Leita í fréttum mbl.is

Allt að gerast

Stelpurnar mínar eru alveg að tapa sér þeim hlakkar svo til að fara í flugvélina á morgun, Oddný Erla mín búin að finna Kristínu Amelíu dúkkuna sína sem á að sjálfsögðu að fá að koma með og Þuríður Ósk sína.  Ótrúlega fyndnar systur og svo ganga þær um gólf með sitthvora prinsessu flugfreyjutöskurnar sínar og segjast vera farnar, endalaust spenntar!!

Þarf reyndar að fara finna eitthvað til af fötum á börnin, púfffhh!!  Erfitt að vita hvað maður þarf að taka með sér, burtu í 12daga og ö-a engin þvottavél og börnin mín ekki þau snyrtilegustu thíhí!!

Ég var mætt í  Next í morgun nota bene kl sjö á útsöluna þeirra, ætlaði að ath hvort ég finndi ekki einhver "sólarföt" ótrúlega bjartsýn.  Niiiih að sjálfsögðu var ekkert svoleiðis á útsölu, damn!!  En djöh getur maður verið klikk að mæta á útsölu kl sjö að morgni það er sko ekki mannlegur tímiShocking.

Þuríður mín er annars hress eða miklu hressari en hún er vön að vera þar að segja tveim vikum fyrir jól þegar hún byrjaði í geislanum, þetta hefur ekki reynt mikið á hana hingað til.  Very nice!!  Verðum alveg með troðna tösku af lyfjum þegar við förum út, að sjálfsögðu hættti Þuríður mín ekki að taka flogalyfin sín þótt hún sé að fara í Ameríkuna og svo þurfum við að vera með til vonar og vara sterana hennar því maður veit aldrei hvort hún fari að taka uppá því að fá aukaverkarnir af geislunum en þeir geta víst komið nokkrum vikum eftir.  Best að hafa allan varan á.Woundering

Þuríður mín er samt farin að krampa meira, þetta gerist greinilega hægt en samt farið að aukast aðeins, æjhi ég vona að hún geti notið sín á Flórída og hitt Mikka mús einsog hún segir sjálf ætla að hitta hann.  Hún fékk krampa í gær og hann tók doltið á hana, vorum á Dragó og þurftum að labba upp stigan eftir krampan en það var ekki alveg að ganga hjá stúlkunni því hún lamaðist doltið eftir hann.  Hafði ekki mikla orku þannig ég varð að hjálpa henni en varð samt ekkert súper þreytt einsog venjulega sem ég er glöð með en samt alltat leiðinlegt með lömunina.  Ömurlegt!! 

Við erum by the way komin með P-merki í bílinn og ég hefði átt að nota það í fyrsta skipti í gær þegar við mættum uppá spítala, það er nefnilega frekar erfitt að leggja langt frá innganginum sérstaklega þegar Þuríður mín er að krampa mikið því þá lamast hún svo og á erfitt með gang.  En neinei við gáum ekki lagt í stæði fatlaðra því það voru einhver fífl sem nenna ekki labba langt og ekki með nein merki í bílnum sínum og áttu ekki þennan rétt og lögðu í öll þrjú stæðin.  ÉG þoli ekki svona!!  Stundum skil ég ekki tilhvers það er verið að gera svona P-merkingar því við Íslendingar förum ekkert eftir þeim, ef þú nennir ekki að labba hugsaru ekkert um hina sem þurfa á þessu að halda, bara hugsað um sjálfan sig.  FÍFL!!  Sorrý en ég þoli ekki svona og svo núna fer maður að finna meira fyrir þessu þegar maður þarf því miður á þessu að halda.Devil

Ætli það sé ekki best að fara reyna finna einhverjar flíkur á börnin til að henda ofan í tösku......


Blogg og aftur blogg

Stundum held ég að ég sé að tapa mér í bloggum, oh boy!!  En ég barasta gleymdi að koma með fréttir af litlu músinni minni henni Evu Natalíu, dóóhh!!  Sorrý Eva mín!!  Eva sæta músin mín er ennþá uppá spítala, hún byrjaði að fá hita aftur í morgun ég sem hélt að hún væri búin að hrista þetta af sér.  Hún þarf að sofa með súrefni þar sem hún mettar mjög illa þegar hún sefur og er ennþá að metta illa, læknarir segja ástæðuna RS-vírusinn og lungabólga sem er að bögga hana en ætla víst að taka aftur blóðprufu og myndatökur ef stúlkan fer ekki að hrista þetta af sér.  Gó girl!! Finnst ótrúlega leiðinlegt að komast ekkert í heimsókn til þín Eva mín og fá eitt stykki knús en maður þorir ekki svo hrædd um að einhver af okkur smitist þar sem við ætlum að reyna að fara til Flórída ekki á morgun heldur hinn en ég kíki samt til ykkar dúllurnar mínar á eftir og koma með tölvuna okkar svo ykkur leiðist ekki á stofunni, veit hvað það er leiðinlegast að þurfa vera í einangrun.

Erum sem sagt að fara uppá spítala á eftir, Þuríður mín í smá tjekk hjá doktorunum ath statusinn hjá stúlkunni og svona og Theodór minn Ingi fer líka í svona endurtjekk.

Var annars að fatta að börnin mín eiga ENGIN sólarlandaföt eða sumarföt, dóóhh!!  Ok það er 27stiga hiti núna úti og það getur verið buxna og peysuveður en maður þarf líka sumarföt, grrrr!!!  Að sjálfsögðu eru engar búðir núna að seglja kvartbuxur og stuttermaboli, dóóhh!! Hvað gera bændur þá?


Hármissir

Hún Þuríður mín er farin að missa hárið á tveimur stöðum vegna geislameðferðarinnar, hún er núna einsog versti pönkari eheh!!  Þetta er á báðum hliðum, önnur hliðin er alveg farin þar að segja hárið og svo ef þú strýkur yfir hina hliðina koma hárfligsurnar.  Það eina leiðinlega við þetta er að það er alls ekki víst að hún fái hárið aftur en það gerist víst oft eftir svona geislameðferðir en það góða er að hún getur safnað hárið og reynt að hafa það yfir þessu en samt ekki notað teygju.  Þetta er nú ekki það alversta sem getur gerst hjá henni en manni finnst þetta samt leiðinlegt, hún er nefnilega komin með svo þykkt hár reyndar svona snöggklippt því hárið er bara að koma en samt svo fallegt.  Hún verður alltaf fallegust hvort sem hún fær hárið sitt aftur eðurei, litli pönkarinn minn!!

Þá er komið að leindarmálinu stóra well okkur finnst það stórt og merkilegt ehe, ég hef ekki viljað segja ykkur það því það er endilega alls ekkert víst að við gætum "notað" leindarmálið reyndar vitum við það ekkert 100% en það stefnir í það.  Víííí!!  Jú það eru víst nokkrir "jólasveinar" sem ætla að bjóða okkur til Flórída, okkur fjölskyldunni sem erum fimm talsins.  Hammhumm ekki amaleg gjöf!!W00t Við stefnum sem sagt að fara til Flórída á föstudaginn 5.janúar og koma heim 17.janúar, jíbbíjeij!!  Ohh mæ hvað við erum spennt og það góða við það, við erum alls ekki að fara ein öll stórfjölskyldan hans Skara ætlar með okkur þar að segja foreldrar, systkin, makar og börn (alltaf þurfa þau að elta okkur eheh) sem sagt 20manna hópur og við ætlum að þræða alla skemmtigarða sem við getum funndið á Flórída.  Ohh boy!!  Þvílíkur spenningur í gangi!!  Ef þið getið sagt mér eitthvað skemmtilegt sem hægt er að gera á Flórída fyrirutan Disney sem verður pottþétt farið í og Tinna Rut ein af hetjunum mínum er líka búin að fræða mig um Disney þannig þá væri ég alveg til í að vita eitthvað meira.  Takk fyrir það!!Wink

Maðurinn í bleiku sokkunum?  Ansi margir sem tóku þátt í þeirri könnun en nei meiri hlutinn hafði ekki rétt fyrir sér, hann Skari minn er ekki svo "klikkaður" að fara í bleika sokka við bleiku skyrtuna sína eheh!!  Það var hann Hinrik faðir minn sem mætti hérna á aðfangadag þvílíkt montinn með nýju sokkana sína sem voru í stíl við skyrtuna, djöh getur hann stundum verið klikk thíhí!!

Best að breyta um könnun og endilega verið dugleg að svara.

Kveðja
Slauga sem er á leiðinni til FlórídaWhistling


Kíkið á þennan tengil...

http://weather.yahoo.com/forecast/USFL0372_c.html

Hmmm afhverju skyldi ég vera að setja þenna tengil hér inn??  Mhohohoho!!Cool  ...og gettu nú?


Ástandið á heimilinu

Púfffh mér var búið að kvíða fyrir deginum í gær í nokkra daga ekki það að ég vissi að sá dagur yrði einsog hann var í gær en samt búin að kvíða fyrir þessum degi sem ég vissi ekki hvenær hann kæmi?   Hún Þuríður mín nefnilega byrjaði að krampa í gær og var búin að vera krampalaus í sirka 18daga og átt yndislega 18daga en svo kom af því, því verr og miður.  Reyndar var krampinn ekki stór en þetta var samt krampi og mér leið einsog ég var að sjá fyrsta krampann hennar mér leið svo illa og brá svona líka, fór næstum því að grenja.  Ohh það var svo leiðinlegt að sjá hana byrja krampa aftur að hálfa væri miklu meir en nóg, hún er líka frekar þreytt þessa dagana þannig maður veitiggi alveg hvernig ástandið er á henni þessa dagana allavega erfitt að segja.  Sprengjan gæti verið að fara koma þar að segja æxlið fara að bólgna og kramparnir versna tífalt æjhi vona samt ekki.

Áramótin hjá henni voru æðisleg, við keyptum aðeins meiri bombur en við erum vön að gera BARA fyrir Þuríði mína litlu bombukonu mína sem elskar að horfa á ljósin og hlusta á lætin og halda á 500 stjörnuljósum.  Ohh my hvað gleðin skein af henni um áramótin, yndislegur tími!!

Theodór minn er allur að koma til, fórum með hann uppá Barnadeild í gær og hittum einn af krabbameinslæknunum hennar Þuríðar minnar, alltaf gott að hitta einhvern sem maður þekkir.  Hann er sem sagt með RS-vírusinn sem á að fara af honum á nokkrum dögum og vonandi fer hann af honum fyrir föstudaginn.  Hmm hvað skyldi vera gerast á föstudaginn?  Forvitin? Joyful


Baráttukveðjur

Mig langar að senda baráttukveðjur til litlu músarinnar minnar hennar Evu Natalíu (systurdóttir mín) en hún er komin inná Barnadeildina, var lögð inn en vonandi verður hún bara í sólarhring enda hörku kerling þessi stúlka. Elsku Eva mín láttu þér batna, leiðinlegt að þú kemst ekki í flugvélina í nótt eða vúvvvhhh einsog þú segir alltaf eheh og gerir með höndunum einsog flugvélin flýgur.   Hlakka til að knúsa þig.....

Theodór minn Ingi er búinn að sofa í ALLAN dag, hann er hrikalega lasinn greyjið með 40,1 í dag en vonandi fer hann að jafna sig annars verð ég að hringja í eitthvað af þessum læknum sem maður þekkir sem eru tilbúnir að gera allt fyrir okkur hvort sem það er Þuríður mín eða hin börnin. Ómetanlegt!!


Lasarus

Árið byrjar ekki vel hjá litla pungnum mínum sko honum Theodóri mínum ekki Óskari eheh, hann er svona líka lasinn.  Reyndar byrjaði hann að fá hita í fyrradag 39 og ekkert hefur hitinn lækkað, hækkar ef eitthvað er.  Hann á ótrúlega bágt, hann sefur vært loksins litla skinnið en annars liggur hann bara einsog eitthvað slitti í fanginu mínu og getur varla hreyft sig né grátið því honum líður svo illa.  Æjhi maður finnur alltaf svo til með þessum krílum þegar þau eru svona lasin, ekkert hægt að gera fyrir þau nema dekra við þau og gefa þeim hitalækkandi til að láta þau líða sem best.

Eva Natalía litla músarfrænka mín er líka fárveik, var farið með hana uppá Barnadeild í gærkveldi enda hitinn hækkaði bara hjá henni og hann var yfir 40 stig.  Hún er stödd uppá spítala núna en læknarnir eru að gera allt fyrir litlu músina mína svo hún komist til Kanarí á morgun, ég ætla nú að vona að hún jafni sig og komist í sólina.  Knús til þín Eva mín sæta mús!!

Skari er á leiðinni uppá Skaga með stelpurnar í afmæli til Natta patta, til hamingju með afmælið Natti minn.  Á meðan ætla ég að dekra við drenginn minn, leggjast uppí sófa og kanski horfa á eitt stykki bíómynd eða bara dotta með Theodóri mínum þar sem hann sefur ekkert þessa dagana sem er ö-a vegna hita og verkja.

Drengurinn að vakna þannig ég verð að þjóta til hans, segi ykkur skemmtilegar fréttir á morgun.  Vííí svooo spennandi dagar framundan......

Þanga til....
Slauga slím


Myndir

Tilefni dagsins setti ég inn nokkrar myndir en áramótamyndirnar koma á næstu dögum.

Gleðilegt ár kæru vinir og lesendur.

Áramótakveðja

Ég ætlaði nú að gera einhvern áramótapistil þar að segja mánuð fyrir mánuð en er ekki alveg að nenna því þannig ég reyni að skrifa það helsta sem gerðist á árinu púfffh sem var endalaust mikið.  Ok reyni að vera eins stuttorð einsog ég get.

Árið byrjaði með stæl hjá okkur eftir mjög erfitt tímabil hjá Þuríði minni en hann Theodór minn Ingi fæddist þann merkisdag 23.janúar og við það lyftumst við aðeins upp.  Hann var nú ekki alveg á dagskránni hjá okkur en samt besta það sem gat komið fyrir hjá okkur á besta tíma.  Þvílíkur gullmoli sem fæddist þar og dreifði huga okkar á erfiðum tíma, jújú hann er ekki mikið fyrir að sofa sem hefur reyndar breyst síðustu vikuna.  Þessi drengur lætur ekki mikið hafa fyrir sér, ótrúlega rólegur og góður (fyrirutan næturnar) sem sagt alveg einsog mamma sín í skapinu.Wink

Við fjölsyldan fórum í nokkrar utanlandsferðir á árinu sem er að líða ekki var það vegna þess að við skítum peningum, ekki alveg!!  Ástæðan er því við eigum svo endalaust marga góða að sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir okkur og þar á meðal að senda okkur út fyrir landsteinana og reyna láta okkur gleyma þessu slæma.  Við fórum í nokkrar ferðir á árinu einsog ég sagði en við þurftum ekki að borga krónu fyrir neina þeirra svo fólk haldi ekki annað sem margir gera. 

Mig langar t.d. að senda knús til Þórdísr sem nennti að taka á móti okkur Theodóri mínum Inga í byrjun júní, þangað fórum þegar orkan mín var alveg á þrotum og maður var langt niðri vegna Þuríðar minnar og þá var líka gott að komast í afslöppun til Þórdísar í London.  Þórdís var tilbúin að gera allt fyrir okkur Theodór, fór með okkur hingað og þangað um London og svo var bara slappað af fyrirframan imban og borða nammi.  Ekki amalegt!!  Held að ég og Oddný Erla förum að panta gistingu hjá þér ÞórdísGrin

Árið var upp og niður hjá henni Þuríði minni, hún byrjaði í harðri krabbameinsmeðferð í lok júní sem átti að ljúka í júlí á næsta ári en svo kom sprengjan um miðjan sept.  Þuríður mín varð að hætta í meðferðinni þar sem hún var ekki að gera neitt fyrir hana og æxlið hennar orðið illkynja.  Dagurinn sem okkur var tilkynnt þetta var sá versti sem ég hef upplifað það var einsog einhver hluti af mér dó, vikan eftir var sú versta en það sem hjálpaði okkur í gegnum þetta allt saman var hún Þuríður mín því hún var svo ótrúlega hress þessa viku sem æxlið hennar greindist illkynja.  Hún var alveg að krampa einsog venjulega en samt svo hress, við eigum líka svo marga góða að sem þarf því miður að koma alltaf í ljós þegar eitthvað bjátar á.  Það voru alltaf einhverjir gestir hjá okkur vikuna eftir til að létta okkur lundinn sem var ómetanlegt, við erum svo ótrúlega heppin að eiga ykkur öll að.  Þið hafið gert svo endalaust mikið fyrir okkur á þessum erfiðum tímum sem við getum aldrei þakkað nógu oft fyrir, fallegar kveðjur á bloggið mitt, andlegur stuðningur, styrkirnir sem þið hafið veitt okkur, þið hafið gert okkur það kleift að geta einbeitt okkur að veikindum hennar Þuríðar minnar.  Ef ég gæti myndi ég knúsa ykkur öll, þannig ég sendi ykkur stórt knús frá okkur öllum. 

Þuríður mín er búin með geislameðferðina sína sem hefur gert þetta flotta kraftaverk, hún hefur verið krampalaus í tvær og hálfa viku sem hefur ekki gerst í tæp tvö ár.  Núna höldum við áfram að fara með bænirnar okkar og vona að þetta haldist sem lengst, jú læknarnir voru/eru ekki búnir að gefa henni langan tíma í viðbót en ég ætla vera með keppnisskap og berjast eins lengi og ég get.  Geta ætla skal!!  Hún ætlar að vera hjá okkur næstu 80árin allavega, takk fyrir það!!

Oddný Erla mín er búin að standa sig einsog hetja þetta árið, hún hefur þurft að þroskast hraðar en önnur börn einsog þeir sjá sem þekkja hana.  Litla konan mín einsog hún er oft kölluð á heimilinu, hún veit alveg hvað á að gera þegar systir hennar fær krampa og lætur okkur alltaf vita þegar það gerist og stúlkan bara tveggja og hálfsárs.  Hún á oft á tíðum erfitt með að höndla þessa hluti, þetta hefur verið henni mjög erfitt og sýnir það líka með "leiðinlegri" hegðun og passar vel uppá mömmu sína sem má oft ekki sinna hinum systkinum hennar.  Þess vegna reyni ég að vera dugleg að sinna henni, þar að segja við tvær gerum eitthvað skemmtilegt.  Oddný Erla líka hetjan mín bara á annan hátt rétt einsog Theodór minn Ingi sem skilur ekkert hvað er að gerast í kringum sig en samt svo góður og æðislegur.

Hef reyndar ekki mikin tíma til að skrifa þar sem við erum komin á Dragó, ætli Þuríður mín vilji ekki bráðum fara út og "sprengja" nokkrar sprengjur.  Svo mikið eftir að skrifa en ég nenni því heldur ekki, púúffhh!! Segi ykkur skemmtilegar fréttir á nýju ári sem er framundan hjá okkur fjölskyldunni, segi ykkur frá geggjuðu gjöfinni sem nokkrir jólasveinar gáfu okkur.

Ég vona svo heitt og innilega að Þuríður verði betri að nýju ári og við fáum að hafa hana hjá okkur næstu 80árin, vonandi eru öll þess lyf að gera eitthvað fyrir hana.

Endalausar þakkir til ykkar allra, hvort sem við þekkjum ykkur eða ekki þá vitum við af öllu góða fólkinu í kringum okkur.  Þetta er ómetanlegur stuðningur, alltaf gott að fá góðar kveðjur.
Vonandi verður nýjar árið ykkur æðislegt, eigið gleðilegt ár og passið ykkur á sprengjunum hennar Þuríðar minnar.

Knús og kossar´
Áslaug og fjölskylda
PC313405


Þuríður Arna sprengjukerlingin mikla

Við fjölskyldan höfum alltaf reynt að kíkja á flugeldasýninguna hjá Perlunni á hverju ári sem við gerðum í gær, reyndar í fyrra horfðum bara á hana gegnum gluggana uppá barnaspítala þar sem Þuríður mín var inniliggjandi en fengum þetta beint í æð í gær.  Við ákváðum að labba alveg uppað perlunni í þetta sinn til að fá ljósin og lætin alveg beint í æð þar sem stelpurnar voru hrikalega spenntar að sjá þetta allt saman.  Ohh boy lætin sem fylgdu þessu, þetta var ótrúlega flott en alltof stutt flugeldasýning.  Þuríður Arna var sko ekki sátt þegar sýningunni endaði ehehe vildi sko meira og neitaði að fara þannig það verða sko keyptar bombu fyrir hetjuna mína í dag og að sjálfsögðu styrkjum við hjálparsveitina en ekki hvað?  Ég þurfti reyndar að labba í burtu með Oddnýju mína ERlu og Theodór minn Inga þar sem þau voru ekki að fíla þessi læti thíhí, jú Oddný mín er sátt ef hún er laaaangt frá sprengjunum eða bara með stjörnuljós en var sko ekki að fíla þetta.  Sagði við mig að þetta væri ógeðslegtCrying en þegar bomburnar voru í mikilli fjarlægð fannst henni þetta svaka stuð. 

Við erum sem sagt mikið spennt að fara seinni partinn til að kaupa bomburnar og sprengja þær á morgun, stuð stuð stuð!!  Við ætlum að eyða kvöldinu í faðmi Dragós-gengisins, Skari og pabbi elda kalkún slurp slurp!!  Ég er spenntust!!

Er á leiðinni í síðasta jólaboðið á þessu ári, þar hittast allir í mömmu family sem sagt mikill fjöldi og mikið stuð svo ætlar mín líka að fara aftur á Sálina og Gospelinn í kvöld. 

Verð víst að þjóta, skúra, skrúbba og bóna!!  Þrífa börnin og klæða!!
Bið að heilsa í bili og haldið áfram að knúsast það er bara svo gott að fá knús.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband