Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
27.9.2012 | 17:57
Snillingarnir mínir...
Snillingarnir mínir skelltu sér í myndatökur til Bonna um helgina og hérna er ein góð af þeim - endalaust flott!
Sjarmatröllið mitt hefur alltaf haft mikinn áhuga á gítar og langað lengi að læra á hann þrátt fyrir að verða bara fjagra ára gamall en draumurinn hans rættist í dag en þá fór hann í sinn fyrsta gítartíma hjá Þráni í Skálmöld og fílaði það í tætlur. Fékk sína fyrstu gítarnögl og svo næst á dagsskrá er kassagítarinn. Verður gaman að fylgjast með honum í gítarkennslunni. Stefnan er tekin á að spila í útskrift sinn á leikskólanum eftir tvö ár.
Maístjarnan mín er búin að eiga tvo krampadaga á aðeins fimm dögum sem er að sjálfsögðu ekki gott en hún er búin að vera fljót að jafna sig. Alltaf jafn erfitt þegar það koma svona dagar hjá henni.
Later.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.9.2012 | 09:48
Afsakið..
Afsakið að ég skrifaði ekkert hér í gær en það er bara svo mikið að gera að ég gleymdi aðal atriðinu sem var að sjálfsögðu GÓÐAR fréttir sem algjörlega FULLKOMNAÐI septembermánuð. Ég trúi því að þetta sé orðið gott af kvölum hjá Maístjörnunni minni og nú fer allt uppá við hjá henni (okkur). En það er en meiri minnkun í æxlinu og líka blöðrunum sem eru þarna og læknarnir vita ekkert hvað eru sem er bara ennþá betra.
Stutt í dag þar sem konan hefur engan tíma í að skrifa hérna vegna anna sem er bara gaman.
Núna getum við farið að halda jólin og andað léttar næstu fjóra mánuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
18.9.2012 | 15:17
Dagurinn í dag....
Maístjarnan mín fór í rannsóknirnar sínar í dag en niðurstöðurnar fáum við á morgun en hérna eru nokkrar myndir frá deginum:
Verið að setja upp legginn hjá henni og það heyrist auðvidað ekkert í henni - sú allra duglegasta sem ég þekki.
Ný vöknuð eftir svæfinguna - ekki sátt með mömmu sína að hafa gleymt samlokunni sinni með hangikjöti og salati ásamt kókómjólkinni en verð ég oftast að vera tilbúin með það þegar ég kem og hitti hana á vöknun en klikkaði í þetta skipti og bauð henni uppá hamborgara og franskar í staðin se hún var alls ekki ósátt með.
Á meðan Maístjarnan mín var í rannsóknum sínum voru þessi tvö að dunda sér uppá leikstofunni að mála á gifs - þeim leiðist aldrei þar enda flottustu leikskólakonurnar að vinna þar.
Oliver trúður kemur stundum á þriðjudögum til að skemmta krökkunum sem eru á spítalanum en komst ekki í dag svo Blómarósin mín fór bara í gervi hans í staðin til að skemmta sér, bróðir sínum og leikskólakonunum.
Ég trúi því að það koma góðar fréttir á morgun - dagurinn í dag gekk rosalega vel þrátt fyrir smá fýlu útí mömmu sína að hafa gleymt því mikilvægasta. Kemur ekki fyrir aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2012 | 10:12
Bæklingurinn kominn út...
Þá er kominn út kjúklingabæklingur "eftir mig" en það hefði átt að dreifa honum á flest heimili í gær en ef þú fékkst hann ekki þá er ekkert mál að senda þér hann gegn póstburða/umslagsgjaldinu eða 200kr. Endilega sendu á mig póst á aslaug@vefeldhus.is ef þú vilt fá eitt stk en bæklingurinn sjálfur er að sjálfsögðu ókeypis. Ég var líka að opna heimasíðu www.vefeldhus.is þar mun ég deila uppskriftum sem við fjölskyldan gerum en markmiðið mitt er að birta nýja uppskrift vikulega en ég er svo heppin að ég fæ allan kjúkling hjá Holta kjúklingum þannig þá er auðveldara fyrir mig að gleðja ykkur. Endilega kíkið á síðuna og farið að elda kjúklinga.
Annars styttist í rannsóknir Maístjörnu minnar eða á þriðjudaginn og svo væntanlega á miðvikudeginum fáum við fund með læknum okkar og fáum að vita niðurstöðurnar. Maginn er að sjálfsögðu kominn á hvolf en ég er svo heppin að geta gleymt mér síðustu vikur útaf bæklingnum en spenningurinn er búinn að vera mikill.
Eigið góða helgi - það verður að sjálfsögðu kjúklingur matreiddur um helgina og svo er bara partý kvöld hjá okkur krökkunum í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2012 | 20:30
Draumar rætast svo sannarlega...
Hefuru áhuga að matreiða kjúklingarétti þá kemur þessi bæklingur út á fimmtudagsmorgun "kjúklingaréttir að hætti Áslaugar - fer í aldreifingu svo þið ættuð ekki að missa af honum:
Holta kjúklingar eru að gefa hann út fyrir mig - allir sem tóku þátt í hönnunni á honum gáfu vinnuna sína og á móti fær Maístjarnan mín veglegan styrk sem mun hjálpa henni að halda áfram að byggja sig upp t.d. og fyrir hennar framtíð. Ég er endalaust þakklát fyrir fólkið í kringum mig sem er tilbúið að láta mína drauma rætast svo Maístjörnu draumar minnar rætast líka.
Á fimmtudaginn mun ég líka opna heimasíðu tengd áhugamálinu mínu sem eru kjúklingaréttir, ég elda alltaf nýja kjúklingarétti í hverri viku fyrir fjölskylduna og birti síðan uppskriftirnar á þessari síðu en ég hef verið með hingað til verið með síðu á feisinu https://www.facebook.com/pages/F%C3%B6studags-kj%C3%BAklingar%C3%A9ttir-%C3%81slaugar/132713156806763 - endilega kíkið á þetta en slóðin á heimasíðunni kemur síðar.
Njótið!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar