Leita í fréttum mbl.is

Aðeins fleiri myndir

PB295055 (Small)
Afmælistöffarinn, það var svo gaman að sjá hvað hann var glaður með allt dótið sem hann fékk.  Ef það birtist dót í pakkanum þá trylltist hann af kæti og fannst ekki leiðinlegt þegar systkin hans voru að opna allt dótið sitt.
PB295107 (Small)
Jólasveinninn mætti í afmælið til Hinriks (sem var haldið í gær)og auðvidað vildi Þuríður mín fá mynd af sér með honum.  Sveinki einmitt spurði hana afhverju hún væri með gleraugu og hún tilkynnti honum það að það væri bara miklu betra.  Þannig hetjan mín finnur að það er miklu betra að vera með gleraugun enda tekur hún þau ALDREI af sér nema kanski á kvöldin þegar hún er orðin þreytt sem er skiljanlegt, við finnum líka mikin mun á henni.  Hún er glaðari, les betur og skrifar stórglæsilega, VÁVH hvað sjónin hennar hefur verið mikið að bögga hana.  Hún fór reyndar í heyrnapróf á föstudaginn en þar sem Þuríði minni finnst svakalega gaman að ýta á takka þýðir ekkert fyrir hana að fara í svoleiðis alveg strax því hún var alltaf að ýta á takkan alveg sama hvort það kom hljóð eða ekki.Whistling  Það þarf að vera til öðruvísi heyrnapróf en hún á víst að mæta aftur en það er bara ekkert að virka fyrir takkaóða stelpu.Halo

PB295115 (Small)
Theodór litli gaurinn minn sem er með svona líka litla hjartað sitt var ekki sáttur við sveinka og var bara í fanginu á Söru mágkonu og bað bara sveinka að fara heheh.  Flugeldar og jólasveinar eru ekki í miklu uppáhaldi hjá Theodóri mínu einsog hann er mikill töffari og gaur.W00t

Bara nokkrir dagar í skólajólafrí hjá mér og ég get ekki beðið, reyndar verður ekkert minna að gera en ég verð allavega ekki með lærdóminn hangandi yfir mér sem er mikill léttir.  Theodór minn er að fara í hálskirtlatöku á föstudaginn þar sem kirtlarnir eru að loka fyrir hálsinn og hann alltaf kvalinn í hálsinum og Þuríður mín fer svo 7.des í heilaritið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegar myndir.  Kveðja frá Þorgerði.

Þorgerður (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 18:27

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er greinilega nóg að gera á ykkar stóra heimili! Vona að þér gangi vel á lokasprettinum í skólanum Slauga mín!

Góðar aðventu og árs-afmæliskveðjur að vestan.

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.11.2009 kl. 20:41

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábærar myndir og fréttir af ykkur. Gott óskir til Theodórs  vegna hálskirtlatöku á föstudaginn og til Þuríðar  vegna heilalínuritsins 7. des. Afmæliskveðja enn og aftur til Hinriks töffara.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2009 kl. 02:06

4 identicon

Endalaust falleg þessi börn ykkar :) og frábært að Þuríður sé komin með gleraugu og farið að líða betur :) hafið það sem allra best!

Sigrún, óþekkt (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 12:11

5 identicon

Elsku fallega Þuríður mín...sendi þér innilegar óskir um að allt sé í lagi og að guð sé jafn góður við þig og hann hefur verið undanfarið ár...þarf að fara að hitta þig,kannski hafið þið tíma til að kíkja núna í des.....knús á þig yndislegust

Björk töffari (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 19:00

6 Smámynd: Aprílrós

yndislegar myndir. Gangi ykkur vel elskurnar

Aprílrós, 1.12.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband