Leita í fréttum mbl.is

Nokkrir punktar

Þuríður mín er búin að vera ótrúlega hress síðustu daga að hálfa væri miklu meir en nóg, það er svo gaman að vera í kringum hana sem er nú alltaf en maður lyftist svo mikið upp og verð svo sjálf kát og glöð þegar hún er svona.  Hún er svo mikið að spurja sem hún hefur ekki verið vön að gera, segir ýmsilegt sem við Oddný höfum verið að tala um svo það er greinilegt að stúlkan er að fylgjast með öllu þótt hún taki ekki þátt.  Frábærast!!  Þegar við vorum á leiðinni uppá spítala á föstudagsmorgun hlustum við alltaf á Latabæ í bílnum og alltaf situr hún bara og dillar sér en á föstudaginn söng hún hástöfum sem var æðislegast að hlusta á.  Hún er greinilega að reyna láta mömmu sína í jólaskap sem gengur ágætlega eða allavega í áttina, er ekki ennþá búin að finna skapið en ég veit að það kemur ef hún heldur svona áfram. 

Hún fékk heldur enga krampa í gær og minnir heldur ekki í fyrradag en fékk tvo daginn þar á undan þannig hún er alls ekki að krampa jafn mikið og venjulega.  Veit nú ekki hver ástæðan er?  Held að geislarnir séu nú ekki farnir að segja neitt enda á æxlið vanalega að bólgna upp og þá eiga kramparnir að versna, en maður veit aldrei?  Hún hefur ekkki ennþá þurft að fara á sterana og ég held áfram að vona að hún þurfi þess ekki en hún gæti þurft að fara á dálítið eftir þessa meðferð þannig það er ekkert að marka ennþá en ég held samt í vonina með það.

Hún er farin að tala um jólin sem mér finnst óendanlega gaman, bað meira að segja okkur Skara að koma í gær og kaupa jólakraut og jólatré en hún er nú ekki vön að biðja um neitt svoleiðis.  Við ætlum að fara seinni partinn í dag og kaupa eitt stykki, en við höfum þá hefð á þessu heimili að Skari fari með börnin og velji jóltré og ég má ekkert skipta mér af, verð bara að vera einhversstaðar annarsstaðar.  Ein jólin gerðum við þetta einsog öll hin en þá kom Skari með stærsta jólatréð á svæðinu og við í 50fermetra íbúð og stofan oggupínupons þannig jólatréð tók ALLT plássið í stofunni.  Það var reyndar ótrúlega flott en kanski ekki alveg nógu mikið pláss fyrir stærsta jólatré sem ég hef séð hjá fjölskyldu eheh!!  En Skari er búinn að lofa að gera þetta aldrei aftur, jeh right!!                                                                                                                            


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa hvað Þuríður er búin að vera hress og bara sjálfri sér lík og farin að gleðja mömmu sína og pabba á annan hátt en hún hefur gert bara æðislegt.  Þetta verða sko yndislegust jól hjá ykkur það er ekki spurning og það verður fróðlegt að heyra hvernig jólatréð verður Óskar er svo duglegur í þessum efnum.

Kær kveðja til ykkar frá okkur í Danaveldi, prófin á morgun og næstu 3 daga svo jólafrí og þá getur maður leyft sér að slappa af.  Lol jú!!!!

Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 10:18

2 identicon

Ohh hvað er gaman að heyra að hvað hún er hress elsku gullmolinn. Það er alveg yndislegt. Njótið ykkar vel. Knús. Kristín Amelía

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 10:44

3 identicon

gaman að heyra hvað er búið að vera gamana hjá ykkur... :)

kv Þórunn Eva

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 11:31

4 identicon

Njótið helgarinnar elskurnar og ég mæli með að þú gerir eins og tengdó þín býður, elsku Áslaug.  Það er pottþétt hvíld fyrir þig.   Þið fáið flott jólatré - eins og jákvæðu og flottu fólki sæmir.

Eigið sem ánægjulegasta daga framundan og það var rosalega gaman að lesa um viðbrögðin uppi á krabbó.  

Kveðjur og knús,

Stella A.

Stella Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 11:36

5 identicon

Frábært að heyra hvað Þuríður er hress.  Hafið það gott öll fimm.  Eftir þáttinn í kastljósi þá spyr maður sig hvort það sé búið að búa til það fjórða .  Kveðja Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 14:02

6 identicon

Frábært að lesa hvað síðustu dagar hafa verið góðir hjá ykkur fjölskyldunni og þið greinilega að detta í jólaskapið.  'Eg er sammála Óskari með umfjöllunina um ykkur í fjölmiðlunum. 

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 15:16

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frá því ég horfði á þáttinn í kastljósi hef ég ekki getað hætt að hugsa um ykkur.  Ég þekki ykkur ekki, en það litla sem ég hef séð, heyrt og lesið... þá get ég ekki annað en sagt að þið eruð yndislegt par...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.12.2006 kl. 18:15

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frá því að ég horfði á þáttinn um ykkur í kastljósinu, hef ég ekki hætt að hugsa um ykkur. Ég þekki ykkur ekki en það sem ég hef séð, heyrt og lesið... þá get ég sagt það að þið eruð yndislegt par, foreldrar...

Kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.12.2006 kl. 18:16

9 identicon

vá hvað ég verð alltaf glöð að lesa þegar ég fæ fréttir af því að Þíður sé hressog krampalaus! þetta eru að sjálfsögðu frábærar fréttir og ég vona bara að svonas haldi þetta áfram;D og enn segi eg að það sé alltof langt síðan ég sá bykkur

Tinna Rut;D (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 20:15

10 identicon

Ég hef verið að fylgjast með ykkur í smá tíma og gleðst mjög í hjarta mínu hvað Þurí er hress.  En ég held áfram að senda ykkur góða strauma og biðja fyrir ykkur.

Hulda Klara (ókunn) (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 20:56

11 identicon

Er svo innilega sammála ykkur varðandi Guggu og Jóa þegar að fólk sýnir engan lit að verið sé að hjálpa því, þá erum við hin svo meðvirk að hjálpa því að dópa og drekka, með því að veita því allskonar aðstoð. En mikið er ég ofboðslega glöð hvað þuríði ykkar líður betur núna vona að þetta vari sem lengst. Gangi ykkur allt í haginn duglega unga fólk, bið fyrir ykkur á hverju kvöldi og hugsa oft til ykkar á dag, ætla svo sannarlega að vona að Guð bænheyri alla þá sem eru að biðja fyrir ykkur og öðrum. Megið þið eiga yndisleg jól

kona að norðan (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband