4.12.2006 | 16:50
Í fréttum er þetta helst....
Ég var nú ekki alveg að nenna fara skrifa eitthvað núna en finnst þið eiga það inni að heyra nýjustu tíðindin og jú viti menn netið komið heim og heimasíminn kominn í lag. Jíbbíjeij!! Þannig ég hef "enga" afsökun ef ég skrifa ekki well jú orkan er á þrotum, gjörsamlega orkulaus og andlaus.
Síðustu tveir mánuðir hafa verið mér ótrúlega erfiðir, jú mér hefur fundist tvö síðustu ár erfið en síðustu mánuðir helmingi erfiðari. Læknarnir voru alltaf búnir að segja við okkur að þeir teldu litlar líkur á því að æxlið yrði illkynja en það gæti gerst þegar hún yrði eldri en svo kom tuskan sem var slegin fast í andlit okkar um miðjan sept og síðan þá hefur mér fundist erfitt að finna vonina og sjá kraftaverk gerast. Búið að segja við okkur að barnið okkar ætti nokkra mánuði eftir og það vill engin lenda í, mér hefur fundist tíminn líða svo hrikalega hratt og fundist ég vera renna út á tíma með að gera alla hluti sem mig hefur langað að gera með börnunum mínum þá sérstaklega Þuríði. Mér hefur fundist allt svo erfitt, ömurlegt og ósanngjarnt.
Síðustu tusku fengum við í andlitið þegar við fengum svarið frá Boston, þeir voru hrikalega leiðir yfir því að geta ekkert skorið og það væru ekki margar lausnir í málinu. Ekki margar en það var ein lausn sem þeir vildu prófa sem hefur aldrei komið til greina áður og sem þeir vildu heldur ekki gera hérna heima sem var geislameðferð. Alltaf erfitt að gera geisla þegar svona ungt barn á í hlut og þegar þetta kemur í höfði en við forworduðum svarinu frá þeim í Boston til læknana hérna heima sem VIÐ fengum frá þeim en læknarnir hérna heima voru búnir að bíða eftir í meira en mánuð. Viti menn þeir fóru strax að vinna í því og ath hvort það væri möguleiki að litla hetjan mín færi í geislameðferð sem væri síðasta úrræði og fyrir helgi var ákveðið að senda hana í geisla. Jíbbíjeij!! Þeir eru ekki alveg búnir að gefast upp en þetta hefði samt aldrei farið í gang nema því VIÐ fengum þetta frá læknunum okkar í Boston, haaaaaaaaallllóóó!!
Við vorum sem sagt á fundi í morgun í sambandi við geislameðferðina hennar sem byrjar nota bene á mánudaginn og klárast fyrir jól, hún mun fara á hverjum degi sem er svæfing á hverjum degi. Þetta er doltið hörð meðferð en mun vonandi samt ekki reyna mjög mikið á hana en þeir vita aldrei læknarnir hvursu mikið hún mun reyna á hana.
Þeir eru ekkert búnir að finna neitt kraftaverk en vonandi gerir hún það gagn að kanski minnkar æxlið, kanski stöðvar þetta stækkunina það eru endalaust mörg kanski en þarna kom samt vonin aftur. Kanski mun þetta gera henni það að hún getur verið lengur hjá okkur sem ég vona svo heitt og innilega, við eigum nefnilega eftir að gera svo margt saman, það er svo margt sem mig langar að kenna henni og allar áhyggjurnar sem mig langar að hafa af henni. Þannig er nú það, ég nenni ekki að telja upp allar aukaverkanirnir sem geta fylgt eftir á enda finnst mér það skipta obboslega litlu máli.
Sem sagt ekki alveg strax uppgjöf hjá læknunum sem ég er obboslega ánægð með en ég er samt hrikalega kvíðin fyrir næstu vikum sem ég á kanski ekki að vera en ég er það samt. Ég veit ekkert hvernig þetta fer í hana, hvort jólin verða einsog síðustu sem sagt endalausir krampar sem gæti gerst vegna bólgna í æxlinu útfrá geislunum en það kemur þá bara í ljós þegar að því kemur. Hún getur þurft að fá stera með þessu en það kemur líka bara í ljós þegar nær dregur sem fer allt eftir því sem geislarnir fara í hana ógleði og svona. Lengi mætti telja.................
Þuríður mín er búin að vera óvenju hress síðustu daga sem er bara æðislegt og þá ákváðum við líka að panta okkur fjölskyldumyndatökur á fimtudaginn hjá Bonna "vini" okkar ljósmyndara. Ég er ótrúlega spennt fyrir því, víííí!! Hún hefur verið að krampa minna en venjulega en er reyndar búin að fá tvo í dag, æjhi sem er alltaf erfitt að sjá þar sem þeir eru orðnir miklu harðari.
Theodór Ingi er farinn að taka fleiri skref og að sjálfsögðu leyfði ég gellunum á Hofi að sjá hann labba, aðeins að monta mig svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga ehehe!! Hann reyndar sefur ekkert á nóttinni, eyrun þvílíkt að bögga hann og lekur svona mikið úr þeima. Aaaaaaaaaaargghh!!
Helgin var æðsileg hjá okkur Skara þar sem við skruppum á Geysi á jólahlað ásamt hópi af fólki, hlustuðum á Stebba og Eyfa syngja og spila og þetta var æði. Alltaf gott að komast aðeins út fyrir dyr og anda að sér öðru en heimilisloftinu.
Erum að verða búin að koma okkur fyrir, settum upp fyrsta jólaskrautið í gær og stelpunum fannst það sko ekki leiðinlegt eða okkur ehehe!!
Verð víst að hætta, stelpurnar að biðja mig um að spila við sig.................. og þarf líka á smá hvíld að halda erfiður dagur á morgun undirbúningurinn fyrir geislameðferðina byrjar á morgun hjá Þuríði minni. Stór svæfing, myndatökur og fleira......................
Síðustu tveir mánuðir hafa verið mér ótrúlega erfiðir, jú mér hefur fundist tvö síðustu ár erfið en síðustu mánuðir helmingi erfiðari. Læknarnir voru alltaf búnir að segja við okkur að þeir teldu litlar líkur á því að æxlið yrði illkynja en það gæti gerst þegar hún yrði eldri en svo kom tuskan sem var slegin fast í andlit okkar um miðjan sept og síðan þá hefur mér fundist erfitt að finna vonina og sjá kraftaverk gerast. Búið að segja við okkur að barnið okkar ætti nokkra mánuði eftir og það vill engin lenda í, mér hefur fundist tíminn líða svo hrikalega hratt og fundist ég vera renna út á tíma með að gera alla hluti sem mig hefur langað að gera með börnunum mínum þá sérstaklega Þuríði. Mér hefur fundist allt svo erfitt, ömurlegt og ósanngjarnt.
Síðustu tusku fengum við í andlitið þegar við fengum svarið frá Boston, þeir voru hrikalega leiðir yfir því að geta ekkert skorið og það væru ekki margar lausnir í málinu. Ekki margar en það var ein lausn sem þeir vildu prófa sem hefur aldrei komið til greina áður og sem þeir vildu heldur ekki gera hérna heima sem var geislameðferð. Alltaf erfitt að gera geisla þegar svona ungt barn á í hlut og þegar þetta kemur í höfði en við forworduðum svarinu frá þeim í Boston til læknana hérna heima sem VIÐ fengum frá þeim en læknarnir hérna heima voru búnir að bíða eftir í meira en mánuð. Viti menn þeir fóru strax að vinna í því og ath hvort það væri möguleiki að litla hetjan mín færi í geislameðferð sem væri síðasta úrræði og fyrir helgi var ákveðið að senda hana í geisla. Jíbbíjeij!! Þeir eru ekki alveg búnir að gefast upp en þetta hefði samt aldrei farið í gang nema því VIÐ fengum þetta frá læknunum okkar í Boston, haaaaaaaaallllóóó!!
Við vorum sem sagt á fundi í morgun í sambandi við geislameðferðina hennar sem byrjar nota bene á mánudaginn og klárast fyrir jól, hún mun fara á hverjum degi sem er svæfing á hverjum degi. Þetta er doltið hörð meðferð en mun vonandi samt ekki reyna mjög mikið á hana en þeir vita aldrei læknarnir hvursu mikið hún mun reyna á hana.
Þeir eru ekkert búnir að finna neitt kraftaverk en vonandi gerir hún það gagn að kanski minnkar æxlið, kanski stöðvar þetta stækkunina það eru endalaust mörg kanski en þarna kom samt vonin aftur. Kanski mun þetta gera henni það að hún getur verið lengur hjá okkur sem ég vona svo heitt og innilega, við eigum nefnilega eftir að gera svo margt saman, það er svo margt sem mig langar að kenna henni og allar áhyggjurnar sem mig langar að hafa af henni. Þannig er nú það, ég nenni ekki að telja upp allar aukaverkanirnir sem geta fylgt eftir á enda finnst mér það skipta obboslega litlu máli.
Sem sagt ekki alveg strax uppgjöf hjá læknunum sem ég er obboslega ánægð með en ég er samt hrikalega kvíðin fyrir næstu vikum sem ég á kanski ekki að vera en ég er það samt. Ég veit ekkert hvernig þetta fer í hana, hvort jólin verða einsog síðustu sem sagt endalausir krampar sem gæti gerst vegna bólgna í æxlinu útfrá geislunum en það kemur þá bara í ljós þegar að því kemur. Hún getur þurft að fá stera með þessu en það kemur líka bara í ljós þegar nær dregur sem fer allt eftir því sem geislarnir fara í hana ógleði og svona. Lengi mætti telja.................
Þuríður mín er búin að vera óvenju hress síðustu daga sem er bara æðislegt og þá ákváðum við líka að panta okkur fjölskyldumyndatökur á fimtudaginn hjá Bonna "vini" okkar ljósmyndara. Ég er ótrúlega spennt fyrir því, víííí!! Hún hefur verið að krampa minna en venjulega en er reyndar búin að fá tvo í dag, æjhi sem er alltaf erfitt að sjá þar sem þeir eru orðnir miklu harðari.
Theodór Ingi er farinn að taka fleiri skref og að sjálfsögðu leyfði ég gellunum á Hofi að sjá hann labba, aðeins að monta mig svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga ehehe!! Hann reyndar sefur ekkert á nóttinni, eyrun þvílíkt að bögga hann og lekur svona mikið úr þeima. Aaaaaaaaaaargghh!!
Helgin var æðsileg hjá okkur Skara þar sem við skruppum á Geysi á jólahlað ásamt hópi af fólki, hlustuðum á Stebba og Eyfa syngja og spila og þetta var æði. Alltaf gott að komast aðeins út fyrir dyr og anda að sér öðru en heimilisloftinu.
Erum að verða búin að koma okkur fyrir, settum upp fyrsta jólaskrautið í gær og stelpunum fannst það sko ekki leiðinlegt eða okkur ehehe!!
Verð víst að hætta, stelpurnar að biðja mig um að spila við sig.................. og þarf líka á smá hvíld að halda erfiður dagur á morgun undirbúningurinn fyrir geislameðferðina byrjar á morgun hjá Þuríði minni. Stór svæfing, myndatökur og fleira......................
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Voðalega var gott að lesa þessa færslu. Leit ekki vel út þegar lesturinn byrjaði en varð betri eftir því sem á leið og bros færðist yfir andlitið á manni.
Vona innilega að þessi meðferð hafi góð áhrif og lengi tímann ykkar með Þuríði.
Gangi ykkur vel næstu vikurnar.
Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:01
en gaman að það sé hægt að prufa eitthvað meira fyrir hana:) það er rosalega erfitt að finnast eins og læknarnir séu að gefast upp þannig þetta er ótrúlega gleðilegt!
vonandi gengur allt vel!
katrín (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:11
Frábært að heyra - gott að það sé hægt að halda áfram að reyna og vonandi gengur þetta hrikalega vel!!
Við verðum með ykkur í huganum næstu vikur - eins og alltaf.
Elsa NIelsen (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:37
Gangi ykkur rosalega vel
Kveðjur frá Akureyri, Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:51
oh hvað það var nú gott að fá smá blogg frá þér vínkona er bara stolt af þér að skrifa. Ég krosslegg sko fingur og hugsa til ykkar eins og alltaf. Vona bara innilega að þetta gangi alltaf saman eftir og að vonin er sko til staðar.
Verð nú að fara heyra í þér og heyra hvernig herlegheitin eru.
Áfram Þuríður og þið elsku fjölskylda
kv. Brynja.
Brynja (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 17:55
Frábært að komin er niðurstaða með það hvað á að gera næst. Ég kannast vel við vanlíðanina og sorgina sem fylgir þeim fréttum að ekkert sé hægt að gera meira. Ég samgleðst ykkur innilega og held áfram að fylgjast með, vona og biðja fyrir ykkur öllum.
Hjartans kveðjur og fyrirbænir
Ólöf (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 18:00
Kæra fjölskylda
Gangi ykkur allt í haginn, og ekki gleyma að kraftaverkin gerast enn.
Íris (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 18:22
Þetta eru frábærar fréttir og ég vona heitt og innilega að þetta gangi vel fyrir sig og raunin verði sú að Þuríði líði betur.
Gangi ykkur vel og muniði að stundum er nóg að hugsa bara um einn dag, eina klukkustund eða eina mínútu í einu. Það er svo auðvelt að missa sjónar á því hvað er að gerast í augnablikinu þar sem hausinn er fastur í framtíðinni :)
Guð geymi ykkur og gefi ykkur kraftaverk :)
Ásdís (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 19:39
Elsku frænka! Gangi þér vel og vertu sterk eins og þú ert alltaf:)
Magni, Katrín og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 20:09
Fallega fjölskylda!
Hugur margra er með ykkur, á mörgum heimilum eru kveikt kerti og víða eru beðnar bænir, út um allt land og allan heim. Allt þetta gerir kraftaverk!
Haldið áfram að vera sterk og falleg við hvort annað,knúsast og kyssast.
Takk fyrir að deila lífi ykkar með okkur,eitthvað sem allir ættu taka til sín, þið kennið okkur eitthvað nýtt á hverjum degi og minnið okkur á að lífið er ekki t.d. jólastress og dýrar gjafir.
Lífið er ástin!
Lífið er kærleikur!
Lífið er fjölskyldan!
Lífið er "ég elska þig"
Guð veri með ykkur áfram!
4 barna móðir (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 21:34
Bið algóðan guð að vernda ykkur og blessa, vona heitt og innilega að þetta hjálpi þessari elsku, þið eruð ótrúlega dugleg, ég óska ykkur innilega til hamingju með nýja húsnæðið, kv Maria Ó(frænka á skaganum)
María Ó (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 21:55
Ææ hvað þetta eru góðar fréttir vona svo innilega að þetta geri henni gagn við höfum ykkur í bænum okkar og biðjum þess að Þuríði Örnu gangi vel og líði vel í geislameðferðinni,biðjum þess að englar guðs verndi hana og passi.
Elskulega fjölskylda guð veri með ykkur.
Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 22:03
Vonandi gengur þetta allt vel og daman verður hress um jólin ...
Þið ættuð kannski að kíkja á þennan link http://www.stjude.org/brain-tumors/0,2577,466_2099_5756,00.html þið tapið engu á því að senda inn fyrirspurn ...
Kveðja Hildur og Anika
Hildur systir hans Jóns Odds (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 23:31
Það skiptir öllu máli að halda í vonina og því er frábært að þið hafið fundið hana aftur. Vonandi fara geislarnir vel í Þuríði Örnu og vonandi hafa þeir tilætluð áhrif svo þið getið átt enn fleiri frábærar stundir saman fjölskyldan.
Guð og gæfan fylgi ykkur.
Álfheiður (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 08:07
Vona heitt og innilega að geislarnir fari vel í Þuríði Örnu. Við höldum áfram að biðja þess að kraftaverk gerist. Baráttukveðjur úr Hólminum.
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 08:45
Kæra Áslaug og fjölskylda.
Mikið var gott að fá þessar fréttir, maður fyllist bjartsýni og von fyrir ykkar hönd. Við biðjum örugglega öll fyrir ykkur, kveikjum á kerti, óskum eftir kraftaverkum. Gangi ykkur sem allra, allra best og Guð gefi að geislameðferðin geri ótrúlega hluti fyrir Þuríði Örnu, litlu fallegu hetjuna ykkar.
Hjartans kveðjur,
Stella A.
Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 17:09
Ótrúlega gott að heyra þetta:) Vonandi gengur þetta vel.
Baráttukveðjur og knús til ykkar allra.
Sara (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning