Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Dagsferð í Legoland

Við fjölskyldan áttum snilldar dag í Legolandi/Billund í gær.  Við fórum ásamt 183 manns sem eru í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í boði þeirra en hérna eru nokkrar sem segja ALLT um ferðina okkar sem var bara SNILLD.  Reyndar fór Hinrik ekki með okkur en við vildum bara leyfa hinum að njóta þess að fara í öll tæki sem þeim langaði en það hefðu þau ekki geta gert ef hann hefði farið með svo hann var bara í dekri hjá nafna sínum afa Hinrik og ömmu Oddný á meðan. Við flugum frá Keflavík kl 6:00 í gærmorgun og komum heim kl 21:00 í gærkveldi, bara draumur í dós!
 
P5077512 [1280x768]
Theodór minn er mikill húmoristi og leiðist sko ekkert að fíflast aðeins en hérna er ein frekar skemmtileg af honum þegar pabbi hans ákvað að kyssa hann.
P5077633 [1280x768]
Honum finnst candífloss heldur ekkert svo slæmt á bragðið enda varð hann mikill klísturkarl eftir á.
P5077506 [1280x768]
Maístjörnunni minni leiddist sko ekki í Legolandi enda það skemmtilegasta sem hún veit er að fara í tívolí og þá helst þau allra stærstu og þar sem maður missir röddina.  Henni leiddist heldur ekki þetta tæki en þetta var svokallaður "vatnsbátur", við silgdum hring í vatninum öll með vatnsbyssu um hönd og aðrir bátar sigldu hringinn í kringum okkar að sjálfsögðu með vatnbyssur líka og sprautu mikið á okkur.  Jú við gátum líka sprautað á gangandi vegfarendur og þeir á okkur svo það fannst ekki þurr dropi á okkur hjónunum, einsog þið sjáið er Maístjarnan mín líka frekar blaut en ekki í líkingum við foreldrana.  Að okkar mati, skemmtilegasta tæki, mikið hlegið og mikið gaman.  Við erum sko tilbúin í vatnsstríð við nágranna í sumar sem gerist stöku sinnu yfir sumartímann.
P5077555 [1280x768]
Blómarósin mín hitti þennan túrista í Legolandi og var sko til í það að fá eina með hinni einu sönnu Oddnýju Erlu en ekki hvað?
P5077468 [1280x768]
Fallegustu systurnar í góðum fíling enda 20 stiga hiti og sól allan daginn.
P5087702 [1280x768]
Svo enda ég þetta "myndasafn" á Blómarósinni minni sem gerði sér lítið fyrir og sigraði mót í dag þrátt fyrir mikla þreytu og svefnleysi vegna ferðarinnar í Legolandi.  Snillingurinn okkar!!  Það kom sko ekkert annað til greina en að keppa þrátt fyrir að hún vissi að hún yrði þreytt.


Góðir hlutir gerast hægt

Það eru miklar framfarir hjá Maístjörnunni minni, hún er öll að styrkjast, stera-bjúgun eru að leka af henni, hún er svo miklu glaðari og elskar bara að leika sér úti.  Svefninn hennar mætti vera betri, foreldrarnir eru ekkert að losna undan þessum baugum sem fylgja svefnleysinu hjá Maístjörnunni minni  enda þráir maður alveg að sofa allavega til sjö á morgnanna sérstaklega um helgar.  Það fer vonandi að gerast?  Hún kvartar ekki mikið undan hausverk þessa dagana sem er æði, hún fær stöku sinnum krampa en þeir eru ekki daglegir einsog þeir voru sem er ennþá meira æði.  Já ég trúi því að hún er að styrkjast öll og verður vinningshafi að lokum.

Það er búið að breyta rannsóknar-deginum en hann verður 9.júní í staðin fyrir 7 og sá dagur verður sá allra allra besti sem við höfum upplifað síðasta ár.  En síðustu tólf mánuðir eru þeir erfiðustu sem við höfum upplifað þó svo að Maístjarnan mín hafi verið mjög veik og ekki séð bjarta mánuði framundan þá finnst okkur þessi þeir erfiðustu. Kanski vegna þess hún er að greinast aftur og það er ALDREI gott að fá greiningu aftur, það er líka búið að vera erfitt að sjá hana á sterunum sem gjörbreyttu útliti hennar, búin að vera hrikalega kvalin vegna þeirra og lítið sem ekkert geta gert til að lina kvalirnar ekki einu sinni með verkjastillandi er bara verst í heimi.  Maður hefur grátið mikið með henni síðustu tólf mánuði og líka án þess að hún hafi séð til, því þetta er virkilega sárt.

Núna er Maístjarnan mín og Blómarósin mín komnar út á pall, skilja ekkert afhverju þær séu að kafna úr hita þar sem þær voru nú bara að búa til snjókarl í fyrradag.  Yndislegur tími framundan sem við ætlum sko að njóta í botn.


« Fyrri síða

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband