Leita í fréttum mbl.is

Hármissir

Hún Þuríður mín er farin að missa hárið á tveimur stöðum vegna geislameðferðarinnar, hún er núna einsog versti pönkari eheh!!  Þetta er á báðum hliðum, önnur hliðin er alveg farin þar að segja hárið og svo ef þú strýkur yfir hina hliðina koma hárfligsurnar.  Það eina leiðinlega við þetta er að það er alls ekki víst að hún fái hárið aftur en það gerist víst oft eftir svona geislameðferðir en það góða er að hún getur safnað hárið og reynt að hafa það yfir þessu en samt ekki notað teygju.  Þetta er nú ekki það alversta sem getur gerst hjá henni en manni finnst þetta samt leiðinlegt, hún er nefnilega komin með svo þykkt hár reyndar svona snöggklippt því hárið er bara að koma en samt svo fallegt.  Hún verður alltaf fallegust hvort sem hún fær hárið sitt aftur eðurei, litli pönkarinn minn!!

Þá er komið að leindarmálinu stóra well okkur finnst það stórt og merkilegt ehe, ég hef ekki viljað segja ykkur það því það er endilega alls ekkert víst að við gætum "notað" leindarmálið reyndar vitum við það ekkert 100% en það stefnir í það.  Víííí!!  Jú það eru víst nokkrir "jólasveinar" sem ætla að bjóða okkur til Flórída, okkur fjölskyldunni sem erum fimm talsins.  Hammhumm ekki amaleg gjöf!!W00t Við stefnum sem sagt að fara til Flórída á föstudaginn 5.janúar og koma heim 17.janúar, jíbbíjeij!!  Ohh mæ hvað við erum spennt og það góða við það, við erum alls ekki að fara ein öll stórfjölskyldan hans Skara ætlar með okkur þar að segja foreldrar, systkin, makar og börn (alltaf þurfa þau að elta okkur eheh) sem sagt 20manna hópur og við ætlum að þræða alla skemmtigarða sem við getum funndið á Flórída.  Ohh boy!!  Þvílíkur spenningur í gangi!!  Ef þið getið sagt mér eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera á Flórída fyrirutan Disney sem verður pottþétt farið í og Tinna Rut ein af hetjunum mínum er líka búin að fræða mig um Disney þannig þá væri ég alveg til í að vita eitthvað meira.  Takk fyrir það!!Wink

Maðurinn í bleiku sokkunum?  Ansi margir sem tóku þátt í þeirri könnun en nei meiri hlutinn hafði ekki rétt fyrir sér, hann Skari minn er ekki svo "klikkaður" að fara í bleika sokka við bleiku skyrtuna sína eheh!!  Það var hann Hinrik faðir minn sem mætti hérna á aðfangadag þvílíkt montinn með nýju sokkana sína sem voru í stíl við skyrtuna, djöh getur hann stundum verið klikk thíhí!!

Best að breyta um könnun og endilega verið dugleg að svara.

Kveðja
Slauga sem er á leiðinni til FlórídaWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Góða ferð til Flórida

Ólafur fannberg, 3.1.2007 kl. 08:15

2 identicon

Frábært að heyra.  Skemmtið ykkur vel og hafið það sem best.  Kveðja úr Hólminum. Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 08:26

3 identicon

Það er mjöööög gaman í Flórída. Mæli með Sea World og jafnvel Busch Garden í Tampa. Það verður kannski of kalt til að fara í Wet'n Wild rennibrautagarðinn en hann er líka mjög skemmtilegur. Góða ferð og hafið það gott :)  Kv. Ása

Ása (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 08:28

4 identicon

Sæl kæra fjölskylda

Orlando hefur upp á margt að bjóða og það eru t.d. Universal garðarnir sem eru einna skemmtilegastir.  Stelpurnar eiga örugglega eftir að dýrka að skella sér í þá.  Síðan er hægt að versla ágætlega mikið þarna en vill benda ykkur á þá nottlega Mall of Florida en síðan er hægt að gera frábær kaup í Premium outlets (merkjavörur á helmingi lægra verði, þ.e. of season vörur).  Stórt outlet við enda International Drive þar sem Nike outletið er, er einnig snilld.  Setti nokkra linka sem þið getið skoðað .........

 http://disney.go.com/home/today/index.html

http://www.universalorlando.com/?__source=rgmn.gnav  Tær snilld

http://www.premiumoutlets.com/outlets/outlet.asp?id=17  frábært að versla

http://4adventure.com/SWF/default.aspx  Seaworld

http://disneyworld.disney.go.com/wdw/moreMagic/moreMagicLanding?id=DTDLandingPage&bhcp=1 Í göngufæri við Disney garðinn... snilld að enda kvöldið þar og borða.  Gaman að skoða.

Vona að þið eigið eftir að hafa það alveg yndislegt þarna úti og geta notið ykkar sem fjölskylda, eigið það svo sannarlega skilið.  Þið eruð að gera ótrúlega hluti með ærðuleysi ykkar og samstöðu og hreinni og óspilltri ást sem þið svo greinilega berið til barna ykkar.  Eins og ávallt er litla dóttir ykkar í huga mér.

Kær kveðja

Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 09:13

5 Smámynd: Margrét M

vonandi eigið þið góða ferð til Florida.. ég var þar í júní 2006 í mánuð með  hluta af börnunum mínum ,( á aldrinum 8,10 og 11 ára )Get sagt þér að Busch Garden í Tampa og Sea World voru mun skemmtilegri garðar en Disney . Fórum í 5 Disney garða af þeim stóð Epcot verulega uppúr ...fyrir Fullorðna fólkið er auðvitað Yndislegt að fara í fallhlýfastökk ,ég fór í farðþegafallhlýfastökk "ÞAÐ VAR GEGGJAÐ" .það er ein mynd af því á síðuni minni, ég fékk myndatökumann með bæði DVD og myndir, svo eru auðvitað köfunarnámskeið bæði fyrir fullorðna og börn og ekki má gleyma ströndunum þær eru margar fínar en aðrar ekki eins góðar mæli með COCOA BEACH .það er endalaus mikið að gera set hér vef sem er með ýmsu nýtilegu  http://www.eyri.is/florida.htm . þessi vefur nýttist mér mjög vel .ég leigði reindar þetta hús líka í fyrra sem var bara frábært ... hafið það sem allrabest 

Margrét M, 3.1.2007 kl. 09:20

6 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda. Frábært að lesa hvað hátíðirnar hafa verið góðar hjá ykkur og allir getað notið sín.  Þið eruð greinilega ofarlega á lista hjá jólasveinunum og frábær gjöf sem þið hafið fengið. Vonandi getið þið notið ferðarinnar jafnvel og síðustu vikur hafa verið hjá ykkur.       Kv. Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 09:27

7 Smámynd: Margrét M

Circu De Solei  ég gleymdi að mynnast á þetta þessi sirkus er við disney , þetta er geggjuð  sýning  var eitt að því mynnisstæðasta fyrir alla ,,hreint út sagt frábærir listamenn sem ná til allra aldurshópa 

Margrét M, 3.1.2007 kl. 09:27

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með ferðina.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.1.2007 kl. 09:51

9 identicon

Ohhh en æðislegt. Florida er frábær staður. Mæli með Bush Gardens.Þar eru frábærir rússíbanar og svo er þetta svo flottur dýragarður. Frábært að borða á Ponda Rosa (rugl stórar steikur en endalaust gaman á ísbarnum). Best er að vera búin að kaupa miða í garðana á netinu áður held ég svo þið þurfið ekki að bíða í röð og muna að mæta snemma :D Gleðilegt ár og góða ferð.

Kveðja

Hrundski 

Hrund Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 10:23

10 Smámynd: ÍKÍ-kroppar

Gleðilegt ár elsku fjölskylda

Frábært að þið séuð á leið til Flórída, það verður æðislegt fyrir ykkur og börnin ykkar.  Ég bjó á Daytona í 3 ár en ótrúlegt en satt þá fór ég bara í einn garð, Universal studios.  Það var mjög skemmtilegur garður, en samt ekki skemmtilegur fyrir börn, þannig að ég myndi nú ekki mæla með honum fyrir ykkur.  Gæti alveg trúað að Sea World sé æðislegur fyrir börnin.  En ef þið viljið gera eitthvað annað en að fara í búðir og Skemmtigarða þá mæli ég með því að þið skoðið St.Augustine.  Þetta er ofsalega fallegur bær, mjög evrópskur í útliti.  Þetta er elsti bær USA og þar er líka fyrsti skólinn í USA, þannig að ég mæli með því, yndislegur bær sem hefur fullt af sögu. 

Vildi líka segja ykkur að það getur orðið smá kalt á Flórída á þessum tíma, þannig að ekki taka bara með ykkur stuttbuxur og hlýraboli ;O)

Kær kveðja, Jane Petra

ÍKÍ-kroppar, 3.1.2007 kl. 10:27

11 identicon

hæ hæ sæta fjölskylda.. :) ég sé að það er búið að sseigja ykkur frá helstu görðunum.. þannig að ég ættla að segja ykkur á international drive eru fullt af outletum geggjaððð... við enda international drive  eru nike, gap, og allar helstu búðirnar, carters er bara flott barna fata merki og svo er childrens búðin man ekki alveg hvað hún heitir... sem sagt fulllt af flottum búðum... vívíví.... fullt af skó outletum eins og sketchers.. vá þið verðið að kíkja það kom alltaf nýtt í nike outletið á fimmtudögum heheeh :) svo á international er líka wet´n´wild.. bara gaman,,, :) ef það er eitthvað ekki hika við að hringja eða senda sms... :)

koss og knús Þórunn Eva

vonandi á Eva Natalía eftir að hressast fljótt..... leiðinlegt að vera svona lasinn...

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 11:31

12 identicon

Æi frábært að þið skuluð vera á leiðinni út, bara góða ferð og hafið það alveg yndislegt þarna úti sem og alltaf.

Kkv.

Martha og krúttin

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 11:55

13 identicon

ÆÆÆ en yndisleg gjöf, þið eigið greinilega góða jólasveina að:-) Góða ferð og skemmtun kæra fjölskylda og vonandi á allt eftir að ganga vel hjá ykkur og ferðin verði yndisleg í alla staði:-)

kv Sólveig Ásta & fjölsk.

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband