26.8.2009 | 17:06
Þuríður Arna mín
Hún Þuríður Arna mín er mikill húmoristi, alltaf kát, einlæg, mikil félagsvera, stríðnispúki og ofsalega hamingjusöm 7 ára stelpa. En það er eitt sem mér finnst sárast í þessu öllu saman, hún á ofsalega erfitt með að tengjast jafnöldrum (bekkjarsystrum)sínum og því á móti eignast hún engar vinkonur, hún kann það bara ekki sem tengist að sjálfsögðu hennar veikindum. Auðvidað er erfitt að sjá hana "eina" og ekki geta tengst neinum, jú hún og Oddný Erla eru ofsalega góðar vinkonur enda kann Oddný líka mjög vel á hana og þekkir hana alveg útí gegn en það er samt ekki nóg. Hvernig verður það líka þegar Oddný fer í skóla þá vill hún að sjálfsögðu eignast sínar eigin vinkonur þó svo ég viti að hún myndi aldrei skilja hana útundan, ALDREI!! Hún Þuríður mín kvartar ekkert undan þessu og þetta böggar hana ekki en þetta böggar mig, þetta er sárt þið getið ekki ímyndað ykkur hvursu sárt þetta sé. Mig verkjar í hjartað einsog henni langar mikið að geta tengst öðrum en þá bara kann hún það ekki, jú auðvidað kemur af því. Æjhi þetta er bara vont og venst ekki.
Kanski á hún eftir að tengjast e-h krökkum núna þegar hún byrjar í hóptímum í iðju- og sjúkraþjálfun hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, hún er líka að byrja í sundi hjá íþróttafélagi fatlaðra. Vonandi!
Annars er fínt að frétta af öðrum fjölskyldumeðlimum, Theodór að byrja í fimleikum og heimtar líka að fara æfa fótbolta og auðvidað er búið að tjekka á því sem minn maður fær líka. Oddný Erla mín komst ekki inn hjá fimleikafélaginu (geðveik aðsókn) og varð ofsalega sár vegna þess þannig núna erum við að reyna finna e-ð sem henni langar að fara í. Jú langaði að senda hana í Söngskóla Maríu aðallega vegna tjáningarinnar og framkomu því hún er svo ofsalega feimin og lokuð en það er bara svo djöful dýrt en við erum að hugsa málið. Mín fer að byrja í skólanum, er bæði kvíðin og spennt og svo verður veturinn bara svo skemmtilegur, ætlum að hafa veturinn einsog sumarið sem sagt spítalalausan. Óskar líka að fara vinna eftir sumarfrí og byrja í skólanum sínum. Hinrik Örn minn er bara flottastur, nýorðinn níu mánaða og fer um allt á rassinum. Hann elskar að vera innan um systkinin sín og er fljótur að þeysast inn til þeirra þegar hann heyrir lætin í þeim, þau elska líka að hafa hann inni hjá sér. Hann er að sjálfsögðu farinn að róta í öllum skápum og skúffum, er dáltið "móðursjúkur" og verður ö-a ekkert betri eftir veturinn hehe.
Sem sagt rútínan að koma hjá okkur öllum, bara flott!!
Hérna eru systkinin í fjörunni á Stokkseyri.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjartsýniskveðja til fallegrar fjölskyldu.
Bergljót Hreinsdóttir, 26.8.2009 kl. 20:15
Er þetta með tenginu Þuríðar Örnu eitt af því sem mun koma. Hún hefur tekið svooo miklum framförum að það er bara með ólíkindum. Auðvitað skil ég þínar áhyggju sem er mjög eðlilegar. Verst að Oddný komst ekki að í fimleikunum, vona að eitthvað annað finnist. Theodór að æfa fimleika, frábært. Rjómabollan níu mánaða og byrjaður að "skoða heiminn". Gangi ykkur hjónakornunum vel í skólanum. Með Guðsblessun og góðum óskum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.8.2009 kl. 20:43
Flott mynd af hópnum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.8.2009 kl. 20:45
Sæl.
Ég á fatlaða dóttur sem var að byrja í skóla. Eitt af því sem vantar hjá henni er félagsfærnin þ.e. að kunna að leika og sækja í leik hjá öðrum. Ég tók törn í vor og bauð alltaf einni stelpu í einu að koma heim og leika við hana og hún tók miklum framförum í leik og og félagsfærninni. Ég veit að þetta er ekki algilt en hjálpaði minni mikið. Nú er hún að byrja í skóla og ég ætla að bjóða bekknum hennar heim til að kynnast henni og hennar heimili. Bestu kveðjur til ykkar og gangi ykkur vel.
Hermína (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:51
Aprílrós, 26.8.2009 kl. 21:57
Kristín (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:06
Æi ég skil þig svooo vel. Á barn sem lenti í einelti og þegar einelti hefur staðið í 4 ár þá hætta þau að tengjast af því að maður er óöruggur og kann ekki þessi félagslegu tengsl. Það eru 3 ár síðan eineltið stoppaði og hann er enn óöruggur...og mikið svakalega hefur mér oft sviðið inn að hjartarótum. Mér finnst rosa flott þegar foreldrar taka sig saman og stofna svona vinahópa, það eflir oft tengsl. Mínar snúllur voru í bekk með stelpu sem var töluvert fötluð og oft er samkend hjá krökkum svo falleg að það er auðvelt ef að maður fær aðra foreldra í lið með sér að efla tengslin. Foreldrar eru stór þáttur í að hjálpa til með svona þætti og skipta svooo miklu máli. Annað sem mér finnst hjálpa er að ef að foreldrar hittast í upphafi skóla til að spjalla, þá segir hver og einn frá barninu sínu, rosalega gott fyrir alla foreldra að hlusta og heyra, vera meðvituð.
Falleg mynd af gullmolunum þínum
Guðsblessun og ljós til ykkar, kærleikskveðja 4 barna mamman.
4 barna mamman (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:34
Hæ Áslaug,
kannast vel við þetta hjá Hafdísi minni, hún var og er mikill einfari vegna veikinda sinna og þrátt fyrir að hafa náð sér eins vel og hún hefur gert líður henni aldrei eins vel og þegar hún er ein að dunda með sjálfri sér. Auðvitað finnst henni gott að fá félagsskap en hún er ekkert frekar að sækjast eftir því. Held einmitt að ég sé stressaðari yfir þessu en hún en kennarar hafa alla tíð sagt að hún blandi vel geði við aðra og sé góð í hópastarfi og ekkert útundan og að við þyrftum ekkert að hafa áhuggjur af þessu einfarastússi hennar. Oft er hún mjög þreytt og finnst þá bara best að dúllast ein eða með okkur sem standa næst henni og skilja best hennar líðan. Held samt að maður megi alveg vera á tánum gagnvart þessu og gott að þú ert vakandi yfir þessu eins og öllu öðru með börnin þín. Þið Óskar eruð ótúrlega góðir foreldrar og megið bara vera stolt af ykkur sjálfum eins og börnunum ykkar :-) Vona að veturinn leggist vel í alla og mér sýnist að það verði brjálað að gera eins og venjulega hjá ykkur!
Bestu kveðjur af Skaganum, Helga Arnar
Helga Arnar (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:54
Flottur hópur - þið eruð sannarlega RÍK!! Gangi ykkur sem allra best;)
Ása (ókunnug (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:24
Bestu kveðjur til ykkar frá Þorgerði.
Þorgerður (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 14:22
vá hvað þú ert RÍK
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 19:35
Veistu....Dísin mín lenti í þessu líka. Nú eru liðin 13 ár síðan hún veiktist og enn á hún ekki vini. Jú, hún á eina vinkonu sem er á svipuðu reki og hún en það er allt of sumt.
Þessi lyf hafa meira að segja en læknar og aðrir vilja meina. Í dag er hún greind með einhverfu, athyglisbrest og ofvirkni en það síðarnefnda er á undanhaldi.
Hún er ekki nema 154cm á hæð og segja læknarnir að lyfin hafa sennilega stolið einhverjum 10-12cm af henni. Þroskinn er langt frá því að vera í kringum jafnaldrana...hann er frekar á bilinu 9-12 ára (hún er 15 ára) og segja sérfræðingar að hún muni ekki þroskast mikið meira úr þessu.
Þetta er sorglegt. En vissulega verkefni sem við þurfum að glíma við.
Í dag er hún alveg sátt við að eiga ekki fleiri vini því hún er svo ljúf og glöð.
Þuríður er í svipaðri stöðu, svo ljúf, glöð og hamingjusöm. Ef hún er ekki að kvarta skaltu láta hugsanirnar með vinina fjúka.
Það var gaman að sjá hvað hún var létt í lund stelpan og svo samrýmd systur sinni þegar söfnunarátakið var.
Ef þið haldið áfram að knúsa hvert annað þá munið þið eiga von á góðu í framtíðinni.
Helga Linnet, 6.9.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.