8.11.2006 | 16:55
Mér líður vel
Óskar skrifar
Mér líður vel því að ég hef kynnst svo dámsamlegum hliðum á mannfólkinu.
Mér líður vel því að ég á svo yndislega konu
Mér líður vel því að ég á svo yndislega falleg og góð börn
Mér líður stórkostlega því að ég á fjögurra ára dóttur sem, af engu tilefni, tekur utanum hálsinn á mér og hvíslar að mér: "Svona, svona pabbi minn - þetta er allt í lagi".
Takk fyrir daginn í dag og takk fyrir að láta mér líða vel.
Kveðja
Óskar Örn
Mér líður vel því að ég hef kynnst svo dámsamlegum hliðum á mannfólkinu.
Mér líður vel því að ég á svo yndislega konu
Mér líður vel því að ég á svo yndislega falleg og góð börn
Mér líður stórkostlega því að ég á fjögurra ára dóttur sem, af engu tilefni, tekur utanum hálsinn á mér og hvíslar að mér: "Svona, svona pabbi minn - þetta er allt í lagi".
Takk fyrir daginn í dag og takk fyrir að láta mér líða vel.
Kveðja
Óskar Örn
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Gott að þér líði vel!! Þú ert hetja...
Held áfram að biðja eins og alltaf...góða skemmtun á tónleikunum í kvöld! Það eru mjööööööög margir að fara sem ég veit um...verst að maður kemst ekki sjálfur.
Baráttukveðjur að norðan,
Sólrún Ásta.
Sólrún Ásta (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 17:16
Gott að þér líður vel Óskar minn, því miður kemst ég ekki á tónleikana en hugurinn er hjá ykkur í kvöld. A- hópurinn í sundfélaginu IA ætla að koma. Gangi ykkur allt í haginn vinur.
Silla Karen (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 17:58
Já þessi börn eru stórkostleg á allan hátt.
Allt sem þau segja og gera fær hjartað manns til að bráðna. Sjáumst á eftir...kem með teygjur, greiðu og vatnsbrúsa;) Kveðja Kristín Amelía.
Kristín Amelía (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 18:14
Hæ hæ yndislega fjölskylda þetta voru geggjaðir tónleikar er eiginlega enn að jafna mig ég átti nú mjög erfitt með mig, mig grunaði það því knúsaði ég ykkur fyrir tónleikana :-) en ég var með gæsahúð út í gegn og kökkinn í hálsinum fyrir utan tárin en þið áttuð þetta svo sannarlega skilið og njótið þess að verja góðum stundum saman og jjuuu Þuríður Arna ef hún bræddi ekki alla þarna þá veit ég ekki hvað þvílík snúlla,hún sló í gegn allaveg hjá mér hún er algjört gull, jæja krúttin mín farið vel með hvort annað og við höldum áfram að biðja fyrir ykkur.
Guð veri með ykkur.
Guðrún Bergmann,Anney Birta og co.
p.s verð að fara drulla mér í heimsókn með Anney :-)
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 22:59
Jeminnnnnnnnn
Ég er nýkomin heim af tónleikunum, ég er ennþá með gæsahúð, ok það er kallt úti en ég er ekki með gæsahúð þess vegna. Þetta var svo yndislegt kvöld, ég kláraði tissjú pakkann hennar mömmu :)
Loksins fékk ég að sá ykkur og.... aulinn ég bara alveg orðlaus.
Ég var að hugsa á leiðinni í Bústaðakirkju áðan þessa stóru spurningu "afhverju" svona veikindi.
Eðlilega spurjum við. Frænka mín dó frá 5 börnum eftir nokkurra ára veikindi, bekkjasystir sonar míns fékk æxli í höfuðið, vinkona mín fékk æxli í brjósið og vinnufélagar, annar í brjóstið og hinn í blöðruhálskirtilinn. Ég veit þið þekki þetta öll. En það er eitt sem ég upplifi alltaf þegar svona kemur upp í kringum mann. Þessi samhugur og samstaða, kærleikur og hjálpsemi. Það reyna allir að leggja eitthvað af mörkum.
Funduð þið kærleikann í kirkjunni í kvöld. Hvað oft sest maður niður og finnur alla þessa hlýju streima um sig! Eða leyfir sér að finna......
Ég sat fyrirlestur í gærkvöld hjá Stefáni Karli, hann fjallaði um einelti og samfélagið sem við lifum í í dag. Hvað við erum upptekin af öllu öðru en þessum yndislegu börnum sem við fæðum í heiminn. Við gefum okkur ekki tíma til að upplifa og eyða tíma með þessu frábæra litla fólki sem við höfum þó aðeins í láni og það í ótrúlega stuttann tíma.
Óskar sagði "Mér líður vel því að ég hef kynnst svo dámsamlegum hliðum á mannfólkinu"
Ég tek undir þessi orð frænda míns og langar að þakka honum og Áslaugu og þeirra fjölskyldu fyrir að leyfa mér að kynnast þessari hlið í gegn um sig hér á síðunni
Eins og Pálmi sagði - þið eruð að kenna okkur.
Er þetta kannski smá hluti af hinni stóru spurningu "afhverju" Svo við sjáum og upplifum þessa dásamlegu hlið á mannfólkinu sem annars er svo upptekið..................
Góða nótt elskurnar og til hamingu með frábært kvöld.
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 23:00
Frábært að lesa hvað kvöldið hefur tekist vel og þykir mér svo leitt að hafa misst af þessu. En ég fer loksins að sjá ykkur oh ég hlakka svo mikið til að hálfu væri nóg. Verð í sambandi á morgun.
Kær kveðja Brynja.
Brynja (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 23:28
Hæ elskurnar, ég hef fylgst með ykkur frá upphafi hérna, þið eruð hetjurnar mínar þó að ég þekki ykkur lítið sem ekki neitt.
Ég kom á tónleikana í kvöld og ég er bara orðlaus, ég er búin að brosa og gráta, vona og biðja, verða örg og kvarta,
elsku fallega fjölskylda, ykkar raunir eru miklar og mjög sárar, en við meigum aldrei gleyma gleðinni, kærleikanum og brosinu. Oftast hugsar maður bara um það versta sem getur gerst, og eyðir ótal mörgum tímum í að hugsa um það, en það besta sem maður getur gert er að njóta líðandi stundar, sætta sig við það sem maður fær og reyna að gera sem mest úr því, \"dagurinn í dag verður sæl minning á morgunn,
knússs og gangi ykkur áfram vel
Svana (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 00:55
Þetta voru frábærir tónleikar í gærkvöldi og var yndislegt að finna alla góðu straumana sem léku þarna um. Þuríður Arna var auðvitað alveg frábær og bræddi alveg örugglega mörg hjörtu í gær, alla vega mitt ;-)
Ég er alveg sammála fyrri ræðumönnum og séra Pálma að þið séuð að kenna okkur og með ykkar skrifum lærum við öll að meta lífið og ástvini okkar enn betur.
Haldið áfram ykkar striki og vonandi geta peningarnir sem að söfnuðust í gær gert lífið aðeins auðveldara.
p.s. Ingunn Eva var rosalega ánægð með mömmu sína í morgun þegar ég sagði henni að ég hafði komið stjörnunni til hennar Þuríðar Örnu í gær. Eigum eftir að skoða myndir, sem vonandi koma inn á myndasíðuna, af Höllu og Sollu.
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning