Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
3.8.2011 | 14:57
6.september'11
Það styttist óðum í næstu rannsóknir Maístjörnu minnar en þær eru 6.september. Hún er búin að vera alltílagi síðustu vikur, við vorum farin að fagna 5 krampalausum dögum þegar hún byrjaði að krampa og þá tvo daga í röð en ég held að það sé það mesta sem hefur liðið á milli hjá henni. Jújú hún er ágætlega hress nema það er farið að bera dáltið á lömun hjá henni, hún notar lítið sem ekkert hægri hendina það er bara einsog hún viti ekki af henni. Svo tók ég eftir því í vikunni að það er farið að bera á lömunareinkennum á hægri fæti. Hún var að reyna fara uppí koju hjá bróðir sínum og gat ekki farið upp með fætinu, ég vona bara svo heitt og innilega að þetta er allt bólgunum að kenna en þegar maður sér þessi einkenni svona vel þá líður manni ekki vel í hjartanu skal ég segja ykkur.
Maístjarnan mín var einmitt að fara með bænirnar sínar í gærkveldi og endaði þær svona "kæri guð, viltu láta mig hætta krampa og líða vel í fætinum". Þannig hún er greinilega meðvituð um fótinn og er alltaf ofsalega hrædd þegar kramparnir koma. Þetta er erfiðast!!
Annars vorum við að koma úr Hetjulundi sem er hvíldarheimili krabbameinssjúkra barna og þar nutum þess að vera til, gera nánast ekkert nema fara í pottinn, leika okkur í tölvunni, prjóna og sauma(ég þar að segja), spila, borða og njóta þess bara að vera saman í rólegheitunum. Hefði reyndar viljað hafa eiginmanninn í sumarfríi með okkur en í staðin höfðum við ömmu Oddný með okkur sem var alls ekki slæmt. Þetta er einmitt ekta hvíldarstaður fyrir Maístjörnuna mína þar sem hún þolir ekki mikið áreiti, vill helst bara vera þarna sem ég skil mjög vel enda mjög afslappandi.
Núna VERÐ ég að finna eitthvað skemmtilegt að gera næstu vikurnar og hafa eitthvað til að hlakka til því annars mun kvíðahnúturinn stigmagnast og ég leggst bara niður í eitthvað þungt því kvíðinn minn er orðinn frekar mikill. Annars er stefnan mín að taka upp skólabækurnar mínar upp aftur næsta haust og fara í eitthvað skemmtilegt fjarnám.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar