Leita í fréttum mbl.is

Allt að gerast

Stelpurnar mínar eru alveg að tapa sér þeim hlakkar svo til að fara í flugvélina á morgun, Oddný Erla mín búin að finna Kristínu Amelíu dúkkuna sína sem á að sjálfsögðu að fá að koma með og Þuríður Ósk sína.  Ótrúlega fyndnar systur og svo ganga þær um gólf með sitthvora prinsessu flugfreyjutöskurnar sínar og segjast vera farnar, endalaust spenntar!!

Þarf reyndar að fara finna eitthvað til af fötum á börnin, púfffhh!!  Erfitt að vita hvað maður þarf að taka með sér, burtu í 12daga og ö-a engin þvottavél og börnin mín ekki þau snyrtilegustu thíhí!!

Ég var mætt í  Next í morgun nota bene kl sjö á útsöluna þeirra, ætlaði að ath hvort ég finndi ekki einhver "sólarföt" ótrúlega bjartsýn.  Niiiih að sjálfsögðu var ekkert svoleiðis á útsölu, damn!!  En djöh getur maður verið klikk að mæta á útsölu kl sjö að morgni það er sko ekki mannlegur tímiShocking.

Þuríður mín er annars hress eða miklu hressari en hún er vön að vera þar að segja tveim vikum fyrir jól þegar hún byrjaði í geislanum, þetta hefur ekki reynt mikið á hana hingað til.  Very nice!!  Verðum alveg með troðna tösku af lyfjum þegar við förum út, að sjálfsögðu hættti Þuríður mín ekki að taka flogalyfin sín þótt hún sé að fara í Ameríkuna og svo þurfum við að vera með til vonar og vara sterana hennar því maður veit aldrei hvort hún fari að taka uppá því að fá aukaverkarnir af geislunum en þeir geta víst komið nokkrum vikum eftir.  Best að hafa allan varan á.Woundering

Þuríður mín er samt farin að krampa meira, þetta gerist greinilega hægt en samt farið að aukast aðeins, æjhi ég vona að hún geti notið sín á Flórída og hitt Mikka mús einsog hún segir sjálf ætla að hitta hann.  Hún fékk krampa í gær og hann tók doltið á hana, vorum á Dragó og þurftum að labba upp stigan eftir krampan en það var ekki alveg að ganga hjá stúlkunni því hún lamaðist doltið eftir hann.  Hafði ekki mikla orku þannig ég varð að hjálpa henni en varð samt ekkert súper þreytt einsog venjulega sem ég er glöð með en samt alltat leiðinlegt með lömunina.  Ömurlegt!! 

Við erum by the way komin með P-merki í bílinn og ég hefði átt að nota það í fyrsta skipti í gær þegar við mættum uppá spítala, það er nefnilega frekar erfitt að leggja langt frá innganginum sérstaklega þegar Þuríður mín er að krampa mikið því þá lamast hún svo og á erfitt með gang.  En neinei við gáum ekki lagt í stæði fatlaðra því það voru einhver fífl sem nenna ekki labba langt og ekki með nein merki í bílnum sínum og áttu ekki þennan rétt og lögðu í öll þrjú stæðin.  ÉG þoli ekki svona!!  Stundum skil ég ekki tilhvers það er verið að gera svona P-merkingar því við Íslendingar förum ekkert eftir þeim, ef þú nennir ekki að labba hugsaru ekkert um hina sem þurfa á þessu að halda, bara hugsað um sjálfan sig.  FÍFL!!  Sorrý en ég þoli ekki svona og svo núna fer maður að finna meira fyrir þessu þegar maður þarf því miður á þessu að halda.Devil

Ætli það sé ekki best að fara reyna finna einhverjar flíkur á börnin til að henda ofan í tösku......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evu Natalíu fannst ekkert smá gaman að sjá ykkur í gær. EKkert gaman að hafa bara mömmu sína og pabba allan daginn og einhverjar hjúkkur:)

Við öfundum ykkur ekkert smá mikið þar sem við ættum líka að vera úti núna. En ég veit að það á eftir að vera rosa gaman hjá ykkur:) Þið skemmtið ykkur bara meira úti og það fyrir okkur líka;)

Sjáumst svo þegar þið komið heim

KVeðja Oddný og fjölskylda

Oddný (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 15:29

2 identicon

Góða ferð á morgun, hafið það rooosalega gott & já ég er sammála þér með þessi helv $&$%/ sem geta ekki lagt í SíN stæði & gengið ;)

Knússss knússs

Lilja Sigmarsd. (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 15:58

3 identicon

Hefðir átt að hringja í lögregluna og láta þá draga þessa hálfvita í burtu !!!  Hef lent í þessu oft þegar ég er með stuðningsbarnið mitt sem er fjölfatlaður og getur ekki gengið.  Góða ferð og gangi ykkur vel !  (Svava, ókunnug)

Svava, ókunnug (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 16:21

4 Smámynd: Guðrún Björk

Góða ferð á morgun og gangi ykkur vel.

Guðrún Björk, 4.1.2007 kl. 17:18

5 identicon

Guð ég skil ekki hvernig fólk hefur samvisku í að leggja í sérmerkt stæði - allra síst fyrir framan spítala!!! Mér er lífsins ómögulegt að leggja í þessi stæði - get ekki einu sinni notað fatlaða klóið :O

 Góða ferð og skemmtun úti - þetta er það skemmtilegasta í heimi held ég bara :D

Súsanna (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 17:42

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú þarft ekki að finna að þú segir eitthvað rangt... þessir aumingjar sem leggja í vitlaus stæði eru fífl... en þetta gæti verið lamað fífl, sem gleymdi P-miðanum heima

... Góða ferð og þótt að ég þekki ykkur ekkert, þá er ég svo ánægður fyrir ykkar hönd

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.1.2007 kl. 19:31

7 identicon

Góða ferð og vonandi verður þetta æðisleg ferð hjá ykkur öllum  

Kkv.

Martha og krúttin

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 19:50

8 identicon

Frábært , frábært

Alltaf gott að safna ómetanlegum minningum, góða ferð og hafið það sem allra best

kær kveðja

Helga Björg, Óskars og Sigrúnar Birtu mamma

Helga Björg (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 20:02

9 identicon

Kæra Fjölskylda,

Góða ferð út og njótið þess í botn:) Ef tækifæri geft þá endilega kíkið í Seaworld...það er æðislegur staður fyrir fjölskylduna...mæli hiklaust með þeim stað:) Hafið það sem allra best..þið eruð í mínum bænum. Megi guð vera með ykkur.

Kær kveðja Agnes

Agnes (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 20:55

10 identicon

Já það er ótrúlegt þetta fólk sem rífur sig upp á nóttinni til að fara á útsölu í next;) ;) ;) hehehe. Og það er skelfilegt fólkið sem leyfir sér að leggja í stæði sem aðrir þurfa á að halda. Vonandi fæ ég smá fiðring í gegnum hana nöfnu mína sem fær að fara með litlu prinsessuni henni Oddný Erlu. Hún var voðalega spennt í dag þegar við vorum að spjalla á meðan ég hjálpaði henni í útifötin. En hún tilkynnti mér það að hún gæti þetta sko alveg sjálf...enda var þetta meira fyrir mig en hana að ég skildi hjálpa henni. Get ekki alveg slitið naflastrenginn við Hof. Og hvað þá þessi frábæru börn sem ég hef kynnst þar. Enn og aftur njótið ykkar í botn í þessari frábæru fjölskylduferð. Kveðja Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 21:43

11 Smámynd: Ólafur fannberg

Góða ferð á morgun skemmtið ykkur vel eigið það alveg skilið

Ólafur fannberg, 4.1.2007 kl. 22:28

12 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku fjölskylda - Virkilega góða ferð í faðmi fjölskyldunnar á morgun :) Njótið vel! Knús - Elsa

Elsa Nielsen, 4.1.2007 kl. 23:06

13 identicon

Kæra fjölskylda 

Sendi ykkur hlýjustu baráttukveðjur og góða strauma. Óska þess að allt gangi á besta veg hjá ykkur öllum og kærar þakkir fyrir að leyfa mér að fylgjast með ykkur.

Ásthildur

Ásthildur (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 23:38

14 identicon

Kæra fjölskylda!

Hafið það sem allra best í Florida,njótið þess að vera saman.

Góða ferð

Kveðja Silla Karen og co

Silla Karen (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 08:18

15 identicon

Hæ hæ elskurnar, náum örugglega ekki að knúsa ykkur áður en þið farið.  Hafið það bara sem allra best í Ameríkunni.  Áslaug þú reynir að koma þér inn á einhverja líkamsræktarstöðina svo þú missir ekki af okkur mömmu þinni he,he,he.  Kyssið dúllurnar ykkar frá mér og strákunum.

Kveðja Linda og strákarnir

Linda og strákarnir (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 08:25

16 identicon

Góða ferð og góða skemmtun. Bið að heilsa frænku minni Mínu mús . Hlakka til að heyra ferðasöguna þegar þið komið aftur heim.

Luv Magga Mús

Magga Mús (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 09:18

17 identicon

Kæra fjölskylda,

um leið og ég óska ykkur gleðilegs árs, vona ég að þið eigið eftir að njóta ykkar í USA og koma heil heim full af baráttuviljanum sem einkennir ykkur

Góða ferð og skemmtun

Sigrún (lesandi) (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 10:25

18 identicon

Þetta er snilld .. þið eigið þetta svo sannarlega skilið það er gott að eiga góða að !!Hafið það sem allra best í usa .

Kærar kveðjur til ykkar allra kv Guðrún,Jói og dætur

Góða ferð.

Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 10:45

19 identicon

Ohhh! Þetta er draumur sérhvers barns að komast til Flórída og í Disney World! Ég óska ykkur góðrar ferðar og vona að dúllan "okkar" hafi heilsu til að njóta sín sem best!  Knús og kreist

Heiða (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband