Leita í fréttum mbl.is

"mamma mín ég elska þetta ekki"

Theodór minn er kominn með sýkingu í hálskirtilinn sem hylur alveg helminginn af hálsinum á honum, hefur lítið sem ekkert borðað síðustu daga og er frekar kvalinn litla skinnið.  Var látinn á sýklakyf þanga til á morgun en þá verður framhaldið ákveðið en ég varð að gefast upp í morgun að gefa honum þau þar sem ég fæ hrákuna tilbaka af sýklalyfjunum þar sem honum finnst þau ógeðsleg og öskrar "mamma mín ég elska þetta ekki".  Hann "vann" þessa baráttu þannig það verður að ákveða e-h aðra lausn til að koma sýklalyfjunum ofan í hann.

Þuríður mín er frekar óhamingjusöm þessa dagana, veit ekki hvað er að bögga hana.  Hún bara grætur þegar hún á að fara í skólann og neitar því algjörlega.  Það rieynir alveg gífurlega á mömmuhjartað að horfa uppá hana svona.

Annars er mín bara á fullu í skólanum, búin að fara í nokkur próf og búin að brillera, ótrúlegt en satt því ég er engan veginn að nenna þessu en að sjálfsögðu vinn mína vinnu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þuríður ekki glöð, þá er eitthvað að angra stúlkuna. Og Theodór með sýkingu og vill ekki mixtúruna, ææ. Sendi ykkur Guðsblessun og góðar kveðjur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.10.2009 kl. 11:42

2 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 15:48

3 identicon

Duglega mamma Ég gef þér þau ráð að fara vel í gegnum skólamálin hjá Þuríði...hún grætur og vill ekki fara af því að það er eitthvað að hrjá hana þar.  Ein lítil setning gertur sært svona fallega sál  og meira að segja eitt lítið augnaráð.  Skil þig svo vel hef verið á þessum stað svo ótal oft og það er bara vont.  Vona að þetta lagist.

Sendi ykkur kærleiksknús 4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:17

4 identicon

Æ leiðinlegt að heyra þetta , kannast við þetta með að taka inn  lyfinn sín ,og þau vinna mann stundum  . vonandi jafna hann sig fljótt af þessu . Vonandi verður Þuríður kát og hress áður en litið verður við  , þetta getur verið svo erfitt þegar maður er svo lítill , nóg að einhver segir eitthvað eða eitthvað óvænt komi uppá .

kærleiksknús til ykkar allra

Dagrún (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband