15.12.2006 | 14:58
Óvenjuleg tilfinning
Þegar við Þuríður mín mættum í geislunina í morgun var það óvenjuleg tilfinning sem fylgdi, þegar við mætum þanga þá situr oftast niðurlútið fólk í "biðröðum" til að komast í geislunina og oftast er það fólk á besta aldri. Það varla lyftir upp höfði rétt kíkir upp þegar það sér einhvern koma og einsog það sé að gægjast upp til að ath hvort einhver sé þarna sem manneskjan þekkir. Það er einsog fólk skammist sín fyrir að þurfa fara þangað en að sjálfsögðu höfum við ekkert um það ráðið svo erum við líka svo lokuð þjóð og fáir þora að tala um veikindin sín og kanski vill það heldur ekkert verið að bögga aðra með þau. Besta hjálpin sem ég hef fengið er að tjá mig fyrir ykkur, hvernig mér líður, hvernig Þuríði minni líður og svo lengi mætti telja. Ég hef orðið opnari fyrir veikindum hennar Þuríðar og ég þakka netheiminum fyrir það, því ég er mjög lokuð manneskja en ég er það ekki gagnkvart veikindum hetjunnar minnar. Besta hjálpin mín er mikil tjáningin hérna, þökk sé því!!
Allavega svo ég haldi áfram með söguna mína frá geisluninni, fólk situr niðurlútið og heilsar engum eða ég hef allavega ekki kynnst því fyrr en í morgun. Vitiði það þegar við Þuríður löbbum inná biðstofuna sem er full af fólki í meðferð og þvílíkar móttökur sem við fengum það svona án gríns hrópuðu allir "GÓÐAN DAGINN" og allir eitthvað svo kátir og glaðir. Það var einsog það hefði verið léttir fyrir fólkið að einhver hefði opnað sig fyrir þessum hræðilegum veikindum að þurfa berjast við krabbamein. Svo kvöddu líka allir með því að segja "Góða helgi", það var eitthvað svo æðislegt að upplifa þetta, ég var eitthvað svo glöð í hjarta því mér fannst ég og Skara hafa verið að hjálpa fólki. Loksins fékk ég að hjálpa hugsaði ég, jeij markmiðinu mínu hafði náðst.
Þuríður mín var líka svo kát þegar við mættum þangað, hún hefur verið að spara knúsin sín undanfarna vikur en um leið og við mættum knúsaði hún ALLAR hjúkkurnar sem gladdi þær endalaust mikið og alla sem voru í kring. Þuríður mín þarf ekki mikið til að heilla fólk, þetta var eitthvað svo æðisleg stund að mæta þangað í morgun. Erfitt að lýsa þessu en hjúkkan okkar einmitt nefndi þetta við mig líka, við fundum báðar fyrir þessari gleði hjá fólkinu þegar við mættum þangað. Æðislegast!! Knús til ykkar allra á "krabbameinslækningadeildinni".
Óskar skrifar:
Mig langar til að segja frá því hér og nú að ég er mjög sáttur við framsetningu þess efnis sem hefur verið birt í fjölmiðlum um okkur fjölskylduna síðasta sólarhringinn.
Það var fyrst á sunnudagsmorgun sl sem Sigmar á Rúv hafði samband við okkur og óskaði eftir því að fá að segja sögu Þuríðar og okkar í Kastljósþætti og daginn eftir hafði Karen sem skrifaði greinina í DV samband við Áslaugu og óskaði eftir því sama. Nálgun þeirra á þessu viðkvæma málefni var með slíkum sóma að þau geta bæði verið mjög stolt af.
Sjálf erum við stolt af okkur fyrir að vera tilbúin til að segja þessa sögu því að okkar saga er ekkert einsdæmi og það hjálpar okkur, öðrum sem standa í sömu sporum og þjóðfélaginu öllu (held ég að minnsta kosti) að þessi mál séu ekki í felum úti í horni. Vonandi hjálpa þessar frásagnir einhverjum við að sjá hvað lífið er í raun dýrmætt og að kannski einhver staldri við og hugsi með sér "mikið rosalega hef ég það nú gott".
En ég vil semsagt þakka þeim Sigmari og Karen og öðru því starfsfólki á RÚV og DV, sem komu að því að búa til þessi innslög, fyrir frábæra vinnu - þið eruð sannir fagmenn.
Ágætu lesendur þá langar mig bara að lokum að óska ykkur góðra helgar, munið að við knúsummst aldrei nógu oft og segjum aldrei heldur nógu oft hvað okkur þykir vænt um hvort annað.
Knús og kossar
Áslaug sem þráir að sofa og smá frí frá öllu nema fjölskyldunni
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Áslaug mín það er góð tilfining ef maður finnst maður hafa hjálpað einhverjum eða gert eitthvað gott Haldið áfram að vera svona sterk og bjartsýn.Ég veit að Þuríður Arna okkar er líka að reyna að hjálpa okkur hún er prinsessan mín Kannski finnur hún líka þegar þið/ við erum bjarsýn. En enn og aftur þið voruð glæsileg í gær og í viðtalinu í DV
Knús og kossar
Hanna systa (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 15:28
Áslaug mín þegar þið komið á sunnudaginn þá ferð þú bara undir sæng í stóra rúminu mínu og breiðir uppfyrir haus,(mátt hafa Skara með þér) og ég skal sjá um börnin,komið bara snemma svo dagurinn nýtist velhlakka til að fá ykkur,kv. tengdó
tengdó (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 15:42
knús
Ólafur fannberg, 15.12.2006 kl. 15:53
Við hjónin sátum og góndum á sjónvarpið í gærkvöldi, nánast dottandi, vorum reyndar áleið yfir á Stöð 2 þegar inngangur að veikindum Þuríðar var kynntur. Horfðum við stíft á allt viðtalið án þess að segja orð en tár féllu...Mikið er gott að vita af ungu fólki sem er svo fullt af kærleika og þorir að deila því með öðrum.Við vildum að hægt sé að hjálpa ykkur eitthvað í baráttunni en við munum fylgjast með ykkur og hafa logandi ljós í hjarta okkar og biðja góðan Guð að vermda fjölskyldu ykkar.
Kristbjörg Ásta Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 16:03
Þið eruð svo sannarlega að hjálpa öðrum! Þið eruð æði, ég er svo stolt af ykkur og þið megið svo vera ánægð með ykkur því þið eruð að gera góða hluti. Leiðilegt samt að það skuli vera í gegnum veikindi dóttur ykkar.
Ég hugsa vel til ykkar á hverjum degi og bið ég guð um kraftaverk fyrir ykkur því hún Þuríður ykkar á svo sannalega skilið meiri tíma með svona yndislegu fólki eins og ykkur!:)
- Heiða Berglind
Heiða Berglind (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 16:22
Kæru hjón. Þessar frásagnir hjálpa svo sannarlega öðrum að meta stöðu sína í lífinu. Ekki gleyma því að kraftaverkin eru til. Vonandi verður eitt slíkt til þess að hún nafna mín fái að vera hjá ykkur sem allra lengst. Þið eruð öll ákaflega hugrökk og dugleg.
Þuríður A Pálsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 17:30
Við eruð frábær, dáist að hvað þið eruð sterk og jákvæð. Vona heitt og innilega að kraftaverkið komi til ykkar. Og að þið fáið að njóta Þuríðar sem lengst . Kveðja Áslaug Vikt.fra Stk.
Áslaug Júlía Viktorsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 17:50
Ég horfði á kastljós upptökuna á netinu sem fjallaði um ykkar baráttu og ég verð að segja að þessi þáttur snerti mig djúpt. Þið eruð greinilega vel valin foreldrar til engilinn ykkar. Hún Þuríður er algjör dúlla, manni langaði að hoppa inn í skerminn og knúsa hana. Ég vona að allt gangi vel hjá ykkur. Knús frá fastagesti á blogginu þínu.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.12.2006 kl. 20:01
Mikið er ég glaður að heyra að það hafi verið "stuð" á biðstofunni hjá ykkur í morgun. Við....fólkið sem erum með krabbamein, þurfum nefnilega líka að líta í eigin barm, þegar er verið að fjalla um krabbamein. Flest allir eru hræddir við orðið "krabbamein" ekki bara almenningur sem hefur aldrei kynnst því, heldur líka við krabbameins sjúklingarnir sjálfir. Það var góður punktur hjá þér Áslaug að minnast á að Íslendingar væru mjög lokuð þjóð. Ég held að ég hafi breyst mjög mikið á því að búa í Bandaríkjunum varaðdi þetta, því að Bandaríkjamenn eru gríðarlega "opin þjóð" sérstaklega varðandi tilfynningar. En almett eru við Krabbameins sjúklingar mjög lokaðir. Mjög margir skammast sín fyrir þennan sjúkdóm, flestir þora ekki að fá almennilegar upplýsingar frá læknunum okkar, spyrjum ekki þær spurningar sem við viljum spyrja. Fók treystir bara og vonar að læknarnir hafi rétt fyrir sér. Það er t.d. mjög óalgengt að fólk leit sér álits frá öðrum Íslenskum lækni, eða út fyrir landsteinanna.
Ég er búinn að vera með heilakrabbamein í rúmlega hálft ár og ég sé ekki af hverju ég ætti að skammast mín fyrir það og laumst meðfram veggjum!! Það var a.m.k. ekki mitt val að fá krabbamein!! (ég ætti frekar að læðast meðfram veggjum, fyrir það að held ennþá með Leeds í enska boltanum...)
Almenningur þarf svo líka að gera sér grein fyrir því að krabbamein þíðir EKKI, að það sé bannað að brosa og hlæja í kring um okkur. Ef einhver þarf á þvi að halda að borsa og hlæja, þá eru það sjúklingarnir sjálfur og aðstandendur þeirra. Þess vegna fannst mér frábært að sjá alla Áslaugu, Óskar..... og Þuríði brosa í Kastljósi í gær.
Að mínu mati er um tvent að velja fyrir þá sem fá krabbamein: Nr 1. brosa, hlæja, halda húmornum sínum, hafa sterka von, berjast af krafti og hvílast vel á milli. Nr 2. vera niðurdregin, loka sig inni, missa húmorinn, missa vonina, reyna að berjast, reyna að hvílast.
Ég var sjálfur snöggur að ákveða að ég skildi nota nr. 1. Ég veit að Áslaug, Óskar og Þuríður nota þá aðferð líka, og margir aðrir sem eiga við veikindi að stríða. Því miður eru margir sem velja nr. 2. Það fólk þarf að hugsa sinn gang!!!
Umfjöllunin í Kastljósi í gær var frábær.... og það er frábært að þetta fær fólk til að opna augun, jafnt almenning.... sem og þá sem eiga við alvarleg veikindi að stríða. Ég held að allir ættu að taka þessa öflugu fjöslkildu til fyrirmyndar, ekki bara fyrir baráttuanda, heldur líka fyrir það hvernig á að takast á við lífið.
kv.......Þórir Þórisson
Þórir Þórisson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 20:51
Vá vá vá þvílík hetja sem þið eigið, og falleg börnin ykkar, algjör augnayndi.
Þið eruð alveg ofboðslega dugleg og sterk, ég skal hafa ykkur í bænum mínum kæra fjölskylda. Mega allir guðs englar vaka yfir ykkur og sérstaklega henni Þuríði Örnu .
Með von um kraftaverk. Ég mun fylgjast með litlu hetjunni ykkar, þið standið ykkur ofsalega vel.
Með kveðju Halla Rós (kona Sturlu Símons Viktorssonar frá Stokkseyri) varð að fá að fylgja eftir að ég las ég að ofan.
Halla Rós, 16.12.2006 kl. 00:56
Sæl kæra fjölskylda! Sá linkinn á síðuna ykkar á síðunni hennar Þórdísar Tinnu vinkonu minni. Sendi ykkur baráttukveðju og þakka ykkur fyrir að veita okkur innsýn í líf ykkar. Við getum nefilega lært svo mikið hvert af öðru. Megi allt þetta göfuga, góða og hreina umverfja ykkur. Gleðileg jól. Kveðja, Karen Viðarsdóttir
Karen Viðarsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 11:26
Úff ég var að lesa viðtalið við ykkur í DV og sit hérna hágrátandi og fannst ég verða að senda ykkur kveðju. Ég get ekki annað en dáðst að ykkur, þrautsegju og jákvæðni. Ég óska þess að litlu stúlkunni ykkar batni og að Guð gefi ykkur gleðileg jól og að nýja árið verði ykkur gleði- og gæfuríkt. Og mikið er hún Þuríður falleg stelpa. Jæja þarf að þurrka mér um augun....Sendi ykkur stórt faðmlag frá mér og minni fjölskyldu. Kær kveðja norðan af Akureyri Þóra. www.blog.central.is/gellan_25
Þóra Björg Ottósdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 12:29
Kæra Áslaug!
Sá slóðina þína á síðunni hennar Þórdísar vinkonu minnar. Takk fyrir að kvitta hjá henni og styðja hana í sínum veikindum.
Mig langar að senda ykkur mínar bestu jóla og kærleikskveðjur !
Hafið það sem allra allra best
Jóhanna J
Jóhanna Jensdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 13:27
knús til ykkar frá okkur fyrir að vera hérna til að sýna heiminum hverning á að bera sig á svona tímum....
þið eruð HETJUR.....
kv Þórunn Eva
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 16:59
Það þarf STÓRT fók til að standa í þessu, og MIKLA hetju til að reyna að lifa í þessu. Þið eruð frábær. Ég sem aðstandandi krabbameinsjúkilings, veit hvað það er að ganga í gegnum "þetta ferli" en ég er bara aðstandandi, en ég hef þurft að ganga í gegnum þetta allt, Ég bið fyrir ykkur, og þið eruð ÓTRÚLEG.........
kveðja úr firðinum
Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 23:29
Þið stóðuð ykkur með sóma í viðtalinu og það kom mjög vel út :) Þið eruð alveg ótrúlega falleg fjölskylda og greinilega jákvæð og æðrulaus :)
En sjálf þekki ég þetta blessaða heilbrigðiskerfi okkar af eigin raun - þó ekki eins og hjá ykkur og mér blöskrar í sífellu hvernig kerfið virkar þegar maður þarf svo virkilega á því að halda.
ásta (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.