Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Einu sinni....

....fannst mér endalaust leiðinlegt þegar fólk var að spurja hvernig Þuríði minni liði eða það var þegar henni leið sem verst og ég mátti ekki fara útu húsi án þess að hitta e-h og lenda í spurningaflóði.  Að sjálfsögðu var fólk bara kurteis og þetta var bara að góðu en samt hrikalega erfitt fyrir mig og reyna halda höfði útí búð eða þar sem ég hitti fólkið.  En í dag elska ég það þegar fólk spyr útí líðan hennar því það er bara frá góðu að segja, henni líður svo vel fyrirutan að það er e-ð að bögga hana sem tengist skólanum.  Veikindlega séð líður henni vel en það er e-ð annað að bögga hana sem við höfum ekki ennþá komist að hvað það sé.  Hún á ofsalega erfitt með að tjá sig og þá er svo erfitt að fá uppúr henni hvað er að hrjá hana sem er e-ð, ótrúlega erfitt!  Við höldum að hún sé farin að finna að hún geti ekki það sama og jafnaldrar hennar og það fari ofsalega í hana, hún er nefnilega að fara dáltið fram í þroska og átta sig á hinu og þessu. 

Jæja Theodór minn allur að koma til, farin að borða eftir viku hungur og þá tekur Oddný Erla við, komin með gubbuna sem ég vona bara að vari stutt.  Stundum er gott að vera heimavinnandi.

Mánuður eftir að skólanum og ég get ekki beðið eftir að komast í jólafrí sem ég ætla að nýta í föndur og bakstur(ekki má gleyma uppbyggingunni minni).  Vííííí!!  Pælið í því jólin bara í næsta mánuði og börnin orðin hrikalega spennt hvað þá ég hehe, mér var líka bent á það að aðventan byrjar í þessum mánuði.  óóhh mæ!!  Bara gaman!


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband