Leita í fréttum mbl.is

Ég verð svo reið...

Hafa margir fylgst með Kompás þeim Guggu og Jóa?

Ég verð svo reið að fylgjast með þeim, ég ætla samt að sleppa öllum illu orðunum sem berjast um í kollinum mínum þegar ég hugsa um þau eða horfi á þau í imbanum, gæti sært einhvern?  Ég bara vildi óska þess að hún Þuríður mín gæti fengið alla þessa hjálp sem þeim býðst, þeim býðst svo mikil hjálp að þau skuli ekki taka henni.  Þau falla og falla og alltaf er haldið áfram að hjálpa þeim, Þuríður mín mun veikjast og veikjast en "ekkert" hægt að gera til að bjarga henni.  Fynnst þetta svo ótrúlega ósanngjarnt, jú við eigum endalaust mikið að góðu fólki í kringum okkur sem eru tilbúnir að hjálpa henni og okkur en samt ekki þá hjálp sem hún þarfnast mest. 

Ég gæti hent sjónvarpinu mínu útum gluggan þegar þau birtast á skjánum, þau hafa kvartað undan kerfinu í einum þættinum.  Mhuhuh þau fá bara hundrað og eitthvað kallinn á mánuði og í hvað fara þeir peningar?  Einmitt!!  Kerfið hjálpar frekar dópistum heldur en fjölskyldum langveikra barna allavega meira, þetta er ótrúlega skrýtið allt saman og ósanngjarnt.  Margar fjölskyldur langveikra barna eiga ekki bót fyrir boruna á sér vegna þess annar aðilinn ef ekki báðir geta ekki unnið vegna veikinda barnsins síns, við höfum verið heppin með það að við eigum gott fólk í kringum okkur sem hafa hjálpað okkur.  Svona án gríns ef við ættum ekki ykkur að værum við ekki í þessari stöðu sem við erum í dag, hvað er málið?  Það eru ekki allir jafn heppnir og við.

Ég þekki marga óvirka alka sem eru yndælasta fólk sem ég þekki þannig ég er ekkert að setja útá þá né einhverja aðra alka eða dópista, finnst þetta kerfið bara ótrúlega asnalegt og það er ekkert sett í forgangsröð hér á landi með hverjum eigi að hjálpa fyrst.  "Hendum bara nokkrum hundrað köllum á mánuði í dópistana og foreldrar langveikra barna geta bara beðið".  Aaaaaaaaaarghhh!!Devil

Well Þuríður mín vakna súper hress í morgun, ánægð með það sem jólasveinninn gaf henni í skóinn og hlakkaði mikið til að fara uppá spítala.  "mamma ég ætla að fara sofa uppá spítala hjá læknunum".  Yndislegust!!

Oddný mín Erla á frekar bágt þessa dagana, æjhi það er ekkert skrýtið.  Þuríður mín hefur fengið mikla athygli síðustu daga og það hefur verið mikið "Þuríður hitt og þetta".  Að sjálfsögðu skilur 2 og hálfs árs gamalt barn ekki afhverju hún fær ekki það sama og systir sín og auðvidað fer þetta í barnið.  Þannig hún þarfnast mikillar athygli og meir hlyju en hún fær og að sjálfsögðu reynir maður   með bestu að hjálpa henni og gera aðeins meira með henni en Þuríði.  Við mæðgur reynum að gera eitthvað tvær saman, fórum t.d. í kringluna seinni partinn í gær sem henni finnst ekki leiðinlegt.  Henni finnst nefnilega dáltið gaman að fletta flíkum fram og til baka og skoða allt glingrið í búðunum eheh þannig við erum góðar saman í svona leiðangri.

Theodór minn er alveg farinn að labba, flottastur!! Hann gerði pabba sínum það að fara labba fyrir jól því ekki getur svona mikill töffari einsog hann Theodór minn skriðið í teinóttu eheh, ekki alveg!!

Mig langar ótrúlega mikið að tjá mig endalaust mikið um Guggu og Jóa frá Kompási en ég ætla að sleppa því í bili, gæti farið um brjóstið á einhverjum.  Þar sem lesendur mínir eru komir uppí 2000 vill ég orðið ekki segja of mikið, læt það duga að hugsa það.  Finnst það eiginlega bara fyndið hvað margir lesa síðuna mína, með 10 vinsælustu bloggum á mbl.is og ég sem byrjaði að blogga fyrir vini og ættingja fyrir sirka 3árum og þá vorum lesendur 30-40 yfir daginn, aðeins búið að breytast eheh!!

Takk fyrir mig í dag......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að maður þarf að fara að fylgjast með því sem er að gerast í kringum sig .  Ég hef ekki fylgst með þessum þætti og ef þetta er svona eins og þú segir þá skil ég vel að þú sért reið.  Ótrúlegt óréttlæti.  Gangi ykkur áfram vel.  Kveðja úr Hólminum.

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 08:39

2 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku fjölskylda - gleymdi að segja ykkur hvað þið komuð frábærlega vel fyrir í fjölmiðlunum í síðustu viku - alveg unun að fylgjast með styrk ykkar og yfirvegun. Þið eruð öll hetjur!! Yndislega falleg börn sem þið eigið :)

...ég verð að segja það Áslaug mín að ég er sammála þér með Guggu og Jóa...mér finnst kerfið þurfi að forgangsraða þó að allir eigi auðvitað skilið að fá hjálp! Skil vel að þú skulir vera reið...og þú hefur alveg rétt til þess! ...ég finn fyrir þessari reiði líka þegar ég horfi á þau gefast endalaust upp og vilja fá "einn sjens" í viðbót!!

Gangi ykkur vel - frábært hvað hún Þuríður Arna er hress þessa dagana ;)

KNÚS

Elsa Nielsen, 18.12.2006 kl. 10:13

3 identicon

Hæ hæ.

Vildi bara skrifa hérna inn þar sem ég fylgist með. Er á Skaganum. Er svo sammála skrifum þínum um hvað kerfið í landinu er skrýtið og forgangsröðunin hjá þeim er alveg út í hött. Mér finnst frábært hvað litla stúlkan ykkar hún Þuríður er hress þessa dagana. Gangi ykkur sem allra best kæra fjölskylda.

Ég fylgist með og bið fyrir ykkur og stelpunni ykkar.

Kveðja, Elsa Lára.

Elsa Lára og fjölskylda (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 10:28

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er 100% sammála því sem þú skrifaðir um...

Knús frá Svíþjóð

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.12.2006 kl. 11:27

5 identicon

vá hvað ég er sammála þessu sem að þú skrifar um... við erum þvílikt að reyna að fá smá hjálp frá ríkinu og ekki biður maður um einhvern hundraðþúsund kall á mánuði... bara smá og ekki er maður búin að fá neitt ennþá... ég er búin að vera heima með littla kútinn minn síðan að hann fæddist og pabbi hans að vinna fyrir öllu.... þar að leiðandi fær maður voða litið að sjá af honum... vildi að ríkið borgaði fyrir að maður gæti verið heima með langveikt barnið sitt en neibb það er sko ekki þannig... ohhh arrrggg ég verð bara reið á að hugsa um þetta.... en nóg um það hafið það rosa gott.....

gama að lesa hvað fólk stendur með ykkur...

kv Þórunn Eva

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 17:18

6 identicon

Já Slauga mín þetta er voða skrítið allt saman. Þetta fólk hefur valið en ekki Þuríður okkar

Hanna systa (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband