8 identicon

Já nú verður maður að leggjast á bæn og vona að þið fáið frábær jól í ár og að sjálfsögðu vonar maður að þetta séu ekki síðustu jól Þuríðar munið jólakraftaverk geta alltaf gerst.
Kveðja,
Jóhann Bjarni (Akranesi og SKB)

Jóhann Bjarni (Akranesi) (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 12:51

9 identicon

Já nú verður maður að leggjast á bæn og vona að þið fáið frábær jól í ár og að sjálfsögðu vonar maður að þetta séu ekki síðustu jól Þuríðar munið jólakraftaverk geta alltaf gerst.
Kveðja,
Jóhann Bjarni (Akranesi og SKB)

Jóhann Bjarni (Akranesi og SKB) (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 12:52

10 identicon

Hó, hó, hó...

alltaf gaman að heyra frá ykkur. Held ég hafi líka átt eftir að segja til hamingju með íbúðina. Til hamingju! Ég reikna svo með að fyrst þið eruð búin að fara til Boston þá séuð þið að skipuleggja ferð til Kaupmannahafnar??? Er það ekki svoleiðs Boston - Kaupmannahöfn - Boston - Kaupm... Við bíðum a.m.k. spennt.

Kveðja,
Hallur, Hildigunnur og Grímur Logi

Hallur Þór (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 18:44

11 identicon

Sálin er allavega að spila í Koben í apríl þannig við bíðum bara eftir heimboði :)

Slauga (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sjö?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband