Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Engu er að kvíða?

Reyndu ef þú getur
að gleyma og hvílast betur
hugsaðu helst ekkert
láttu sem engu sé að kvíða
Allt fari vel....

Já ég vildi óska þess að ég gæti haft það svoleiðis en það er þessi leiðindarhnútur sem hringsnýst í maganum mínum þessa dagana, aaaargghhh!!  Hann versnaði eiginlega tífalt um kvöldmatarleytið í gær því það var einsog Þuríður mín hefði dottið út tvisvar sinnum eða fengið tvo litla krampa.  Bæði skiptin var einsog hún hefði misst máttinn í fótunum og lá smástund í gólfinu, hún fékk reyndar enga kippi en það var samt eitthvað og það fór eiginlega alveg með mig.  Núna eykst bara hnúturinn um að hún fari að krampa aftur en ég ætlaði einmitt að monta mig í dag að núna væri sirka hálft ár síðan hún fékk sinn síðasta krampa og það hefur bara ALDREI gerst.  Var krampandi á hverjum degi í tvö og hálft ár og það minnst tíu á dag og það er með því versta sem ég hef upplifað hjá henni og í dag ætlaði ég að monta mig á því en ég held að ég geti það ekki því það var eitthvað sem gerðist hjá henni í gær því verr og miður.  Ég veit líka að ef hún fer að byrja krampa aftur boðar það ekki gott, þá veit ég líka að það er eitthvað meir að gerast þarna uppi hjá henni sem er verst í heimi.

Hún fór í myndatökur í dag sem gekk að sjálfsögðu glimrandi vel, hún reitti af sér brandarana uppá spítala bæði í dag og í gær og var súper hress.  Það var svo mikið stuð að vera í kringum hana uppá spítala enda elskar hún þennan stað og var svona líka glöð að hitta fólkið sitt, við tókum einmitt myndir af henni í þessum ham uppá spítala og það er aldrei að vita að ég birti eitthvað hér.  Við mætum svo á fund með læknunum á fimmtudaginn í hádeginu og ræða stöðu mála og væntanlega næsta skref hjá hetjunni minni.

Hún er reyndar búin að vera mjög þreytt síðustu tvo daga sem ég vona bara að það sé því það var svo mikið að gera hjá henni um helgina en svo geta eftirköstin af geislanum byrjað að koma í ljós núna þannig það ætti bara að koma í ljós á næstu dögum svo vitum við heldur ekkert hvað er að gerast hjá henni þarna uppi?  Allt svo óljóst en við reynum að taka einn dag í einu sem getur stundum verið svakalega erfitt, við gerum okkar besta annað er ekki hægt.

Þið voruð að spurja mig hvers Þuríður mín óskaði sér hvað ég myndi kaupa handa henni í London en í þetta sinn var það ekki fótboltabúningur ehe, hún vildi aðra regnhlíf því hin var ónýt en þeim systrum finnst svakalegt stuð að leika sér með hana á meðan þær horfa á Skoppu og Skrítlu og þær syngja rigningalagið og svo vildi hún fá prinsessuveski og að sjálfsögðu urðum við að þeirri ósk en Oddný mín Erla vildi snuddu fyrir Kristínu Amelíu sína (dúkkan hennar), pils og gelluskó thíhí en þannig vill hún fara í leikskólann en það er víst ekki í boði þannig mín fær alltaf að skipta um föt þegar hún kemur heim af leikskólanum, ótrúleg!!  Hún var einmitt að fara í sundtíma með pabba sínum en Þuríður mín er of slöpp eftir svæfinguna þannig hún mátti ekki fara og það var skipt um föt, beint í pils og gelluskóna einsog hún kallar þá.  Bara gaman að þeim!!


Töff töff töff

Jebbs það er bara eitt orð yfir Londonferðina okkar TÖFF ferð.  Við vorum í dekri alla helgina með mömmu og pabba sem var ekki leiðinlegt, gerðum margt og mikið, miiiiikið labb þannig þetta var engin hvíld en hrikalega gott að komast svona í burtu.  Fórum á Queen-showið sem var ÆÐI, stemmningin geggjuð!!  Pabbi og Skari fóru á Arsenal-Porsmouth og skemmtu sér bara vel enda unnu Arsenalmenn líka en ekki hvað?  Farið var í rútu-útsýnisferð, labba upp og niður Oxofordið eða svona meira ég og mamma ehe alltaf auðvelt að plata konuna í svona verslunarferð þar sem konan er mjög veik fyrir barnafötum.  Víííí sem skemmir ekki fyrir mér ehe!!  Þannig börnin fengu nokkrar flíkur frá London enda líka allt orðið of stutt, hmm ekki orðið sjón að sjá börnin mín.   Sem sagt við skemmtum okkur hrikalega vel úti og ég er strax farin að hlakka til þegar mamma og pabbi fara í næstu ferð sína því ekki geta þau farið ein og PANT við fara sem fylgdarmenn.

Mig langar að nefna eitt en fólk er alltaf að tala um hvað við erum hrikalega heppin að fara svona oft til útlanda en við höfum farið í ófáar ferðirnar en höfum ekki borgað fyrir eina þeirra.  Sjálf vildi ég óska þess að ég ætti pening fyrir öllum þessum ferðum sem við höfum farið í en svo gott er þetta ekki því verr og miður (ekki dans á rósum að vera með langveikt barn hér á klakanum).  Jú við erum heppin að hafa verið boðið í allar þessar ferðir og það eru ókunnugir, ættingjar, vinir og kunningjar sem hafa gert okkur kleift að ferðast svona sem gerir endalaust mikið fyrir okkur Óskar þið getið bara ekki ímyndað ykkur. 

En ef ég hefði val þá vildi ég mest óska þess að við værum ekki í þessari stöðu að vera svona "heppin" og gert svona margt fyrir okkur þar að segja leyft okkur að ferðast svona einsog við höfum gert.  Ég vildi frekar óska þess að barnið mitt væri heilbrigt og ég væri í þessari stöðu að gleðja aðra en því verr og miður er lífið ekki svo einfalt, ég vildi óska þess mest að ég væri ekki búin að ferðast svona mikið og Þuríður mín væri heilbrigð og ég væri frekar að svekkja mig yfir því að geta ekkert ferðast því ég ætti ekki pening fyrir því (sem ég á reyndar ekki í dag eheh).  Ég vildi óska þess að ég væri að vinna 100% vinnu og ég væri BARA að pirra mig við yfirmann minn því hann tímdi ekki að borga mér hærri laun þannig ég gæti ekki keypt mér flottu flíkina sem ég sá í kringlunni.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er líka erfitt að vera svona mikill þyggjandi en aftur á móti veit ég líka hvað er að vera gefandi útaf verkefninu mínu sem ég er að vinna í þessa vikurnar, reyndar fékk ég styrktaraðila í það en það gefur mér samt mikið að tilkynna foreldrum barna í meðferð þetta sem ég er að undirbúa.

Maður heyrir nefnilega oft öfund í fólki því við höfum ferðast rosalega mikið undanfarið ár og oft er maður farin að skammast sín fyrir að segja frá því þegar okkur er boðið eitthvað því fólk heldur líka að við eigum sand af seðlum en svo er ekki.  Sorrý!!  Vitiði það, það er engin öfund að eiga barn með illvígan sjúkdóm jú þetta hefur bjargað okkur Skara mikið að geta farið í burtu frá öllu þó það sé kanski engin hvíld einsog um helgina en þá er svooo gott fyrir okkur að komast svona í burtu og rækta okkur sem er mér mjög mikilvægt.  Mig langar bara að segja við þá sem eru að baktala og halda að við skítum peningum þá er það ekki satt og hættið að öfundast það langar ENGUM að eiga langveikt barn eða með illvígan sjúkdóm, verið ánægð að vera heilbrigð og þó þið getið ekki gert allt sem ykkur langar en þá væri ég allavega í skýjunum.  Það er samt hrikalega gott að eiga svona góða að einsog við eigum, knús til ykkar allra.

Þuríður er annars heima hjá mér núna en við erum á leiðinni uppá spítala í smá tjékk fyrir stóru svæfinguna á morgun og myndatökur því verr og miður er komin smá hnútur fyrir hana þó ég  vilji halda að það geti ekkert komið útur þeim útaf því hvað það er stutt síðan hetjan mín var í geislanum en maður víst getur aldrei sagt ALDREI.  Damn!!  Á fimmtudag verður svo fundur með doktorunum og vonandi verða engar niðurstöður þar á bæ.  Plííííssssss!!  Ég bara höndla ekki erfiðar fréttir.

Best að fara taka uppúr töskum og finna gjafirnar sem börnin mín eiga að fá þegar þau verða búin á leikskólanum, voru búin að panta ansi mikið en í fyrsta sinn pantaði Þuríður mín eitthvað sem henni langaði í sem sýnir framfarir og þroska. 

Knúúúúúússsssssss


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband