Leita í fréttum mbl.is

Kökubakstur og fleira

Var að koma af spítalanum, Þuríður mín í síðasta undirbúningi fyrir geislameðferðina sem byrjar á mánudaginn.  Ohh mæ hvað stúlkan þarf að sofa mikið eftir þessar svæfingar, þetta gekk allt saman ótrúlega vel.  Þuríður mín mesta hetja í heimi er hætt að kveinka sér þegar hún er sprautuð, þvílík hetja þar á ferð.  Það liggur við að hún lyfti upp bolnum sínum og segir hjúkkunni sinni Sigrúnu að sprauta sig, það væri nú ekki hver sem er sem myndi gera svona allavega ekki ég.  Dóóóhh!!  Megið bara taka hana til fyrirmyndar og þið ættuð að sjá hana þegar hún tekur inn lyfin sín og sumir kúgast við að taka inn "pilluna" sína.  Yndislegust!!

Jólaball á morgun hjá mömmu og nokkrum dagmömmum, stelpunar hlakka endalaust til sérstaklega að hitta jólasveininn það verður spurning hvernig litla hjartað hennar Oddnýjar minnar bregst við ehehe!!  Hún verður ö-a ekki svona æst þegar hún hittir hann thíhí!! Sætust!!

Við fjölskyldan ætlum líka að baka um helgina, ætlum að leyfa stelpunum að gera einhverjar piparkökur og skera út sjálfar sem verður ö-a skemmtilegt að horfa á well ætli þær borði ekki allt degið.  Bara gaman!!  Ætli við reynum ekki að skrifa þessi endalaus öll jólakort sem við sendum í ár, púúúffffhh!!   Verður væntanlega lömuð í hendinni eftir það kvöld, damn!!

Dísa skvísa að koma til að kíkja á höllina okkar, víííí!!  Anna Björk alltaf velkomin, bara gaman að fá gesti!!

Veitiggi alveg með að skipta um síðu, finnst svo mikið vesen með kommenta kerfið en ég ætla að hugsa um það um helgina.

Óska ykkur bara góðra helgar og vonandi geriði eitthvað skemtilegt, knúsist eins mikið og þið getið.
Slauga slím

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já góða helgi stóra hetjan í famelíunni, mundu að hvíla þig og setja tærnar upp í loft. Ef maður tæmist alveg af orku þá á maður ekkert að gefa og það virkar ekki hjá þér mín kæra, drasl og óunnin verk fara hvergi og jóli koma samt :o)
Vertu góð við stærstu stelpuna þín sem sé þig sjálfa.
Jóla kveðja Sigga

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 14:34

2 identicon

Hæ Áslaug.
Mikið verður gaman hjá ykkur í jólabakstrinum... æðislegt. Ég er ekki alveg að fíla hina síðuna hjá mbl.is, það sést ekki allt fallega andlitið á henni Þuríði Örnu.... og svo er bara vesen ef maður vill kommenta !
Eigið sem notalegasta aðventu og helgi.

Knús frá mér

Stella A.

Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband