Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur að ljúka

Elska þetta sumar, síðustu vikur hafa verið æðislegar.  Veðrið gæti ekki verið betra og við njótum þess að sjálfsögðu í botn.  Kíkt var í sund í dag og ég hef ekki tölu á rennibrautaferðum krakkana og ef veðrið verður svona á morgun verður farið í Nauthólinn.  Finnst reyndar Þuríður mín fljót að þreytast en vonandi er það bara sólin sem gerir hana þreytta en eftir "bara" klukkutíma í sundinu vildi hún fara uppúr og þá er nú mikið sagt vegna þess hún elskar rennibrautir og vatn. 

Annars eru þau ágætlega hress, systurnar telja niður dagana á badmintonnámskeiðið sem þær ætla að fara á saman og að sjálfsögðu mun ég fylgja þeim bara vegna aðstæðna.  Rúmur mánuður í myndatökurnar hjá Þuríði minni og stressið er farið að segja til sín, aaaarghhh!!

Ætla enda á einni af eldri töffaranum mínum sem er alveg að farast úr töffaraskapWhistling
theodor_1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það hefur örugglega verið sólin sem þreytti Þuríði, maður er alltaf slappari í sól og hita.

Helga Magnúsdóttir, 21.7.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband