Leita í fréttum mbl.is

Lasarus

Árið byrjar ekki vel hjá litla pungnum mínum sko honum Theodóri mínum ekki Óskari eheh, hann er svona líka lasinn.  Reyndar byrjaði hann að fá hita í fyrradag 39 og ekkert hefur hitinn lækkað, hækkar ef eitthvað er.  Hann á ótrúlega bágt, hann sefur vært loksins litla skinnið en annars liggur hann bara einsog eitthvað slitti í fanginu mínu og getur varla hreyft sig né grátið því honum líður svo illa.  Æjhi maður finnur alltaf svo til með þessum krílum þegar þau eru svona lasin, ekkert hægt að gera fyrir þau nema dekra við þau og gefa þeim hitalækkandi til að láta þau líða sem best.

Eva Natalía litla músarfrænka mín er líka fárveik, var farið með hana uppá Barnadeild í gærkveldi enda hitinn hækkaði bara hjá henni og hann var yfir 40 stig.  Hún er stödd uppá spítala núna en læknarnir eru að gera allt fyrir litlu músina mína svo hún komist til Kanarí á morgun, ég ætla nú að vona að hún jafni sig og komist í sólina.  Knús til þín Eva mín sæta mús!!

Skari er á leiðinni uppá Skaga með stelpurnar í afmæli til Natta patta, til hamingju með afmælið Natti minn.  Á meðan ætla ég að dekra við drenginn minn, leggjast uppí sófa og kanski horfa á eitt stykki bíómynd eða bara dotta með Theodóri mínum þar sem hann sefur ekkert þessa dagana sem er ö-a vegna hita og verkja.

Drengurinn að vakna þannig ég verð að þjóta til hans, segi ykkur skemmtilegar fréttir á morgun.  Vííí svooo spennandi dagar framundan......

Þanga til....
Slauga slím


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár

oooh leðinlegt að heyra.... það eru allir með þessa leiðinda hitapest... :(

vonandi lagast hann fljótt littla skinnið :) hafið það gott hugsum til ykkar... :)

kv Þórunn Eva og co...

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 13:41

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Slauga slím ???

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.1.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband