Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

27.júlí

Ferðin okkar til Svíþjóðar verður 27.júlí (eða þá förum við í loftið) sem sagt tvær vikur þanga til.  Mamma ætlar að flytja inná heimilið okkar á meðan og sjá um börnin því best er að sjálfsögðu að líf þeirra raskist sem minnst við þetta.  Þuríður mín á að mæta strax daginn uppá spítala í einhver test og svo 29.júlí fer hún í "gammahnífinn".

Þessa dagana/vikurnar erum við að njóta lífsins saman og safna orku í verðandi stríð og þá tími ég heldur ekki að eyða miklum tíma í tölvunni.

Vildi bara láta vita af okkur.


Svíþjóð

Þá er búið að bóka ferðina okkar til Svíþjóðar og Tryggingastofnun voru nú svo almennilegir að þeir samþykktu okkur bæði sem kom okkur frekar á óvart.

Lítill tími til að blogga svo ég læt þetta duga í bili.


LOKSINS!!

Við erum ekki nema búin að bíða í mánuð sirka eftir dagssetningu fyrir Maístjörnuna mína og LOKSINS er hún komin, já LOKSINS!!  Fengum hringingu frá spítalanum í dag, þurfum að mæta tveimur dögum fyrir geisla því degi undan þarf hún að fara í einhver test á Karólínskaspítalanum (í Svíþjóð sem sagt) og reyndar hérna heima líka fyrir brottför.  Maístjarnan mín veit að hún er á leiðinni til Svíþjóðar og segir sjálf til að laga krabbameinið í höfðinu hennar, þetta SKAL takast eða þetta MUN takast einsog þegar Oddný mín Erla fer með bænirnar sínar á kvöldin endar hún alltaf á því að segja "kæri Guð þú átt að láta Þuríði mína lagast í höfðinu". 

Núna þegar dagssetning er komin þá hellist yfir mann mikið stress og kvíði. Það verður líka fróðlegt að sjá hvort að tryggingarnar (tryggingastofnun) okkar samþykki að við förum bæði með henni en þeir væru vísir til að segja að það væri nóg að annað okkar færi með henni sem reyndar kæmi ALDREI til greina hjá okkur.  Við förum bæði hvort sem við þurfum að borga sjálf eðurei, það er ekki einsog þetta sé einhver skemmtiferð.
P7029986 [1280x768]
Við fjölskyldan (ásamt góðu fólki) fórum í bústað um helgina og skemmtum okkur ótrúlega vel en hérna er Maístjarnan mín í góðum fíling á milli göngutúra hjá okkur.
P7020015 [1280x768]
Theodór fótboltatöffari æfði sig í innköstunum og er orðinn mikill snillingur í boltanum. 
P7029950 [1280x768]
Oddný Erla og Hinrik Örn voru í brjáluðu stuði alla helgina reyndar einsog hin tvö.

Já það er mikill léttir að það er komin dagssetningu hjá Maístjörnunni minni þó svo hún sé ekki alveg strax en þeir eru allavega farnir að undirbúa komu hennar til sín.


Kveðja

Þá er það allavega komið á hreint að Maístjarnan mín þarf ekki aðgerð fyrir Svíþjóðarferðina sem er mjög gott en ég veit ekki hvort hún þarf að fara í hana eftir geislana, er ekki komin svo langt í umræðunum.  Geislasérfræðingarnir eru tilbúnir en það er víst svo erfitt að finna barnasvæfingalækni fyrir hana (sem okkar læknir kaupir ekki) því það þarf að halda henni sofandi yfir heilan dag.  Þetta er allavega hænuskref áfram og svo bíðum við bara eftir kallinu.

Maístjarnan mín er farin að vera lystarminni þessa dagana en maður veit ekki hvort það tengist eitthvað veikindum hennar eða einhverju öðru??

Hún skellti sér í golf í dag og var ótrúlega flott einsog alltaf, hérna sjáiði hana mjög einbeitta:
P7030108 [1280x768]

Hérna er Oddný Erla mín í brjáluðu stuði á flugi:
P7029927 [1280x768]


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband