13.11.2006 | 11:05
Ennþá orðlaus
Við erum ennþá orðlaus. En á þessari stundu erum við ekki orðlaus af hamingju yfir því hvað tónleikarnir heppnuðust vel og yfir því hvað við erum heppin að eiga marga góða að. Hér inn á síðuna okkar kom athugasemd í morgun sem sló okkur eins og blaut tuska. Það var leiðinda komment frá manneskju greinilega er ekki sátt við lífið.
Athugasemdin snérist um það að viðkomandi vildi fá að vita hvað við ætluðum að gera við þá peninga sem hafa safnast í tengslum við tónleikana. Ástæða þess að viðkomandi setti inn þetta komment er að hann (skrifaði einn ekki alveg sáttur undir) frétti af því að við værum að kaupa okkur nýja íbúð. Já það var nú mikið gott að það væri hægt að finna eitthvað til að kjammsa á, vona að einhver njóti þess. Við höfum ekki nefnt það hér að við værum að fara að flytja. Jú við sögðum frá því á tímabili að okkur langaði til þess en höfum ekki talað um það lengi. Við höfum okkar ástæður fyrir því að við tölum ekki um það hér, ástæður sem tengjast Þuríði ekki neitt, ástæður sem tengjast tónleikunum ekki neitt, ástæður sem engum kemur við nema þeim sem hefur kjark í að tala við okkur undir nafni.
Hvað við ætlum að gera við peningana!
Í auglýsingu fyrir tónleikana kom fram að þeir væru haldnir Þuríði til heiðurs og átti ágóðinn að renna til hennar og okkar fjölskyldu hennar til að gefa okkur færi á að eiga góðar stundir saman og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Þetta mun svo sannarlega hjálpa okkur að gera góða hluti fyrir okkur og dóttur okkar, hluti sem hjálpa okkur að búa til fallegar minningar.
Einn ekki alveg sáttur skrifaði m.a.:
Eins og ég finn nú til með ykkur vegna hennar Þuríðar, þá verð ég bara að segja að mér finnst eins og þið fáið hreinlega allt (annað) sem að þið viljið, það eru nú ekki margir í ykkar aðstöðu sem gætu gert það sem þið hafið gert.Sem betur fer eigum við svo góða að, yndislegt fólk eins og Hönnu Þóru, Önnu Björk, Pálma og alla hina sem hafa stutt svo dyggilega við bakið á okkur að við getum gert hluti sem margir í okkar stöðu hafa ekki getað gert hluti sem okkur dreymir um en ráðum ekki við m.a. vegna fjárskorts.
Við vitum ekki hvernig við getum svarað svona athugasemdum öðruvísi. Við ætlum ekki að setja skýrslu hér inn á netið þar sem við skýrum nákvæmlega í hvað þessir peningar fara. En við getum fullvissað ykkur um að þeir hjálpa okkur til að gera hluti sem við annars hefðum ekki gert, peningarnir færa okkur ekki hamingju einir og sér en þeir hjálpa svo sannarlega til að láta okkur líða betur.Kveðja Óskar Örn
Áslaug Ósk skrifar:
Ég var einmitt nýbúin að segja við frændfólk okkar á Ólafsfirði (jebbs ég er kanski skyld ykkur líka ehe, þar sem pabbi er þaðan og er að kanna málið) að mar þorði ekki að fara í kringluna útaf svona fólki til að kaupa mér bol sem nota bene ég geri nær aldrei því þá færi Gróa afstað og ég fann það líka á mér að hún færi afstað eftir tónleikana. Hvað er að fólki?
Ég vaknaði í morgun og mér leið ömurlega þar sem Þuríði minni líður ekki vel þessa dagana, við finnum hvað hún er að slappast og ég finn svo hræðilega til í hjartanu og hvað þá að fá svona komment. Ég t.d. hágræt þegar ég er að skrifa þetta, hann Pálmi prestur kom til okkar á föstudagskvöldið og það var æðislegst að fá hann ekki það að ykkur komi það eitthvað við að hann hafi komið en mér finnst einsog sumum finnist þurfa vita ALLT sem við gerum, fáum og hvað við borðum. Hann t.d sagði við okkur að við ættum að drífa okkur í burtu og nota sæluvímun frá tónleikunum og njóta þess að vera saman, fara í hitan og leika aðeins við börnin okkar á meðan allir væru ferðafærir þá var hann að sjálfsögðu að meina hana Þuríði mína.
Að sjálfsögðu langar okkur það en þá kemur svona fólk einsog þetta komment í morgun sem við eyddum því okkur fannst það ekki eiga heima hérna á síðunni og þá fer það að babbla og babbla sem tekur ótrúlega mikið á taugarnar og mér finnst það líka ótrúlega sárt að lesa svona eða heyra.
Já Þuríði minni líður ekki vel, hún t.d tók smá öskurskast á laugardagskvöldið sem við höfum aldrei verið vitni af, tók eitt kast og svo var það búið og stúlkan sofnaði. Það var einsog hún væri eitthvað að kveljast og þyrfti að fá smá útrás, það var ótrúlega skrýtið að sjá þetta og erfitt.
Mér finnst svo sárt og erfitt að sjá hana svona hvað þá að viðurkenna að hún er eitthvað að slappast að hugsa útí næstu mánuði finnst mér óhugsandi.
Ég get eiginlega ekki skrifað meir þar sem ég er bara útgrátin, gjörsamlega dofin en þetta er samt ástæða fyrir mig og mína að loka síðunni og hafa lykilorð og bara útvaldir fái aðgang. Ætla að hugsa málið, jú ég veit að það er endalaust margir að fylgjast með en ég get ekki hugsað mér að fá svona ótrúlega leiðinleg komment aftur og þetta er ekki í fyrsta skipti.
Munið að knúsa og kyssa börnin ykkar vel og lengi og ekki gleyma að segja þeim hvað þið elskið þau mikið, ég geri þetta allt oft á dag.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
guð minn góður! sumt fólk á sér bara ekki meira lífd en það að skíta yfir fólk endalaust. eins og þegar ég var veik. einhverjar kellingar á barnalandi að blaðra um mig og þeta rusl fólk þekkir viðkomandi ekki neitt ótrúleg ómerkilegheit:( en elsku vinir mér fannst svo ótrúlega gaman að sjá ykkur á tónleikunum.. og vona að ég nái mér sem fyrst svo ég geti farið að koma og passa krakkana hlakka svo til þykir svo óendanlega vænt um ykkur;* og væri alveg til í að fá póst um lykilorðið á barnaland;D verðum í bandi;*
tinna rut;* (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:17
Ég hef fylgst með ykkur lengi, þekki ykkur ekki neitt og hef aldrei kommentað.
Nú get ég ekki setið á mér... Hvað í andskotanum er eiginlega að fólki??? Hvernig vogar það sér???? Ég á ekki orð.
En ég held miðað við fjölda kommenta í síðuna ykkar þá sé þetta algjört undantekningartilfelli. Því vil ég skora á ykkur að láta þetta hafa sem minnst áhrif á ykkur, ég veit það er auðvelt að segja það...
En ég vona innilega að þetta verði ekki til þess að þið lokið síðunni, þið hafið gefið mér svo ótrúlega mikið í gegnum tíðina...
Til hamingju með flutningana :)
Bestu kveðjur
Ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:19
OMG!! er ekki í lagi með sumt fólk??
Elsku Áslaug,Óskar og fjölskylda ég bið ykkur í guðanabænum að reyna leiða svona frá ykkur veit að það er erfitt en það er eitthvað MIKIÐ að hjá svona fólki.
Og ég er sammála Pálma,hann veit hvað hann syngur ef heilsan hjá Þuríði Örnu leyfir þá eigið þið að skella ykkur út ekki spurning vera bara þið öll saman og njóta þess að vera með börnum ykkar þið hafið svo gott af því :-)
Þið eruð svo yndisleg og svo sterk og ég vona að bænir mínar og allra hinna sem eru að biðja fyrir ykkur sé að veita ykkur styrk og orku til að takast á við lífið.
Baráttukveðjur
Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann og co. (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:22
Elsku fjölskylda
Sumt fólk er ekki í lagi. Hvað þið gerið við peningana sem söfnuðust kemur engum við hvað þið notið þá í. Ég get ekki annað en samglaðst ykkkur yfir því að vera að flytja. Ég vona svo innilega að Þuríður hressist eitthvað og þið farið að fá fréttir að utan. Ég bið fyrir ykkur á hverju kvöldi og vona en að krafaverk gerist, aldrei að gefa upp vonina þó að maður geti alveg átt sína slæmu daga.
Baráttukveðjur, Álfhildur Erla dagmóðir
Álfhildur Erla Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:28
Elsku fjölskylda
Ég er búin að fylgjast með ykkur lengi en aldrei skrifað ykkur línu hér.
Ég ætla að byðja ykkur um að læsa ekki síðunni ykkur útaf einhverjum manni sem á greinilega mjög bágt og þyrfti helst að fara í tékk á Landspítalan. Þó svo þið keyptuð ykkur stæðsta hús á íslandi kæmi það engum við nema ykkur.
Ég held að þið gerið ykkur enga grein fyrir hversu mikil áhrif þið hafið á fólk útum allt land. Ég var t.d. í rosalega pirruðu skapi á föstudaginn, stelpurnar mínar tvær ( 7 og 4 ára ) fóru í skólaleik og voru búnar að skrifa og teikna á nýmálaða veggina inní herberginu þeirra og svo voru perlurna útum allt gólf þannig að varla var hægt að ganga um. Ég ætlaði að fara að byrja að æsa mig eitthvað og skamma stelpurnar en þá var mér hugsað til ykkar og henna Þuríðar og hugsaði að það væri ekki þess virði að skammast í þeim, betra bara að ræða hlutina í rólegheitum við þær um að svona gerir maður ekki.
sorry langlokuna hjá mér en þið megið ekki gefast upp og láta einhver kall fauta útí bæ koma ykkur úr jafnvægi.
Vona að þið eigið eftir að fara í einhverja stórkostlega ferð saman og svo höldum við að sjálfsögðu áfram að byðja um kraftaver.
kv. ókunnug.
ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:38
Sæl kæra fjölskylda. Ég er alveg orðlaus yfir svona kommenti, aumningja manneskjan sem skrifar svona hún greinilega á sér ekkert líf aðgeta verið að spá í svona löguðu. Reynið að hlusta ekki á svona "fólk" haldið áfram að vera sterk og faið eftir honum Pálma. Farið þið bara í gott frí saman. Bið fyrir kraftaverki alla daga handa ykkur. Verið sterk.
Silla Karen (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:39
Kæra fjölskylda
Ekki láta svona aumingja slá ykkur út af laginu. Það verður alltaf svona fólk til í veröldinni en maður má ekki láta það eyðileggja fyrir sér. Látið ykkur líða vel í þeirri fullvissu að allt eðlilegt fólk á Íslandi styður ykkur og óskar ykkur alls hins besta. Í messu á sunnudaginn bað Sr. Pálmi fyrir stúlkunni ykkar, vonandi verður hann bænheyrður.
Svava, ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:46
Hæ kæra fjölskylda. Ég hef verið að fylgjast með ykkur á blogginu ykkar. Mér finnst þið ótrúlega sterk og með heilbrigða hugsun og lífssýn. Þið hafið veitt mér aðra sýn á mína krakka. Þið verðið pottþétt í bænum mínum og vona að peningarnir sem söfnuðust geti veitt ykkur góðan tíma saman og að þið getið gert eitthvað skemmtilegt saman sem þið hefðuð annars ekki getað gert. Svona fólk sem hefur eitthvað við það að athuga hvað þið eyðið peningunum ykkar í á eitthvað verulega erfitt og ætti að skammast sín. Ég vona að þið getið átt góðan tíma saman og missa ekki vonina. Kær kveðja Lóa
Lóa (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:56
Sæl kæra fjölskylda,
Haldið áfram að vera svona dugleg.
Þið eigið svona leiðinda komment engan vegin skilið.
Knús
Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:57
Hvað gerðirðu við peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Mátt ekki segja já, nei, svart eða hvítt.
Að öllu gríni slepptu (uhu já þetta með Frúnna í Hamborg var grín hjá mér ehe) - þá kemur fólki ekki við hvað þið notið peningana nákvæmlega í! Það er öllum frjálst að leggja inn á reikninginn eða mæta á tónleikana - það er enginn að neyða fólk til að gefa ykkur pening. Og það fólk sem gefur ykkur pening - styrkir ykkur - gerir það því það vill veita ykkur tækifæri á því að njóta lífsins saman sem fjölskylda.
Flytja - ferðalög - bíll - leikhús - góður matur; þið vitið hvers þið þarfnist til að eiga góðar stundir saman, gleyma raunveruleikanum í smástund og lifa áhyggjulaus.
Þetta er bara öfundsýki að vera að hafa áhyggjur af því hvað þið gerið við peninginn. Peningurinn er ykkar fyrir ykkur. NJÓTIÐ og verið ekkert að pæla í því hvað hver hugsar.
Kauptu þér bol Áslaug, helst skæran og æpandi svo hver sem þér mætir á götu sjái að þú sért í nýrri flík, gleymdu að klippa verðmiðann af...bara svo allir sjái hvað hann kostaði.
Nei, kannski ekki - en munið að setja ykkur í fyrsta sætið og það sem lætur ykkur líða vel.
Vona að það hafi verið einhver heil brú í þessum texta - fingurnir eru að springa úr reiði ;)
Knúúús
Dúsdús (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 11:59
Kæra fjölskylda
Þessi maður á greinilega eitthvað bágt í sálinni sinni. Að svona þjakað fólk á hreinlega að láta að vera að commenta á svona síður. Þið hafið bara staðið ykkur eins og hetjur og þið þurfið ekki að afsaka nokkurn skapaðan hlut fyrir manni sem greinilega telur sig það heilagann að geta kastað úr glerhúsi. Gunga er rétta orðið yfir að setja svona fram nafnlaus, kannski rétt að benda viðkomandi á að þegar hann commentar á svona síður þá festist IP talan hans á henni og því hægt að rekja þetta ef síðueigandi kærir sig um.
Ekki láta svona mann draga sólu fyrir stundirnar ykkar. Elskið stelpuna ykkar og gefið henni brosin ykkar og blíðuna. Njótið þess að faðma hana og heyra hláturinn hennar.
Þuríður er alltaf í bænum mínum...... og ég bið þess að þið fáið jákvæð svör frá erlendum læknum.
Þið eruð hetjur og bara hetjur.....
Gangi ykkur vel....
Lilja
Lilja, ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:01
Kæra fjölskylda
Ég þekki ykkur ekki persónulega en kannast við Óskar úr sundinu. Ég vil hvetja ykkur til að halda ykkar striki og nota þessa peninga til að skapa minningar með dóttur ykkar og fjölkyldu. Ekki láta eitt leiðindakomment eyðileggja þetta fyrir ykkur. Maður hefur fylgst með fólki sem ekki fær tíma til að skapa sér minningar og ég held að þetta sé eitt það mikilvægasta sem þið getið gert núna.
Þið eruð í bænum mínum.
Guð blessi ykkur
H
ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:02
Sæl kæra fjölskylda!
Ég eins og svo margir sem skrifa hér fyrir ofan mig hef fylgst með ykkar fallegu fjölskyldu um nokkurt skeið án þess að skrifa hér inn en get ekki sleppt því núna. Ég skil vel að þíð skulið taka þetta inn á ykkur en hafið hugfast að manneskja sem skrifar svona á mjög svo greinilega við mikla andlega og geðræna erfiðleika að stríða og þetta viðhorf sem viðkomandi sýnir viðkemur ekkert áliti eða þankagangi okkur hinna. Mér finnst dásamlegt að þið fáið stuðning úr umhverfinu til þess að fá tækifæri til að gera hluti sem þið annars gætuð ekki með ykkar dýrmætu dóttur og systkinum hennar. Njótið þess að vera saman og gera skemmtilega hluti saman, þó svo þeir kosti peninga. Reynið að láta ekki andlega vanheila manneskju eitra út frá sér þegar þið eruð klárlega heiðarlegt og gott fólk að berjast við það erfiðasta sem getur komið fyrir fjölskyldu. Látið þetta ekki spilla fyrir því sem er bara fallegt og gott, allt kostar peninga, en eins og þið segið færa peningarnir ykkur ekki hamingju en gefa ykkur kost á að skapa fleiri góðar minningar sem eru dýrmætara en nokkuð annað.
Gangi ykkur vel
Ókunnug fjögurra barna móðir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:04
Vá, ég er alveg orðlaus. Hvað er að svona fólki? Er þessi maður öfundsjúkur? Illt í sálinni? Þarf þessi maður að fá útrás? Hvað er málið????????
Ég bara grét með þér Áslaug mín þegar ég las færsluna. Hvað kemur honum við hvað þið gerið við peningana? Æjjj ég bara fatta ekki alveg af hverju fólk þarf alltaf að koma með einhver leiðindi. Eins og það sé ekki nóg að vera með veikt barn og koma svo með svona...
Ég er svo reið....
Þú þarna sem skrifaðir þetta, komdu undir nafni, ekki vera einhver gunga!!!!!
Ég elska ykkur meira en orð geta tjáð. Knús og kossar frá okkur:)
Kveðja Oddnýr systir, Sammi og Eva Natalía.
Oddný sys (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:12
Jii ég á ekki orð heldur. Það er alveg ótrúlegt að það er eins og að sumir lifi fyrir það að vera með skítkast á fólk. Ekki stóð það á auglýsingunni á tónleikunum að þið ættuð að nota þessa peninga í eitthvað sérstakt og fólk sem gaf ykkur peninga og þeir sem mættu til að styrkja ykkur hefur öruglega viljað að þessir peningar færu í eitthvað sem lætur ykkur líða betur, hvort sem það er utanlandsferð, mjólk útí búð eða gallabuxur jii ég skil ekki svona og já þessi gunga sem þorir ekki einu sinni að tjá sig undir nafni er greinilega eitthvað öfundsjúkur og það skil ég ekki heldur því ekki held ég að þið séuð í öfundsverðum aðstæðum, nema ´jú hvað þið eruð hamingjusöm og frábær fjölskylda, það er kannski það sem hann/hún er að öfundast. Finnst bara ekki skipta máli hvað þið gerið við þessa peninga.
Ekki láta einhvern einn aula útí bæ skemma fyrir ykkur því það eru svo miklu miklu fleiri útum allt land sem eru að hugsa vel til ykkar og biðja fyrir ykkur.
Helga Jóhanna (vinkona Oddnýjar) (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:35
Elsku Áslaug og Óskar.
Sumt fólk er bara ekki alveg normal, þanning er þetta nú bara. Svon lið ætti að grafa sig niður í holu einhvern staðar og ekki láta sjá sig aftur á yfirborði jarðar!! Er alveg orðlaus :o/
Burt séð frá því þá finnst mér þið vera laaang flottust og standið ykkur óendanlega vel.
Guð og allir heimisns englar verði með ykkur.
Kær Kveðja,
Svala
Baldi,Svala og börn. (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:39
Elsku Áslaug og Óskar
Það er alltaf til fólk sem finnst allir fá meira en þeir en það er sem betur fer ekki margir en við sem erum að styrkja og styðja ykkur í þessari baráttu hugsum ekki svona og munið það elskurnar mína njótið þið vel og ég sem þekki ykkur veit að peningarnir veita ykkur smá tækifæri að gera einhvað með börnunum ykkar .
Kveðja Ása
Asa (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:48
Þura
Kæru vinir og
ættingjar nær og fjær, fyrirtæki og einstaklingar þið sem hafið sýnt Óskari, Áslaugu og börnunum stuðning á eihvern hátt,með símtölum, pósti,heimsóknum OG PENINGUM til dæmis með því að mæta á tónleika sem haldnir voru bæði núna og í fyrra,við ykkur vil ég segja,þið eruð frábær,TAKK,TAKK TAKK. Það er aldrei of oft sagt.
Ég var að tala við hann Óskar minn,hann verður ekki oft orðlaus, en núna mátti heyra að honum var verulega brugðið. En ég verð að viðurkenna að ég átti alveg eins von á að fyrr eða seinna kæmi eitthvert svona skíta comment,á hverjum tíma er til fólk sem er illa þenkjandi og hugsar ekkert um tilfinningar annarra. Greyið sem hefur nú hoggið svo nærri tilfinningum okkar á bara mikið bágt og ég trúi því ekki að viðkomandi sé í raun sáttur við sjálfann sig eða mikil hamingja ríki í kringum hann. Hvað fjölskyldan gerir við þá fjármuni sem fólk réttir að þeim kemur ENGUM við,þau hafa aldrei beðið nokkurn mann um eitt eða neitt,en eru þakklát og hrærð því þetta gefur þeim tækifæri til að þurfa ekki að burðast með peninga áhyggjur ofan á allt annað.Já veikindi hennar Nöfnu minnar Örnu hafa svo sannarlega tekið á svo vægt sé til orða tekið,að barnið manns sé langveikt er eitthvað sem enginn reiknar með eða biður um og allt daglegt líf riðlast. Sem betur fer hafa foreldrarnir tekið þá stefnu að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi, þau eiga önnur börn og reyna að njót hverrar einustu stundar sem þau eiga með þeim,við vitum aldrei hvað við höfum þau lengi að láni.Þetta þekkjum við hjónin af eigin reynslu,og sú reynsla er óendanlega sár og býr með manni alla ævina.Það að Óskar og Áslaug eru að skipta um húsnæði á meðal annars rætur sínar að rekja til veikinda Þuríðar Örnu,íbúð á jarðhæð,og lítill garður er eitt af því sem hentar betur,burt séð frá því að íbúðin sem þau búa í núna er á annari hæð, þá eru vandamál í stigagangi bokkarinnar sem varla eru ásættanleg.
Þú þarna gungan þín sem getur ekki skrifað undir nafni vertu meiri maður og biddu fjölskylduna afsökunnar, og eitt máttu vita ef þú gerir það ekki þá er hægt að rekja skrifin til þín. Þú mátt líka koma og ræða hlutina við mig, skelin mín er kannski harðari.
Elsku Óskar og Áslaug ekki láta þetta brjóta ykkur niður, þið eruð sterk og hetjur í augum margra. Elskum ykkur endalaust mikið, þið vitið hvar þið hafið okkur. kv. allir á Ásabraut 8
Mamma (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:50
Þegar ég les þetta þá verð ég svo reið.. hvað fær fólk til þess að skrifa svona. Ég á langveikt barn og hef ég einu sinni fengið mjög svo leiðinlegt comment og það er alveg ólýsanlega erfitt að lesa það. Þó svo innst inni þá veit maður að þessi manneskja á bara eitthvað erfitt þá særir þetta alltaf mjög mikið.
Ég sendi ykkur mínar mestu og bestu baráttukveðjur og ég dáist alveg að ykkur.
Munið þetta eru ykkar peningar. Það fólk sem kom á tónleikana og spilaði var að gefa ykkur þessa peninga og ykkur er frálst að gera það sem ykkur langar við þá. :D
Sandra
Sandra Ósk (ókunn) (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:54
Ég er ein þessara ókunnugu sem hefur verið að fylgjast með ykkur. Þið eruð hetjur. Sumt fólk á bara bágt. Ég vona að þú læsir ekki siðunni en ég mundi alveg skilja það ef þið munduð gera það. Það sem þið eruð að burðast með er alveg nóg. Okkur hinum kemur ekkert við hvað þið gerið við peningana sem ykkur eru gefin til að gera ykkar líf betra. Ég vona bara að þið farið að ráðum Pálma og skellið ykkur í sólina, það hljómar bara svo vel núna í þessum kulda.
Ég óska ykkur alls hins besta og bið til Guðs um að hann liti eftir ykkur.
Ókunnug móðir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:02
Elsku fjölskylda. Nú er ég kjaftstopp og ekki gerist það oft. Er virkilega til svona illa innrætt fólk? Haldið áfram að lifa ykkar lífi og njótið þess, þið eruð okkur hinum góð fyrirmynd og eigið allt það besta skilið. Við hugsum til ykkar daglega og vonandi getið þið flutt í nýju íbúðina sem fyrst. Kveðja Magga Áka og fjölskylda.
Magga Áka (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:17
Elsku Áslaug og fjölskylda!
Reynið að láta svona leiðindarkomment ekki hafa áhrif á ykkur. Þið eruð langflottust og eigið allt hið besta skilið.
Gangi ykkur rosa vel.
Kveðja frá Ak, Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:18
Kæra fjölskylda.
Þessum peningum var safnað handa ykkur og okkur hinum kemur ekkert við hvað þið gerið við þá. Ég er samt alveg viss um að þið notið þá til þess að gera eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur öll, hvort sem það er í nýtt hús, ferðalag, bíóferðir eða bara hvað annað sem ykkur dettur í hug. Hlustið á það sem séra Pálmi sagði en ekki einhver komment sem einhver pirraður er að skrifa.
Gangi ykkur sem best í baráttunni við þennan ömurlega sjúkdóm og verið dugleg að knúsa hvert annað.
Arna (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:21
Mikið óskaplega sárnaði mér fyrir ykkar hönd að lesa um þetta ómerkilega og særandi komment. Ég þekki ykkur ekki neitt en bið fyrir ykkur og Þuríði á hverju kvöldi. Ég hugsa mjög oft til ykkar og get ekki sett mig í ykkar spor, veit þó að þau eru hræðilega erfið. Ég á sjálf þrjú ung börn og mín heitasta bæn er að þau haldi ávalt góðri heilsu og vegni vel í lífinu. Það er jú það sem allir foreldrar óska börnum sínum....
Ég vona að þið getið gert e-h saman fyrir þessa aura sem söfnuðust, að þið getið gert ykkur glaðan dag og fengið fleiri yndislegar minningar um ykkur öll saman og sérstaklega um hana Þuríði ykkar.
Ég er með síðuna ykkar í favorites og kíki á hverjum einasta degi og stundum oft á dag og hef gert lengi. Skrif ykkar hafa kennst mér svo óskaplega mikið og minnir mann á að taka engu sem sjálfsögðu.
Ég vona að þið haldið áfram með síðuna opna en auðvitað skil ég ef þið þurfið að loka henni. Að lokum óska ég ykkur til hamingju með nýju íbúðina ykkar og ég óska ykkur góðs gengis í öllu sem framundan er hjá ykkur.
Kær kveðja,
Ásta
Ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:24
Elskulega, duglega fjölskylda.
Ég segi nú eins og Óskar (og aðrir): ég er bara orðlaus!! Ég er ein af þeim heppnu sem hef ekki þurft að glíma við langvarandi veikindi minna barna og ég get bara ekki ímyndað mér hvernig mér liði í ykkar stöðu. Ég get alls ekki séð ofsjónum yfir þeim peningum sem fólk vill láta renna til ykkar. Þó sjálfur Michael Jackson ákveddi að gefa ykkur allar sínar eigur, þá myndi ég eingöngu samgleðjast ykkur. Ég hvet ykkur bara eindregið til að láta ekki svona eiturpöddu (já ég bara get ekki notað annað orð) eyðileggja fyrir ykkur kraftinn og jákvæðnina sem þið hafið fundið fyrir frá fólki í kringum tónleikana. Allir sem fóru á tónleikana og allir sem hafa sent ykkur peninga vilja alveg ÖRUGGLEGA sjá ykkur fara í sólina, njóta þess að vera saman og þó þið keyptuð ykkur heilt einbýlishús.. bara reynið að njóta þess að vera saman. Ég get alveg ímyndað mér að þessi orð (eiturpöddunnar) hafi haft mikil og djúp áhrif á ykkur en elskurnar mínar, reynið að drekka í ykkur orð okkar hinna og ýta þessu öfundarbulli frá ykkur. Hjartans kveðjur og bænir frá Ólafsfirði. (Við erum samt ekki skyldar Áslaug, búin að gá ;) )
Ólöf (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:28
Kæru hetjur, hugsið ykkur bara hvað þið hafið marga góða, kunnuga og ókunnuga á bak við ykkur, hér eru komnar 22 athugasemdir og hvatningar. Ég og allir hinir viljum að þið njótið þeirra stunda sem þið hafið með perlunum ykkar og erum glöð yfir því að geta létt á áhyggjum þó ekki sé nema peningaáhyggjum. Takk fyrir að gefa okkur tækifæri til að veita örlitla aðstoð. Haldið áfram ykkar striki, farið þangað sem þið viljið fara og gerið það sem þið viljið gera, ekki hika, núna er tíminn!
Kveðja, Aðalheiður
Aðalheiður, ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:28
Sendi ykkur bestu kveðjur og stóran stuðning. Takk fyrir dásamlega stund á tónleikunum um daginn og ég veit að enginn sem þar var mættur hefur nokkrar einustu áhyggjur af því hvernig þið verjið þeim peningum sem þar söfnuðust. Það eru alltaf einhverjir öfundarmenn allstaðar en það er alveg öruggt að hinir eru mun fleiri sem styðja ykkur heilshugar. Gangi ykkur vel.
Sigga mamma Oddnýjar og Ara (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:39
Kæra fjölskylda! Takk fyrir frábæra tónleika um daginn. Ég hugsa mikið til ykkar. Gangi ykkur vel.
Kveðja Vala Ósk(vinkona Oddnýjar Hró!!)
Vala Ósk (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:45
ég er brjáluð, mig langar helst að kýla vegg og öskra!
ég þoli ekki þegar að þeim sem eiga það engan vegin skilið er vegið..
ég er líka fullviss um að allir sem hafa tekið þátt í bæði golfmótinu og mætt á tónleikana sé nokk sama um hvað peningarnir fara í..
frábært að þið séuð að flytja og losna burt frá þessum ógeðisstigagangi og þurfið ekki að díla við fólk sem er með tómt vesen
ekki taka mark á þessum lúsablesum sem vilja ekkert nema öðrum illt, þeim hlýtur að líða ansi illa sjálfum..
þið eruð frábær elsku dúllurnar mínar og ekki láta þetta lið ná til ykkar því þið vitið alveg að allir sem þekkja til ykkar standa með ykkur
katrín (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 13:56
Ég vona svo sannalega að þið lokið ekki síðunni, því skrif ykkar gefa manni svo ótrúlega mikið.
En ég skil ykkur það er erfitt að fá svona skíta komment.
Ég á langveikt barn og hef fengið peninga að gjöf til að létta okkur fjölskyldunni lífið, fólk út í bæ ætti bara að vita hvað það er erfitt að ÞIGGJA svona peningagjafir, þó þær létti manni lífið þá gera peningar mann ekki hamingjusamari.
Við ákváðum að gera það sem Pálmi sagði við ykkur fórum í sólina og veika barninu hefur aldrei liðið eins vel og þessar 2 vikur í sumar. Svo ég skora á ykkur á að fara fjölskyldan í sólina og búa til yndislegar minnigar.
Svo er bara frábært að þið ætlið að skipta um íbúð því það hlýtur að auka lífsgæðin hennar Þuríðar og ykkar allra.
Jóhanna (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:01
Jæja svona er þetta þá..... ætla ekki að eyða fleiri orðum í fólk sem getur látið svona út úr sér.
Vil frekar óska ykkur innilega til hamingju með nýju íbúðina og vonandi getið þið flutt sem allra fyrst.
Veit að þið notið peningana sem söfnuðust á góðan hátt og enginn veit betur hvar þeir nýtast best en þið sjálf.
Haldið áfram að vera jafn frábær og þið eruð og vonandi komist þið í eitthvað ferðalag með börnin ykkar. Alveg ótrúlegt hvað smá sól getur gert á vetrardögum ;-)
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:02
Kæra fjölskylda! Maður hreinlega getur ekki orða bundist. Það hlýtur að vera eitthvað mikið að hjá þessari manneskju sem vogar sér að skrifa svona komment hjá ykkur. Henni kemur það bara akkúrat ekkert við í hvað ykkar peningar fara. Ég myndi vilja sjá þessa manneskju standa fyrir framan ykkur, augliti til auglitis og biðjast afsökunar á þessu. Þið eigið það svo sannarlega skilið. Manni finnst nú alveg vera komið nóg það sem búið er að leggja á ykkur og alveg einstakt að fylgjast með hvernig þið vinnið úr því.
Ég kíki reglulega inná síðuna ykkar og finnst alveg frábært að lesa hversu samheldin og jákvæð þið eruð. Þið eigið greinilega góða fjölskyldu sem styður ykkur, það hlýtur að vera ómetanlegt.
Bestu baráttukveðjur til ykkar allra. Jónína ÍKÍ.
Jónína Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:11
Kæra fjölskylda.
Ég geri nú ekki mikið af því að skrifa inn á síður sem að ég skoða, en nú er mér ofboðið.
Þið eruð að ganga í gegnum erviða hluti þið eigið allt jákvætt skilið hvort sem er í hugsun eða verki.
Þið eruð greynilega samheldin fjölskylda og getur ekki verið að svona orð komi af öfund og ásköpuðum einmanaleika.
Það að "framkvæma fyrst og hugsa síðan, hefur mörgum komið í háska stríðan" held að fólk ætti að spá í það að enginn veit sína ævina fyrr en öll er.
Þið eruð að lifa ykkar lífi ekki annara, munið að njóta þess sem að þið best getið.
Búið til fullt af góðum minningum, þær eru bestar og enginn fær þær teknar frá manni.
Megi góður Guð vernda ykkur ,stiðja og styrkja.
Sendi ykkur bænir,ljós og lit, er best ég kann.
Hildur (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:19
Elsku fjölskylda, hvernig getur nokkur einstaklingur verið jafn grimmur og tillitslaus eins og þessi djö.. vitley... afsakið orðbragðið en ég er bara svo pirruð að nokkur skuli hugsa og hvað þá skrifa slíka athugasemd. Það kemur ekki nokkrum manni við hvað þið gerið við þessa peninga sem safnast hafa, þið eigið þá og þið notið þá í það sem þið þurfið. Vá skil vel að þið hafið verið pirruð og kjaftstopp, en haldið áfram á sömu braut þið standið ykkur ótrúlega vel.
Knús til ykkar Áslaug, Hnulli og fjölsk.
Áslaug, Hnulli og fjölsk. (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:20
Elsku fjölskylda.
Sendi ykkur hlýjar kveðjur.Þið eigið allt
það besta skylið og meira en það.Þið eigið
frábæran stuðningshóp sem hugsar hlýlega
til ykkar á hverjum degi og biður fyrir ykkur.
En það þarf einn neikvæðan til að særa djúpu
sári og sú manneskja þarf að mikla hjálp.
Elsku fjölskylda megi góða vættir halda verndarhendi yfir ykkur.
Kveðja Rut
Rut dagforeldri (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:27
Kæru foreldrar !
Ég veit að ég get ekki sagt ykkur að láta svona komment sem vind um eyrun þjóta, það er bara ekki hægt. Við þessa manneskju sem skrifaði þessi skelfilegu skrif, langar mig að segja: hver ertu að geta sett svona fram, og hvers virði heldur þú að börnin okkar séu, mundirðu vilja skipta út heilsu barnsins þíns fyrir einhverja aura sem safnast á svona tónleikum ? Þessir tónleikar voru haldnir til að létta undir með Áslaugu og Óskari og okkur kemur nákvæmlega EKKERT við í hvað þetta fer, a.m.k. man ég ekki eftir að hafa heyrt um það í auglýsingum að þeim beri að útlista fyrir okkur hvað var gert.
Eitt veit ég þó fyrir víst, að allur heimsins auður kemur ekki í stað barnanna okkar eða heilsu þeirra. Þökkum fyrir að við þurfum ekki á svona styrk að halda, ekki vil ég skipta það veit Guð.
Elski krakkar mínir, ég er bara amma á skaganum, en ég bið ykkur að reyna að hugsa ekki um þessi skelfilegu orð, allir sem koma hér inn á þessa síðu eru að fylgjast með heilsu dömunnar ykkar en ekki að öfunda ykkur yfir einhverjum krónum sem engan vegin geta bætt ykkur það sem þið eruð að berjast við, aðeins létt undir með ykkur, það eru sem betur fer ekki nema ein og ein manneskja sem er svona fjandsamleg. Ég ætla sannarlega að vona að ég fái að fylgjast með ykkur áfram.
Guð veri með ykkur, njótið afraksturs tónleikanna, það er ekki talið eftir sem gert var þar, það er ég viss um og fólk mætti til að sýna stuðning.
Gunna á skaganum
gunna (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:29
Kæra fjölskylda, ég er ein af þeim sem þekki ykkur ekkert en hef fylgst með þessu bloggi. Það veitti mér ólýsanlega gleði þegar ég gat styrkt ykkur, því mér finnst svo óréttlátt hvað lífið fer mismjúkum höndum um fólk. Ég á mörg heilbrigð börn og get ekki ímyndað mér hvernig það er að ganga í gegnum þvílíka erfiðleika.
Sá sem skrifar svona dæmir sig sjálfur af skrifum sínum. Í mínu umhverfi hefur mikið verið talað um tónleikana og Þuríði og aldrei hef ég heyrt neinn tala um þessi mál á þessum nótum heldur einungis um dugnað ykkar og æðruleysi og hvað er dásamlegt að þessi litla fjölskylda sem Ísland er geti staðið saman þegar svona mikið bjátar á.
ánægður stuðningsmaður ykkar...... (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:30
Ja hérna kæru Áslaug og Óskar
Ég ætla nú ekki að eyða neinu púðri á þessa manneskju sem skrifar svona, vil bara segja ykkur eins og þið vonandi vitið að ég kem til með að sakna ykkar þegar þið flytjið (þori nú ekki að setja hér orðin sem að ég sagði við ykkur um daginn) ég yrði hökkuð í spað hér af ykkar stóra stuðningshópi :) og ég er nú ein af honum. Þið eruð góðir nágrannar og ég dauðöfunda ykkur að losna úr þessum bölv... stigagangi okkar. Vildi bara að ég og mínir gætum fylgt ykkur he he.
Berglind nágranni (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:58
Kæra fölskylda. Ég veit ekki hvað það er sem fær fólk til að skrifa svona, en alltavega á það ekki heima hér. Við fölskyldan hugsum mikið til ykkar og þið eruð í bænum okkar. Haldið áfram að vera svona dugleg.
Kv Elfa og Freyr(skb)
Elfa, Freyr og fjölskylda (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:08
Ég bjóst ekki við svona kommenti!.. voðalega geta aðrir verið bitrir útí heiminn!?. Er það til of mikils mælst að samgleðjast öðrum þegar það opnast gluggi þegar allar dyr lokast á erfiðum tímum?..
Ég verð bara að segja alveg eins og er, mig grunaði ekki að fólk gæti verið svona tilfinningalaust og afbrýðisamt!.. alveg með ólíkindum!..
látið þetta ekki á ykkur fá..! Njótiði tímans með börnunum..!.. svona fólk má á bara bágt.. vorkenniði þeim sem gera svona!..
Eruð æðisleg;**
Bára Frænka<3
Bára Frænka (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:11
Nú er ég reyð!
Hver vogar sér að koma svona fram,ég held að það væri réttast að þú þarna úti sem ert svon illainrættur ætti að standa frami fyrir áslaugu og Óskari og byðjast afsökunar. Ég eins og marigir aðrir er bara orðlaus. Mér finnst þetta ljót og ég bara hreinlega skil þetta ekki. Ég stóð að þessu tónleikum og þér kemur það bara hreinlega ekki við hvað þau koma til með að gera við þessa peninga. Fólki var fyllilega frjálst að mæta og styðja við bakið á þeim í þessum erfiðleikum. Þetta er hugsað til þess að þau geti átt góða tíma og skapað sér góðar miningar með elsku Þuríði minni. Og ekki þarf að gefa nánari skýrslu fyrir því. Ég mæli með því að þú tiltekna manneskja leitir þér hjálpar,ekki veitir af. Það sem Óskar og Áslaug og við öll fjölskyldan erum að ganga í gegnum er martröð sem maður bíður eftir að einhver vekji mann frá,en það gerist ekki. Og þú ert verulega rugluð manneskja ef þú öfundar þau út af einhverjum peningum því þetta er ekki öfundsvert. Þetta er það hræðilegasta sem foreldri gengur í gegnum. Og ég vil ekki sjá fleiri svona athugasemdir þetta er hreint út sagt ógeðslegt og þar sem ég bara græt hér þá skil ég vel að óskari og áslaugu líði illa út af þessu því þetta hefur áhrif. Elsku Óskar og Áslaug þetta er ósangjart og þið eigið ekki að þurfa að lesa svona. Þessir peningar eru ætlaðir Þuríði og ykkur og þið gerið nákvæmlega það sem ykkur langar til að gera við þá. Og þið gerið það án þess að þurfa að gefa skýrslu um það. Elska ykkur óendanlega mikið og þið vitið nákvæmlega hvar þið hafið mig og okkur öll. Guð veri með ykkur elskurnar mínar
Hanna systir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:14
Elskulega fjölskylda,
Gjöf fylgja ekki ákvæði. Tilgangur gjafa er að gleðja og auðvelda. Tilgangur peningagjafa til ykkar er að gleðja á erfiðum tímum og auðvelda ykkur að takast á við lífið eins og það er nú.
Ég vil biðja ykkur um að vera ekki með samviskubit þegar þið notið peninginn sem þið fenguð að gjöf. Þið þurfið heldur ekki að réttlæta notin á neinn hátt. Þeir sem gáfu, gerðu það góðfúslega og af hjartahlýju. Ekki láta neinn draga úr einlægni þeirra. Gjafirnar, peningurinn, er ætlaður ykkur, dóttur ykkar og fjölskyldulífs ykkar. Það skilja allir sem geta og kunna að gefa.
Peningarnir eiga að gefa ykkur bros og yl í hjarta en ekki tár og vonbrigði.
Ég bið að Guð og englar verði með ykkur og láti ljós Þuríðar Örnu skína um ókomin ár.
Bestu kveðjur, Arna
p.s. eru þið með styrktarreikning, ég myndi vilja leggja inn og geta glatt ykkur.
Arna (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:16
Elskulega fallega fjölskylda. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með lífi ykkar það gefur okkur svo ótrúlega mikið.
En andsk er til vont fólk eins og þessi manneskja sem kommentaði ykkur, vonandi þarf þessi manneskja ALDREI að ganga í gegnum það sem þið eruð búin að ganga í gegn um. Haldið ykkar striki þið eruð hetjur og drífið ykkur í sólina með gullmolana ykkar. Baráttukveðjur
Jónína ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:27
Kæru hjón, Áslaug og Óskar. Ég er ein þeirra fjölmörgu sem fylgjast með baráttu ykkar fyrir betra lífi fyrir dóttur ykkar og fjölskylduna alla. Munið alltaf að svona framkoma sem þið mættuð, segir margfalt meira um þann sem særði ykkur, en nokkuð annað. Leggið að baki áhyggjurnar sem þessi framkoma bakaði ykkur, þið hafið svo margfalt meira við orku ykkar að gera en að glíma við svona öfund og illa framkomu. Guð gefi ykkur öllum góða daga og styrk til að takast á við alla ykkar erfiðleika
Mamma ,amma,frænka..... (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:36
Einnig vil ég kom því á framfæri að Óskar og Áslaug hafa aldrei beðið um neit. Og þegar Þuríður Arna veiktist þá var það eina sem þau báðu um að fólk myndi vera duglegt að heimsækja þau. Tónleikarnir komu algjörlega frá mínu hjarta og þeirra sem tóku þátt í þeim. Ég vona að ég hafi komið skilaboðum til þessa aðila sem skrfaði þetta. Ég er búin að lesa athugasemdina og hann á mikið erfit en mér finnst það samt ekki réttlæta þetta þið bara fyrirgefið mér það. Ég mæli líka með því að þeir sem hugsa svona í þeirra garð sleppi því að lesa síðuna og ekki orð um það meir.
Hanna systir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:54
maður á ekki til orð...
ég bið fyrir ykkur.
haldið áfram að vera sterk.
maður verður að láta svona skrif helst ekki á sig fá.
guð geymi ykkur öll.
knús frá mér.
anna.
Anna ókunnuga (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:55
Jesús minn hvað sumt fólk á hrikalega bágt.
Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að hunsa þetta ógeðslega komment, en ég veit að það er ekki svo auðvelt. Vonandi eiga þær fjölmörgu og fallegu athugasemdir sem koma hér á síðuna eftir að vega aðeins upp á móti.
Ég hef fylgst með ykkur í soldinn tíma. Þegar mér var fyrst bent á þessa styrktartónleika fór ég að lesa síðuna ykkur og uppgvötaði þá að börnin okkar léku sér saman þegar sonur minn lá inni á Barnaspítalanum í september. Ég og maðurinn minn töluðum um það þá hvað okkur fannst þið ótrúlega falleg og heilsteypt fjölskylda, með þrjú lítil börn og eitt þeirra svona lasið. Við vorum þarna með okkar einkabarn og fannst þetta hrikalega erfitt allt saman, þessi 3ja daga spítalavist og óvissan sem við upplifðum. Svo þegar ég sá síðuna ykkar og las skrifin ykkar og fattaði að þið voruð sama fjölskylda og við sáum uppi á spítala styrktist ég enn í þeirri trú minni að þið eruð ákaflega duglegt og yndislegt fólk. Að lenda í svona áfalli í lífinu er örugglega hrikalega erfitt og sem betur fer eru langflestir sem finna til með ykkur og vilja aðstoða ykkur í baráttunni og vita að þið mynduð ekki misnota þessa hjálp. Það er greinilegt að þið gerið allt sem þið getið til að láta Þuríði Örnu líða sem best og það var mér sannur heiður að leggja mitt af mörkum til þess að þið getið gert eitthvað gott saman, vildi bara að ég gæti gert eitthvað miklu meira og betra til að hjálpa ykkur.
Kristín
Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 15:55
Elsku Áslaug og Óskar
Reynið að láta þetta ekki hafa áhrif á ykkur,þetta lýsir því bara hvað sumt fólk er illa innréttað og beyskt í hjartanu.Þið betið ekki ímyndað ykkur hvað það hafið líka hjálpa mörgum öðrum með skrifum ykkar og hjartahlýju,það er ykkar styrkur.Haldið því áfram.Knúsið Þuríði litlu frá mér....knús til ykkar líka...
móðir fjögra barna.... (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:05
kæra fjölskylda haldið áfram að vera þið sjálf og reynið að fremsta megni að láta ekki svona sjúka einstaklinga skemma fyrir ykkur. Ég kom á tónleikana og fannst þeir frábærir og sé sko ekki eftir þeim peningum og en þá síður sé ég nokkuð athugavert við það að þið eyðið þeim að eigin ósk og ef ný íbúð er það sem þið þarfnist þá kaupið þið hana og ég væri svo mikð til í að mæta á aðra tónleika ef það er það sem þarf til að sá draumur geti orðið að veruleika. Megi góður guð vera með ykkur og yndislegu börnunum ykkar. kær kveðja ókunnug
konan með pakkan í Boston fluginu skrifar (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:21
Ég hef fylgst með hér í smá tíma og get ekki annað en dáðst að ykkur. En guð minn góður hvað fólk getur verið sjúkt að skrifa svona lagað, fólk hefur frjálst val um hvort það styrkir ykkur og ef það gerir það verður það líka að vera með fullum huga, annars er bara betra að sleppa því heldur en að koma með svona leiðindi. En ég óska ykkur bara alls hins besta og vona að ég geti fylgst með ykkur hér áfram.
Bergný (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:36
Kæra fjölskylda!!
Svona fólk sem skrifar eitthvað ljótt um ykkur á bara að fara til læknis og leita sér hjálpar því það á VIRKILEGA BÁGT! Ekki láta þetta hafa áhrif á ykkur...við erum svo miklu miklu fleiri sem stöndum MEÐ ykkur og erum að hugsa til ykkar á hverjum degi. Það sést vel á því að á þeim tíma sem ég var að lesa færsluna ykkar og kommentin komu nokkur ný komment (frá stuðningsmönnum) og þeim á örugglega eftir að fjölga enn frekar.
Þið eruð hetjur sama hvað annað fólk segir!! Keep that in mind...
Kv. Sólrún Ásta.
Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:39
Elsku Óskar og Áslaug.
Mikið rosalega hlýtur þessi manneskja að eiga bágt, hann lýsir sér eiginlega sjálfur.... gunga að þora ekki að koma undir nafni.
Haldið áfram að vera eins frábær og þið eruð og njótið samvistanna við gullmolanna ykkar, þið eigið yndisleg börn. Frábær hugmynd að skella sér aðeins í sólina og dekra litlu molanna ykkar, leika ykkur á ströndinni og slappa af í nýju umhverfi.
Þið eru frábær
Kveðja og knús. Lilja
Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:41
P.S. Til "skræfunnar" sem dirfðist að skrifa þetta ljóta komment sem særði Óskar og Áslaugu:
-Myndir þú ekki gera eitthvað fyrir sjálfan þig ef þú fengir stóra gjöf sem þú hefðir ekki einu sinni beðið um? Gætir þú gert reikningsyfirlit þitt opinbert og hvað þú myndir nota peninginn í? Kæmi það einhverjum öðrum við en þér, hvað þá helmingi landsmanna?
Mér finnst bara frábært að fjölskyldan geti átt góðar stundir saman án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálum og álaginu sem er á þeim.
Hættu að vera skræfa og biddu þau afsökunar á þessu!!
Sólrún Ásta.
Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:49
Elsku fjölskylda
Ég er bara ein af mörgum sem þekki ykkur ekki neitt
en hef fylgst með ykkur lengi og hugsað og beðið fyrir ykkur...
Mikið er leiðinlegt að heyra að fólk geti látið svona en því miður er til fullt af vitleysingum en sem betur fer er til meira ag góðu fólki sem vill ykkur vel og vonandi nær það að hafa yfirhöndina hjá ykkur.
Annars vill ég bara segja gangi ykkur vel og megi guð og allir hans englar vaka yfir ykkur.
Farið og gerið eitthvað virkilega gott og skemmtileg fyrir peningana,þið eigið það svo sannarlega skilið.
Lilja
Ein ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:52
Hæjj:.(k). Það er ógeðslega leiðinlegt að fá svona skíta komment á sig en þessari maneskju kemur bara ekkert við hvað þið ættlið ykkur að gera við peningana en bara gangi ykkur allt í hagin.
Ps.Kossar&Knús
Kv.Alexandra H...
Alexandra Hlíf (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 16:59
Elsku Áslaug og fjölskylda..
Það er og verður alltaf fólk sem hefur allt á hornum sér...og þolir ekki að sjá aðra taka skynsamlega á sínum málum. Umgengni lýsir innri manni, var ekki einhver sem sagði það. Innilega til hamingju með nýju íbúðina, gott að láta langþráðan draum rætast. Áfram þið öll..knús af eyrinni góðu..
Ólöf Guðrún, Thibaut og Júlíus Aron
Ólöf Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 17:08
Kæra fjölskylda
Eins og þið sjáið þá á þessi maður ekki neina skoðanabræður og vonandi eru athugasemdirnar hér á undan nógu mikið mótvægi við eina aumkunarverða skoðun. Ekki hafa áhyggjur af að kaupa eitthvað, sama hvað, þið hafið örugglega mátt þola ýmis útgjöld undanfarin tvö ár. Hugmynd Pálma er frábær, það er lengi hægt að lifa á minningunni um góða utanlandsferð með fjölskyldunni....en það er að sjálfsögðu algjörlega ykkar að ákveða :) Ekki eyða tárum á svona ljótar athugasemdir sem vonandi verða ekki fleiri.
Bestu kveðjur
Ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 17:13
ég eins og margir aðrir hef fylgst með ykkur í gegnum barnalandið og hef dáðst af styrk ykkar á svona erfiðum tímum. Að einhver sem þekkir ekki ykkar aðstæður til hlýtar skuli skrifa svona gerir mann orðlausan. Ég er kannski voða vitlaus, en ég hélt að þessir peningar væri gjöf til ykkar til að reyna að bæta líðan litlu Þuríðar Örnu og ef stærra húsnæði gerir það þá að sjálfsögðu notið þið þá til að kaupa stærra húsnæði.
Baráttuknús til ykkar frá Áslaugu sem á líka son sem heitir Theodór ;)
ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 17:21
Elsku fjölskylda
Þið eruð í einu orði sagt yndisleg. Ég óska ykkur alls hins besta og vona svo innilega að þið getið gert ykkur dagamun eins oft og möguleiki er.
Bestu kveðjur,
Fanney íkí
Fanney og fjölsk. (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 18:16
Kæra fjölskylda.
Það er voða leiðinlegt að fá svona komment og sem betur fer eru svona komment algjör undantekning. Tónleikarnir voru alveg yndislegir, og hvert ágóðinn fer kemur okkur hinum ekkert við, við vitum að þið notið hann í að eyða tíma og búa til minningar með litlu snúllunum ykkar.
Þið eruð alltaf í hugsunum mínum.
kv. Sigga
Sigga (vinkona Oddnýjar) (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 18:41
Sæl kæra fjölskylda,
vona að þið takið ekki mark á því þegar svona illa þroskaðir einstaklingar opinbera fávisku sína svona illilega. Mér finnst þetta vera öfundsýki þó að þið séuð ekki öfundsverð af því að þurfa að vera með barnið ykkar svona veikt.
En það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði af þessum skrifum var að þó að selst hefði vel inn á tónleikana þá væri það nú ekki til að kaupa sér hús fyrir.
Vona að þið drífið ykkur í hitann og sólina, því að fara í gott frí getur gert kraftaverk. Held að yngri börnunum veiti líka ekki af því.
Endilega hafið þessa síðu opna því þið getið bara hent út svona hálfvitalegum athugasemdum út.
Gangi ykkur svo allt í haginn.
Kveðja, Anna og Egill
Egill og fjölsk. frá þórisstöðum (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:07
Kæra fjölskylda.
Þið eruð alveg frábær.
Vona að ykkur takist að gleyma svona leiðindar skrifum.
Og ég get nú bara sagt fyrir mig að ég valdi að koma á tónleikana og styrkja ykkur - það var mitt val og gladdi mig mikið að geta lagt mitt af mörkum fyrir ykkur - og hvað þið svo gerið við peningana finnst mér ekki koma okkur hinum við.
Gangi ykkur vel :-)
Kkv.
Martha
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:28
Elsku hjartans angarnir mínir, finnst þið vera að takast á við nógu margt þótt mannvonska og afbríðisemi leggist ekki inn á borð hjá ykkur líka.
Krakkar mínir, alkarnir tala stundum um bleikt ský, mér skilst að þá svífi þeir um í vímu sem ekkert er tengd raunveruleikanum. Veistu ég held að það sé gott að fá far með svona skýi. Hoppið um borð, farið í hitann og sólina og dinglið ykkur. Slökkvið á okkur í nokkra daga (ekki of marga samt :) ég get ekki verið meira sammála mínum gamla kennar honum Pálma. Drífið ykkur og látið ekki gamla fýlupoka trufla ykkur. Það var ekki að ástæðulausu sem leppalúði fékk ekki að koma til byggða og það sagði enginn að hann mætti nýta sér tölvutæknina.
Njótið og verið glaðir.
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:41
Ekki láta þetta buga ykkar. þið eru svo sannarlega hetjur. Það gefur manni ótrúlega mikið að lesa færslurnar ykkar og ótrúlegt en satt að maður þurfi að lesa sorgir annarra til að meta það sem maður hefur í kringum sig. Haldið áfram að vera svona dugleg. Hugsa til ykkar Kveðja frá Akureyri
Akureyri (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:50
Ef ykkur langar að kaupa ykkur rauða kúlupenna fyrir allan peningin og það myndi láta ykkur líða betur þá er það bara hið besta mál. Að ykkur líði betur sem fjölskylda er auðvitað það besta sem hægt er að gera fyrir litlu hetjuna. Ef það auðveldar ykkur lífið á mestan hátt finnst mér bara allt í lagi að þið nýtið þennan pening í íbúðarkaupin - ef fólk vill styðja við ykkur og festa við það einhver ákvæði um að stjórna ykkur í gegnum það þá bara á það eitthvað bágt greyið .....
Vona að þið njótið hverrar krónu á þann hátt sem þið best getið því það veit Guð og hver heilvita manneskja að þessi sársauki sem þið eruð að ganga í gegnum getur enginn peningur bætt fyrir - því miður!
Guð veri með ykkur öllum stundum
Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:53
Kæra fjöskylda.
Ég er ein þeirra sem þekkja ykkur ekkert persónulega en hef fylgst með ykkur í gegnum þessa síðu. Orð ókunnugrar manneskju mega sín kannski lítils en ég bið ykkur um að láta svona rödd ekki ganga nærri ykkur.
Öll höfðum við val um það að taka þátt í þessum stuðningi við ykkur og ég er nokkuð viss um að þessi manneskja hefur ekki mætt á tónleikana og ekki lagt krónu í þessa söfnun. Á sama hátt er ég fullviss um að allir þeir sem komu á tónleikana - og við hin sem ekki komumst en kusum að leggja nokkrar krónur inn á reikninginn ykkar í staðinn - gerðum það í þeim tilgangi að létta ykkur örlítið lífið og stuðla að því að þið gætuð notið samvistanna hvert við annað.
Á hvern hátt þið kjósið helst að gera það er algerlega ykkar mál og þið þurfið ekki að standa okkur nokkur skil á því (og örugglega ekki þeim sem ekki tóku þátt).
Megi ljós og hlýja umvefja ykkur.
Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 20:06
Elsku Áslaug og Óskar
Vá hvað ég er reið! Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið truflað og fáránlega innrætt!!
...og VÁ hvað eru margir sem standa með ykkur kæra fjölskylda - því þið eruð æði og eigið allt gott skilið! Mér fannst voða gaman að sjá Theodór litla lukkutröll og Oddný Erlu í TBR um helgina...alveg yndisleg og falleg börn!
Innilega til hamingju með nýja heimilið - ég veit hvernig það er að búa í kringum "geðveika" nágranna - að vita aldrei hverju maður á von á...og geta bara hreinlega ekki slakað á heima hjá sér!
KNÚS TIL YKKAR
KV Elsa
PS; Áslaug mín - endilega sendu mér fallegan textabút ;)
Elsa NIelsen (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 20:29
Ágæta fjölskylda,
Ég lagði fram lítið fjárframlag til stuðnings og heiðurs Þuriði Örnu og ykkur öllum.
Ég vona að þessir peningar nýtist ykkur til góðs en mig varðar annars ekkert um hvernig þið notið þá. Kaupið íbúð, farið til útlanda eða eyðið öllu í Kringlunni. Það er ykkar mál. Ég vona bara að söfnunarféð geti létt undir með ykkur og jafnvel hjálpað ykkur að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Gangi ykkur sem allra, allra best.
Ein eiginlega alveg ókunnug.
Lesandi (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 20:43
Ég þekki ykkur ekki neitt, en man eftir henni á sundmótum :)
ég samhryggist ykkur innilega.
og gangi þetta sem best :)
Halla (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 20:59
kæra fjölskylda, reynið að láta ekki skrif þessarar fáfróðu persónu hafa áhrif ykkur. Farið að ráðum séra Pálma og lyftið ykkur upp í góðu veðri.
Hugsa til ykkar og þið eruð í bænum mínum.
kær kveðja Anna Kristin
Anna Kristín Scheving (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 21:24
Kæra fjölskylda. Það er greinilega eitthvað mikið að hjá þessari manneskju sem sendir ykkur svona komment. Eins og þið hafið ekki nóg að hugsa um þó þið þurfið ekki líka að fara í felur með hvað þið verslið ykkur. Áslaug mín settu bara nefið uppí loft og keyptu þér bol ef þig langar í bol á þess að hafa samviskubit. Allir sem komu að tónleikunum og komu á tónleikana gerðu það af fúsum og frjálsum vilja og hvert ágóðinn færi.
Til þín þú sem vogaðir þér að skrifa svona viðbjóðslegt komment til fólks sem er að berjast fyrir lífi dóttur sinnar: Skríddu undir stein og skammastu þín!!!
Til ykkar kæra fjölskylda, gangi ykkur vel í því sem framundan er.
Sigrún (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 11:43
Jæja mér var svo heitt í hamsi þegar ég var að skrifa fyrra kommentið að það duttu út orð:)
svona er setningin rétt: Allir sem komu að tónleikunum og komu á tónleikana gerðu það af fúsum og frjálsum vilja og vissu til hvers ágóðinn færi.
Segi svo bara aftur ...gangi ykkur vel og NJÓTIÐ VEL og án alls samviskubits ...enda eruð það ekki þið sem eigið að hafa eitthvað samviskubit það má sá sem skrifaði þetta komment eiga skuldlaust. Knús
Sigrún (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 11:51
Ég komst ekki á tónleikana en langaði mikið á þá. Ef aðrir tónleikar verða haldnir þá mun ég gera allt til að geta mætt því mig langar rosalega mikið að leggja ykkur lið og það er alltaf jafn skemmtilegt að fara á tónleika.
Mér finnst ekki skipta neinu máli hvað þið gerið við peningana sem áunnust við tónleikahaldið því tónleikagestir borguðu sig inn fyrir fallegan eyrnahljóm og því töpuðu þeir engu á því að "gefa" ykkur peningana. Þeir sem gáfu vinnu sína voru að gefa ykkur dýrmæta gjöf - ykkur fjölskyldunni skemmtun saman. Er einhver ástæða til að gera mál úr því hvað verður um peningana? Gerið það sem YKKUR LANGAR til!
Ef ég má koma með tillögu þá væri ómetanlegt fyrir ykkur að fara öll fjölskyldan saman í myndatöku (nema þið séuð búin að því, ég þekki ykkur ekkert og veit því ekkert um það).
Ég geri mér enga grein fyrir því hve margir mættu á tónleikana, og þá hve há fjárhæð safnaðist, en ef þið hafið efni á því þá líst mér svakalega vel á að þið fjölskyldan færuð til útlanda saman! Það er rosalega gott að komast í annað umhverfi.
En ég vil líka minna á það að það þarf ekki að kosta mikla peninga það sem þið gerið saman, ykkur til skemmtunar, heldur getur líka verið yndislegt að fara í sumarbústað í nokkra daga, fara í Húsdýragarðinn eða Slakka í Laugarási, fara á skauta, baka jólasmákökurnar og leyfa börnunum að skreyta þær, fara út í hjólatúr eða göngutúr, lesa bók/framhaldssögu á hverju kvöldi, fara út að borða, fara í bíó eða í leikhús (eins og þið gerðuð um daginn), setjast með teppi upp í sófa í kuldanum (sem er núna úti) og drekka heitt súkkulaði til að ylja sér ... og svo mætti lengi telja.
Bara gefið ykkur tíma til að vera saman!
Það getur verið gott að eiga peninginn þegar/ef sá tími kemur að þið þurfið bæði að hlúa að Þuríði litlu, þá þarf ekki að vera með fjárhagsáhyggjur líka á bakinu. En þið eigið góða að og því kannski ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því.
Ég samgleðst ykkur innilega með nýju íbúðina. Hjartanlega til hamingju með hana.
Auðvitað er það líka skemmtilegt fyrir Þuríði litlu að flytja því ég held að öllum þyki það spennandi. Og af hverju ekki að kaupa eitthvað fallegt til heimilisins? Þessir peningar eru hluti af ráðstöfunarfé ykkar núna og því er það ykkar að taka ákvörðun um í hvað þeir fara. Þið þurfið ekki að eyða þeim í dag en ef þörfin er fyrir þá í dag þá NOTIÐ ÞÁ!
Áslaug, farðu endilega í Kringluna eða Smáralind og kauptu þér eitthvað fallegt, t.d. bolinn sem þig langar í. Ekki fá samviskubit yfir því að kaupa þér eitthvað fallegt því ef þú hefur þig til og þér líður vel þá líður börnunum líka vel.
Farið vel með ykkur og gangi ykkur vel í flutningunum.
Megi Guð og heilladísir allar vaka yfir ykkur.
Kveðja,
Lilja.
Lilja (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 12:43
Þetta er ótrúlegt!! Mér finnst einsog svo margir segja að fólk sem segir svona eigi bara að búa í holu úti í hrauni og ekki vera í samskiptum eða nálægð við annað fólk!!
Aumingjaskapur að þora ekki að skrifa undir nafni, og að vera bara að skrifa yfir höfuð þegar þú getur ekki sýnt stuðning þarna auminginn þinn!!!!
Uuuuurrrrrrgggggg!!!!!!
Áslaug, keyptu þér nýtt outfit, og vertu stolt af því!! Sýndu öllum það að þú átt ný föt!!
Farið með börnin ykkar til útlanda, oftar en einu sinni helst, og njótið tímans með fjöskyldunni!! Ég segi það sko að ef ég ætti milljón aukalega myndi ég ekki einu sinni hika við að gefa ykkur hana! Þið eigið svo mikið meira skilið en alla heimsins peninga, því peningar er ekki það sem ykkur vantar.
Ég bið fyrir ykkur á hverju kvöldi og sendi ykkur alla þá orku sem ég hugsanlega get séð af, og rúmlega það!! Ég bara óska þess að þið læsið ekki síðunni því ég fylgist sko reglulega með eins og svo endalaust margir aðrir, og ég hugsa rosalega mikið til ykkar elsku fjölskylda!!
Og svo að lokum, þið sem eruð að lesa og ætlið að vera leiðinleg og dónar og asnar, lokið síðunni STRAX og skrifið þetta sem ykkur liggur á hjarta á blað og brennið það svo. Ekki láta ykkar vanlíðan bitna á þessari yndislegu fjölskyldu sem á ekkert annað en gott skilið!!!
Knuúuúúúúús til ykkar allra elsku fjölskylda!!
Kv.
Erna (úr sundinu)
Erna Kristín Ottósdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 14:28
Kæra fjölskylda.
Ég þekki ykkur ekki en frétti af ykkur þegar ég var að vinna á Akranesi, þar sem fólk hugsar afar hlýlega til ykkar og talar fallega um ykkur.
Ég kíki oft á þessa síðu og þið hafið hjálpað mér mjög mikið að læra að meta það sem skiptir máli í lífinu, kærleikann og samveru með fjölskyldunni. Ég naut þess að leggja fram smá framlag, þó smátt væri, á reikninginn ykkar til þess að létta ykkur lífið. Tek undir orð annarra um það að láta ekki leiðinda komment frá sjúku fólki á ykkur fá.
Ég bið fyrir ykkur öllum á hverju einasta kvöldi. Þakka ykkur kærlega fyrir allt sem þið hafið kennt mér.
Góða ferð út og njótið nýju íbúðarinnar sem best.
Ingunn
Ingunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 23:41
Þið eruð alveg frábær, hef fylgst með ykkur í langan tíma. Þið hafið hjálpað öllum þeim sem að lesa þessa síðu að meta það sem að skiptir mestu máli í lífinu. Þið eigið það svo sannarlega skilið að gera e-ð skemmtilegt fyrir peningana sem ykkur var gefið.
Skemmtið ykkur vel í Boston
Kristín Ósk (Akranesi) (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 13:54
Ég get bara ekki orðabundist frekar en aðrir þeir sem lesið hafa þessi skrif. Fyrst verður maður hissa, síðan reiður og furðar sig á því hverskonar sál þessi manneskja, sem virðis hafa allt á hornum sér, hefur að geyma. Einhver sem veit að skrif hans/hennar eru ósanngjörn og ljót og þorir því ekki að skrifa undir nafni. Sem mér finnst vera hinn mesti bleiðuháttur og sá hinn sami ætti að finna sér eitthvað uppbyggilegra við tíma sinn að gera en að skrifa særandi texta hér inn. Það virðist ekki veita að því fyrir þessa mannesku að byggja sjálfan sig upp, reyna að láta sér líða betur og hafa ekki áhyggjur af því hvað aðrir gera við peningana sína! Þetta eru ykkar peningar og að sjálfsögðu notið þið þá að ykkar vild eins og allir aðrir gera við sína peninga, sama hvaðan sem þeir koma.
Og ég og minn maður spyrjum: Átt þú "Hr. Ekki sáttur" barn?
Það væri fróðlegt að vita!
En að henni Hönna Þóru minni. Hún er einstök persóna. Það er ekki að renna upp fyrir mér fyrst núna, ég hef vitað það lengi, en alltaf kemur það betur og betur í ljós hversu góða sál hún hefur að geyma, ekki bara hvað varðar hana Þuríðu Örnu heldur lífið sjálft. Heilsteypt, hjartagóð, trúr og traustur vinur.
Mig langar að óska ykkur alls hins besta í framtíðinni, þið eruð fyrirmyndarfólk og öll ykkar fjölskylda. Njótið lífsins til fullnustu.
Með kveðju frá mér og mínum, Katrín Rós S.
Kata Rós - Hönnu vinkona (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 16:16
Á ekki til orð...........
En skemmtið ykkur ótrúlega vel út í Boston, þið eigið það svo sannarlega skilið:-)
Stórt knús
Sólveig & fjölsk
Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning