14.12.2009 | 09:16
Lífið er FULLKOMIÐ
Vorum að fá niðurstöðurnar úr heilaritinu hjá Þuríði minni sem hún fór í fyrir viku sína og viti menn, fyrsta sinn í veikindum Þuríðar minnar kemur heilaritið FULLKOMLEGA út bara einsog það kæmi út hjá mér sem heilbrigðum einstaklingi. Er lífið ekki dásamlegt og frábær byrjun á verðandi yndislegum jólum.
Hérna eru þær systur saman á Geysi um helgina en við fórum með öllu tengdafólkinu mínu á fjölskyldujólahlaðborð sem var æðislega gaman. Gert ofsalega mikið fyrir börnin, jólasveinarnir, sungið, dansað og svo gott að borða líka. Við gistum í Miðhúsaskógi í sumarbústað og höfðum það ofsalega gott, bara afslöppun útí eitt og potturinn að sjálfsögðu mikið notaður.
Hinrik minn var líka í stuði á hlaðborðinu, þessi drengur er alltaf ótrúlega glaður, mikill mömmupungur (sem mömmunni finnst ekki leiðinlegt), farinn að sýna smá gaurastæla en er samt ekki ennþá farinn að labba enda liggur ekkert á.
Theodór minn hinn gaurinn minn og mömmupungur, hann er rosalegur gaur en samt með svo lítið hjarta. Á þessari mynd er hann að bíða eftir jólasveininum og svo þegar hann birtist varð hann alveg snar af hræðslu, greyjið.
Lífið er annars yndislega fullkomið.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En dásamleg jólagjöf sem þið fjölskyldan hafið fengið. Stórkostlegar fréttir. Til hamingju með þetta og gleðileg jól.
Álfheiður (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 09:44
Mig langar til að samgleðjast ykkur þó þið hafið ekki hugmynd um hver ég er. Þið eruð öll sömul fallegt fordæmi fyrir okkur hin, svona glöð og hugrökk. Og ég held áfram að hugsa vel til hennar Þuríðar litlu og vona hið besta fyrir hennar hönd.
Oddný H. (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 10:09
Gleði gleði gleði!!!
Þetta er eitthvað það dásamlegasta sem ég hef "heyrt" - er eiginlega bara orðlaus af gleði.
Bestu kveðjur til ykkar fallega fallega baráttufólk!
Súsanna (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:29
Mikið er lífið yndislegt frábær jólagjöf til hamingju. Held áfram að hugsa hlýtt til ykkar og bið Guð að gæta ykkar
Kristín (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:44
Oh innilega til hamingju með þessar yndislegu fréttir elsku fjölskylda. Hún Þuríður er svo sannarlega gangandi kraftaverk og tákn þess að það á aldrei að gefast upp!:)
Kristín (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:33
Til hamingju kæra fjölskylda, ef einhver hefur átt skilið að fá loksins góðar fréttir þá eru það þið. Njótið nú jólanna.
Bestu kveðju aðdáandi
Sigridur Gudnadóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:05
Innilega til hamingju með þessar góðu fréttir, þessi dóttir þín
er ótrúleg svo ekki sé meira sagt - algjört kraftaverk
Megi guð vera með ykkur
Gleðileg jól
Áslaug ókunnug (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:36
sammála öllum hinum, yndilegt, frábært, ég samgleðst ykkur svo innilega, eigið góð jól og alla ævi saman, ljúfar kveðjur.
Didda ókunnug (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 14:48
Elsku þið öll.
Þessar góðu fréttir eru sko örugglega JÓLAGJÖFIN, ekki bara í ár heldur áranna, fyrir ykkur öll.
Sendi mínar hjartans hamingjuóskir vegna þessara góðu frétta sem gleðja okkur örugglega öll, sem fylgjast með.
frá Sólveigu
Sólveig Adamsdóttir, 14.12.2009 kl. 15:29
Yndislegt og innilega til hamingju-Kveðja frá Þorgerði.
Þorgerður (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 16:28
Dásamlegt!!!!!!!!!!!!
Ásta (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:11
Mikið er þetta góð jólagjöf!! Yndislegt.. gott að fá svona fréttir.
Eigið gleðileg jól öll sömul.
Kveðja,
Ragga (Birnusystir)
Ragga (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:25
Kæra fjölskylda,
Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir, hreint stórkostlegt.
Margrét (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 18:56
Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir!
Ég dáist að ykkur öllum.
Gleðileg jól.
Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 19:26
Elsku þið öll fjölskyldan,dásamlegar fréttir,en BROSdúllan er ekki kraftaverkabarn fyrir ekki neitt,dásamleg jólagjöf til dásamlegrar fjölskyldu,gleðileg jól.Kærleikskveðjur Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 21:05
Innilegar hamingjuóskir kæra fjölskylda!!!Frábært að heyra!
Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.
Kveðja Eyja, Ingi og dætur
Eyja (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 21:40
Til hamingju með þessar yndislegu fréttir! Ég er þess fullviss að ykkar aðdáunarverða jákvæðni og bjartsýni á mikinn þátt í batanum hennar Þuríðar. Þið eruð bara duglegust :)
Kveðja frá ókunnugri móður.
Brynhildur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:57
Kæra fjölskylda, innilega til hamingju með þessar góðu fréttir, megi allt gott geyma ykkur. Bestu kveðjur
Sæunn (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:00
Til hamingju með þessar frábæru fréttir. Betri jólagjöf er vart hægt að hugsa sér. Óska fjölskyldunni gleðilegrar jólahátíðar.
Með bestu kveðju.
Hulda Gunnarsdóttir og fjölskylda
Hulda Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:48
Kæra Áslaug mín og fjölskylda. Samgleðst ykkur innilega. Þetta er sko allra besta jólagjöf sem hægt er að hugsa sér.
Jólakveðjur til ykkar, Stella
Stella A. (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 23:59
Samgleðst ykkur innilega , betri gjöf er ekki hægt að fá
kærleikskveðjur að austan.
Dagrún (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 00:03
Yndislegar fréttir af fallegu stúlkunni ykkar. Guð gefi ykkur áfram gleðilega daga. Mínar bænir eru bænir fyrir ykkur og ljósið verður áfram tendrað fyrir fallegu gullmolana ykkar og ykkur sjálf, foreldra sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndir.
Kærleiksknús í bæinn 4 barna mamman
4 barma mamman (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:05
Til hamingju með þessar góðu fréttir. Hún er alveg einstök, litla hetjan. Guð gefi ykkur gleðileg jól. Megi birtan halda áfram að umvefja ykkur.
Stína (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:30
Vááá... "tudefjæs" (vælukjói) hérna enn og aftur, með tár í augum og kökk í hálsi af gleði fyrir ykkar hönd... STÓRKOSTLEGAR FRÉTTIR!!!
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hlakka til að lesa bloggið þitt/ykkar áfram.
Kæmpe knus yfir hafið frá bláókunnugri konu hinum megin við hafið...;o)
Begga Kn. DK (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 11:26
Þetta eru frábærustu fréttir af mörgum frábærum sem þú hefur sagt okkur undanfarna mánuði og misseri. Hafið það gott
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2009 kl. 16:58
Ein spurning, er það nýjata æðið að vera með svona mismunandi útgáfur af Arion-banka-merki í staðinn fyrir mynd af sér á blogginu. Mikið er ég þá "gamaldags" ha ha ha.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2009 kl. 17:01
Blessuð litla stúlkan.
Njótið jólanna.
I.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 17:52
Eitt orð KRAFTAVERK. Guð gefi ykkur Gleðileg Jól.
Berglind ók (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:27
Jeminn! Þetta er bara yndislegt. Bati og aftur bati. Eins og ég hef sagt áður, " GÓÐIR HLUTIR GERAST HÆGT" kv. Sólveig.
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:58
mig langar að senda ykkur línu þó ég þekki ykkur ekkert, mikið samgleðst ég ykkur með þessar góðu fréttir, eigið yndisleg jól og framtíð með fallegu börnunum ykkar, kær kveðja
Sigga (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 17:48
En yndislegt að heyra
Gleðileg jól!
Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 19:54
Innilega til hamingju þetta eru bara stórkostlegar fréttir. hef fylgst lengi með en sjaldan skrifað.ótrúlega gott að fá svona góðar fréttir. enn og aftur til hamingju fallega fjölskylda <3
Dísa (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:25
Frábært að heyra, megiði eiga yndisleg jól! Kær kveðja, Ásdís Ásgeirs.
Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 11:30
Innilega til hamingju, þetta eru dásamlegar fréttir. Njótið jólanna.Kv. Harpa
Harpa(Ókunnug) (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.