5.1.2007 | 10:58
Bæjó en í bili þó
Langaði bara að drita niður nokkrum línum en ef þið voruð búin að gleyma þá erum við fjölskyldan að fara til Flórída kl 17:25, hmmm ekki leiðinlegt!! Erum á fullu að klára pakka, alltaf á síðustu stundu en við erum ekki vön að flýta okkur þegar pökkun er tilstaðar ehe, svooo leiðinlegt en samt ennþá leiðinlegra að taka uppúr þeim. Það er þvílíkur spenningur í fjölskyldunni, trallalala!!
Ég er nú ekki viss um að þið "heyrið" eitthvað í okkur frá Flórída, ætla að reyna forðast tölvur einsog ég get en ef það eru tölvur á hótelinu þá er aldrei að vita Læt þá kanski heyra aðeins í mér, gæti verið að heppnin verði með ykkur.
Smá fréttir af Þuríði minni einsog ég hef sagt þá eru kramparnir farnir að aukast hjá stúlkunni minni, grrrrr!! Þrír krampadagar af fjórum þannig það er mikil aukning miða við síðustu tvær vikur og ég er orðin nett stressuð að hún verði slæm úti vona samt ekki, vona að hún geti notið hverra mínútu og skemmt sér einsog hinir.
Allavega kæru lesendur eða um 2000, púúfffh hvaðan kemur allt þetta fólk það er naumast að maður getur verið merkileg held kanski ekki að ég sé ástæðan fyrir því að þið komið hérna við. Ætla allavega bara að kveðja í bili og hafi þið það yndislega gott og ekki gleyma knúsa þá sem ykkur þykir vænt um.
Bæjó en í bili þó
Slauga og familí sem eru á leiðinni til Flórída ef þið voruð búin að gleyma
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
342 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 4870894
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra fjölskylda, óska ykkur góðrar ferðar og skemmtunar og um fram allt góðrar slökunar,
Kveðja
Guðrún úr Borgarnesi
Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 11:31
Þekki ykkur ekki nema af þessu bloggi. Fylgist daglega með ykkur og finnst frábært að koma inn á þessa síðu og fá að fylgjast með, bæði ykkur hjónum og börnunum 3. Það er "þín" vegna sem fólk fer inn á síðuna, því það er jú víst þú sem skrifar mest inn á hana. Þú kemur þessu líka svo vel frá þér og kennir okkur hinum svooooo margt.
Kærar þakkir fyrir þetta og INNILEGA Góða skemmtun í Flórída.
Kv. MBJ
Maria B Jónatansdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 11:33
hehe hard to forget :)
Þórunn Eva (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 11:41
Kæra fjölskylda!
Óska ykkur innilega góðrar ferðar til Flórída. Vona líka að allir geti notið sín í ferðinni. Núna er bara fyrir okkur sem verðum eftir á klakanum að krossa alla putta og biðja til Guðs um að Þuríður ykkar Arna geti notið sín.
Kær kveðja Linda Birna.
Linda Birna (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 12:05
Hæ hæ og skemmtið ykkur rosalega vel í útlöndum. Það er svo gaman í Disney world bara fyrir allan aldur en mér langaði aðeins að segja ykkur frá einu frábæru við Disney, veit nú ekki hvort þið sjáið þetta en allavega. Ég veit ekki hvort að þið eruð með Þuríði í kerru eða hjólastól en Þegar við fjölskyldan fórum í Disney þá var systir mín í hjólastól (er það ennþá líka) og það er sko æðisleg þjónusta þarna fyrir fólk í hjólastól. Í sum tæki eru kannski klukkutíma raðir en þeir sem eru í hjólastól fara bara framfyrir alla og þurfa ekkert að bíða og svo þegar maður kom úr einni ferð í einhverju tæki þá var maður bara spurður, viljiði fara aðra ferð. Við meira segja vorum fyrst alveg eins og einhverjir aular og fórum alltaf í raðirnar en þá komu alltaf einhverjir starfsmenn og drógu okkur útúr röðinni og fram fyrir alla. Með þessu móti náðum við líka að þræða heilan garð á einum degi og fara í flest tækin sem við vildum en það er sko ekki hægt annars en allavega vildi bara deila þessu með ykkur þar sem ég veit ekki hvort þið verðið með Þuríði í kerru eða stól, allavega skemmtið ykkur rosalega vel
Helga (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 13:16
Bless að sinni .Flórída takið vel á móti þessum englum 2o til 100, var ekki fjöldin eitthvað þar á milli.Knús þangað til.kv
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 13:24
Góða ferð, og njótið dvalarinnnar út í ystu æsar. Vonandi verður Þuríður góð af krömpunum.
Kveðja úr firðinum.
Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 21:04
Kæra fallega fjölskylda,
Góða ferð til Florida - Við í minni fjölskyldu vitum hvað það gerir sálinni gott að skipta um umhverfi og einfaldlega upplifa og vera til.VIð fylgjumst reglulega með þrautargöngu Þuríðar og ykkar á netinu og dáumst að ærðuleysi ykkar hjóna. Við höfum mikið af ykkur lært.
Kæra Áslaug og Óskar og krakkarnir: Hafið það gott saman.
Kveðja, Erna og Hinrik (Foreldrar Kára Arnar)
Erna A (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 23:00
Kæra fjölskylda,
góða ferð og góða skemmtun, ég fylgist reglulega með ykkur, þið eruð sannar fyrirmyndir og fáið mann til að vilja vera betri manneskja
Kv.
Katrín
Katrín (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 12:51
Hæ, vonandi gengur vel hjá ykkur úti, við hugsum fallega til ykkar.
Knús og kosssar - Þórdís og Kolbrún Ragnheiður O)
þórdístinna (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.