Leita í fréttum mbl.is

Stundum er ég ekki að skilja?

Ég hef ekkert mikið velt leiðinlegu kommentum fyrir mér en svo í morgun fór ég aðeins að hugsa, afhverju lætur fólk svona?  Er þetta öfund?  Ef þetta er öfund hvað er fólk að öfundast útí?  Hver öfundar fólk að eiga alvarlega veikt barn sem sagts eiga nokkra mánuði eftir?  Ekki alveg að skilja?  Jú ég veit að við eigum endalaust mikið af góðu fólki að og það eru ekki allir jafn heppnir og við, margir sem eiga mjög erfitt og ekki getað leitað til neins.  Við fáum endalaust margar heimsóknir, knúsum, fallegum mailum, kommentum og svo lengi mætti telja, er fólk að öfundast útí það?  

Ég er svo innilega ekki að skilja afhverju fólk þarf að ráðast á okkur, mér finnst við eiga ótrúlega erfitt sérstaklega Þuríður mín sem hrakar bara ef eitthvað er og búið að segja við okkur að hún eigi ekki framtíðina fyrir sér, langar einhverjum að vera í svoleiðis sporum?  Nei ég hélt ekki, þetta er bara svo sárt þegar fólk lætur svona því ég held að við höfum ekki gert neinum neitt og verið þakklát með allt sem við höfum fengið en samt aldrei beðið um neitt. Hvað er málið?

Allavega þá hef ég verið að kvarta mikið útaf hvað allt hefur gengið hægt með að fá svör frá Boston, tekið meira en mánuð sem er mánuði of langur tími því við höfum ekki langan tíma.  Þannig að við ákváðum í gærkveldi að senda sjálf mail til læknana "okkar" í Boston því við viljum frá svör og ekki seinna en fyrir mánuði síðan.  Hvað haldiði?  Jú okkur beið svar í morgun þegar við vöknuðum og annað svar áðan, ekki lengi gert.  Afhverju gekk þetta allt svona illa fá svör frá okkar læknum hérna heima?  Við fengum sem sagt svar frá skurðlækninum okkar eða sem gerði aðgerðina á Þuríði minni fyrir ári síðan og hann segir að það sé ekki hægt að gera meira fyrir hana einsog við héldum.  Þetta er ekki áhættunar virði og svo fyrir einhverjum tugu árum voru svona aðgerðir bannaðar vegna þess þær eru svo hættulegar og hvernig fólk verður eftir þær er ekki falleg sjón.  Þannig aðgerð er farin af kortinu, hann sagði eina sem væri í stöðunni væri geislameðferð sem þeir hérna heima hafa ekki viljað gera.  Ég man reyndar ekki afhverju en ok, þannig hann ætlar að hafa samband við þá á barnakrabbameinsdeildinni þarna úti og ath hvað þeir segja.   Maður verður sem sagt sjálfur að vinna þessa vinnu til að fá svör, ekki gott!!  Einsog í fyrra vorum við alltaf að bíða eftir dagssetningu svo hún gæti farið í aðgerð og við vorum búin að bíða í tvo eða þrjá mánuði og engin svör komu þanga til við hringdum sjálf út og sendum fullt af mailum þá fór allt í gang.   Skil ekki alveg vinnubrögðin?

Þannig við vorum ekki að fá neinar skemtilegar fréttir sem við bjuggumst reyndar alveg við en vonuðumst samt eftir öðru, ömurlegt ömurlegra ömurlegast!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ótrlúlega spes að fólk sem styður ykkur með peningagjöf vilji fá e-ð í staðinn eins og að sjá myndir.
sumt fólk er bara ekki alveg í lagi.
ég vona bara innilega að þið takið þetta ekki of nærri ykkur.
ég bið fyrir ykkur.
til hamingju með nýju íbúðina.
reynið að hafa það sem best.
knús,
anna ókunnuga.

Anna ókunnuga (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 14:53

2 identicon

Ó, hvað þetta hlýtur að vera sárt.
Það eina sem hægt er þá að gera er að létta á fyrir Þuríði litlu og njóta samverustundanna með henni.

Gangi ykkur allt í haginn og megi Guð vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk.

Lilja (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 14:55

3 identicon

Fallega fjölskylda!


Þuríður á sér hlutverk
svo stórt, svo merkilegt
ég les það í augunum hennar
falleg sál,fallegt hjarta
sem himnarnir fá
lífið er lífið
ástin er falleg
þið eruð falleg

Njótið tímans og hugsið í núinu.
Þakkir til ykkar, að vera hluti af fallegum sálum með yndislegt hjarta
Guð veri með ykkur!

ég (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 15:07

4 identicon

Ég öfunda ykkur ekki neitt og vil ekki trúa því að fólk geti öfundað ykkur. En þið hafið það mjög gott fyrir utan veikindi Þuríðar og fólk er kannski að horfa í það en gleymir því kannski að þið væruð tilbúin til að fórna öllu fyrir stelpuna ykkar. Þuríður Arna verður í bænum mínum. Ég vona svo innilega að þið fáið sem lengstan tíma með fallegu stelpunni ykkar.

Elsa Margrét (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 15:21

5 identicon

Elsku Fjölskylda! Takk fyrir síðast, rosa gaman að sjá ykkur.
Þið eruð ótrúlega dugleg, ég dáist að ykkur.
Gangi ykkur allt vel.
Ég hugsa til ykkar á hverjum degi.
Vonandi sjáumst við sem fyrst aftur.
Kveðja, Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 15:28

6 identicon

Kæra fjölskylda. Málið er að þegar maður deilir tilfinningum sínum, gleði og sorg með mörgum,kunnugum jafnt sem ókunnugum, verður maður alltaf að gera ráð fyrir að einhverjir slæðist með sem horfa á hlutina öðrum augum. Val hvers og eins er síðan að fylgjast með ykkur og ykkar fjölskyldu í þessum erfiðleikum en fólk ætti að hafa það að leiðarljósi að það er af kærleika og umhyggju og engu öðru. Annars missir samhugurinn tilgang sinn. Ekki hafa áhyggjur af misvitru fólki, það er nóg sem þið glímið við í dag þó þið bætið því ekki á ykkur. Það er ekki auðvelt en þarf samt að reyna að leiða hjá sér. Þetta er vandamál þessa fólks, ekki ykkar ;)
Ég vona að þið njótið daganna vel og eigið góðar stundir með börnunum ykkar.

Ingunn Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 15:35

7 identicon

Kæra fjölskylda !
Ekki voru þetta góðar fréttir. Munið að núna er það dagurinn í dag sem skiptir mestu máli, alltaf. Dag í senn, eitt andartak í einu. Höldum áfram að trúa því að kraftaverkin gerist og biðjum fyrir björtum dögum.
Baráttukveðjur frá konu í austurborginni

Kona í austurborginni (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 15:36

8 identicon

Kæra fjölskylda,
Mig langar til þess að senda ykkur stutta kveðju. Ég hef fylgst með ykkur í svolítinn tíma. Ég á strák sem er jafn gamall Þuríði ykkar.
Yndislega fallega dóttir ykkar er hetja sem og þið fjölskyldan!
Þuríður er í bænum okkar og sendi ég ykkur allar mínar bestu kveðjur.
Vona innilega að kraftaverk gerist svo fallega stelpan fái að njóta yndislegra foreldra og systkyna um ókomna tíð. Sem og systkyn og foreldrar fái að njóta fallegu Þuríðar.
Guð veri með ykkur kæra fjölskylda!
Bestu kveðjur
Agnes

Agnes (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 16:13

9 identicon

Með tilkomu bloggsins og heimasíðna á netinu er líkt og fólk telji það rétt sinn að vera veittur aðgangur að einkalífi fólks því það hefur tekið ákvörðun um að hleypa manni svolítið inn í líf sitt. Enginn á rétt því að skoða mitt líf ef ég vil það ekki. Að þið viljið ekki sýna myndir er ykkar ákvörðun og hana ber að virða. Móðir sem skrifaði neðar talar um hroka því Áslaug segir sorrý...get ekki svarað öllum meilum eða e-ð álíka. Við því segi ég bara; Áslaug lét þó allavega vita í stað þess að gera fólk fúlt útí bæ yfir því að fá ekki svar frá henni. Og persónulega finnst mér það hrokafullt að leika miskunasama samverjan og styrkja þessar fjölskyldur og saka það síðan um hroka og álasa því fyrir að vilja ekki hleypa ókunnu fólki út í bæ inn í sitt einkalíf. Ég hef allavega mína barnanet síðu læsta því það er minn réttur þótt ég noti netið. Af hverju ættu ókunnigir að hafa heimtingu á öðru? Stundum skil ég ekki hversu heimtufrekt fólk er orðið með tilkomu internetsins.
Skil MJÖG vel ef þið læsið þessari síðu eftir allt þetta rugl.
Gangi ykkur allt í haginn og gott að ykkur leið vel í Boston.
Lóa sem þekkir ykkur ekki neitt.

Lóa (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 16:39

10 identicon

Kæra fjölskylda sendi ykkur hlyjar kveðjur og gangi ykkur vel í baráttunni.Guð veri með ykkur í þessu sem framundan er.Takið einn dag í einu kvejðja Árni Leó frændi

Árni Leó þórðarson (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 19:30

11 identicon

Halló aftur;) Þarf að segja nokkur orð við ykkur
og sendi því hér smá komment.

Mig langar til að segja við ykkur yndislega fjölskylda vegna hugsanna þinna Áslaug um vondu kommentin.

Til þín Áslaug:

Reyndu að hugsa ekki um þau, veit að það er erfitt
Orka þín fer til spillis, þú þarft að eiga hana
alla á þinn fallega hátt, handa litlu börnunum þínum.
Ást þín á því sem þú átt er sterkari en þessi vondu komment, þú átt svo mikið og gefur svo mikið.
Ekki eyða hugsunum þínum á persónu sem líður illa
og hugsar illa. Svona persónur þrífast á því að láta öðrum líða illa...ekki leyfa henni það.
Þú hefur svo margt um að hugsa, njóta, finna og elska!

Til þín Óskar:

Haltu fast utan um konuna þína, þétt alla daga.
Hún hefur að geyma einstaka manneskju....þarf örugglega ekki að segja þér það:)
Þið eruð svo ótrúleg, eigið svo mikið af ást og kærleika að það er einstakt, eins og heimurinn er orðinn, skuggar út um allt. Skrifin ykkar segja allt sem segja þarf, myndir eru óþarfar!

Tilvist ykkar og allra fallegu barnanna ykkar er án skilyrða, þið eruð einstök,hjartnæm,falleg,hugsandi,réttsýn
hetjur, dugleg, hvertjandi og í alla staði
raunsæ.

Ef heimurinn væri brot af þessu væru skýin hvít
og hvergi skuggar.

Guð gefi ykkur æðruleysi til að takast á við það
sem framundan er hjá ykkur.
Veit að þið standið ykkur eins vel og á verður kosið. Mun biðja fyrir ykkur og yndislegu börnunum ykkar.
Guð blessi ykkur!

4 barna móðir (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 20:00

12 identicon

Alltaf þegar ég kem hingað inn og les skrifin ykkar verð ég sorgmædd, sú tilhugsun að hún Þuríður ykkar fái ekki að eldast, verða gömul, eignast börn og barnabörn og þar eftir götunum gerir mig sorgmædda. Önnur tilfining sem kemur upp í huga minn er reiði, af hverju að leggja þetta allt á eina litla stelpu og fjölskyldu hennar. Hvað gerði hún rangt? Hvorki hún né þið eigið þessar þjáningar skilið.

Ég dáist af skrifum ykkur Áslaug og Óskar. Það myndu ekki allir þora því að opna sig, líkt og þið gerið, á netinu. Ég get ekki líst því hversu mikið þið hafið gefið mér. Allt það sem ég taldi bara sjálfsagt, eins og t.d. það að ég sé heilbrigð og eigi heilbrigða fjölskyldu, er ég farin að meta mun meira en ég gerði. Þið kennduð mér að njóta lífsins, njóta alls þess góða í stað þess að vera endalaust að tuða yfir því vonda. Þetta er dýrmæt gjöf.

Hvað þessi komment varðar þá hvet ég ykkur eindregið til þess að reyna að láta þetta fram hjá ykkur fara, þetta fólk er vanþakklátt. Því þið eruð að gefa alveg nóg af ykkur með því að halda þessarri síðu uppi. Þið og við öll vitum að þarna er manneskja á ferð sem er ekki alveg heil í kúpunni.

Kæra fjölskylda
Þuríður er í bænum mínum á kvöldin, ég trúi á kraftaverk og bið um kraftaverk handa ykkur. Því þið eigið það svo sannarlega skilið.
Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk til þess taka á því sem framundan er.

Kærar kveðjur
Heiða

Heiða, ókunnug (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 20:53

13 identicon

ég vildi bara kvitta fyrir komuna og
þið eruð í bænum mínum .kv Guðrún (sem þekkir ykkur ekki neit)

Guðrún unnur þórsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:34

14 identicon

Elsku dúllurnar mínar leiðinlegar fréttir frá Boston en það verður að skoða geislameðferðina ekki spurning. Dagurinn í dag skiptir máli og ég er stolt af ykkur. Bíð nú bara eftir myndum af herlegheitunum í nýju íbúðinni ykkar oh það verður svo gaman. Njótið þess að flytja þangað öll saman og búa til eins fallegt heimili og þið eigið fyrir.
Ég er alltaf að hugsa um ykkur og mér finnst þið svo dugleg að gera eitthvað á hverjum degi með ykkar yndislegum börnum, vildi bara geta kíkt á ykkur og hjálpað aðeins til að pakka ofaní tösku.
Elsku vinir mínir þið eru æðisleg og þið eruð í bænum mínum.

Kær kveðja frá vínkonunni allt of langt í burtu.

Brynja (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:50

15 identicon

Ég hef ekki skrifað neitt áður en hef fylgst með ykkur fjölskyldunni síðan Þuríður byrjaði að krampa. Þið hafið alltaf verið í bænum mínum og ég held áfram að biðja um styrk fyrir ykkur til að takast á við lífið og tilveruna. Ég vil líka þakka ykkur fyrir að halda úti þessari síðu og leyfa manni að njóta með ykkur hvað þið eigið yndisleg börn :) Gangi ykkur alltaf sem allra allra best kæra fjölskylda.

Bryndís (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 22:35

16 identicon

Ég á ekki til orð yfir þessari "móður", það er bara ekki alveg allt í lagi með svona fólk sem nýtur þess að láta öðrum líða illa...Ekki taka þetta nærri ykkur því það er það sem þessari manneskju langar!!!

Ég hugsa svo oft til ykkar, þetta er allt svo sorglegt en þið svo rosalega sterkt...Þuríður mesta hetjan :) Hvernig er hægt að leggja allt þetta á þennan litla líkama, skil þetta ekki en hún alltaf svo dugleg! Kíki hingað inn á hverjum degi til að lesa og þið skrifið svo fallega um fjölskyldu ykkar og það er svo mikil ást og mikill kærleikur í öllu sem að þið gerið.

Haldið áfram að vera svona sterk...ég bið fyrir Þuríði og er bjartsýn fyrir hennar hönd :)

Ein sem þið þekkið ekkert (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 23:08

17 identicon

Æ ekki góðar fréttir eru þetta elsku Áslaug og Óskar. Þuríður heldur örugglega áfram að vera sterk og endilega reyna að njóta allra stunda sem þið hafið saman. Þið rekið bara á eftir þessum læknum að skoða þessa geisla meðferð. Bara reka hnefann í borðið!!
Kær kveðja
Anna hans Ívars ;)

Anna (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 23:34

18 identicon

Kæra fjölskylda

Langaði að senda ykkur smá kveðju. Hef verið að fylgjst með ykkur og ég dáist af styrk ykkar. Bloggið ykkar fær mann til að hugsa, hugsa um allt í lífinu sem maður tekur sem sjálfsögðum hlut. Ekki hlusta á þessar neikvæðu persónur. Þið hafði hreyft við svo mörgum með styrk ykkar og dugnaði.
Kær kveðja Ingibjörg Jónsdóttir frænka (sem bjó á Eyrarbakka)

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 23:44

19 identicon

Kæra fjölskylda
Frábært að ferðin til Boston hafi heppnast svona vel.
Guð gefi ykkur styrk til að takast á við það sem framundan er.
Kær kveðja
Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 00:09

20 identicon

Hæ hæ aftur
Gleymdi einu, innilega til hamingju með nýju íbúðina :-)
Kkv.
Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 00:26

21 identicon

Elsku Áslaug og Óskar

Vildi bara senda ykkur hlýjar kveðjur, megi góður guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.

Kv. Sonja Sif

Sonja Sif (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 08:56

22 identicon

Sæl öll. Tek undir það sem fólk segir, reynið að láta þetta leiðindatal ekki á ykkur fá. En við vitum samt að það er ekki auðvelt. Ég fékk sting í hjartað þegar ég las um það hvernig Þuríður er orðin og vona svo heitt og innilega að eitthvað sé hægt að gera fyrir hana. Sé hana allaf fyrir mér eins og hún var þegar hún skottaðist með pabba sínum í sundlauginni. Erfitt að setja sig í ykkar spor en ég dáist að styrk ykkar og samheldni. Vonandi kemur svar að utan fljótlega varðandi geislameðferðina. Gangi ykkur allt í haginn. Hver veit nema maður líti inn í nýja húsið næst þegar maður kemur í bæinn. Kveðja úr Hólminum Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 09:27

23 identicon

Elsku Óskar,Áslaug,Þuríður Arna,Oddný Erla og Theodór Ingi rosalegt að fá svona fréttir Já,,þó svo að þið hafið búist við þeim þá er þetta alltaf kjaftshögg og þið eruð búin að fá alltof mörg.
Við sendum ykkur alveg risa risa knús,stórt búnt af orku og bjartsýni til að takast á við þetta erfiða verkefni sem bíður ykkar og elsku Þuríður Arna við biðjum engla guðs að vernda þig,passa og hjálpa þér að líða vel.
Guð veri með ykkur.
Baráttukveðjur Guðrún,Jói,Anney Birta,Guðrún Kristín og Sara Karen

Guðrún Bergmann og co. (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 10:18

24 identicon

Sæl kæra fjölskylda.

Ég hef verið þögull lesandi þessarar bloggsíðu og beðið fyrir ykkur öllum oftar en ég get talið og þegar ég las kommentin frá "Móður" þá gat ég varla trúað því hvað til er veruleikafirrt fólk sem hugsar ekki út í það hvað það er að skrifa hér. Reynið að hunsa þetta þótt erfitt sé og vorkenna henni að hugsa svona, því hún á augljóslega bágt. Reynið að njóta þess tíma sem þið hafið með þessari yndislegu dóttur ykkar sem lengst,
hugsið bara um það, ég get alls ekki sett mig í ykkar spor svo ég reyni ekki einu sinni að segja að ég viti hvernig ykkur líður en vona að þið reynið að hafa það eins gott og hægt er miðað við aðstæður, kv. Ásta sem er móðir líka..

Ásta (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 10:33

25 identicon

elsku fjölskylda við byðjum fyrir ykkur....

kv Þórunn Eva

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:43

26 identicon

kæra fjölskylda,hef verið að fylgjast með ykkur á netinu,sendi ykkur allann minn styrk og fallegar hugsanir kv Harpa

Harpa Barkar (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 14:13

27 identicon

Eslku Óskar, Áslaug, Þuríður Arna hetja, Oddný Erla ljósengill og Theódór Ingi prakkari.
Guð gefi ykkur æðruleysi til að takast á við það
sem framundan er. Guð gefi ykkur frelsi til að njóta þess sem er í dag. Guð gefi ykkur styrk til að sættast og ást til að styrkja hvert annað.
Ég tek heilshugar undir það sem 4 barna móðir skrifar hér fyrir ofan (11)
Jú þið eruð vissulega öfundsverð af þeim kærleika og einlægni sem þið búið yfir.
Sendi ykkur styrk og kærleika, góða helgi Sigga

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átta?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband