10.12.2006 | 12:50
Kertasíðan komin inn....
Endilega ekki hætta að kveikja á kerti fyrir Þuríði mína, búin að setja hana hérna inn fyrir ykkur. Kertasíðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2006 | 09:49
Elsku Garðar!!
Elskulegi bróðir minn, keppandi í x-factor og besti dómari landsins er 35ára í dag. Verst að hann dettur úr leik í næsta þætti, hvað var Einar Bárða að hugsa? Ég var farin að hlakka til að fara í Smáralindina með fána og læti well ég bíð bara spennt eftir að hinn bróðir minn taki þátt mhohoho!! Veitiggi alveg hvort hann sé besti dómari landsins þótt hann hafi verið valinn það hjá Sýn og fótboltamönnunum sjálfum ok kanski en hann allavega dæmdi víti á mig hérna í denn þegar hann var að byrja ferill sinn ö-a bara því ég var systir hans. Grrrrr!!
Allavega elsku Garðar okkar, hjartanlega hamingjuóskir með daginn þú ert með besta bróðir sem ég hef eignast eða allavega nr 1.-2 (þar sem ég á annan bróðir líka hehe) Hlakka til að koma í mat til þín í kvöld.°
....og ég er farin að baka með dætrum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2006 | 19:47
Jólaball
Vorum að koma af jólaballinu hjá mömmu og nokkrum dagmömmum, ohh mæ hvað var yndislega gaman að sjá hvað Þuríður mín var hress á ballinu. Það sást sko "ekkert" á henni að hún væri eitthvað veik, það var alveg yndislegt. Henni fannst æðislegt að dansa í kringum jólatréð hvað þá þegar jólasveinninn mætti á svæðið þá var kallað "jólasveinn ég er hérna komdu og taktu mig" eheh, yndislegust!! Oddnýu mín Erla var ekki alveg eins kát með þetta allt saman en hresstist nú aðeins við þegar uppáhalds frændurnir mættu á svæðið og Theodór minn Ingi var hinn rólegasti, endalaust stuð!!
Ég er að setja inn myndir af atburðinum þannig í lok kvölds getiði skoðað skemmtilegar myndir af fallegum börnum
Um leið og við mættum heim af ballinu skelltum við nokkrum súkkulaðikökum í ofninn sem sumum leiddist sko ekki og á morgun ætlum við mæðgur að baka piparkökur sem þær fá að skera út. Það verður ö-a fögur sjón að sjá eheh!!
Þuríður mín sem sagt hress í dag fyrirutan einn krampa, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað manni líður vel að sjá hana svona "hressa", hvað verður það lengi er erfitt að segja en að sjálfsögðu nýtur mar þess í botn á meðan er.
Í lokin læt ég fylgja mynd af töffaranum mínum honum Theodór Inga af jólaballinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2006 | 21:48
Komin til að vera.....
Þá hef ég ákveðið að flytja bloggið mitt hingað, ég er orðin meira að segja undir vinsælustu bloggin á www.mbl.is geri aðrir betur. Víííí!!

Tilefni dagsins læt ég fylgja mynd af fallegustu börnunum sem var tekin í sumar af þeim, snilld að geta gert þetta. Þetta var t.d. ekki hægt að gera á bloggar þannig núna fáiði kanski að njóta einhverra mynda frá mér þið sem eruð ekki með lykilorðin á myndasíðuna mína, lucky you!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2006 | 21:27
Farin héðan....
Hlakka til að hitta ykkur á nýju heimasíðunni minni.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2006 | 14:57
Ég er að tapa veðmálinu
Gleymdi líka að segja ykkur frá myndatökunum í gær, ohh mæ god!! Að fara með 10 mánaða, tveggja ára og fjagra ára gömul börn í myndatökur eru ekki að skynsamlegasta sem maður gerir eheh!! Þau voru ekki að nenna þessu, ef eitt nennti þessu eða tvö þá var það alltaf eitt sem vildi gera eitthvað annað þannig það var stuð hjá Bonna í gær. Við fórum sem sagt í myndatökur í gær sem við ætluðum reyndar að bíða þanga til eftir áramót en ákváðum að breyta þeirri áætlun og gera það strax þar sem Þuríður okkar er að byrja í geislanum á mánudag og þar mun hún missa 7cm á breitt og 6cm á lengd af hárinu sínu og það mun væntanlega ALDREI koma aftur og svo vildum við líka gera þetta á meðan hún er svona "hress". Hún er búin að vera í stuði síðustu daga og bara yndislegt að fylgjast með henni litlu stóru hetjunni okkar, reyndar krampar hún aðeins meira en venjulega og verður þá algjörlega búin á því en samt svo hress og yndislegust.
Allt að verða vitlaust......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2006 | 12:33
Kökubakstur og fleira
Jólaball á morgun hjá mömmu og nokkrum dagmömmum, stelpunar hlakka endalaust til sérstaklega að hitta jólasveininn það verður spurning hvernig litla hjartað hennar Oddnýjar minnar bregst við ehehe!! Hún verður ö-a ekki svona æst þegar hún hittir hann thíhí!! Sætust!!
Við fjölskyldan ætlum líka að baka um helgina, ætlum að leyfa stelpunum að gera einhverjar piparkökur og skera út sjálfar sem verður ö-a skemmtilegt að horfa á well ætli þær borði ekki allt degið. Bara gaman!! Ætli við reynum ekki að skrifa þessi endalaus öll jólakort sem við sendum í ár, púúúffffhh!! Verður væntanlega lömuð í hendinni eftir það kvöld, damn!!
Dísa skvísa að koma til að kíkja á höllina okkar, víííí!! Anna Björk alltaf velkomin, bara gaman að fá gesti!!
Veitiggi alveg með að skipta um síðu, finnst svo mikið vesen með kommenta kerfið en ég ætla að hugsa um það um helgina.
Óska ykkur bara góðra helgar og vonandi geriði eitthvað skemtilegt, knúsist eins mikið og þið getið.
Slauga slím
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2006 | 11:31
Endilega svarið því?
Þeir hjá mbl voru svo yndislegir að benda mér á það að ég get fengið mér heimasíðu hjá þeim og þeir ætla að vista allt fyrir mig yfir á nýju síðan mína þar sem ég er frekar ósátt við þetta kerfi. Alltaf að hrynja og blablabla þannig ég ákvað að gera smá prufu á þeirra kerfi og ætla mér væntanlega að flytja mig yfir þangað. Viljiði endilega kíkja á www.aslaugosk.blog.is og svara könnunni þar en ég læt ykkur vita sem fyrst hvað ég mun gera.
Þetta kerfi er allavega miklu öruggara en þetta þar sem það er tengt við mbl.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2006 | 11:27
Hvað segiði um það?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.12.2006 | 13:11
Hvað er málið?
Ég skiliggi tísku jólaskrautið í ár, svart skraut þetta árið. Hvað er málið? Ojhbara ekki vill ég hafa svart jólaskraut. Misjafnur smekkur manna sem betur fer.
Vildi óska þess að ég finndi jólaskapið mitt, er eitthvað svo kvíðin fyrir jólunum. Æjhi hrædd um að Þuríður mín njóti þeirra ekki samt svo hress þessa dagana, æjhi þetta er bara svo fljótt að breytast hjá henni en við njótum þess á meðan þeir eru svona. Hún er meir að segja farin að taka ástfóstur á eitt leikfangið sitt sem er barbiedúkka í brúðakjól, hún sleppir henni ekki og verður að sofa með hana. Þeir sem þekkja Þuríði mína vita hvernig hún er og er ekki mikið fyrir að leika sér hvað þá að taka að sér eitthvað leikfang sem mér finnst æðislegast!!
Var annars að næla mér í miða á Gospelin og Sálina 30.des, við fórum þegar þeir voru að spila í sept og það var æði sem mig langar ekki að sleppa sjá aftur. Að sjálfsögðu var sætið mitt á besta staðð og núna ætlum við stór hópur að fara saman og öll fengum við sæti saman. Hlakka bara til!!
FArin að ná í stelpurnar mínar á leikskólann, Þuríður mín að fara í sjúkraþjálfun sem henni finnst skemtilegast í heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
92 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar