Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
10.11.2008 | 13:00
"Hætt" að sofa
Úúúfffh hvað það getur verið erfitt að geta nánast ekkert sofið á nóttinni, grindarverkirnir eru orðnir óbærilegir, get kanski legið í 10mín á hvorri hlið í einu og hvað þá að þurfa fara yfir á hina hliðina er ennþá verra vegna lífbeinsins. Gaaaarggh!! Well þetta styttist óðum 1-5 vikur eftir sem væri kanski 5 vikum of mikið svo held ég líka að kvíðin og stressið spili líka inní vegna TR en ég held að það verði fundað um mig á morgun fyrst að læknisvottorðið er mætt á svæðið. Annars var pabbi "gamli" (well hann eldist um eitt ár á morgun hehe) að lána mér lazy boyinn sinn (jú mamma á hann líka haha) sem er alveg yndislegt að liggja eða sitja í, verst þegar Oddný Erla mín sá hann í morgun þegar hún vaknaði mátti engin annar sitja í honum nema hún, fannst hann svo mjúkur og góður.
Við Skari vorum barnlaus um helgina sem fór í nánast ekkert sem var bara best nema borða góðan mat(þökk sé einni/einum), læra pínu og horfa á imbann. Jú Skari setti jólaljósin á pallinn, nauðsynlegt að lýsa upp þessa dagana en við höfum aldrei sett þau svona snemma.
Sjálf er ég að rembast við að klára flest verkefnin mín í skólanum, próf seinni partinn sem gildir 30%(þannig ég ætti að vera læra), er að reyna klára lokaverkefnið mitt sem er rétt rúmlega hálfnað og svo gæti ég talið endalaust. Fékk einmitt mail fyrir helgi um útskriftina mína þar að segja ef ég næ þá verður hún 19.des, jíbbíjeij!! Veit svo ekki hvort ég fer í framhaldið eftir áramót þó svo mig langi mikið....
Hetjan mín er ágætlega hress, ætlar að fara eftir skóla og hitta eina skólasystir sína sem eru miklar framfarir að hún geti kanski farið eitthvað ein. Reyndar kemur mamman að ná í hana og það verður spennandi að sjá hvernig það fer og vonandi skemmtir hún sér vel. Ekkert sjálfgefið að foreldrar vilji fá langveik börn í heimsókn til sín sérstaklega þau sem eiga mikla hættu að fá krampa (veit að það er bara erfitt fyrir mig að sjá hana í krampa hvað þá einhverja sem hafa aldrei upplifað það) en ég hef reyndar bara kynnst góðum foreldrum í skólanum hennar Þuríðar minnar og vilja allt fyrir hana gera. Það safnast bara gott fólk í kringum okkur. Bara gott og gaman!!
Þuríður mín losnar við saumana sína í þessari viku, fáum niðurstöður úr ræktuninni og hin sárin gróa ótrúlega vel sem frábært þannig þetta er allt í áttina hjá henni, við bíðum líka eftir næstu dagssetningu á myndatökum sem ætti bráðlega að koma í ljós hvenær verður af því.
Ætli ég haldi ekki áfram að rembast við læra fyrir prófið mitt, þetta hefur nú gengið ágætlega hingað til en samt ekki neinar tíur þessa önnina. DAMN!! Meðal talið kringum 8.
Lögst í lazy boyinn....
Tvíeyki dagsins:
Ég varð bara að birta þessa mynd því það er dáltill svipur með þeim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2008 | 13:43
Ein í tilefni dagsins.....
Þuríður mín var að læra blikka í sumar hehe, bara flottust.
Hef engan löngun annars til að skrifa þessa dagana....... mikið stress og kvíði vegna niðurstaða frá Tryggingastofnun sem ég fæ í fyrsta lagi nk. þriðjudag. Skrýtið að ég sé ekki farin afstað vegna þess??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.11.2008 | 16:55
Sýking á heimilinu
Svona vaknaði Theodór minn í morgunn:
Skari sagði honum að leika sig leiðann og að sjálfsögðu gerði drengurinn það hehe. Hann er kominn á sýklalyf og fékk ekki að fara í leikskólann í morgun og ekki heldur á morgun því þetta er smitandi bara vonandi fær Þuríður mín þetta ekki.
Theodór er annars farinn að koma til mín þegar ég er að læra og spurja hvort hann megi læra með mér hehe einsog í gærdag og þá var hann ekki lengi að hlaupa ná í stafakarlabókina sína. Verst þegar hann vill "læra" með mér þá get ég ekkert lært því hann er að segja mér alla stafina sem hann kann og ég verð svo að segja honum hvað allir hinir heita.
Hetjan mín er hress, settist niður með mér á föstudaginn rétt fyrir aðgerð og sagði "jæja mamma, var gaman í skólanum þínum í dag?, hvað ertu að læra?" ...og þuldi svo allt stafróið fyrir mig hehe og svo hélt hún áfram að spurja mig og var þvílíkt áhugasöm um þetta.
Einsog þið sjáið á þessari mynd eru þau öll hress og kát, þeim leiðist aldrei hérna heima ehe, þau geta allavega ekki kvartað yfir því að hafa ekki leikfélaga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.11.2008 | 20:33
Hress og kát
Hérna er ein frá aðgerðinni, ekkert rosalega góð gæði enda tekin úr símanum mínum, er ennþá sofandi eftir aðgerðina.
Mig langar að minna ykkur á það að þið getið farið núna inná www.skb.is og pantað ykkur jólakort fyrir jólin, alltaf gott að vera tímanlega og mjög auðveld pöntunarleið. Endilega styrkið gott málefni fyrir jólin Styrktarfélag krabbameinssjúkrabarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar